Þjóðviljinn - 28.08.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.08.1975, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Fimmtudagur 28. ágúst 1975 —40. árg. 193. tbl. íslendingar veiða sáralítið af bolfiski á fjarlægum miðum Heimamiðin skipta Uppskerunni i skólagörðum Reykjavikur er nú að ljúka. Sigriður Þórarins- dóttir var að taka upp rófur þegar Hauk Má bar að i gær og var hýr á svip- inn þótt ekki væri mikið undir eftir vætusumarið. íslendingar fengu alls 908.000 tonn af fiski úr sjó á árinu 1973. Þar af veiddust 857.000 tonn á miðunum kringum island. Við veidd- um aðeins 3.700 tonn við Austur-Grænland/ 300 tonn við Færeyjar og um 47.000 tonn i Norðursjó, þ.e. sild og makril. Aflinn sem við veiðum á fjar- lægum miðum er mismunandi mikill frá ári til árs. bannig veiddum við um 13.000 tonm af fiski við Austur-Grænland á árinu 1974. Nýjustu tölur sem Fiskifélagið hefur um heildarveiðina við ts- land eru frá 1972, en það ár feng- ust 969.600 tonn af fiski á tslands- miðum og öfluðu islendingar sjálfir 658.205 tonna. Svæðaskiptingin á miðunum er orðin næsta óhagstæð islending- um. Þannig teljast það vera Grænlandsmið þegar komið er 70 milur út af Látrabjargi. Einmitt á þessum slóðum afla t.d. sovét- menn þó nokkurs magns af grá- lúðu, en reyndar er hún uppistað- an i afla sovétmanna hér við land. Þeir veiddu um 1100 lestir á ts- landsmiðum á árinu 1973. Það ár veiddu bretar hér við land 154.600 lestir, v-þjóðverjar 91.700 lestir. Auk þjóðverja og breta, veiða færeyingar, belgiumenn, norð- menn, spánverjar, rússar, frakk- ar og pólverjar á tslandsmiðum, en afli þeirra er óverulegur miðað við afla islendinga sjálfra, breta og þjóðverja. Þessar þjóðir senda hinsvegar skip sin mjög á Grænlandsmið og fá þar álitlegri feng — Græn- landsmið sem eru reyndar aðeins 70 milur út af Látrabjargi. —GG Svar gœslunnar við yfirgangi v-þýshu togar- anna og njósnum eftirlitsskipanna: Landhelgisgæslan svaraði i gær upplýsingum um að v-þýsku eftir- litsskipin njósnuðu um ferðir is- lensku varðskipanna og gæfu upplýsingar um þær til v-þýskra togaraskipstjóra með sinum hætti. Tveir v-þýskir togarar voru halaklipptir i gærmorgun eftir eltingarleik út fyrir 50-mil- urnar. Að undanförnu hafa skip- verjar á islenskum veiðiskipum kvartað sáran undan yfirgangi v- þýskra togara. Viðurkenndu sprengingu Þrir menn, einn aðkomumaður og tveir heimamenn, allir ungir að árum, hafa viðurkennt fyrir Jóni tsberg, sýslumanni á Blönduósi að hafa sprengt upp hyl i Yt:i-Laxá i Húnavatnssýslu. Mál þeirra er nú til meðferðar hjá sýslumannsembættinu. Klippti aftan úr ty eimur togurum bjóðviljinn hafði samband við Gunnar Ólafsson hjá Landhelgis- gæslunnii gærdag, og sagði hann, að undanfarið hefðu bátar kvart- að mjög undan ágangi vestur- þýskra togara hér við land, en einkum þó undan Vesturlandi. ,,t fyrrinótt kom varðskip svo þar að þar sem togarinn Köln NO 471 og Karl Wyeberger BX667 voru að toga 18 sjómilur fyrir inn- an 50 milna mörkin skammt frá Eldeyjarboða. Báðir togararnir hifðu upp vörpurnar löngu áður en varð- skipið kom nálægt þeim og héldu út. Varðskipið eltitogaranaog gaf þeim stöðvunarmerki og einnig voru veiðiskip þarna i nágrenn- inu sem lika héldu út fyrir land- Annar þeirra var Arcturus, þekktur land- helgisbrjótur helgislinuna.Veður var mjög leið- inlegt, erfitt að eiga við þetta og þegar skipin komu út fyrir 50 milna mörkin stoppuðu þau þar og varðskipið var við togarana um nóttina. Um klukkan 9 i gærmorgun hafði Köln kastað og fór að toga. Varðskipið skellti sér þá að hon- um og klippti aftan úr honum 6,5 sjómilur utan linunnar. Arcturus BX 739, sem mjög hefur verið kvartað undan upp á siðkastið eini þýski togarinn sem tekinn hefur vcrið, var að toga þarna rétt hjá, og klukkan rúmlega niu skellti varðskipið £ér að honum og klippti aftan úr honum 9.8 sjó- milur utan 50 sjómilnanna.” Landhelgisgæslan vildi ekki fremur venju gefa upp hvaða varðskip klippti á togvira þjóð- verjanna. —GG Uppliaf verkalýðsbaráttu Hver á Borðeyrar- vestur-ísle ndinga hvalinn? — Sjá opnu — Sjá baksíðu öllu Arni Gunnars- son frétta- ritstjóri gamla Vísis Arni Gunnarsson, útvarps- fréttamaður, tekur eftir helg- ina við almennri ritstjórn á Visi, — það er að segja gamia Visi. Ilann mun starfa við hlið Þorsteins Páissonar núver- andi ritstjóra, og sjá um fréttaöflun blaðsins, en Þor- steinn um pólitfkina. Þetta er fyrsta svar ritstjórnar Reykjaprents við brotthlaupi ýmissa starfsmanna blaðsins i kjöifar brottvikningar Jónas- ar Kristjánssonar, ritstjóra. bjóðviljinn innti Arna Gunnarsson eftir þvi i gær. hvað ylli þessari ákvörðun hans. — Ég er nú búinn að vinna á útvarpinu i ellefu ár sem fréttamaður og eftir það lang- an tima er mann farið að langa i tilbreytingu. — Með hvaða skilyrðum ertu ráðinn? — 1 samningi minum við Reykjáprent er ákvæði um að stjórn hlutafélagsins leitist ekki við að hafa áhrif á rit- stjórn mina. Ég mun lita á það sem uppsögn. ef reynt verður af hennar hálfu að hafa áhrif á fréttaskrif blaðsins. — Hafði kaupið nokkur áhrif á ákvörðun þina? — Kaup mitt á Visi verður hærra en fastakaupið á frétta- stofu útvarpsins? — Hver á svo að verða fréttapólitikin hjá þér? — Hún verður frjálslynd og ákveðin, og ég lit ekki á mig sem hægri mann eins og þeir Jónas og Sveinn (sbr. Þjóð- viljann i gær). — En hvað um flokkspólitisk afskipti þin? — Ég verð áfram Alþýðu- flokksmaður og mun jafnvel láta meira til min taka á þeim vettvangi en áður. Þess skal getið, að áður en Árni geröist fréttamaður út- varps og siðar varafréttastjóri var hann um fjögurra ára skeið blaðamaður og frétta- stjóri Alþýðublaðsins. Blaða- mennskuár hans eru þvi orðin 15 alls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.