Þjóðviljinn - 28.08.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.08.1975, Blaðsíða 10
10 ÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. ágúst 1975 Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Vestfjörðum Ragnar Kjartan Aöalfundur kjördæmisráös Alþýöubandalagsins i Vestfjaröakjördæmi veröur haldinn i félagsheimilinu Suður- eyri Súgandafiröi dagana 6. og 7. september n.k. Fundurinn hefst laugardaginn 6. september kl. 2 eftir hádegi. Ragnar Arnalds, formaður Alþýöubandalagsins, og Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóöviljans, koma á fundinn. Dagskrá nánar auglýst sfðar. Stjórn Kjördæmisráös Alþýöu- bandalagsins á Vestjöröum. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins i Norður- landskjördæmi eystra verður haldið i Hafralækjar- skóla i Aðaldal 30. til 31. ágúst n.k. Dagskrá: I. Setning. 2. Skýrsla stjórnar og gjald- kera. 3. Útgáfumál. 4. Landhelgis- og herstöövamál. 5. Atvinnu- og kjaramál. 6. Flokksstarfiö. 7. önnur niál.* Á sunnudaginn kl. 14 ræöir Einar Olgeirsson um efnið „Leiö Islands til sósialismans”. Frjálsar umræöur veröa á eftir. Þingið hefst á laugardaginn kl. 14. Alþýöubanda- lagsfélögin eru hvött til þess að tilkynna þátttöku sina til Skrifstofu Alþýðubandalagsins á Akureyri — simi Einar 21875 eöa til Helga Guðmundssonar, simi 22509. „Nýtt ríki” í Astralíu SYDNEY 27/8 — Bóndi nokkur i Nýja Suður-Wales i Astraliu, að nafni Ronald Sarina, tilkynnti i dag að hann segði sig úr lögum við Astraliustjórn til að mótmæla 100 dollara sekt vegna vanskila á sköttum og lýsti yfir stofnun sjálfstæðs rikis á landareign sinni! Hið nýja „riki” er 690 hekt- arar að stærð og telur fjóra ibúa. Golf Framhald af bls 8. Drengjaflokkur: Einar Sigfússon GK llilmar Kjörgvinsson GS Try ggvi Trausvason GK Unglingaflokkur: Reynir Raldursson GK Rúnar Halldórsson GK Guðjón Guömundsson GK Högg 172 176 184 177 177 183 Reynir sigraði siðan Rúnar i aukakeppni um fyrsta sætið. kerndum Kerndum. /otlendiy ffcl ll.ili J.l II. w LAIMDVERiMO /1 /ÖKUM / EKKI fUTANVEGA] «Rmn LANDVERND Portúgal Framhald af 12 siðu samræmi við hugarfar fólks á þessum slóðum. 1 gærkvöldi urðu enn talsverðar óeirðir i ýmsum borgum i Norður- Portúgal, þegar andstæðingar kommúnista réðust á skrifstofur flokksins. I borginni Esmoriz særðust tveir menn, þegar kommúnistar skutu á mann- fjölda, sem hafði lagt skrifstofur flokksins i rúst fyrr um daginn. Sex menn særðust i borginni Leiria, sem er 80 km fyrir norðan Lissabon, þegar hópur manna reyndi að ráðast á skrifstofur stuðningsflokks kommúnista og tveggja róttækra vinstri sinnaðra hreyfinga. Kissinger Framhald af 12 siðu i gegnum uppkast að bráða- birgðasamningnum, sem Kiss- inger kom með frá Jerúsalem i gær og er það i fyrsta sinn sem báðir aðilar fjalla um sama texta. Blaðafulltrúi Sadats sagði frétta- mönnum siðan að einungis væri eftir að ganga frá fáum atriðum, og ef Kissinger fengi jákvæð svör i Jerúsalem væri ekkert þvi til fyrirstöðu að samkomulag næð- ist. ÍBK Framhald af bls 8. siðari hálfleik en boltinn mun þá hafa skotist i hendi varnar- manns. Að sögn Eiriks Helgasonar, fréttamanns okkar á leiknum, var KR-liðið i þessum leik hið dæmigerða botnlið, sem virðist búið að missa móðinn að mestu. Þjálfarinn, Tony Knapp, breytti leikaðferðinni i siðari hálfleik mjög oft og undir lokin vissi varla nokkur KR-ingur hvort hann var i vörn eða sókn, úti á kanti eða inni i miðju. Hjá KR bar mest á þeim Hauki