Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Sturlungaöld hin nýja Eftir Guðna Þorsteinsson, fiskifræðing Mánudagskvöldið 30. júní hringir til mín bátamaður og skýrir mér frá smáfiskadrápi harkalegu á Reykjafjarðarál. 1. júlí hringdi togaramaður og taldi í meðallagi forsjálegt að aðhafast ekkert. — Var nú skotið á fundi. 2. júlf er þetta skrifað, enn hefur ekkert verið ákveðið. Skýrsla um málið gæti legið fyrir í sjávarútvegsráðuneytinu, mánudaginn 7. júlí. Leita þarf álits Fiskifélagsins — einn dagur. Ákvörðun ráðuneytis — en breska heimsveldið á hér einnig hlut að máli Kerfið tekur bara sinn tíma og bindur hendur, hvað varðar samningsbundnar veiðar útlendinga, en harkalegt smá* fiskadráp heldur áfram á meðan. Þvi hefur verið fleygt, að upp sé runnin Sturlungaöld hin nýja og er ýmislegt til tint til að rétt- læta nafngiftina. Eitt einkenni fyrri Sturlungaaldarinnar var skeytingarleysi um eignarrétt þegar um vistir var að ræða — ,,og drógu þeir þar að föng og öfluðu heldur með harðindum til”. bessi tilvitnun á mæta vel viö þorskveiðar okkar á nýju Sturlungaöldinni. Eins og margoft hefur verið bent á, er þorskstofninn ofveiddur og mætti reyndar veiða sama magn með allt að helmingi minni sókn. Þetta ástand hefur leitt til þess, að mjög er sótt i smáfiskinn og kveður svo rammt að, að sjómennimir sjálfir eru farnir að biðja okkur fiskifræðinga um að loka fyrir sér miðunum, svo að þeir þurfi ekki að stunda veiðar út af Horni og Húnaflóa, þar sem þriðjungur aflans fer stundum i sjóinn aftur og þykir smátt fyrr. Þegar skipin svo landa, senda fréttaritarar fréttir um, að hinn eða þessi togarinn hafi laiidað góðum fiski og eiga þar vfst við innrætið, þóaðégogýmsirfleiri hafi hingað til haldið, að átt væri við burði. Það er ekki úr vegi að velta þvi ögn fyrir sér, hvernig við fylgjumst með smáfiskadrápinu og hvaða möguleikar eru tiltæk- ir til þess að taka i taumana. Tekið skal ákveðið dæmi. Mánudagskvöldið 30. júni hringir til min bátámaður og skýrir mér frá smáfiskadrápi harkalegu í Reykjafjarðarál og svall honum i munni mjög. Tók hann það til, að einn togari b/v Vestmannaey mætti ekki veiða á þessum slóðum, þar sem þeir eyjaskeggjar kynnu ekki að gera mat úr svo smáum þorski. Rétt er að hafa þetta i huga, þegar aflaskýrslur eru lesnar. Þvi má svo skjóta hér inn, að mér segir svo hugur um, að vestmannaeyingar séu engir eftirbátar annarra landsmanna i nýtingu smárrar ýsu. Nú, morguninn eftir þ. 1. júli hringir siöan i mig togaramaður og taldi meðallagi forsjálegt að að- hafast ekkert. Var nú skotið á fundi. Rann- sóknaskipin voru illa fjarri, eitt við Austur-Grænland, annað i Norðursjó oghið þriðja djúpt úti af Austurlandi. Var þá næst fyrir að leita á náðir Land- helgisgæslunnar og biðja menn hennar að taka um borð mann frá Hafrannsóknastofnuninni, sigla með hann á smáfisksslóðir og siðan til hafnar á ný að aflok- inni könnun. Að sjálfsögðu er þessi leið þó þvi aðeins fær, að gæsluskipin séu ekki að stugga við land- helgisbrjótum. Þegar þetta er á blað klórað þ. 2. júli, árla, hefur enn ekki verið ákveðið, hver framvinda verður. Skal nú gert ráð fyrir, að mál þróist bæri- lega, og er þá ekki loku fyrir það skotið, að málið liggi ljóst fyrir laugardaginn 5. júli. Skal nú reiknað með, að smáfiskdráp sé svo mikið, að ástæða sé til að koma i veg fyrir, að togararnir megi áfram lausum hala um veifast. Skýrsla um málið gæti legið fyrir i Sjávarútvegsráðu* neytinu mánudaginn 7. júli. Nú mun þykja tilhlýðilegt að leita álits Fiskifélags tslands. Þar er brugðið við skjótt og liggur þeirra álit fyrir þ. 8. júli. Enn verður að gefa sér forsendur og skalreiknað með, að Fiskifélag- ið sé á sama máli og Hafrann- sóknastofnunin um að friða verði svæði nokkurt fyrir tog- veiðum. Þá er komið að sjávarútvegsráðuneytinu að taka ákvörðun. og yrði hún væntanlega fljóttekin, ef við is- lendinga eina væri að eiga, en svo er þvi miður ekki, því að breska heimsveldið á hér einnig hlut að máli. Er þvi hætt við, að ráðamenn myndu nauðugir halda að sér höndum og söðla þannig glæp á óhap;>. baö skal þó skýrt tekið fram, að um engan er að sakast og leggur sig i lima hver um heppi- lega