Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 3
Þri&judagur 2. september 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Hraðvaxandi verðbólga Sérfrœðinganefnd á vegum Rannsóknarráðs kannar ástandið í byggingariðnaðinum og bendir á verðbólgueinkennin — biður um sparnað og breytta byggingarhœtti A verðbólgan eftir að marg- faldast á næstu árum, verka ef til vill miklu meiri heldur en á þessu fyrsta ári hægristjórnarinnar? Nokkrir sérfræðingar um bygg- ingamál, sem starfað hafa að út- tekt á ástandi og þróun bygging- ariðnaðarins hér á landi á vegum Kannsóknarráðs rikisins, velta nú ofangreindri spurningu fyrir sér. Nú er ekki úthlutað bygginga- lóðum i Reykjavik, þótt áætluð þörf sé 2—3 þúsund ibúðir á ári. Eftir stuttan tima verður þörfin þvi órðin slik, að borgaryfirvöld láta undan þrýstingi, úthluta á skömmum tima lóðum undir þús- undir ibúða. Þar með beinist mik- ill hluti þess fjármagns sem bankar og lánastofnanir hafa undirhöndum á einn stað,gifurleg eftirspurn verður eftir vinnuafli i byggingum og nýtt timabil bygg- ingaæðis er runnið upp — nýtt gullgrafaraæði, og verðbólguhjól- ið snýst á margföldum hraða. Keynum að marka vísindastefnu Nú hafa nokkrir sérfræðingar, sem unnu skýrslu um þróun byggingariðnaðar á einu og hálfu ári, skiiað verkeftii sinu til Rann- sóknarstofnunar rikisins og stefn- ir Rannsóknarstofnunin að þvi að koma á stað umræðu um bygg- ingarmál, hina ýmsu þætti þessa iðnaðar. Það er ekki aðeins bygg- ingariðnaðurinn sem Rannsókn- arráð tekur fyrir núna, þvi sér- fræðinganefndir kanna nú einnig almennan iðnað, sjávarútveg og landbúnað. Ætlunin er að skýrsl- ur nefndanna verði tilbúnar á næstunni. Eftir þrjár vikur er von á skýrslu um iðnaðinn, i október kemur skýrsla um sjávarútveg og síðan rekur landbúnaðarskýrslan lestina. „óhófleg rýrnun... léleg nýting” Sérfræðinganefndin sem vann skýrsluna um byggingariðnaðinn samanstóð af eftirtöldum mönn- um: Július Sólnes prófessor var formaður, Óttar P. Halldórs- son yfirverkfræðingur var ritari en aðrir i nefndinni voru þeir Guðmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri (Breiðholts h.f.) Guðmundur Ó. Guðmundsson framkvæmdastjóri, Halldór Jónsson verkfræðingur, Magnús G. Björnsson arkitekt, Sigurður E. Guðmundsson framkvæmda- stjóri og Reynir Hugason frá Rannsóknaráði rikisins. 1 ágripi skýrslunnar segir m.a.: „Blöndun steinsteypu og efnis- gæðum hefur verið ábótavant. Til framleiðslu á steinsteypu þarf enga lögbundna sérþekkingu og meðferð steinsteypu á byggingar- stað er oft mjög slæm. Hér standa islendingar að baki nágranna- þjóðum sinum. ...Stór hluti af þvi byggingar- efni sem islendingar nota til hús- bygginga, er innfluttur. ... Stór liður i innflutningnum er timb- ur... Samkvæmt reynslutölum Skógræktar rikisins um viðarvöxt ættu islendingar að geta framleitt sjálfir allt það timbur, sem þeir þurfa á að halda... ...Sérsmiði á öllum innrétting- um er rikjandi og leiðir oft til ó- hóflegrar rýrnunar efnis og lé- legrar nýtingar vinnuafls...” Skýrslan tekur fyrir byggingar- efni, innlend og erlend, húsa- gerðir, byggingaraðferðir, skipu- lag og reglugerðir, vinnuafl, stýr- ingu og stjórnun og fjármögnun. Kaflinn um fjármögnun er for- vitnilegur; þar segir m.a.: „Óhætt er að fullyrða, að i byggingarstarfseminni hefur í of rlkum mæli þróast vafasöm fjár- málapólitik og ævintýrastarf- semi. Sennilega hefur verðbólgu- bál sfðustu áratuga ekki haft jafnháskaleg áhrif á neinn þátt þjóðlifsins. Þvi er likast sem nær samfellt og óslitið gullæði hafi rikt á þessu sviði áratugum sam- an. Virðist þvi miður litið lát á þvi...” Siðan gerir nefndin grein fyrir fjármögnunarmöguleikum og gerirtillögurtilbreytinga. —GG \ ii iiibiBH sr- ^ *#i «■ Veröiö á útsöluketinu Eins og Þjóðviljinn skýrfti frá fyrir heigi hefur verift ákveftift að selja 200 tonn af nautakjöti á