Þjóðviljinn - 17.07.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.07.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Lundaskóli, Akureyri II áfangi Oddeyrarskóli, stækkun tþróttahús Svarfaðardalur, mötuneyti Dalvik.heimavist Hrisey, skóli og iþr.hús Þelamörk Stórutjarnarskóli, sundlaug Reykdælaskóli I og II áf. Hafralækjaskóli Lundur Þórshöfn Þá hafði verið ákveðið að veita þrjú hundruð þúsund krónum til eftirtalinna skóla á fjárlögum, gerðum um áramót: Dalvik, Þelamörk, — Iþróttahús, Hrafna- gil, — iþróttahús og IV. áfangi barnaskóla, Grenivik, Skútu- staðahrepps, — sundlaug, Reyk- dælahrepps, — ibúð, Kópaskers Suöurland í Suðurlandskjördæmi var Kirkjubæjarhr., ibúðir Vik, Mýrdal Laugarland, stækkun skóla Selfoss, gagnfræðaskóli Selfoss, verknámshús v. iðnsk. Hraungerðishreppur Skeiðahreppur, sundlaug Gnúpverjahreppur, skólastj.Ib. Hrunamannahreppur, ibúðir Grimsneshreppur, sundlaug 300 þúsund króna framlag til nokkurra skóla, sem ástæða þótti til að taka alveg af, átti að renna til eftirtalinna staða: A-Landeyja, V-Landeyja, Hvol- hrepps, Rangárvallahr., Stokkseyrar, Eyrarbakka, Fjárveiting ’75 Niðurskurður 10,0 milj. 2,0 milj. 3,0 milj. 1,0 milj. 3,0 milj. 2,0 milj. 1,0 milj. 1,0 milj. 14,0 milj. 2,0 milj. 0,5 milj. 0,5 milj. 7,5 milj. 2,0 milj. 3,5 milj. 1,0 milj. 0,5 milj. 0,5 milj. 6,4 milj. 1,0 milj. 8,0 milj. 2,8 milj. 1,6 milj. 1,0 milj. og Raufarhafnar — iþróttahús og sundlaug. Þóttu þessar fjárveit- ingar full-riflegar og voru þvi gjörsamlega þurrkaðar út af f jár- lögum. Niðurskurður á framkvæmdafé til skólabygginga i Norðurlands- kjördæmi eystra nemur þvi 19 miljónum og 500 þúsnd krónum. gerður þessi niðurskurður: Fjárveiting ’75 Niðurskurður 6,0 milj. 1,0 milj. 7,5 milj. 1,0 milj. 1,0 milj. 1,0 milj. 25,0 milj. 2,5 milj. 4,0 milj. 2,0 milj. 2,5 milj. 1,0 milj. 6,5 milj. 1.0 milj. 0,5 milj. 0,5 milj. 7,6 milj. 1,0 milj. 5,6 milj. 1,0 milj. Laugardalshrepps, Þorlákshafnar. og til Niðurskurður alls til skóla- mannavirkjagerðar I Suðurlands- kjördæmi nemur þvi 14,7 miljón- um króna. Austurland Þvi verður skýrt frá niðurskurði til byggingar menntasetra i Austurlandskjördæmi siðast, að það er heimakjördæmi mennta- málaráðherra, og hefði mátt ætla, að þess vegna væru menningarfjandsamleg viðhorf rikisstjórnarinnar ekki látin bitna svo mjög á þvi kjördæmi. En litum á niðurskurðinn: Fjárveiting ’75Niðurskurður Neskaupstaður, gagnfræðaskóli 1,0 milj. 1,0 milj. Eskifjörður, nýr skóli 4,0 milj. 1,0 milj. (Samkvæmt áreiðanlegum heimildum verður ekki leyft að hefja bygg- ingu skólans á Eskifirði.) Vopnafjörður.iþr.h. sundl. 0,3 milj. 0,3 milj. Hallormsstaður, ib. iþrh. 0,3 milj. 0,3 milj. Egilsstaðir, iþrh., sundl. 2,0 milj. 1,0 milj. Egilsstaðir,skóli 3,9 milj. 1,0 milj. Reyðarfj. iþrh. sundl. 10,0 milj. 1,0 milj. Búðarhreppur 6,0 milj. 2,0 milj. Breiðdalshreppur 0,3 milj. 0,3 milj. Nesjahreppur, mötuneyti 3,0 milj. 1,0 milj. Höfn, iþrh. II áfangi 0,3 milj. 0,3 milj. Samtals nemur niðurskurður- inn 9,2 miljónum króna. Þá er þó ekki allt tint til. Menntamálaráðherra hafði lof- að, og reyndar alþingi allt, að veita 30 miljónum króna til byrj- unarframkvæmda við mennta- skóla Austurlands. Nú mun ráð- herra þurfa að skrifa undir samþykkt fjárveitinganefndar þess efnis, að 25 miljónum skuli kippt til baka af þeirri fyrir- huguðu, lofuðu og áður samþykktu fjárveitingu. —úþ Þingað um höfundarétt Höfundaréttarmál voru til umræðu á þingi sem félög i Svi- þjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi, sem gæta höfunda- réttar, gengust fyrir. Þingið var haldið i hinni nýju og glæsilegu