Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 2. september 1975. SHÍ um Portúgal Stöndum vörð um sigra verkalýðsins Órökstuddum bœgslagangi Vökumanna hafnað Bílréttindi ráðherra og bankastjóra Fimmtudaginn 14. ágúst er grein i Þjóðviljanum, sem ber yfirskriftina „Vinstri stjórnin veitti ráðherrum engin ný bila- réttindi”. Það er að vonum, að Þjóðviljinn sé sár vegna þeirrar aðdróttunar Morgunblaðsins, að ráðherrar vinstri stjórnarinnar hafi tekið upp þann bitling sér til handa að veita sér tollfrjálsan bilainnflutning og það eftir að vera hættir sem ráðherrar. Halldór E. Sigurðsson ráðherra vottar þarna, að reglur um þetta hafi verið samdar af viðreisnar- stjórninni. í greininni segir að ekkert hafi skort á að ráðherrar viðreisnar- innar hafi notfært sér þennan bitl- ing. t niðurlagi greinarinnar stend- ur eftirfarandi „Það mun hins vegar ekki hafa komið fyrir hing- að til, að einstakir rikisstarfs- menn sæju ástæðu til, að gefa þvi opinbera hluta af launum sinum, og er að sjálfsögðu út i bláinn að gera þá kröfu til ráðherra vinstri stjórnarinnar fremur en ann- arra”. En er þetta nú svo mikið út i bláinn? Það verður að hafa i huga, að við vinstri sinnaðir kjós- endur gerum þær kröfur til um- bjóðanda okkar, er við höfum lyft þeim i valdastöður i þjóðfélaginu, að þeir leitist við að bæta staðnað og afturhaldssamt kerfi rikis- báknsins. Hversvegna þá ekki að afsala sér ranglátum bitling, þeg- ar við berjumst fyrir auknum launajöfnuði meðal landsmanna og yfirleitt réttlátara þjóðfélagi? Það er sagt þarna i greininni, að bankastjórar o.fl. hafi rétt á tollfrjálsum bifreiðum. Hvaða réttlæti er i þvi, að þessir há- tekjumenn, sem ráðherrar og bankastjórar óneitanlega eru, borgi ekki sina tolla sem aðrir til rikisins? Aðrir sem hafa þessi hlunnindi munu vera bæklaðir menn sem eiga erfitt með gang og er ekkert nema gott um það að segja, að slikir menn njóti þess- ara sérréttinda, séu þeir lág- tekjumenn og mætti gjarnan fylgja með, að þeir væru aðnjót- andi, hentugra lána til að geta notfært sér þessi hlunnindi, slik sem ráðherrarnir hafa núna. Það hefur viljað brenna við að þessum mönnum hefur gengið erfiðlega að fá innflutningsleyfin og um tima fengu þeir helst ekki aðra bila en frá Austur-Evrópurikjum. Hinsvegar hefur aldrei heyrst að ráðherrar þyrftu að biða eftir leyfum, eða að þeim væri ekki i sjálfsvald sett hvaðan þeir keyptu bflana. Nú þegar alþýðuheimilunum liggur almennt við gjaldþroti vegna siaukinna álaga til þess op- inbera ætti þegar i stað að fella niður allan innflutning á toll- frjálsum bilum nema til bækl- aðra, siðan mætti gjarnan sér- merkja þessa bila, svo almenn- ingi gefist kostur á að fylgjast með að þessi hlunnindi séu ekki misnotuð. Grundarfirði 21. ág. ’75 Sveinbjörn Erlingsson, Kambsvegi 35, Reykjavik 1 tilefni af þessu bréfi Svein- bjarnar viljum við aðeins minna á, að af hálfu Þjóðviljans var skýrt tekið fram, þegar umrætt viðtal við Halldór E. Sigurðsson birtist hér i blaðinu, að Þjóðvilj- inn teldi sérréttindi ráðherra og bankastjóra i þessum efnum ó- eðlileg. 