Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.04.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 9. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 INÚK út um allan heim Á fimmtudagskvöld gefst al- mcnningi i fyrsta skipti tækifæri til að sjá ieikritið INUK-maður- inn á stóra sviðinu i Þjóðleik- húsinu, en leikrit þetta, sem fjallar um eskimóa og menn- ingu þeirra, var upphaflega samið til sýninga I skólum. Leikhópurinn, sem samdi og leikur verkið hefur nú sýnt leik- ritið yfir 60 sinnum i skólum, á vinnustöðum og fyrir félags- samtök, í Keykjavík og ná- grenni, en einnig á Húsavík, i Vestmannaeyjum og víðar, i siðustu viku sýndi hópurinn leikinn fyrir starfsfólk við Sig- ölduvirkjun. Hópurinn er nýkominn heim úr mikilli frægðarför til hinna Norðurlandanna, þar sem leik- ferð. t mai nk. heldur leikhópurinn með INUK til Frakklands, þar sem hann tekur þátt i listahátið- inni i Nancy, en þar koma fram auk islensku leikaranna leik- flokkar frá Spáni, Portúgal, Bandarikjunum Puerto Rico, Sviþjóð, Póllandi, ítaliu, Vest- ur-Þýskalandi, Japan og Afriku. Einnig hefur hópnum borist til- boð um að leika i fleiri löndum Evrópu að hátiðinni lokinni. Leikritið INUK fjallar um á- hrif vestrænnar menningar á frumstæðar þjóðir og hér eru það einkum eskimóar og hin sérstæða menning þeirra, sem tekin er til meðferðar. Atvinnu- lifi, trúarbrögðum og samfé- lagsháttum er lýst i leik, dansi Ólafsson, mannfræðingur hefur þó haft aðalumsjón með texta verksins. Brynja Benediktsdótt- irhefurséð um leikstjórn ásamt leikurunum i hópnum, en þeir eru auk Brynju: Ketill Larsen, Kristbjörg Kjeld, Helga Jóns- dóttir og Þórhallur Sigurðsson. t leiknum eru flutt ljóð i þýðingu Halldóru B. Björnsson og Atli Heimir Sveinsson var leikend- um til fulltingis varðandi söngva. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Þorlákur Þórðarson. Sýningin á stóra sviðinu á fimmtudagskvöldið hefst kl. 21 og eftir sýningu gefst áhorfend- um tækifæri á að ræða við flytj- endur um verkið. Dómar um sýninguna á Inúk Brynja Benediktsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Kristbjörg Kjeld, Ketill Larsen og Helga Jónsdóttir ritið var sýnt þrettán sinnum, alls staðar við frábærar undir- tektir og eru öll ummæli blaða og fjölmiðla frændþjóðanna á einn veg. Mun islensk leiklist ekki i annan tima hafa vakið jafn mikla athygli erlendis, en þetta er i fyrsta skipti sem leik- flokkur frá Þjóðleikhúsinu sýnir i öllum Norðurlandanna i sömu og söng. Sýnt er hvernig hin evrópska menning brýtur niður ýmsa þætti hinnar fornu menn- ingar, skapar nýjar þarfir og þjóðfélagsskipan. Leikararnir leika bæði fólk og skepnur, bregða sér i gerfi hunda og sela, fugla og fiska. Leikritið INUK-maðurinn er samið i hópvinnu, en Haraldur hafa ekki verið ámátlegir eins ogeftirfarandi glefsur bera með sér: Adresseavisen 19/2 1975: Það var einkar áhrifarik sýning, sem Þjóðleikhúsið sýndi á Leik- húsloftinu i Tröndelag Teater i gærkvöldi... Arbeidcr-Avisa 19/2: Góð is- lensk leiksýning um Græn- ISiiaEKUöMV auuuaji. — i teMerform Smtíkí. enkett, s y» | * Teaterloflet; land.... merkileg sýning, við- kvæm og ljóðræn en jafnframt ógnþrungin... Svenska Dagbladet 12/2: ...