menningarhöll á Hanaholmen i Finnlandi, og var islensku höf- undarréttarnefndinni boðið að senda fulltrúa á þingið. I islensku nefndinni eru dr. Gaukur Jörundsson laga- prófessor, Þór Heimir Vil- hjálmsson lagaprófessor, Sig- urður Reynir Pétursson hrl., Björn Bjarman lögfræðingur og Knútur Hallsson skrifstofu- stjóri. Björn Bjarman tjáði Þjóðvilj- anum að þingið hefði verið að mörgu leyti gagnlegt og umræð- ur stundum fjörugar. Mjög var rætt um grundvallarrök höf- undaréttarins, hlutverk hans og þýðingu i þjóðfélaginu. Einn af framsögumönnum þingsins um þetta efni var Sig- urður Reynir Pétursson, og gerði hann þinginu grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa i höfundaréttarmál- um islendinga, m.a. með sam- þykkt höfundalaganna frá 1972 og i því sambandi gat hann um ýmsar nýjungar i þeirri löggjöf, sem að hans dómi veitti islensk- um höfundum meiri réttarvernd en almennt gerist á Norðurlönd- um, en þessar nýjungar vöktu mikla athygli ráðstefnugesta. Auk fjölmenns hóps fulltrúa frá öllum Norðurlöndum, sótti þingið fjöldi erlendra gesta, þ.á m. frá Bandarikjunum og Sovétrikjunum svo og sendi- menn frá ýmsum alþjóðastofn- unum sem fara með höfunda- réttarmál. Ræða sovéska full- trúans E.P. Garilova, vakti at- hygli manna, þar sem rakin var hin nýja löggjöf þeirra sovét- manna um höfundarétt. I þeirri löggjöf er horfið nokkuð frá al- mannarétti á þessu sviði, en tekinn upp einstaklingsbundinn höfundaréttur áð vissu marki. —GG Kappsamlega er unnið að uppgreftrinum og vegfarendur fylgjast athugulir með. „Allt saman forvitnilegt segir Else Nordahl fornleifafræöingur Fornleifaf ræðingar vinna kappsamlega að uppgreftri á rústum þeim sem eru á mótum Vonar- strætis og Suðurgötu. Frú Else Nordahl fornleifa- fræðingur frá Svíþjóð hefur umsjón með þess- um uppgreftri- I viðtali við Þjóðviljann fyrir stuttu hafði hún meðal annars þetta að segja: „Þetta er 5. sumarið okkar hérna. Við munum grafa áfram til haustsins, en um frekara framhald veit ég ekki. Það sem gerist hér er nátt- úrulega allt saman forvitnilegt. Við erum komin niður á skála sem er frá 10. öld. t honum gæti Ingólfur Arnarson eins vel hafa búið og hver annar, ef hann hefur þá verið til. Þessum skála svipar til annarra skála frá þessum tima sem við þekkjun Einnig hafa komið i ljós smiðjur frá þvi um 1400 og eldri. Þær liggja hver ofan á annarri En ekki er liklegt að smiðja hafi verið þarna meðan skálinn stóð enn uppi, m.a. vegna eldhættu. Þá er forvitnileg renna ein sem liggur þvert á skálann, en hún er mjög greinileg. Ekki vit- um við til hvers hún hefur verið notuð. Ýmsa smáhluti höfum við fundiö. Þar á meðal snældu- steina, kljásteina og brot úr kvörn. Nýlega fundum við klump sem við töldum að gæti verið skrá, en úrskurður hefur ekki borist ennþá. Annars virðast fornmenn hafa verið heldur niskir á að skilja eftir forvitnilega hluti handa okkur fornleifafræðingum. Þ.P. Þessi snældusnúður fannst á botni skálans. Ljósmyndir A.K. Else Nordahl fornleifafræðingur frá Svíþjóð. Brynjólfshátíð í Holti Akveðið er að halda hátiðlega 300 ára ártið Brynjólfs Sveinsson- ar biskups á fæðingarstað hans að Holti i önundarfirði. Enda þótt ártiðina beri upp á 5. ágúst verður hátiðin haldin sunnudaginn 3. ágúst n.k. Hátiðarguðsþjónusta hefst i Holtskirkju kl. 14.00, en að henni lokinni verður afhjúpaður minnisvarði um Brynjólf Sveins- son biskup. Minnisvarðinn er gjöf Lionsklúbbs önundarfjarðar. Að lokum verður kaffidrykkja og þar flutt erindi um Brynjólf Sveinsson. Sóknarnefndir i Holtsprestakalli sjá um hátiðina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.