10. júli sl. lögðu fulltrúar Vöku i Stúdentaráði fram tiilögu til á- lyktunar um Portúgal. Var hún full með almennar órökstuddar kröfur um tjáningarfrelsi og lýð- ræði portúgölsku þjóðinni til handa án þess að þessi fyrirbæri væru á nokkurn hátt skilgreind. Þessari tillögu gátu vinstri menn sem hafa meirihluta i SHÍ ekki kyngt og var henni visað til utanrikisnefndarog henni falið að afla sér gagna um atburðina i Portúgal og að lokinni þeirri gagnasöfnun að ieggja fram nýja tillögu að ályktun ráðsins. Þetta þótti Vökumönnum hinn versti dólgsháttur og oddviti þeirra, Kjartan Gunnarsson, geystist fram á siður Morgun- blaðsins þeirra erinda að sýna al- þjóð fram á lýðræðisfjandskap vinstri manna. Þaðan fór mál- flutningur hans^ inn i Staksteina og loks i leiðara. Vinstri menn svöruðu svo fyrir sig bæði i Morg- unblaðinu og Timanum. En nú er áðurnefndri gagna- söfnun lokið og 15. ágúst sl. sam- þykkti Stúdentaráð svofellda á- lyktun um ástand mála i Portú- gal: Hreyfing alþýðunnar Allt frá valdatöku herforingj- anna 25. april 1974 hefur átt sér stað mikil þjóðfélagsumræða og hræringar i Portúgal. Óviða fylg- ist alþýða manna betur með at- burðum en þar, óviða hefur fólkið haft eins góðan aðgang að hinum ýmsu túlkunum á ástandinu. Óviða hefur á jafn skömmum tima eftir fall langlifrar einræðis- stjórnar sprottið upp jafn mikil viðleitni af hálfu verkalýðs og vinnandi alþýðu til að taka i eigin hendur stjórn sinna mála. Þróun sem borgaralegir fjöl- miðlar hafa litið skýrt frá er hin ört vaxandi tilhneiging alþýðunn- ar til að skipuleggja sig á vinnu- stöðum og i hverfum. Hafa bylt- ingarráð og alþýðunefndir af ýmsu tagi sprottið upp um allt landið nema i hinum ihaldssömu norðurhéruðum. Eriginn flokkur eða pólitisk samtök hafa náð for- ystu fyrir þessari sjálfsskipu- lagningu verkalýðsins, þótt ýms- ar tilraunir hafi verið gerðar til þess. Verkalýðurinn hefur barist fyrir bættum kjörum, fyrir launa- jafnrétti kynja, fyrir bættri þjón- ustu, gegn fasistum á valdastól- um i fyrirtækjum og stofnunum o.s.frv. t rikum mæli hefur sú barátta þróast yfir i baráttu um yfirráð yfir framleiðslutækjum og aðra viðleitni verkalýðs til, að yfirtaka sjálfur stjórn máiefna sinna, til að koma á sósialiskum fram leiðsluh áttum. Pólitisku flokkarnir hafa tvi- stigið gagnvart þessum hræring- um. Sósialistaflokkurinn kvaðst fylgjandi verkamannaráðum i kosningunum sl. vor, en nú hefur hann einskorðað baráttu sina við kröfuna um þingræði, um eigin völd með öðrum orðum. Komm- únistaflokkurinn barðist lengi gegn verkföllum og háum launa- kröfum, og herjahreyfingin lagð- ist gegn ráðum verkamanna og i- búanefndum, en eftir að andstaða þessara tveggja afla hafði reynst þýðingarlaus, reyndu þau að fylgja hreyfingunni, og er yfirlýs- ing Herjahreyfingarinnar um stofnun „alþýðunefnda” skýrasta dæmi þess undansláttar. Þaðset- ur mark sitt á hreyfingu alþýð- unnar, að hún á sér ekkert ótvi- rætt pólitiskt forystuafl. Ilerjahreyfingin og flokkarnir Portúgalir höfðu vart kynnst lýðræði fyrir valdatökuna 25. april 1974 og höfðu ekki tamið sér leikreglur þess. Jafnframl óttað- ist alþýða manna ekkert frekar en gagnbyltingu fasista. 1 ljósi þessa og hins, að herforingjarnir framkvæmdu valdatökuna, en stjórnmálaflokkarnir voru litt þekktir meðal almennings, er eðlilegt, að stjórnartaumarnir væru i fyrstu i höndum herfor- ingjanna, en við hlið þeirra sæti breið samstjórn andfasista. Það sem siðan hefur gerst er flókið samspil margra þátta. Augljóst er að MFS reiddi sig strax mest á samstarf við Komm- Nýr grillstaður opnaður í Hafnarfirði Veitingahúsið Skiphóll f Hafn- arfirði hefur nú skipt um eigend- ur. Það er hlutafélagið Skútan sem keypt hefur staðinn og er ný- lcga fariö að reka