Ottésen, Halldóri Björnssyni, Ólafi Ólafssyni og Baldvini Elias- syni. Af keflvikingum voru hins vegar bestir þeir Einar Gunnars- son, Þorsteinn ólafsson, Gisli Torfason og Grétar Magnússon. Domari var Magnús Pétursson og kom hann vel frá leiknum. HJALP Ungan reglusaman Akureyring sem stundar nám i Tækniskólanum vantar herbergi nú þegar. Algjörri reglusemi heitið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar i sima 37641 allan daginn og alla daga. Þátttakendur i námskeiði fyrir þýskukennara, sem lauk nýlega á Laugarvatni. Betri þýskukennsla í vændum Arleg námskeið fyrir þýskukennara - þýskur farandkennari kemur i haust Stofnunin Goethe-Institut i Munchen, scm hefur það hlutverk að vinna að viðgangi þýzkrar Lungu erlendis, bauð Félagi þýzkukennara á tslandi sfðast- liðinn vetur að standa i sumar straum af námskeiði fyrir þýzku- kennara hér, og var það haldið á Laugarvatni dagana 18.-23. ágúst, undir nafninu ARBEITSTAG- UNG ZUR METHOniK UNO DIDAKTIK n E S DEUTSCHUNTERRICHTS. Þáttakendur voru 25 auk tveggja kennara frá Goethe- Institut, þeirra Johanns Heins og dr. Gerhards Trapp, og þýzka sendikennarans i Háskóla íslands, dr. Egons Hitzler. Johann Heins kemmir i Goethe- Institut i Stokkhólmi, en var áður i Brasiliu og viðar. Hann kom hingað til lands siðastliðinn vetur i kynnisferð og ferðaðist þá milli skólastaða og tók þátt i kennslu. Dr. Gerhard Trapp kennir i kennaraháskóla i Osló, en var áður i Kalkútta á Indlandi og viðar. Dr. Egon Hitzler kom hingað frá' Þrándheiml fyrir ári, en þar starfaði hann sem þýzku- kennari. Á dagskrá námskeiðisins voru fyrirlestrar og umræður um bók- menntir, kennsluefni og -aðferðir, gerð æfinga, dæmingu próf- úrlausna, mat og mælingu á þyngd texta með svokallaðri LIX- aðferð, kennslubækur og fleira. Einnig var fjallað um sérvanda þýskukennara og -nemenda á Islandi, sem vegna fjarlægðar frá hinu þýska málssvæði eru i mun erfiðari aðstöðu en kollegar þeirra á Norðurlöndum, hvað þá á meginlandi Evrópu. Þátttakendur námskeiðisins, sem voru frá ýmsum tegundum skóla, bæði gagnfræðaskólum, verslunarskóla, menntaskólum og Háskóla íslands, voru mjög áhugasamir og samtaka og sam- vinna þeirra mjög góð. Er ráð- gert að halda námskeið með liku sniði árlega framvegis, helst á stað, þar sem allir geta dvalist, enda reyndist Laugarvatn hinn ákjósanlegasti staður og fyrir- greiðsla öll til fyrirmyndar á EDDU-hótelinu. A meðan námskeiðið stóð yfir, barst bréf þess efnis, að væntan- legur væri i haust farandsendi- kennari, „Reiselektor”, sem mun dveljast hér sex vikur og ferðast milli skóla, þýskukennurum til leiðbeiningar og ráðuneytis. Þess má geta, að siðastliðinn vetur voru þýskukennarar hérlendis mili 80 og 90 nemendur um 6000. Stjórn Félags þýskukennara skipa: Baldur Ingólfsson, formaður, Stefán Már Ingólfsson, ritari, og Annemarie Edelstein, gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Franz Gislason og Magnús Kristinsson. Lítil loðnuveiði í Barentshafi Nótaskipin verkefna laus hér heima Eins og f ram hef ur kom- iö fóru þrjú íslensk fiski- skip, Sigurður RE Guðmundur RE og Börkur NK, til loðnuveiða norður í Barentshaf þar sem Yopnahlé MPLA og FNLA LISSABON 26/8 — Tvær af sjálf- stæðishreyfingum Angólu, MPLA og FNLA, hafa samið um vopna- hlé og virðist þar vera um sigur að ræða fyrir fyrrnefndu hreyf- inguna, þvi að samkvæmt vopna- hléssamningnum á FNLA að láta af hendi nokkurt landssvæði, sem portúgalski herinn i landinu