Þjóðviljinn - 17.07.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.07.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Börnin líða út af í kennslustundum — af næringarskorti Frá iþróttavellinum i Santiago þar sem þúsundum manna var haldið fyrst stjórnarinnar. eftir valdarán herforingja- Nú er ekki mikið skrif- að um efnahagskreppuna í Chile í AAorgunblaðið, eins og var forðum þegar hin sósíalíska stjórn Allendes skapaði efna- hagsörðugleika með því að skerða gróða hinna ríku og með þvi að gefa fátækum börnum mjólk. Nú er stjórnarfar í Chile ihaldsblöðum og frétta- stofum um allan heim mjög að skapi. En hvernig er ástandið? Þjóðviljinn bendir á nokkrar staðreyndir hér á eftir. Verðbólgan vex um 400% á ári — fjögur hundruð prósent. Þeir sem á annað borð hafa vinnu hafa orðið að skerða neyslu sina verulega, launin nægja tæplega fyrir matvöruinnkaupunum. Meginhluti þjóðarinnar — og vaxandi hluti — berst við það eitt að lifa af neyðarástandið. Afkoman er á „tilverumörkun- um”. Kaupmáttur launa bygg- ingarverkamanna hefur lækkað á einu ári um 42%. Opinberir starfsmenn með lágmarkslaun hafa tapað um helmingi i kaup- mætti rriiðað við það sem var þegar herforingjastjórnin komst til valda. Jafnvel laun skrifstofumanna einkafyrir- tækja — þeir mynda stóran hluta chileönsku millistéttar- innar — hafa lækkað svo, að starfsmaður starfsmannasam- bandsins telur að fjögurra manna fjölskylda verði nú að láta 20—25% launa sinna aðeins fyrir mjólk og brauð. En neyð þeirra sem búa við skert kjör er þó smámunir einir miðað við vaxandi skara at- vinnulausra. Þar er ástandið ægilegt. Betlandi börn, vaxandi glæpir og afbrotafaraldur sýna að barátta fólksins fyrir lifinu er á ömurlegasta stigi meðal fá- tækasta hluta þjóðarinnar. Kennarar hafa sagt sögur af börnum sem liður yfir af hungri i miðjum kennslustundum. Matarfyrirgreiðsla rikisins i skólunum nægir auðvitað hvergi nærri til þess að halda lifinu i börnunum. Skýrslur yfirvalda sýna ekki þessar alvarlegu staðreyndir, en þær eru þó viðurkenndar i ihaldsblöðum landsins: „Maður hefur það al- Alþýðan frelsuð undan oki marxismans: Hungur, fátækt, atvinnu- leysi, glæpir og betlandi börn. A myndinni skoðar Pinochet heriið sitt. lækka útgjöld, til dæmis fjár- festingarbann til áramóta. Með þessum aðgerðum á að lækka rikisútgjöld Chile um 20—25%. Þessar efnahagsaðgerðir eru eftir útlendri forskrift. Það er efnahagsráðunauturinn Milton Friedman frá háskólanum i Chicago sem veitir hollráðin i Chile. En ráðleggingarnar duga skammt. Skerðing á fram- kvæmdum bætir við atvinnu- leysingjahópinn, en nú er talið samkvæmt opinberum upplýs- ingum herforingjastjórnarinnar að 12% verkfærra manna séu atvinnulausir i Chile. Og aukið atvinnuleysi og samdráttur hef- ur i för með sér minni eftirspurn eftir framleiðsluvörum inn- lendra atvinnugreina. Kaup- mátturinn verður stöðugt lakari og fyrirtækin neita sum að selja vörur sinar vegna þess að þau fáiof lágt verð fyrir þær. Mörg- um fyrirtækjanna ógnar gjald- þrot, eigendur þeirra bjóða þau til sölu, og i raun og véru eru fyrirtækin það eina sem i raun- inni er ódýrt i Chile i dag eins og sakir standa. Um þetta er ekki skrifað i blöð auðvaldsheimsins um þessar mundir. Þau hafa ekki „áhyggj- ur af gangi mála i Chile”. Þar er enda stjórnarfar um þessar mundirsem er bandariskum að skapi, þar er ekki lýðræðinu ógnað. Þar er alþýðan að deyja úr hungri eftir efnahagsráð- leggingum frá bandariskum sérfræðingum,— Efnahagssérfræðingur