ó- venjuleg sýning, sem tekur tæpa klukkustund og er allt i senn viðkvæmnislega ljóðræn, beinskeytt og óvægin... Það er augljóst að hér eru atvinnuleik- arar á ferðinni.... finlega unnin dæmisaga svipbrigða og hreyf- inga.... þessari kvöldstund var svo sannarlega ekki á glæ kast- að. Iiufvudstadsbladet 18/2: Inuk- ljóðræna, kimni. Meðan á islensku gestaleiksýningunni stóð I VASA-leikhúsinu héldu á- horfendur niðri i sér andanum, þvi að af svo mörgu var að hrif- ast og alltaf var eitthvað nýtt að vekja ánægju. Svo skall dynj- andi lófatakið á. Á einni klukku- stund höfðu leikararnir flutt okkur um aldir grænlenskrar menningar... Hvað snerti hljóð- og tónlist tókst hópnum að ná ó- trúlega tjáningarrikum áhrif- um.... Alltvar þetta einsogljóð. Það er ógjörningur að hrósa einum öðrum fremur. Martin Kurtén, leikhússtjóri, lagði réttilega á það áherslu i þakkar- ávarpi sinu, að þetta væri leik- sýning, sem örvaði til dáða án minnsta snefils af hátiðleika... Aktuelt 22/2: ...eitt af óþægi- legustu vandamálum dönsku þjóðarinnar miskunnarlaust tekið til krufningar... INUK er einnig framúrskarandi góð leik- sýning, ákveðin og hnitmiðuð... Politiken 22/2: ....óvenjulegur leikhúsviðburður.... islensku listamennirnir sýndu okkur fornar lifsvenjur þessarar fjar- lægu nágrannaþjóðar (Græn- lendinga).... þetta var ,,leik- hús” aflifi og sál, eitt dæmi þess til hvers nota má nútimaleik- hús. VASABLADET 18/2: Sýning- in reyndist ótrúleg lifsreynsla. Efni leiksins er að visu alvar- legs eðlis, en flutningurinn var hvorki þunglamalegur né trega- blandinn. Með örfáum leikmun- um en þeim mun meiri leikni i dansi, söng og látbragði tókst leikurunum að skapa makalaust skemmtilega, viðkvæma og mjög fallega sýningu. Hans-Chris ter Sjöberg, Sveriges Radio 17/2: Ég veitþað hljómar ótrúlega — en það er langt siðan ég hef séð jafn ánægjulega leiksýningu ... þetta er ein af þeim sýningum, sem maður kemur hamingjusamari út af en þegar inn var farið: af mýkt og viðkvæmni, hug- kvæmni og krafti leika lista- mennirnir sér að möguleikum leikhússins, allt verður svo eðli- lega viðráðanlegt, ekkert er til- gerðarlegt eða flókið. Frederiksborg Aints Avis 21/2: Sýningin er jafn sjónræn og á verður kosið. Hvað snertir likamstjáningu er hún fullkom- in, leikararnir hafa allar hreyf- ingar á valdi sinu, stafa frá sér hlýju og lifsgleði... Ernst Rixner, Kadio Wien, 5/4: ...Sýningin bar vott um ó- trúlega mikla leikkunnáttu og var jafnframt einstaklega frumleg.Sem Vinarbúi á ég þá ósk heitasta, að Þjóðleikhúsinu verði boðið i leikför til Vinar. Landverndarbók um votlendi Út er komin hjá Landvernd, landgræöslu- og náttúruverndar- samtökum tslands, fjórða bókin i fræösluritaflokki um náttúru- verndarmál. Fjallar þessi bók um votlendi, cn áður voru út komnar bækur um mengun, gróöurvernd og landnýtingu. Ritstjórn og yfir- umsjón útgáfu bókarinnar Vot- lendis hefur haft meö höndum prófessor Arnþór Garðarsson, og káputcikningu bókarinnar, sem og á öörum bókum Landverndar, gerði Aslaug Sverrisdóttir. Formála að bókinni ritar Hákon Guömundsson, formaður Land- verndar, en aörir sem skrifa i bókina eru Þorleifur Einarsson, Steindór Steindórsson frá Hlöð- um, Ilákon Aöalsteinsson, Agnar Ingólfsson, Arnþór Garðarsson, Ásgcir L. Jónsson, óttar Geirs- son, Ingvi Þorsteinsson, Gunnar Ólafsson, Helgi Hallgrimsson og lljörtur E. Þórarinsson 1 formála segir að ráðist hafi verið i útgálu ritsins fyrir hvatn- ingu Náttúruverndarráðs, sem hefur staðið að undirbúningi með Landvernd og tekið þátt i kostnaði. I ritinu er reynt að draga saman þá þekkingu, sem nú liggur fyrir um islensk votlendi og lifriki þeirra, að benda á eyður i þeirri þekkingu, og siðast en ekki sist að kynna þær hugmyndir, sem nú eru að mótast, um vernd is- lenskra votlenda. 