Þjóðviljinn - 28.08.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.08.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. ágúst 1975 ÞJÓÐVlLJINN — StÐA 5 í grein sem bandarikjamað- urinn Philip Agee ritaði fyrir skömmu og nefndist „Bréf til portúgölsku þjóðarinnar” er þvi haldið fram að bandariska leyniþjónustan CIA hafi nú hönd i bagga með þróun mála i Portúgal og stefni að þvi að undirbUa valdatöku „hægfara manna”, þ.e.a.s. manna sem yrðu bandarikjamönnum og bandariskum hagsmunum held- ur þægari þjónar en þeir sem nU fara þar með völd. NU er erfitt að skella skollaeyrum við þvi sem Philip Agee heldur fram; hann var nefnilega sjálfur starfsmaður CIA i tólf ár og var staðsettur i Quito og Monte- video, á svæðum þar sem bandarisk undirróðursstarf- semi er, ef svo má segja, „hefð- bundinn” þáttur stjórnmálalifs- Philip Agee. Evrópu), en hún hefur þann augljósa tilgang að réttlæta veitingu ábandarisku mútufé til PortUgals. Menn mega ekki gleyma þvi að bandarikjamenn vörðu upphæðum af þessum stærðarflokki til að stuðla að falli Allendes. Um betta leyti harmaði Ford forseti að uppljóstranirnar um CIA hefðu svo dregið máttinn úr leyniþjónustunni, að hún gæti ekki skipt sér af málum i Portúgal! Menn gætu freistast til að halda að það hafi verið ein af-. !{Sj leiðing þessarar áróðursher- ferðar, þegar stjórnir EBE-rikj- anna', með Giscard d’Estaing Frakklandsforseta i broddi fylkingar, neituðu að veita portúgölum lán, nema „lýðræði yrði komið á i landinu”. En Róið að valda- ráni í Portúgal? ins. Hann gjörþekkir þvi CIA og allar aðferðir hennar, og eftir að hann hafði yfirgefið leyniþjón- ustuna vegna stjórnmálaá- greinings skrifaði hann merka bók; „Inside the Company, CIA Diary”, þar sem hann lýsti starfi sinu þar. Sagt er að CIA hafi reynt að koma i veg fyrir útkomu þeirrar bókar i Banda- rikjunum. Þrátt fyrir þessa þekkingu sina verður þó ekki sagt að Philip Agee komi fram með neinar óvæntar uppljóstranir, sem sanni nú skyndilega undir- róðursstarfsemi bandarija- manna i PortUgal, likt og smám saman hafa verið að koma i dagsljósið allmikil gögn um hiutdeild þeirra i atburðunum i Chile; ef slik starfsemi fer fram i PortUgal er lika auðskilið mál að allra upplýsinga um það sé mjög vandlega gætt, og er ekki að búast við þvi að þær siist Ut fyrr en eftir langan tima — þeg- ar þær geta ekki lengur haft nein áhrif á gang mála. Hins vegar eru i grein Agees gagn- merkar hugleiðingar um at- burðina i Portúgal og er bent á fjölmörg atriði og hliðstæður við aðra atburði, sem nú er vitað að bandarikjamenn voru allmikið viðriðnir á bak við tjöldin. Það er þvi freistandi að lita betur á ýmsa þætti þróunarinnar i PortUgal frá sjónarhóli Agees. Ef grannt er litið á þá mynd, sem vestrænir fjölmiðlar hafa gefið af ástandinu i PortUgal að undanförnu, kemur i ljós að hún er nokkuð undarlega dregin. Jafnan er látið lita svo út sem baráttan standi milli „komm- únista” og fylgismanna þeirra og svo „andkommúnista” og sé um tvær stefnur að velja, „kommúnistiskt einræði” og „vestrænt (þ.e.a.s. kapitaliskt) lýðræði”. Sérhver atburður i landinu hefur verið túlkaður samkvæmt þessari undarlegu tvihyggju; lengi var sagt að portúgalar væru að glata frels- inu, kommúnistar að múlbinda fjölmiðla, herjahreyfingin væri orðinhandbendi kommúnista og hætt að fylgja vilja almennings, og siðan var Mario Soares, leið- toga sósialista, Melo Antunes, fyrrverandi utanrikisráðherra og einum helsta hvatamanni frelsunar nýlendnanna, og svo da Silva erkibiskupi af Braga, sem telur að öll vinstri hreyfing sé af djöflinum komin, dembt i einn poka,- þeir voru i samein- ingu orðnir forvigismenn bar- áttunnar gegn einræði komm- únista, og fasistiskar ofsóknar- aðgerðir