Chilestjórnarinnar, Friedman. mennt á tilfinningunni, að nær- ingarskorturinn, einkum i fá- tækrahverfunum vaxi sifellt, þó að það komi ekki fram i opin- berum tölum”. (E1 Mercurio). En verðbólgan kemur fram i opinberum skýrslum. Hún stendur nú i 427,4% á ársgrund- velli. Og stjórnarvöld setja sér að berjast við verðbólguna, en að sjálfsögðu með aðferðum sem koma enn hastarlegar niður á þrautpindri alþýðu landsins. í sparnaðaráætlunum rikisstjórnarinnar er ekki minnsta tillit tekið til hinna al- varlegu aðstæðna. t sparnaðar- tilskipunum stjórnarinnar er gert ráð fyrir hinum grimmdar- legustu aðgerðum til þess að EKKI ÓSENNILEGT AÐ HÉR HAFI STAÐIÐ ÞINGHÚS segir Guðrún Sveinbjörnsdóttir, sem stjórnar fornleifauppgreftri i Þinghól i Kópavogi Það er oft sagt um okkur íslendinga að við lifum meira en aðrar þjóðir í for- tíðinni. Hvort sem þetta er nú rétt eða ekki, þá er það staðreynd, að í hvert sinn sem einhversstaðar á landi hefjast f ornminjarann- sóknir hverskonar, þykir f jölmiðlum hérlendum það fréttamatur, og það mikill fréttamatur, jafnvel áður en nokkuð merkilegt kem- ur í Ijós. Og það var kannski einmitt af þessum orsökum sem við lögðum leið okkar suður að Þinghóli i Kópavogi, þar sem nú stendur yfir, annað árið i röð, uppgröftur á þessum sögufræga stað. Upp- greftrinum stjórnar ung kona, Guðrún Sveinbjarnardóttir forn- leifafræðinemi; hún lýkur prófi i haust. Með henni vinna auk að- stoðarfólks tveir fornleifafræði- nemar, Agúst Georgsson og Bera Nordal. Þau stunda bæði nám i Sviþjóð, en Guðrún i Englandi. — Við byrjuðum eilitið á þessu sumarið 1973, sagði Guðrún er við báðum hana að segja okkur það helsta sem þarna hefur verið gert og i ljós komið. — Það var ósköp stutt sem við unnum við þetta þá, aðeins 10 dagar sem fóru i frum- prófanir. Siðan tókum við til við uppgröftinn af krafti i fyrrasum- ar og unnum hér i einn mánuð, og ætlunin er að vinna i tvo mánuði i sumar. Þetta er unnið á vegum Kópavogskaupstaðar, sem sér al- gerlega um kostnaðarhliðina. Nú, hér er eins og menn vita talið að staðið hafi þinghús og af þvi dregur hóllinn nafn og sagt er frá þvi i skjölum að hér hafi siðast verið haldið þing 1753, en fyrsti dómur sem kveðinn var upp i þinghúsi i Kópavogi svo vitað sé var kveðinn upp 1523. — Benda þær upplýsingar sem þið hafið fengið við þennan upp- gröft til þess að timasetning sið- asta húss hér sé rétt? — Þvi er nú dálitið erfitt að svara. Það þykir okkur hinsvegar ljóst að hér hafi ekki staðið gripa- hús né ibúðarhús, gólfskánin bendir til þess. Það er þvi ekki ósennilegt að hér hafi staðið ein- hverskonar samkomuhús og þá sennilega þinghús. — Getið þið sagt til um hvenær þetta hús hefur staðið uppi? — Ekki með vissu. Við höfum fundið hér leirpottsbrot, og ég tók þau utan með mér i fyrrahaust og rannsakaði þau þar. Og með sam- anburði við önnur slik á söfnum ytra kemur i ljós að þau eru ekki eldri en síðan á 16. öld. Þá höfum við einnig fundið koparþynnur, en þær segja heldur litið. Aftur á móti segja kritarpipubrot, sem við fundum, okkur meira. Það var nefnilega ekki farið að reykja hér fyrr en á 17. öld. Þá höfum við einnig fundið vaðsteina, en þeir geta verið frá öllum timum. Þetta hús sem hér hefur staðið hefur verið svona 8’ til 9 metra langt, og eins og ég sagði áðan bendir gólfskánin til þess, að hér hafi ekki verið gripa- né ibúðar- hús. Sennilega eru rústir eldra húss undir þessu hér; til þess Framhald á bls. 10 Guðrún Sveinbjarnardóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.