Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. aprll 1975. ÞJóDVILJJNN — SÍÐA 5 af erlendum vettvangi Með sívaxandi atvinnu- leysi/ árásum á kjör verkalýðsins og gjald- þrotum fyrirtækja hefur stéttabaráttan i Dan- mörku harðnað mjög undanfarið ár. Við höfum greint frá einni tilraun verkafólks til að halda gangandi fyrirtæki sem til stóð að setja á hausinn, þ.e. verkafólksins í Uni- print. En þegar það var ritað var aðgerðum verkafólksins ekki lokið. i ® m-n Cctci &mi3 ft Dijffc Svona „samstöðutikall” var prentaður og seldur til stuðn- ings baráttu smiðanna i Sabroe. Enn um Uniprint Lögreglan ruddi staðinn Verkafólkið i Uniprint fór i verkfall i janúar er það frétti að til stæði að leggja prentsmiðj- una niður og flytja hana til Svi- þjóðar. Hélt það vörð um prent- smiðjuna og sá til þess að þar færi engin vinna fram né að hrá- efni eða hálfunnin vara væri flutt til annarra prentsmiðja til vinnslu. Um tæplega tveggja mánaða skeið stóð samningaþóf milli verkafólksins og Winther-for- lagsins þar sem verkafólkið naut aðstoðar Grafisk Kartel sem eru aðildarsamtök bóka- gerðarmanna. Eigandinn reyndi að kljúfa hópinn með þvi að bjóða sumum vinnu áfram en öðrum ekki o.þ.h. en samstaðan var góð meðal þess og það hvik- aði ekki frá þeirri kröfu að öll- um skyldi tryggð áframhald- andi vinna. Þar kom að þolinmæði at- vinnurekenda var á þrotum. I öndverðum marsmánuði mætti vaskur hópur lögreglumanna i prentsmiðjuna. Með pústrum og hrindingum var verkafólkinu varpað á dyr og prentsmiðjunni lokað. Þetta gerðist þrátt fyrir loforð dómsmálaráðherra „verkamannastjórnar” krata um að halda lögreglunni alger- lega utan við deiluna. Rikis- valdið hafði enn einu sinni sann- að kenningar marxista um stéttareðli sitt. Hvaö vannst? En var þá ekki baráttan töp- uð? Vissulega hafði tapast orr- usta en þar með er ekki sagt að allt væri unnið fyrir gýg. Fyrir atbeina Grafisk Kartel sem er eitt róttækasta stéttar- félag Danmerkur er nú svo komið að eigandinn, Kai Winth- er og fjölskylda, fær hvergi prentaðan stafkrók fyrir sig i Danmörku. Og meira en það, hann getur ekki framkvæmt á- ætlun sina um að flytja prent- vinnuna úr landi. Prentarafélög hinna Norðurlandanna og viða um Evrópu hafa sett hann á svartan lista og félagsmenn þeirra vinna ekki fyrir hann. Gildir þetta einnig um önnur fyrirtæki fjölskyldunnar en Uni- print. Annað þýðingarmikið atriði við þessa deilu er það mikla stuðningsstarf sem unnið hefur verið um allt land. Margklofinn vinstri vængur gleymdi öllum sinum erjum og sameinaðist við að stofna stuðningsnefndir viðs- vegar um Danmörku. Þessar nefndir söfnuðu fé til að tryggja fólkinu laun meðan á deilunni stóð og ákveðið hefur verið að það fé sem afgangs verður skuli renna i sjóð sem hefur það hlut- verk að styðja annað verkafólk sem efnir til „ólöglegra” að- gerða til þess að verja kjör sin og rétt til atvinnu. Siðast en ekki sist ber að nefna áhrif aðgerðarinnar á verkafólkið sjálft. Það má segja svipað um það og sagt var um starfsmenn LlP-úraverksmiðj- unnar eftir aðgerðir þeirra: i stað 70 litt meðvitaðra verka- manna er nú orðinn til 70 manna hópur herskárra verkamanna sem héreftir mun leggja stétta- baráttunni öflugt lið. Þetta má lesa úr viðbrögðum atvinnurek- enda sem umsvifalaust settu fólkið á svartan lista hjá sam- tökum sinum. Það verður erfitt fyrir þetta fólk að fá vinnu i framtiðinni. Sabroesmiðirnir En ekki fara öll fyrirtæki á hausinn i Danmörku. Þau sem eftirlifa þurfa, samkvæmt óbif- anlegum lögmálum auðvalds- þjóðfélagsins, að bæta sam- keppnisaðstöðu sina i sifellu, auka gróða sinn og þar með arð- ránið á verkalýðnum. Til þess er ýmsum ráðum beitt en vin- sælust er hagræðingin. f Árósum er járnsmiðja ein sem nefnd er Sabroe. Þar hafa smiðirnir háð harða baráttu gegn timamælingum, auknum vinnuhraða og uppsögnum. Stjórn fyrirtækisins hafði látið timamæla svo til alla vinnu sem unnin var í smiðjunum og á þeim átti að byggja ákvæðis- vinnuskipulag sem smiðirnir áttu að vinna samkvæmt. Þessu neituðu smiðirnir og eftir langa og harða baráttu tókst að hnekkja siðustu leifum þessara timamælinga. Smiðirn- ir kröfðust þess að vinna