1 lok ritsins er skrá um þau votlendi islensk, sem að mati sérfræðinga bera af öðr- um, en slik skrá er nauðsynleg undirstaða skipulegrar verndar. — 1 útgáfunefnd voru valdir þeir Arnþór Garðarsson prófessor, Árni Reynisson framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs, Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt, Jónas Jónsson ráðunautur og Stefán Bergmann formaður Nátt- úruverndarsamtaka Suðurlands. Sem fyrr segir annaðist Arnþór Garðarsson ritstjórn, en umsjón með útgáfunni að öðru leyti höfðu Haukur Hafstað, framkvæmda- stjóri Landverndar og Einar E. Sæmundsen. Grunnsævissvæðin mikilvæg Haukur Hafstað skýrði blaða- mönnum svo frá að útgáfa bókar- innar kostaði um 650 þúsund krónur, svo að hún gleypir allt það fé, sem Landvernd fær á fjár- lögum og meira til, þvi að á þeim er Landvernd úthlutað aðeins hálfri miljón. Aðra þætti starf- semi sinnar verður Landvernd þvi að kosta með öðrum ráðum, og á hún þar mest undir áhuga einstaklinga og félaga. Bókin verður fyrst og fremst afgreidd frá skrifstofu Landverndar við Skólavörðustig, en eftirspurn eft- ir henni er þegar orðin mikil, enda hafa fyrri bækur Land- verndar vakið athygli og vinsæld- ir. Með votlendi er hér ekki ein- göngu átt við mýrar, heldur og vötn og fjöru og hafsbotninn út á sex metra dýpi, en skoða má hafsbotninn á sliku grunnsævi sem framhald fjörunnar. Þau stærstu þessara grunnsævis- svæða hér við land eru á innan- verðum Breiðafirði og I Faxaflóa norðanverðum. Þessi grunnsæv- issvæði eru stórmikilvægar upp- eldisstöðvar ýmissa dýrategunda svo sem skarkola, sildar, rækju og æðarfugls. Nefndi Arnþór Garðarsson sem dæmi að ekki þyrfti til nema litilsháttar oliu- leka i Borgarnesi að eyðileggja æðarstofninn i mörg ár i stórum hluta landsins. Reynt aö finna verðmætustu svæöin Þeir Hákon Guðmundsson, Haukur Hafstað og Arnþór Garð- arsson skýrðu blaðamönnum svo frá að alþjóðlegt samstarf um náttúruverndarmál hefði færst mjög i vöxt á siðustu árum, og ættu islendingar mikið undir þvi að slikt samstarf tækist vel, með- al annars vegna þess að margir islensku farfuglanna hafast hluta ársins við i öðrum löndum, þar sem hugsast getur að náttúrurask stofni tilveru þeirra i voða. Ráð- stafanir. sem gerðar væru á Spáni eða i Senegal, gætu til dæmis orðið afdrifarikar fyrir is- lenskt fuglalif. Islendingar eru enn skammt komnir i liffræðirannsóknum á þessu sviði, miðað við aðrar Vest- ur-Evrópuþjóðir. Við athuganir á þessu sviði hérlendis hefur verið reynt aö finna verðmætustu svæðin áður en að þvi kæmi að kannski væri orðinn hver siðastur að bjarga þeim. Talið er að þegar sébúið að ræsa fram um þriðjung eða fjórðung af öllu mýrlendi landsins, og mun i sumum tilvik- um hafa verið að þvi gengið af meira kappi en forsjá, til dæmis hefur framræsla engjalanda sumsstaðar haft i för með sér minnkandi uppskeru. Hugsanlegt væri einnig að framræslan hefði i einhverjum tilfellum valdið ein- Framhald á 11. siöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.