gegn kommúnistum i Norður-PortUgal voru orðnar „barátta almennings fyrir eðli- legum mannréttindum”! Svo er auðvitað ýjað að þvi að stjórn kommúnista sé að steypa efna- hag landsins i rústir og þurfi portúgalar „stöðuga stjórn” til að leysa þann vanda. I þessum frásögnum gleymist ekki aðeins gersamlega að gera grein fyrir þvi sem deilurnar standa nU um i Portúgal: ef það væri gert kæmi t.d. í ljós að Melo Antunes, og Otelo de Carvalho eru báðir sósialistar og sammála um stór atriði stefnuskrárinnar, það gleymist lika algerlega i myndinni að portúgalar eru nú að risa upp Ur fimmtiu ára svartnætti fasism- ans (sem vestrænir stjórnmála- menn höfðu satt að segja ekki miklar áhyggjur af á sinum tima), og jafnan er fjallað um málefni landsins eins og fasistar séu ekki til! Þegar maður les þennan þvætting sem t.d. fréttastofa Reuters hefur um PortUgal að segja,freistastmaður ósjálfrátt til að spyrja hinnar gömlu spumingar rómarréttar; Oui bono? Hverjum kemur þetta til góða? Allur þessi fréttaflutning- ur minnir óhugnanlega mikið á áróðutsherferðina gegn Salva- dor Allende á sinum tima — þegar svo var látið lita út sem baráttan stæði milli „marxist- ans” Allende, sem vildi ekki virða lög landsins, og „lýðræð- issinna” — og það er augljóst mál að slikur áróður skapar það andrúmsloft, sem siðar gæti réttlætt i augum almennings á vesturlöndum valdatöku „hæg- ‘ fara manna" i Portúgal, — sem reyndust svo kannski álika „hægfara” og erkibiskupinn i Braga. Þótt ekkert sé þvi til fyrirstöðu að bandarikjamenn hafi hönd i bagga með þessum áróðri (sem var hafinn áður en núverandi stjórnarkreppa byrj- aði), er engan veginn nauðsyn- legt að gera ráð fyrir þvi. Þessi fréttaflutningur blaðamanna er nefnilega svo gamalreyndur að honum má einna helst likja við ósjálfráð viðbrögð En því er ekki að neita að ým- is ummæli bandariskra ráða- manna virðast miða að þvi að undirbúa vesturlandabúa undir afskipti CIA af málum PortUgals. Fyrir nokkru hélt bandariskur öldungadeildar- maður þvi fram að kommún- istaflokkur Portúgals hefði fengið 10 miljónir dollara á ein- um mánuði sem „styrk” frá kommUnistaflokki Sovétrikj- anna.Að öllum likindum var það CIA sem var heimild hans að þessu, enda „staðfesti” leyni- þjónustan þessa frétt tveimur dögum siðar. Nú er fregnin heldur ósennileg þar sem sovét- menn hafa sist hag af því að flækja sig i málefni i Portúgal (sagt er að Bresnéf hafi lofað Ford forseta þvi að ekki yrði nein ,,ný Kúba” i Suður- reyndar má alveg eins gera ráð fyrir þvi að bandarikjamenn hafi róið að þessu bak við tjöld- in, á sama hátt og þeir skipu- lögðu efnahagsaðgerðir gegn stjórn Allendes. Hingað til hefur ekki verið fjallað um nema aðgerðir utan PortUgals, en séu bandarikja- menn með einhverja undirróð- ursstarfsemi er augljóst að mestur hluti hennar hlýtur að fara fram i landinu sjálfu. Af eðlilegum ástæðum er ekkert vitað um slikt með vissu, en viss grunur hvilir þó á þvi að ekki hafi allt verið með felldu með hinar ofsalegu árásir gegn skrifstofum kommúnista i Norður-Portúgal. Þessar árásir voru ekki gerðar samtimis held- ur venjulega i einni borg i einu: i Famalicao 3. ágúst, i Braga 10. ágúst, i Fafé 12. ágúst og í Bra- gansa 22. ágúst, og hafa komm- únistar haldið þvi fram að sömu forsprakkar háfi sést á mörgum stöðum og bendi þannig margt til einhvers skipulags aðgerð- anna. En það er þó enn merkara að Philip Agee telur sig hafa heimildir fyrir þvi að banda- rikjamenn hafi greitt mjög háar upphæðir til kaþólskra aftur- haldsmanna. Slikt væri auðvit- að i fuliu samræmi við fjáraust- ur þeirra i hörðustu andstæð- inga Allendes á sinum tima: menn sem skipulögðu uppþot og efnahagslegt öngþveiti. Philip Agee telur að markmið bandarikjamanna i Portúgal sé að skapa upplausnarástand sem gæti siðan réttlætt valdatöku „hægfara” manna. Hann skýrir frá þvi að til þess hafi þeir undirbUið jarðveginn. Á árun- um eftir 1959 þjálfuðu banda- riskir herskólar 3000 portUgalska herforingja, og sið- an hafa þeir nákvæmar upplýs- ingar um hvern og einn: per- sónuleika, stjórnmálaskoðanir, veikleika o.