Þjóðviljinn - 28.08.1975, Síða 12

Þjóðviljinn - 28.08.1975, Síða 12
DJOÐVIUINN Miðvikudagur 27. ágúst 1975 Viðrœður um framtíð Ródesíu misheppnast SALISBURY 27/8 — Siðasta til- raunin til að komast að sam- komulagi um framtið Ródesiu fór algerlega út um þúfur i gær, og eru litlar horfur á þvi að reynt verði aftur á næstunni. Áður en nokkrar raunhæfar umræður hófust, komu upp deilur um það hvar unnt yrði að halda viðræðunum áfram i framtiðinni. Ian Smith, forsætisráðherra hvitu minnihlutastjórnarinnar i Ródesiu vildi að þær færu fram i landinu sjálfu, en leiðtogar blökkumanna vildu ekki fara þangað nema þeim væri lofað griðum. Margir þeirra eru nú i útlegð og eiga yfir höfði sé fang- elsisdóm ef þeir snúa aftur. Smith neitaði þvi og sagðist ekki vilja að „alþekktir hryðjuverkaleiðtogar” tækju þátt i viðræðum. bar með lauk viðræðunum. Sagt er að Ian Smith hyggist nú ræða við leiðtoga blökkumanna, sem eru ekki félagar i samtökum þjóðernissinna Ródesiu, ANC. Leiðtogar ANC halda þvi fram að þeir blökkumenn sem fallist á að ræða við fulltrúa minnihluta- stjórnarinnar við slikar aðstæður séu einungis handbendi stjórnar- innar. Veldur reyktur matur krabba? OMAHA, Nebraska, 26/8 — Vis- indamenn viö krabbameinsrann- sóknarstöðina i Omaha i Nebraska hafa komist að niður- stöðum sem benda til þess að eitt- hvert samband kunni að vera milli neyslu á reyktum mat og krabbameins i brisi. Þeir til- kynntu i dag að þeir hefðu fram- kallað háa tiðni krabbameins i brisi i hömstrum með þvi að sprauta þá meðefni sem myndast i meltingarfærum manna, þegar þeir borða reykt kjöt eða reyktan fisk. Töldu þeir að það sýndi að samband kynni að vera milli mataræðis og ýmissa tegunda krabbameins. Hvalirnir eign borgf ir ðinga ? Sögur segja að hlunnindi sem á Borðeyrarfjöru reki skuli renna til Gilsbakkakirkju í Hvítársíðu Tvo hvali rak á fjöru við Borð- eyri i Hrútafirði i fyrradag. Hvalirnir eru litlir, andanefjur, og eru átta til tiu metrar á lengd. Annar hvalurinn kom i fjöruna i landi Valdasteinsstaða sem eru skammt sunnan við Borð- eyri og mun bóndinn þar og ná- granni hans hafa nýtt eitthvað af andanefjunni. Hinn hvalurinn liggur rekinn i fjörunni undan stofugluggum borðeyringa, og sagði Jónas Einarsson kaupfé- lagsstjóri á Borðeyri okkur, að þorpsbúar hefðu ekki áhuga á að krækja sér i kjöt eða lýsi af andanefjunni. ,,Ég reikna með að við sendum á hana jarðýtu og gröfum hana. Menn hafa engan áhuga, heldur ekki tíma eða kunnáttu til að nýta skepnuna til neins.” Jónas sagði, að sést hefði til hvalanna tveggja er þeir komu inn fjörðinn, en svo hafa þeir hætt sér of langt, það f jaraði út undan þeim i fyradag og þeir dráðust. Hvalirnir eign Gilsbakkamanna? Borðeyrarbærinn er rikisjörð, en einhvern tima fyrr á öldum bjó á Borðeyri eða i Borðeyrar- bæ eigandi jarðarinnar sem við andlát sitt gerði þann skilmála, að hlunnindi, sem'á fjörur Borð- eyrar ræki, skyldu renna til Gilsbakkakirkju i Hvitársiðu. „Það sagði mér þetta einhver i gær”, sagði Jónas kaupfélags- stjóri, „og þetta getur vel verið rétt. Ég held llka að við borð- eyringar sæjum ekkert á eftir hvalnum suður yfir Holtavörðu- heiði. Borgfirðingar eru velkomnir, vilji þeir sækja hvalinn.” —GG Haile Selassie fyrrum keisari Eþíópíu látinn ADDIS ABEBA 27/8 — Haile Selassie, fyrrverandi keisari Eþíópíu, léstí dag á 84. aldursári. Hann haföi verið