Þjóðviljinn - 10.07.1975, Page 1

Þjóðviljinn - 10.07.1975, Page 1
UOÐVIUINN Fimmtudagur 10. júlí 1975 —40. árg. —152. tbí. Hœkkun elli- og örorkulífeyris: Aðeins 440 kr. á mánuði Séö upp 1 Hólahverfi ibúar i Hólahverfi og ná- grenni i Breiöhoiti III hafa nú beðið i ár eftir að hafnar verði framkvæmdir við tengingu Stekkjarbakka upp i Hóla- hverfið, en til þessa hafa ibúar hverfisins þurft að aka stóran krók til þess að komast heim til sfn. Er ljóst að hér er um geysilegan aukakostnað i bensini að ræða, þar sem krókurinn lengir leiðina i hverfið til mikilla muna. Vegalagning þessi var á áætl- un í fyrra en var frestað. Er fyrirhugað að byrja á vegin- um i sumar og verður hann þá tilbúinn i fyrsta lagi um nástu áramót. Gatnamálastjóri Ingi tJ. Magnússon sagöi i viðtali við blaðið að ætlunin væri að framlengja Stekkjarbakka til austurs og mæta þar Höfða- bakka, sem mun liggja neðan við Hólahverfið. Tenging verður úr honum upp i Hóla- hverfið á móts við Arahóla. Siðar er svo hugmyndin að vegur verði lagður niður að Elliðaám, en til að byrja með verður aðeins gengið frá teng- ingunni niður i Breiðholt 1 og þaðan ekið niður á Reykjanes- braut. Sagði gatnamálastjóri að þessum framkvæmdum hefði verið frestað i fyrra, en kvaðst vonast til að þeim lyki fyrir næstu áramót. Ekki er á- kveðið hvenær byrjað verður á vegi niður að Elliðaám, sem mun i framtiðinni létta mjög umferð af Reykjanesbraut- inni. þs, Svartsengismálið: 183 MILJÓNIR BER Á MILLI Landeigendafélag Hóps og Þór- kötlustaða bjóðast til að selja Hitaveitu Suðurnesja heitt vatn fyrir 233 miljónir, en inni i þvi verði er hvorki verð á landi þvi, sem veitan þyrfti að fá undir framkvæmdir i Svartsengi né heldur verð fyrir kalt vatn. Stjórn veitunnar mun hins veg- ar hafa boðið 50 miljónir fyrir landið og hita- og kaldavatnsrétt- indi, svo að i milli ber 183 miljón- ir. Þá eru ekki með taldar ýmsar mjög veigamiklar kröfur landeig- enda. Aðilar málsins unnu að þvi i gær, að koma sér saman um 3ja manna gerðadóm. Hafði náðst samkomulag um 2 menn i gerða- dóminn, en ekki þann þriðja, þegar blaðið hafði siðast fregnir af. Mun ætlunin að fá sýslumann Gullbringusýslu til þess að skipa þriðja manninn i dóminn, náist ekki samkomulag um hann. Gerðadómur þessi á að veita úrskurð um greiðsluskilmála og heitavatnskaupin. Á hann að hafa lok;ð störfum fyrir mánaðamótin september-október. Eftir að úr- skurður dómsins liggur fyrir hafa aðilar mánaðarfrest til þess að á- kveða hvort þeir hliti úrskurði hans eða ekki, en báðir eru ó- bundnir af niðurstöðu hans. —úþ. Hitaveitan: Landeigendur: Vill kaupa Vilja selja allt á 50 sumt á 233 miljónir miljónir SJÁ NÁNAR BAKSÍÐU Beinafundurinn í Faxaskjóli: Líkið verið grafið á árunum 1951-1954 Á þeim árum hurfu 4 menn — Að sögn manns, sem ég ræddi við I morgun og þekki vel til við Faxaskjól, var gryfja sú sem beinagrindin fannst I i fyrradag, alveg tóm fram til ársins 1951. Að hans sögn gerðist það svo eitt sinn á þvi ári að i hana er kominn moldarhaugur og uppúr þvi fór svo að bætast við það smátt og smátt. Menn fleygöu þarna grasi af blettum sinum, afgangsmold og torfusneplum uns gryfjan var orðin full árið 1954. Það er þvi ljóst að llkið hefur verið grafið þarna á þessum árum, sagði Magnús Eggertsson yfirrann- sóknarlögregluþjónn er við rædd- um við hann i gær. — Við höfum farið yfir skrá um það fólk sem hvarf á þessum ár- um og fannst aldrei og eru þaö fjórar manneskjur. — Þá hefur prófessor Ólafur Björnsson rannsakað beinin og telur hann að þau séu af mann- eskju nærri fertugu, en ekki er hægt að segja til um hve langan tima þau hafa legið grafin. Þá hefur það einnig komið i ljós, að allar tennurnar i hauskúpunni eru heilar, þannig að ekki er hægt að fara i tannkort tannlækna. Engin sköddun fannst heldur á beinum og er fullvist talið að byssukúl- urnar sem fundust þarna séu frá tima ameriska hersins sem hafði þarna skotæfingasvæði og að þær eigi engan þátt i dauða þessarar Framhald á bls. 10 1 dag hefst útborgun elli- og ör- orkulifeyris I Reykjavik. Hækkun sú, sem ákveðin var á lifeyrinum með lögum á alþingi þýðir að elli- iifeyrir einstaklings hækkar nú á milli mánaða um 440 krónur! Einstaklingur með tekjutrygg- ingu hækkar um 795 kr. á mánuði og fær I allt núna 27.095 kr. á mán- uði. Hjón með tekjutryggingu fá 1.431 kr. á mánuði i hækkun, en samtals verður tekjutrygging þeirra eftir hækkun 47.444 kr. á mánuði. En, eins og komið hefur fram hér i blaðinu, verður kauphækk- unin sem launamenn fengu i júli ekki greidd öldruðu fólki fyrr en I september. i forustugrein Þjóðviljans í dag er fjallað um þessi mál. Franskur rithöfundur ritar um mótorhj ólaferð landa sinna Frönsku ferðalangarnir, sem ritað hefur verið um i blöð að undanförnu segjast ekkert koma nálægt auglýsinga- mennsku. Dágóðar auglýs- ingamyndir hafa birst i blöð- unum af þeim samt sem áður, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, þar sem þeir auglýsa Land Rover, svo og vissa mótorhjólategund og fyrirtækið Film Screen, eins og glögglega má sjá á klæðum þeirra. Sjá síöu 10 3 skip kœrð fyrir ólögleg veiðar- fœri Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum sl. þriðjudag voru 3 islensk veiðiskip staðin að því að nota ólög- leg veiðafæri, þegar fiski- fræðingur frá Hafrann- sóknarstofnuninni var að mæla fiskastærð i afla skipa fyrir Norðurlandi. Þessi skip sem voru með ólög- legan veiðibúnað og kærð hafa verið eru Björgvin EA 311, sem var með klæddan trollpoka, Sæ- þór EA 101, sem var með rækju- troll með of litlum möskvum og Páll Pálsson, sem var með of litla möskva i fiskitrolli sinu. — Sdór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.