niftursettu efta nifturgreiddu verði. Er þá miftaft vift aft kjötift sé selt I þaft miklu magni til hvers og eins aft minnsta eining sé fjórðungur úr grip, ca. 20—30 kiló. Salan stendur yfir til 14. þessa mánaðar, verði kjötiö ekkj upp- selt fyrir þann tima. Smásöluverð á kjöti þessu er sem hér segir: a 3 •ifi 2’J S 3 S3 3 S) u. « O. -a < 556 477 445 386 « su S a u fc 262 229 209 183 i, og II. verftflokkur...........kr. 392 III verftflokkur ................kr. 340 IV. verftflokkur..................kr. 314 V. verftflokkur...................kr. 275 VI. verftflokkur.................kr. 249 VII. og VIII. verftfl............kr. 235 Söluskattur er innifalinn I verðinu, en 10 krónur bætast viö hvert kiló, sem sagað er niður að ósk kaupenda. Astæfta er til að taka fram, aft hér er ekki um holdanautakjöt aft ræfta, heldur kjöt af um þaft bil ársgömlum nautpeningi af mjólkurkúakyni. —úþ. Stjórn Blaðaprents um Vísisstríðið: BÆÐI BLÖÐIN Á AÐ PRENTA „Þeir atburðir hafa gerst, að mannaskipti hafa orðið við dag- blaðið Visi i Reykjavik og að aðstandendur þess hafa klofnað i tvo hópa, sem deila harkalega. Dagblaðið Visir og þeir sem að þvi stóðu 1970, tóku höndum saman við útgáfuaðila Timans, Alþýðublaðsins og Þjóðviljans um stofnun hlutafélags um prentsmiðju, sem annast skyldi og sjá um prentun þessara fjög- urra dagblaða og hefur þessi prentsmiðja verið starfrækt I rúmlega 4 ár. Blaðaprent hf. er byggt þannig upp, að allt hluta- féð skiptist jafnt I fjóra staði, fjóra hlutabréfaflokka og höfðu aðstandendur hvers dagblaðs algert sjálfdæmi, um á hverra löndum hlutabréf sins flokks væru. Aðeins eitt dagblaðanna, Timinn, hefur frá upphafi sjálft haldið eignarhaldi á hlutabréf- unum i sinum flokki, D-flokki, en hin dagblöðin öll hafa látið hlutabréf sinna flokka i hendur annarra aðila og félaga, sem stofnuð hafa verið i þvi skyni. Aðstandendur Visis kusu á sinum tima að starfa i tveimur hlutafélögum, Reykjaprenti hf. og Járnsiðu hf. og hagar þannig til, að Reykjaprent hf. á og rek- ur dagblaðið Visi, en Járnsiða hf. á mestöll hlutabréfin i C hlutabréfaflokki Blaðaprents. Sá klofningur, sem orðið hefur meðal aðstandenda Visis nú, viröist hafa orðið með þeim hætti, að minnihlutahópur hlut- hafa I Reykjaprenti hf. fer með meirihlutavald i stjórn Járnsiðu hf. ( 3 af 5). Þegar nú, við þennan klofn- ing, þeir sem fara i dag með meirihluta hlutabréfanna i C- flokki, krefjast þess, að stjórn Framhald á bls. 10 Islensk málning í Fœreyjum Fyrirtækin Málning hf. i Kópa- yogi og p/f Maling i Færeyjum undirrituðu i júli samning um framieiðsluréttindi i Færeyjum á málningu, sem Málning hf. hefur þróað fyrir islenska veðráttu og framieitt fyrir íslcnskan markaft. Er hér um aft ræða þak- og báru- járnsmálninguna Þoi og skipa- lakk. Færeyska verksmiðjan er nýtt fyrirtæki, sem mun væntan- lega hefja framleiðsiu i október; áætluð framleiðsla fyrstuárin eru 170—200 lestir. - Eigandi nýju málningarverk- smiðjunnar i Færey jum er Johan Thorleifsson, sem áður var skip- stjóri á dönskum farskipum. Hannkom til tslands 1. nóv. sl. og hóf að kynna sér starfsemi Máln- ingar hf., en sneri svo aftur til Færeyja eftir nokkra dvöl til að gera áætlanir og útvega fé. Fjárfestingin i verksmiðjunni nemur um einni miljón færeyskra króna, eða um 27 miljónum ís- lenskra króna, þar af er um 22% eigið fé stofnenda, en hitt lánsfé eða óafturkræft framlag yfir- valda. (Úr fréttabréfi Úl) NY VERZLUN kRóm ■__■ HUSGOGN glœsilega verzlun að Grensásvegi hefur opnað Skrifborð, ný hönnun. Skrifborðsstólar, landsins bezta úrval og þjónusta. Hvíldarstólar, nýjar gerðir. Eldhússtólar, margir litir og gerðir Eldhúsborð, margir litir og gerðir. Stóiar í veitingahús, margir litir og gerðir. Barnastólar Vinnustólar og fl. Framleiðandi Stáliðjan h.f. úsgögn Simi 86511.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.