í fangelsi siðan honum var steypt af stóli i september i fyrra. Haile Selassie var keisari Eþiópiu i 44 ár, en i raun og veru var hann allsráðandi i landinu i enn lengri tima, eða i 57 ár. Allan þann tima var hann einn þeirra stjórnmálamanna, sem mest settu svipinn á Afriku, og eftir að nýlendur evrópumanna þar fengu sjálfstæði var hann fremstur i flokki þjóðarleiðtoga álfunnar og einn helsti leiðtogi hlutlausra rikja. Haile Selassie fæddist 23. júli 1892 og var þá skirður Tafari Makonnen en var siðar nefndur Ras Tafari. j Hann var af aðalsfjölskyldu, en komst svo að þvi að hann var skyldur keisara landsins Menelig II i gegnum ömmu sina. Fjórtán ára varð hann landstjóri i héraðinu Salale, og fjórum árum siðar landstjóri á heimaslóðum sinum, i héraðinu Harar. Þá varð hann aðal- Portúgal: Starfsemi áróðursdeild- ar stöðvuð LISSABON 27/8 — Flokkur manna úr portúgölsku öryggis- lögrcglunni Copcon tók i dag á sitt vald skrifstofur áróðursdcildar hersins, hinnar svonefndu „fimmtu deildar”, sólarhring eft- iraö þessi deild fckk fyrirskipun frá byltingarráðinu um að hætta allri starfsemi sinni. Þetta gerð- ist i dögun og að sögn frctta- manna var sú sveit öryggislög- reglunnar, sem tók skrifstofurnar á sitt vald, talin hægrisinnuð. Áróðursdeild portúgalska hers- ins hefur fylgt kommúnistum að málum i stjórnmáladeilunum að undanförnu, og stóð hún fyrir ýmsum aðgerðum i þvi skyni að styrkja stöðu Goncalves forsætis- ráðherra. M.a. notaði hún nafn Costa Gomes forseta i þvi skyni án samþykkis hans. t yfirlýsingu frá Copcon var sagt að lögreglu- menn hefðu verið sendir til skrifstofanna vegna þess að menn óttuðust að árás yrði gerð á þær, en aðrir heimildar- menn sögðu að fimmta deildin hefði neitað að hætta starfsemi sinni að fullu og hefðu lögreglu- mennirnir verið sendir til að stöðva hana. Bæði hægfara menn og róttækir hafa gagnrýnt starfsemi áróðurs- deildarinnar að undanförnu, og hafa þeir ásakað hana fyrir að gera meira ógagn en gagn i norð- urhluta Portúgals vegna klaufa- legs áróðurs, sem sé ekki i neinu Framhald á bls. 10. maðurinn i andspyrnuhreyfingu kristinna manna gegn eftirmanni Meneligs II keisara, en hann var talinn hneigjast of mikið að Múhameðstrúarmönnum. Enaa- lokin urðu þau að keisaranum var steypt úr stóli, og var dóttir Meneligs II gerð að keisara- drottningu, en Ras Tafari var gerður að rikisarfa og aðalvalda- manni rikisins. 1928 var hann krýndur konungur og tveimur árum siðar, eftir lát keisara- drottningarinnar, varð hann keisari Eþiópiu, sem þá var eitt af tveimur sjálfstæðum rikjum Afriku (hitt var Liberia). Sem keisari fékk hann nafnið Haile Selassie (sem þýðir „vald þrenningarinnar”) og tiltilinn „hið sigursæla Ijón af ætt Júda, guðs útvaldi, konungur konung- anna og keisari Eþiópiu”. Hann varð fyrstkunnurá vesturlöndum árið 1935, þegar Mússólíni gerði innrás i Eþiópiu. Hann hélt þá til aðalstöðva þjóðabandalagsins i Sviss og hélt ræðu þar sem hann fór fram á aðstoð bandalagsins til að stöðva innrásina. Við það tæki- færi sagði hann að þjóðabanda- lagið græfi sina eigin gröf ef Eþiópiu yrði ekki veitt nein aðstoð. Hann talaði fyrir daufum eyrum, og varð siðan að fara i útlegð til Englands, þegar italir lögðu alla Eþiópiu undir sig. Siðar þótti Haile Selassie hafa verið sannspár um örlög þjóðabanda- lagsins. Þegar heimsstyrjöldin hófst fór hann til Khartoum i Súdan þar sem hann hitti skæruliða frá Eþiópiu og skipulagði hann sam- starf þeirra við breska herinn sem átti i bardögum við itali i Austur-Afriku. 