á að taka við gæslu á. Blað eitt i Lu- anda skýrði svo frá i dag að fjöldagröf hefði fundist við gam- alt virki i borginni, þar sem nokk- ur hundruð FNLA-hermanna vörðust lengi. Gaf blaðið i skyn að FNLA-menn hefðu myrt þá, sem i gröfinni eru. Bandarikin hafa lýst þvi yfir að þau muni verða við beiðni Portúgalsstjórnar um að hjálpa til að flytja frá Angólu um 300.000 hvita landnema, sem komast vilja þaðan vegna borgarastriðs- ins. bræðsluskipið Norglobal heldur sig. Asamt islnsku skipunum eru þarna að veiðum tvö færeysk skip. Það er breskt fyrirtæki sem stendur fyrir þessum veiðum, leigir Norglobal og fær skipin fimm til veiðanna. Þegar við höfðum tal af Sigurði Einarssyni Sigurðssonar rika sem gerir út Sigurð hafði ekki frést af neinni veiði hjá skipunum frá þvi á þriðjudag sl. Þá hafði Börkur landað 500 tonnum um borð i Norglobal i tveim löndun- um, Sigurður 330 tonnum og Guðmundur 270, þau siðarnefndu i aðeins einni löndun hvort. Eftir það færðu skipin sig austar og hefur ekkert frést af þeim siðan. — En þetta er nú bara byrjunin, sagði Sigurður hinn brattasti. Enn hefur ekkert ræst úr verk- efnaleysi annarra nótaskipa en þessara þriggja og þeirra fáu sem enn hafast við i Norðursjónum en það er ekki enn séð hversu mikið það verður þvi það á eftir að taka ákvörðun um kvótakerfið þar. Þá ákvörðun mun ráðuneytið taka og verður hún miðuð við það sem aðrar þjóðir gera. — Það er þá ekkert útlit fyrir nein verkefni að ráði hjá nóta- skipunum fyrr en á loðnuvertið? — Loðnuvertið? Eg hef nú látið i ljósi mikinn efa um að nokkur loðnuvertið verði i vetur ef svo fer sem horfir i verðlagsmálunum. Afurðaverðið á ekkert að hækka en allur útgerðarkostnaður hefur aukist gifurlega, sagði Sigurður. —ÞH Fræðsla Framhald af 9. siðu. unar i leikterapy, sem er eins konar leikjaþjálfun, þar sem myndlist, leiklist og tónlist koma inn i, virðist batna fyrr, en þeim sem ekki njóta henpar. Britta sagði frá þvi að á Karolinska sjúkrahúsinu væri verið að vinna að umfangsmikilli rannsókn á leiktherapy og áhrifum hennar og reynt yrði að fylgjast með börn- unum eftir að þau koma heim af sjúkrahúsinu. „Þá hefur einnig mikið verið rætt um nauðsyn þess að foreldr- arnir fái að heimsækja börnin á sjúkrahúsið hvenær sem er og að sjálfsögðu er það óvefengjanleg- ur réttur barnsins að hafa for- eldra sina hjá sér við læknisrann- sóknir, aðgerðir o.fl.”, sagði Sigriður. „Já, það eru margir sem segja að börnin gráti meira, þegar for- eldrarnir eru viðstaddir, en grát- urinn er einmitt merki um að börnin þora að láta tilfinningar sinar i ljósi, i stað þess að loka þær inni af hræðslu, þegar enginn er viðstaddur sem þau þekkja”, sagði Britta. „Að lokum ein spurning. Er fólk ekki tortryggið á alla þessa „sérfræðinga” i uppeldismálum, sem eiga að leiða það á réttar brautir. Fyllist það ekki vantrú á sjálft sig?” „Nei, alls ekki, ef rétt er á hald- ið. Við reynum einmitt að forðast að vera einhverjir alvitrir guðir, heldur lærum við lika af reynslu foreldranna. Við reynum að nýta þeirra reynslu i hópum, þar sem foreldrar ræða saman um sin vandamál i sambandi við börnin. Við viljum ekki gera foreldrana svartsýna eða láta þá halda að þeir muni alls ekki ráða við þetta án okkar hjálpar, heldur þvert á móti reyna að opna möguleika á þvi að fólk ræði opið um öll sin vandamál, enda sýnir það sig að það hjálpar öllum aðilum”, sagði Inga að lokum. þs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.