Þjóðviljinn - 19.07.1975, Side 3

Þjóðviljinn - 19.07.1975, Side 3
Laugardagur 19. júli. 1975. WÓÐVILJINN — StÐA 3 Slátturinn með allra seinasta móti — hefst almennt í ,,Það hefur ekki verið byrjað svona seint aö slá svo lengi sem ég man eftir” sagði Halldór Páls- son búnaðarmálastjóri er við ræddum við hann um sprettuna og sláttinn, en ennþá er sáralitið byrjað að slá á flestum stöðum á landinu. Gerter ráð fyrir að slátt- ur hefjist almennt um og uppúr þessari helgi. Sprettan hefur ver- ið mjög slæm viðast hvar, en hef- ur þó heldur betur ræst úr i þess- um mánuði. Sagði Halldór að ekki væri um mikinn landshlutamun að ræða hvað grassprettu snertir, en best hefði þó sprottið i Mýrdalnum, undir Eyjafjöllum og i innanverð- um Eyjafirði, enda oftast hlýjast á þessum stöðum. Kuldarnir i kringum helgina júni töfðu mjög fyrir allri sprettu, en viða hefur verið góð tið I júli og þvi ræst nokkuð úr, t.d. á útskög- um á Norðurlandi. Einhverjar skemmdir munu vera af kali, en þó ekki á stórum svæðum. Nokkur tún, t.d. i Strandasýslu, eru þó töluvert skemmd. Ekki taldi Halldór að hafisinn hefði haft teljandi áhrif á sprettuna ennþá, en gæti gert það ef hann snerist upp I norðanátt. „Það verður fyrirsjáanlega lit- ið eða ekkert um seinni slátt i ár, en venjulega er slátturinn hálfn- aður um þetta leyti. Við gerum ráð fyrir að slátturinn standi al- mennt frá 20. júli til 20. ágúst i sumar,” sagði Halldór ennfrem- ur. þs. Gras hefur brunnið á túnum norðanlands útlit fyrir minni heyfeng þar vegna þessa Að sögn Starra i Garði i Mý- vatnssveit hafa þrálátir þurrkar og sterkjuhiti gengið yfir fyrir norðan að undanförnu eða alveg þar til í gær (föstudag) að fór að rigna. Sagði Starri að viða I Mý- vatnssveit hefði gras drepist vegna þurrkanna og hitanna að undanförnu. — Viða hér eru tún mjög sendin og eftir ; langvarandi þurrka kom sterkt sólskin sem staðið hefur i um það bil viku eða 10 daga og það var meira en grasið þoldi. Segja má að viða séu tún gul yfir að lita vegna þessa. Grasið sem átti að fara að slá er orðið að sinu vegna hitans, sagði Starri. — Það gefur þvi auga leið að viða horfir illa með heyfeng hjá bændum hér vegna þessa. Nokkrir eru farnir að slá en spretta hefur verið litil, fyrst vegna vorkulda en siðan tók við stanslaus þurrkur. Ég þori ekki að segja og það er kannski ekki hægt á þessu stigi málsins, hve margir hektarar af túni hafa eyðilagst en þeir eru margir sagði Starri að lokum. —S.dór Björn Guðmundsson framkvæmdastjóri og Guðgeir Þórarinsson sölu- stjóri Sportvers sjást hér með hluta þeirrar fatasendingar sem flytja á út. Fötin eru flutt hangandi á herðatrjám alla ieiðina til áfangastaðar og þarf kaupandi ekkert annað að gera en stilla þeim upp i búðargiugg- ann. Nýmæli í útflutn- ingi karlmannafata Nú er i fyrsta sinn gerð tilraun með að flytja út islensk karl- mannaföt i einhverjum mæli. Fyr. irtækið Sportver flytur út 1000 karlmannafatasett til Danmerk- ur. Það er danska fyrirtækið G. Falbe Hansen i Randers sem kaupir fötin og ætlar að koma þeim i verslanir á Norðuriöndum. Fötin eru að mestu unnin úr þýsk- um ullarefnum og eru rétt fyrir ofan meðal-verðflokk á Norður- löndum. Það nýmæli er tekið upp við þessa flutninga að fötin eru flutt á herðatrjám i plastpokum með flugvélum frá Iscargo. Flogið er með þau beint til Álaborgar og þaðan eru þau flutt til Randers með bilum. Fyrirtækið Plast- prent hefur hannað sérstaka poka til þessara flutninga. Þessi flutn- insháttur hefur i för með sér margvislegt hagræði. Mikill um- búðakostnaður sparast, tima- sparnaður svo nemur vikum og kaupandi þarf ekki að pressa föt- in við móttöku. Sportver hefur haft samstarf við þetta danska fyrirtæki siðan 1968 og hafa fyrirtækin meðal annars gert sameiginleg innkaup á fataefnum. Fötin i þessari fyrstu sendingu eru af mörgum stærðum.Sportver litur á þetta sem tilraun. Hún get- ur þvi aðeins heppnast að fram- leiðslutækni og kunnáttusemi starfsfólksins sé á mjög háu stigi, þvi að samkeppnin er mjög hörð frá öðrum löndum sem þurfa að greiða mun minni vinnulaun og hafa betri starfsaðstöðu en hér tiðkast. En ef vel gengur, þá verður hiklaust haldið áfram á sömu braut. „Light nights” sjötta sumarið í röð Ferðaleikhúsið er nú að hefja göngu sína með „Light nights” og er þetta sjötta sumarið sem það sýnir Islenska dagskrá fyrir erlenda ferðamenn. Er