annað hvort fyrir timakaupi eða sam- kvæmt umsaminni ákvæðis- vinnu sem hægt væri að segja upp á báða bóga. Þeir halda þvi fram að timamæld ákvæðis- vinna lækki kaupið þegar til lengdar lætur þar sem hún er á- kveðin i eitt skipti fyrir öll og tekur ekki tillit til verðhækkana, vinnutafa o.s.frv. En þar með var björninn ekki unninn. Svar fyrirtækisins var að iækka laun verkamannanna um 40%. Þá fóru þeir i farðu- þér-hægt verkfall og miðuðu vinnuhraðann við kauplækkun- ina, afköstuðu 40% minna en áð- ur. Þá voru teknar upp samn- ingaviðræður með þátttöku sambands járniðnaðarmanna. En smiðirnir i Sabroe voru ekki eins heppnir með afskipti stétt- arfélags sins og prentararnir i Uniprint. Sambandið varð hinn mesti dragbitur á baráttu smið- anna, dró alltúr hömlu og þegar. harðnaði á dalnum snerist það til beinnar andstöðu við þá. Þríhöfða þurs: auð- vald, ríkisvald og verkalýðsforysta Eins og vænta mátti reyndu eigendur smiðjunnar að kljúfa verkamenn. Fyrst var þremur sagt upp á hæpnum forsendum en þá hófu smiðirnir algert verkfall. Eigendurnir sneru sér til Atvinnudómstólsins (sam- bærilegur við Félagsdóm hér) sem vitaskuld úrskurðaði að- gerðir smiðanna ólöglegar. Þegar hér var komið sögu varð baráttan öllu róttækari. Verkamenn i fyrirtækjum sem sáu smiðjunum fyrir hráefni hikuðu i fyrstu við að setja fyrirtækið i bann en þegar harðnaði á dalnum tóku þeir við sér. Þá fyrst létu eigendurnir undan, eftir ýmsar hótanir þó, lýstu sig reiðubúna til samninga og drógu uppsagnirnar til baka. Einnig hér myndaðist öflugur stuðningur við aðgerðir smið- anna. Athyglisverðast við hann voru aðgerðir samtaka atvinnu- leysingja i Árósum sem unnu við fjársöfnun, dreifðu upplýs- ingum og dreifibréfum um gang aðgerðanna og studdu smiðina með ráðum og dáð. Afgerandi átök Þessar aðgerðir sem sagt hef- ur verið frá ásamt mörgum öðr- um eru geysiþýðingarmiklar fyrir gang stéttabaráttunnar. Það er meira i húfi en hagsmun- irþeirrasem standa iaðgerðun- um. Vinni þeir sigur verður hann allri baráttunni gegn at- vinnuleysi og lifskjaraárásum mikil vitaminsprauta. Tapist baráttan hins vegar mun auð- valdið ganga á lagið og hefja mun öflugri árásir á kjör verka- lýðsins. En þetta virðist verka- lýðsforystunni hins vegar vera alveg fyrirmunað að skilja. (ÞH—byggt á politisk revy) ÚTBOÐ Tilboð óskast i að reisa SKÁTASKÁLA úr timbri að TJlfljótsvatni. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Bandalags islenskra skáta, Blönduhlið 35, kl. 13—17. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 25. april kl. 14. Frá barnaskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (f. 1969) fer fram i bamaskólum borgarinnar dagana 9. og 10. april nk. kl. 17—18. Fimmtudaginn 10. april, kl. 17—18, fer einnig fram innritun barna og unglinga á fræðsluskyldualdri, sem flytjast milli skóla fyrir næsta vetur. (Sjá nánar i orð- sendingu, sem skólarnir senda heim með börnunum). Fræðslustjórinn i Reykjavik. |H Lóðasjóður Tv' Reyk j avíkurborgar Auglýst er eftir umsóknum um lán úr lóða- sjóði Reykjavikurborgar. Lán úr sjóðnum takmarkast við úttekt á malbiki og muldum ofaniburði frá Mal- bikunarstöð og Grjótnámi Reykjavikur- borgar. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrif- stofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð og þurfa umsóknir að hafa borist á sama stað fyrir 1. mai n.k. Borgarstjórinn I Reykjavik. Atvinna ■ Atvinna Laus staða Staða aðstoðarlæknis berklayfirlæknis, sem jafnframt er staða aðstoðarlæknis á berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur, er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 5. mai 1975. Um- sóknir sendist ráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 4. april 1975 |j Forstöðukona og fóstra Stöður forstöðukonu og fóstru við nýtt dagheimili Borgarspitalans eru lausar til umsóknar frá 1. mai n.k. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona spitalans i sima 81200. Reykjavik, 8. april 1975. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikur- borgar. Mafturinn ininn, Brynjólfur Jóhannesson leikari, lést 8. aprfl. Guöný Helgadóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.