þ.h., og vonast þeir til að geta reitt sig á stuðning margra þeirra. Það eru lika valdir menn sem stýra UtibUi CIA í Lissabon: John Morgan, yfirmaður CIA þar, starfaði i Brasiliu (1966—69) og i ÚrUgvai (1970—73) og á báðum þessum stöðum aðstoðaði hann við grimmdarlegar ofsóknir gegn vinstri mönnum. Næstráðandi hans, James Lawler, hefur hins vegar tekið þátt I tilraunum til þess að hafa áhrif á kosningaUr- slit með fjáraustri: i Brasiliu 1962 og Chile 1964. Þvi má nefnilega ekki gleyma að aðgerðir bandarikjamanna i Chile voru ekki einangrað fyrir- bæri, heldur hugðust þeir einnig gera þar tilraunir með nýjar að- ferðir til að hafa áhrif á stjórn-- málaþróun landa — væntanlega til að nota þær annars staðar. e.m.j. GENGUR ILLA AÐ FÁ KENNARA ,,Það gengur afar hægt að ráða kennara á þessu hausti. Ég hef starfað við þessar ráðningar í fimm sumur og það hefur aldrei gengið eins treglega og nú", sagði Sigurður Helga- son deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu er Þjóð- viljinn ræddi við hann ný- lega. „Það vantar allviða kennara ennþá, einkum þó Uti á landi”. Hvað veldur? —„Kennarar tjá mér að launin séu allt of lág, húsaleiga úti á landsbyggðinni er orðin afar há. Þegar fólk kemur hingað að spyrjast fyrir um kennarastöður. þá spyr það fyrst og fremst um hvort húsnæði sé fyrir hendi og hvað það kosti. Nýlega ræddi ég við kennara sem hafði kost á stöðu við átta mánaða barnaskóla i þorpi. Launin eru 59.000 krónur og hann gat fengið hús á leigu sem hann þurfti að greiða 30.000 krónur fyr- ir. Þess utan þurfti hann svo að greiða aðra kostnaðarliði og skatta og heildarniðurstaðan var sú, að hann gat reiknað með 9000 krónum á mánuði til að lifa af. Þessi húsnæðismál eru afar erfið. Það eru t.d. engir erfiðleik- ar með að fá kennara að heima- vistarskólunum þar sem rikið leggur til húsnæði sem leigt er á þeim kjörum sem kennarar ráða við”. Grunnskólinn byrjar i september Kennsla hefst 1. september i þeim grunnskólum sem starfa niu mánuði á ári. Það gera allir barnaskólar i Reykjavik og ein- hverjir úti á landi. Þann áttunda september hefst kennsla i gagn- fræðaskólum i þéttbýli en kennsla við þá grunnskóla sem aðeins starfa átta mánuði á ári, hefst yfirleitt ekki fyrr en fyrsta októ- ber. Síðasti vetur landsprófsins Næsti vetur er siðasti veturinn i tilvist þess umdeilda fyrirbæris i kennslukerfinu, landsprófs mið- skóla. Vorið 1976 ljúka siðustu unglingarnir landsprófi miðskóla, en þetta umdeilda úrtökupróf var sett á laggirnar 1946. Lannalijör og luí lnísaleiga fœla inenn frá - li enn s I n s l ö rfn m, segir Sigurður Helgason deildarstjóri í inennlaniála- ráðuneylinn ................> „Samkvæmt áætlun verður næsta vor það siðasta i tilvist landsprófsins”, sagði Sigurður Helgason, ,,og siðan verður tekið upp breytt form, meira námsmat og stefnt að þvi að draga úr hömi- um á skólagöngunni”. Sigurður sagði að nú hefðu kennarar verið ráðnir i allar stöð- ur við skóla sem hefja kennslu 1. september en viða vantaði kenn- ara i aðra skóla. Nú útskrifast færri barnakenn- arar með réttindi en áður — veld- ur sú staðreynd ekki einhverju um kennaraskortinn? „Hún gerir það. Áður útskrifuð- ust úr Kennaraskólanum um 200 kennarar á ári. Nú útskrifast að- eins um 20 kennarar úr Kennara- háskólanum”, sagði Sigurður Helgason að lokum. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.