lesiðúr fslenskum bókmenntum, kveðið og sungið, en Atli Heimir Sveinsson hefur útsett tóniistina. Á myndinni sjáum við þau Guðmund H. Halldórsson, ólaf örn Thoroddsen og Kristinu Magnús, en hún og Halidór Snorrason reka Feröaleikhúsið. Fyrsta sýningin er á mánudagskvöld, en sýnt er fjögur kvöid I viku í ráöstefnusai Hótel Loftleiða. Aðeins yfirklór hjá Thoroddsen Sveinn Arnason á Egilsstöðum: — Þetta svar Valgarðs Thoroddsen er ekkert ann- að en aumasta yfirklór og við fréttaritararnir hér á Egilsstöðum ætlum að svara þessari þvælu eftir helgina, sagði Sveinn Árnason fréttaritari Þjóð- viljans er við ræddum við hann í gær. — Þetta auma svar Valgarðs kom engum hér fyrir austan á óvart. Samkvæmt þeim tölum sem hann gefur upp, þá hlýtur það að vera nær ógerningur fyrir venjulegar fjölskyldur að lifa, þegar Valgarð gefur upp að fæði sé 1238 kr. á dag eða 37.140 kr. á mánuði, á sama tima og fæði á veitingahúsi hér er selt á 18.050 kr. á mánuði. En samkvæmt tölum Valgarðs þarf fimm manna fjölskylda 185.700 eða 2.228.400 kr. yfir árið. Og þetta telur hann að sé fullkom- lega eðlilegt i framkvæmdinni. En annars ætla ég ekki að rekja svar okkar frekar nú, það verður birt i heild eftir helgina, sagði Sveinn. —S.dór hamlar loðnuleit þetta vegna þess að isinn hefur sakað svæðið nákvæmlega, sagði hamlað þvi að við gætum rann- Jakob —S.dór Alyktun miðstjórnar Alþýðusambands Islands: Islendingar búi einir að veiðiréttindunum Hafísinn — Við höfum verið við loönuleit útaf Vestfjörðum og Noröurlandi i nokkra daga til að kanna hvort ioðnan sé i veiðanlegu ástandi hér að sumarlagi, en vegna hafiss höfum við ekki komist á iikleg- ustu slóöina, hvorki út af Vest- fjörðum né Norðuriandi. Hins- vegar höfum við fundið nokkurt magn af kolmunna útaf Vikuráln- um en ekkert af loðnu, sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur um borð i Árna Friðrikssyni i gær. — Nú sem stendur erum við út- af Norðurlandi og i gærkveldi fundum við dálitið magn af loðnu 30 milur n-vestur af Kolbeinsey 1 dálitilli vik sem myndast hafði i hafisinn. Þarna var um að ræða nokkrar frekar smáar torfur. Við köstuðum þarna og fengum nokk- ur tonn og reyndist loðnan vera sæmilega stór og góð. — Ég tel að ef isinn væri ekki hér mætti vel stunda loðnuveiði að einhverju marki, en það er erf- itt að segja nákvæmlega til um Kínverjar kaupa ál A mánudag kemur hingað til lands yfir 15 þúsund tonna kin- verskt skip „Hanchuan”. Skipið kemur til Straumsvikur og tekur þar ál, 10.000 lestir. Er þetta i fyrsta sinn sem svo stórt skip kemur hingað frá Kinverska al- þýðulýðveldinu og I fyrsta sinn sem kinverjar kaupa ál af Isal. Á f undi sínum í gær sam- þykkti miðstjórn Alþýðu- sambandsins samhljóða á- lyktun þar sem lögð er á- hersla á að islendingar verði að hafa fiskveiði- landhelgina einir eigi ár- angur að nást af útfærsl- unni í 200 sjómílur. „Miðstjórn Alþýðusambands Islands lýsir fyllsta stuðningi sin- um við þá ákvörðun rikisstjórn- Verkalýðsf élagið Vaka Siglufirði hefur samþykkt eftirfarandi ályktun um landhelgismálið einróma: „Fundur i stjórn og trúnaðar- mannaráði verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, lýsir fyllsta stuöningi sinum viö útfærslu fisk- veiðilögsögu íslands i 200 sjó- milur. Fundurinn varar jafnframt, enn á ný, við þvi, að nokkrar und- anþágur til erlendra aðila verði arinnar að færa fiskveiðiland- helgina út i 200 milur frá grunn- linum. Telur miðstjórnin þess á- kvörðun hafa verið fullkomlega timabæra og lifsnauðsynlega til verndar fiskistofnunum, og þar með efnahagslifi þjóöarinnar. Miðstjórnin bendir jafnframt á, að nú er svo nærri fiskistofnunum á tslandsmiðum gengið, að út- færslan getur ekki náð tilgangi sinum nema Islendingar einir búi að veiðiréttindum innan 200 milna markanna.” veittar, til veiða innan hinnar nýju fiskveiðilögsögu. Fundurinn leggur áherslu á það álit sitt, að efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar i framtiðinni á- kvarðist mjög af þvi, hvort það takist á næstu árum, að bæta þann mikla skaða, sem orðinn er á fiskistofnum umhverfis landið, og telur þvi, að enginn timabund- in efnahagsleg ivilnun geti rétt- lætt það nú, aö samið verði við er, lend riki um fiskveiðiheimildir innan hinnar nýju lögsögu”. Verkalýðsfélagið Vaka Siglufirði Engar undanþágur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.