hann. Aðalhlut- hafar Skútunnar hf. eru hjónin Eygló Sigurliðadóttir og Birgir Pálsson matreiðslumaður, sem verður jafnframt aðalmatsveinn staðarins. Hinir nýju eigendur kynntu staðinn fyrir fréttamönnum sl. fimmtudag. Gerðar hafa verið mjög viðamiklar breytingar á matsölustað á götuhæð hússins, hann er nú grillstaður og ber nafnið Skútan. Þar eru fjögurra sæta básar og stúkað sundur með skreiðartrönum úr hrauninu syðra. Innréttingin er mjög skemmtileg og það sérstæða við hana er ef til vill það að hún hefur aldrei verið teiknuð. Hlöðver Pálsson húsgagna- og húsasmið- ur setti hana upp og „impróviser- aði” hana á staðnum. únistaflokk Portúgal, enda var hann best skipulagður allra flokka, hafði mest itök i verka- lýðshreyfingunni og féllst á „nauðsyn” þess að halda niðri launakröfum og verkföllum. Kommúnistaflokkurinn var jafn- framt reiðubúinn til skilyrðis- lauss stuðnings við MFA, en aðrir flokkar voru það ekki. Þvi ber ekki að gleyma að Sósialista- flokkurinn ér ekki hefðbundinn Framhald á bls. 10. Þá standa einnig yfir breyting- ar á efstu hæð hússins, en þar verður dansalur. Birgir Pálsson sagði okkur að ætlunin væri að rekstur dansstað- arins yrði að mestu óbreyttur frá þvl sem verið hefur, nema hvað eftirlit hefur verið hert mjög við dyrnar vegna unglinga. Hins veg- ar verður sú breyting á rekstri Skútunnar að þar verða seldir heitir réttir allan daginn, eftir fjölbreyttum matseðli. Réttirnir eru mjög f stil við nafn staðarins, þar má fá Skútusteik og fleiri nafngiftir eru i þeim dúr. Þá munu verða bakaðar þarna kökur og seldar til neyslu á staðnum. Eins konar kondidori, en Birgir starfaði einmitt á kondidorii i Danmörku um eins árs skeið. Básar Skútunnar verða skirðir eftirgömlum skútum sem gerðar hafa verið út frá Hafnarfirði og veggi staðarins skreyta gamlar myndir frá bænum, fengnar á byggðasafni Hafnarfjarðar. Skútan tekur 60manns i sæti og starfsliðið er um 25 manns. Stað- urinn er opinn til klukkan 21 á kvöldin virka daga, en 22 um helgar. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i framleiðslu og afhendingu greinibrunna. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut 10 A Keflavik (opið: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9-12) og á verkfræðistof- unni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9 Reykjavik gegn 7000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja föstudaginn 19. septem- ber kl. 15.00. ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum i lagningu dreifikerfis i Grindavik 1. áfanga. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10 A Keflavik (opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 9-12) og á verkfræðistof- unni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9 Reykjavik gegn 7000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja föstudaginn 19. septem- ber kl. 14.00. Kópavogur Félagsmálastofnun Kópavogskaupstaðar auglýsir hér með eftir leiguhúsnæði fyrir rekstur leikskóla i Kópavogi. Allar frekari upplýsingar gefnar af Félagsmálastofn- uninni, Álfhólsvegi 32. Simi 41570. Félagsmálastjórinn i Kópavogi. Aöaleigendur Skútunnar og yfirsmiður og höfundur innréttingarinn- ar. Frá vinstri Hlöðver Pálsson, Birgir Pálsson og Eygló Sigurliða- dóttir. (Myndir. Haukur Már). Þessi mynd gefur nokkra hugmynd um innréttingu Skútunnar. Eigendaskipti á Skiphól —hm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.