1 janúar 1941 fór hann leynilega til Eþiópiu og i mai sama ár hélt hann innreið sina i Addis Abeba i broddi hers ins, eftir ósigur italska hersins á þessum slóðum. Winston Church- ill sagði þá um Haile Selassie að hann hefði verið fyrstur þeirra þjóðhöfðingja sem fasistar 400 farast í flóðum NÝJU-DELHI 26/8 — Um íjögur hundruð manns hafa farist i mikl- um flóðum, sem nú standa yfir i Indlandi og eru verst i fylkinu Bihar. Borgin Patna, sem hefur um miljón ibúa, er að mestu undir vatni, sem sumsstaðar er þriggja metra djúpt. Ganges og mörg önnur fljót hafa flætt yfir bakka sina og tugþúsundir manna háfa misst heimili sin. steyptu úr stóli og sá fyrsti sem sneri aftur. Þegar nýlendur evrópumanna i Afriku fengu sjálfstæði varð hann leiðtogi Einingarsamb. Afrikurikjanna, og barðist hann gegn vinstri sinnuðum þjóðhöfð- ingjum innan sambandsins, þvi að hann leit svo á að Afrikurikin ættu að vera hlutlaus. Hann hafði forystu i tilraunum stjórnmála- manna til að binda endi á styrj- öldina i Biafra, og hann hafði einnig milligöngu milli stjórnar Súdans og uppreinsarmanna i suðurhluta landsins. Kom hann þvi til leiðar að samningur var undirritaður i Addis Abeba 1972. En þótt vegur Haile Selassie færi stöðugt vaxandi erlendis batnaði hagur Eþiópiumanna ekkert. Þar i landi'rikti gifurleg fátækt, sem erfitt var að bæta úr vegna menntunarleysis almenn- ings og spillingar yfirstéttar- innar. Keisarinn var fremur fjar- lægur þjóð sinni og gerði ekkert tilað bæta ástandið. Árið 1960 var fyrst gerð tilraun til að steypa honum úr stóli og gera son hans að keisara en hún mistókst. Eftir það versnaði ástandið enn, ekki sist vegna hungursneyða. En þrátt fyrir fátækt þjóðarinnar hafði keisarinn safnað gifur- legum auði og ma. látið byggja rikmannlegt grafhýsi. Loks var óánægjan orðin svo megn i fyrra að herforingjar tóku völdin i sinar hendur og hnepptu keisarann i fangelsi. Haile Selassie Enn flýgur Kissinger TEL AVIV 27/8 — Hcnry Kissing- er, utanrikisráðherra Iíandarikj- anna, kom hingað i dag frá Alex- andriu til að ræða við ráðamcnn i israel um endanlega gerð bráða- birgðasamnings milli israels- manna og egypta. Ha,nn lagði þegar af stað til Jerúsalem. Starfsmaður utanrikisráðu- neytisins sem var i för með Henry Kissinger sagði fréttamönnum að enn væri ósamkomulag um tvö eða þrjú atriði i einu skjali, en von væri til þess að samkomulag næð- ist um helgina. Áður en Kissinger fór frá Alex- andriu fóru Sadat Egyptalands- forseti og nánustu ráðgjafar hans Framhald á bls. 10. Blaðberar í vetur Um næstu mánaðamót, ágúst/september, verða laus nokkur blaðburðarhverfi hjá Þjóð- viljanum. Það tekur hálfan til einn klukkutima að bera út i hvert hverfi, svo að þessi vinna hentar td. skólafólki ágætlega. Þessi hverfi eru laus eða verða laus um mánaðamótin: Breiðholt — Hólahverfi Nökkvavogur Drápuhlið Seltjarnarnes, vesturhluti. Laugavegur, neðri hluti Hverfisgata, neðri hluti. Kvisthagi Breiðholt — Stekkir Laufásvegur Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu Þjóðviljans sem fyrst, simi 17500. Þórsgata Þingholtin Háaleitisbraut (oddatölur) Skipasund Safamýri Tómasarhagi Túnin Brúnir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.