lausn. Kerfið tekur bara sinn tima og bindur hendur hvað varðar samningsbundnar veið- ar úttendinga. Þó er skylt að benda á, að rösklega gekk að loka smáfisksvæði við Kolbeins- ey i vor og mun það ekki hafa tekið nema um vikutima frá þvi, að um það spurðist, þar til lokun fór fram, enda lá enginn á liði sinu. Og þá er spurningin, hvort við viljum eftirleiðis standa þannig að okkar friðunarmálum, að viku taki jafnan að loka smá- fisksvæðum. Margir hafa jú lýst þvi yfir, að skynsamlegt sé að hafa ekki uppvaxtarsvæðin ann- að hvort lokuð eða opin fyrir fullt og fast, heldur skuli opna og loka eftir þvi hver fiskstærð- in er á hverjum tima. Ýmsir hafa verið þess fýsandi að hafa sérstakt skip við slikar athug- anir, sem jafnframt gæti verið leitarskip fyrir togaraflotann. Stjóm Hafrannsóknastofnunar- innar lagði meðal annars til fyr- ir rúmu ári, að slíkt skip yrði keypt og skyldi r/s Hafþór þá seldur um leið. Þáverandi sjávarútvegsráðherra hafði mikinn áhuga á, að úr þessu yrði en skorti fé til kaupanna og erfitt um aðdrætti, þar sem stjórnin hafði þá ekki þing- meirihluta að bakhjarli. Lagði hann þvi til, að fjárins yrði aflað með sérstöku gjaldi af útfluttum sjávarafuröum, en þvi tóku út- vegsmenn illa mjög og töldu enda litið gagn af sliku skipi og þóttu mörgum tiðindi. Eigi getur þó talist sanngjarnt að bægja togurunum frá smá- fiskinum til þess eins að láta netabátana um að drepa hann, er hann verður kynþroska. Telja verður eðlilegt að rýmka togveiðiheimildir á hrygningar- slóðum, enda hafa togaramenn látiö taka af sér stór svæði, að þvi er virðist, baráttulitið. Og þaö hlægir mig, að þeir timar munu upp renna — eftir stórtækar friðunaraðgerðir — aö f jölga þurfi mannskap á tog- urunum, enda var faðir minn og þeir, sem næst honum komust að aflasæld á sinum tima, ekki i vandræðum með að hafa nóg að gera fyrir þrjátiuogeinn og voru þó eigi hinir lökustu valdir. Til þess að svo megi verða, verður þó að gera fleira en tala um þver kné sér, nefnilega að hætta að skita i eigið hreiður. Skylt er þó að skoða málin frá öllum hliðum. Eftir þvi sem smáfiskurinn er grisjaður meira, eftir þvi vaxa þeir fisk- ar, sem eftir verða. hraðar og verða fyrr kynþroska þó að þvi tilskildu, að æti sé takmarkað. Ekkert bendir þó til að svo sé, enda er yfirdrifið framboð á loðnu, að ekki sé minnst á fleiri tegundir. Jafnvel þótt æti væri takmarkað virðist hæpið að leyfa stórfellda sókn stórvirkra skipa i smáfiskinn og geta i knefa til launanna. Megi Maga-Birnir Sturlunga- aldar hinnar nýju seðjast af færrum i mál héreftir en hingað til. ÓDÝR DAGSFERÐ og skemmtilegar leiöir — segja þátttakendur í sumar- ferðum Alþýðubandalagsins Þátttaka i sumarferð Alþýðubandalagsins verður sist minni nú en verið hefur undanfarin ár. Fólk er i óða önn að tryggja sér miða. Þ jóðviljinn sneri sér til nokkurra þeirra sem ýmist hafa farið oft eða eru að fara i fyrsta skipti: Guðsteinn Þengilsson: ,,t fyrsta lagi: þetta eru skemmtilegar ferðir. 1 ööru lagi: samferðafólkið er viðfelldiö og þægilegt og ferðirnar eru mátulega langar. 1 þriðja lagi: ferðirnar eru mjög ódýrar”. Jensey Stefánsdóttir: Ég grlp fegins hendi að fara I þessar ferðir. Þetta eru ódýrar dagsferðir, þar sem skemmtileg- ar leiðir eru farnar, með úrvals leiösögumönnum. Ég fer alltaf þegar ég get”. Aslaug Thorlacius „Þæreru við mitt hæfi. Ferðirnar og fólkið er alltaf mjög skemmti- legt. Og svo hjálpa leiðsögumenn- irnir við aö gera ferðirnar mjög lifandi. Og svo er feröin lengri en hún sýnist. Þó þetta sé aðeins einsdags ferð skilur hún meira eftir en margar aðrar ferðir sem kannski eru mörgum sinnum lengri”. Jóna Sveinsdóttir Marargötu 4 Rvk. , ,Ég fór fyrst I þessa ferð árið 1970, vegna þess hve þetta var ó- dýrt. Og slðan hef ég eiginlega farið I flestar ferðirnar og skemmt mér konunglega. Það er einkennandi við þessar ferðir hve allir eru glaðir og ánægðir. Og svo má ekki gleyma fararstjórunum. Jóhann E. Kúld: ,,Ég hef aldrei haft tækifæri til aö' fara I þessa ferð en alltaf langað. Þarna er möguleiki á að hitta gamla kunningja og kynnast nýj- um. Ég blð ferðarinnar með ó- þreyju”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.