Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. september 1975. MOÐVIUINN mAlgagn sós'ialisma VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Otgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Slmi 17500 (5 linur) Prentun: Biaðaprent h.f. TVÆR STAÐREYNDIR Hér i Þjóðviljanum var i siðustu viku vakin athygli á tveimur mjög sláandi staðreyndum, sem vert er að leggja á minnið og koma þær þvert á það mold- viðri, sem talsmenn rikisstjórnarflokk- anna og þá ekki sist Framsóknarflokksins hafa réynt að þyrla upp i öllum umræðum um kjaramál almennings að undanförnu. Staðreynd I: Þjóðartekjur islendinga hækkuðu á föstu verðlagi um 32% á árunum 1970—1974 (Heimild Þjóðhagsstofnun), og átti sú hækkun sér stað á árunum 1971, 1972 og 1973, en á siðasta ári stóðu þjóðar- tekjurnar i stað. A árum vinstri stjórnar- innar hækkaði kaupmáttur tekna verka- fólks allmiklu meira en svaraði til hækk- unar þjóðarteknanna á föstu verðlagi. Með kjaraskerðingaraðgerðum núver- andi rikisstjórnar hefur málum hins vegar verið snúið þannig við á stuttum tima, að samkvæmt siðustu tölum kjararann- sóknanefndar var kaupmáttur dagvinnu- timakaups verkamanna aðeins 23% hærri en hann var árið 1970, þótt sá arður þjóðarbúsins, sem kemur til skipta.þ.e. þjóðartekjurnar á föstu verðlagi hafi á sama tima vaxið allmiklu meira eða um 32%. Þetta þýðir að ráðherrum og þing- meirihluta núverandi rikisstjórnar hefur tekist að eyða svo árangrinum af starfi vinstri stjórnarinnar að bættum kjörum almennings, að raungildi teknanna, þ.e. kaupmátturinn hjá verkafólki og lág- launastéttum er nú lægri en 1970 sé miðað við þann heildararð sem kemur til skipta hjá þjóðarbúinu. Vegna endurtekinna furðuskrifa Þórar- ins Þórarinssonar um þessi efni siðustu daga, er skylt að árétta hér enn, að þegar Þjóðhagsstofnun gefur upp þær tölur, sem hér er byggt á um hækkun þjóðartekna á föstu verðlagi þá er búið að taka fullt tillit til allra breytinga á viðskiptakjörum á timabilinu, þar á meðal verðfalls á fisk- blokk og stórhækkaðs oliuverðs. Allt tal um, að þarna sé eftir að taka tillit til hækkaðra útgjalda eða versnandi við- skiptakjara getur þvi ekki talist annað en hreinasta rugl, hvort, sem það er borið fram daglega i dagblaðinu Timinn, eða annars staðar. Þegar Þjóðhagsstofnun segir okkur að þjóðartekjur á föstu verðlagi hafi hækkað um 32%, þá er það kaupmáttur þjóðar- teknanna, sem þannig hefur hækkað en, ekki krónutalan. Við látum krónutöluna liggja milli hluta en berum saman kaup- mátt tekna alþýðuheimilanna annars vegar og heildarkaupmátt þjóðarbúsins hins vegar, — raungildið i báðum tilvik- um, og þá er niðurstaðan þessi: Samkvæmt opinberum tölum Þjóðhags- stofnunar og Kjararannsóknanefndar hef- ur kaup verkafólks, sem hlutfall af heildartekjum þjóðarinnar, verið fært jafnvel niður fyrir það, sem var i lok viðreisnarár anna. Staðreynd II. Á fyrstu 12 valdamánuðum rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar hækkaði allt verð- lag i landinu samkvæmt framfærsluvisi- tölu um hvorki meira né minna en 54,5%. Tekjur almennings hækkuðu langtum minna og þannig var kaupmátturinn skor- inn niður. Harðasta gagnrýnin á vinstri stjórnina var, að hún réði ekki við verðbólguna. Samt var verðlagshækkunin samkvæmt mælingu hinnar opinberu framfærsluvisi- tölu sú sama alls á 33 valdamánuðum vinstri stjórnarinnar frá þvi hún tók við i júli 1971 og þar til hún hafði misst þing- meirihlutann 1. april 1974 —(2—3 mánuð- um fyrir kosningar) —, sú sama á 33 mán- uðum þá og á aðeins 12 mánuðum nú. Með þessar staðreyndir i huga og máske ýmsar fleiri, hlýtur hann óneitanlega að hljóma meira en litið falskt þessiháværi söngur Framsóknarforingjanna um að einu megi gilda, hvort hægri eða vinstri stjórn fari með völd i landinu. Hitt blasir svo við, að það skiptir nánast sáralitlu máli, hvort Framsóknarflokkur- inn á aðild að rikisstjórn eða ekki, — úrslitum ræður, hvort hann stjórnar með Alþýðubandalaginu eða Sjálfstæðisflokkn- um. —k. KLIPPT... Gils. Þórarinn. Auk þess leggur Þórarinn til að íhaldið verði fellt Gils Guðmundsson, alþingis- maður, ritar Þórarni Þórarins- syni, ritstjóra, alþingismanni, formanni þingflokks, utanrikis- málanefndar og útvarpsráös með meiru, vinsamlegt afmælisbréf i sunnudagsblaði Þjóöviljans og gerir m.a. sam- anburð á skrifum Þórarins fyrr og nú. A ársafmæli rikisstjórnar ihalds og framsóknar telst Gils til að Þórarinn hafi skrifað 600 Timadálka alls og fjalli þeir aö tveimur þriðju hlutum um Al- þýðubandalagið. Fagnar Gils þessu að sjálfsögðu og telur þessa áherslu Þórarins i stjórn- málaskrifum bera vott um viðurkenningu Alþýðubanda- laginu til handa. í lokin óskar Gils Þórarni og Framsókn aft- urkomu úr herleiðingu ihaldsins og biður hann segja Ólafi að varhugavert kunni að vera að biða þeirrar stundar að naum- ast finnist vinstri maður eöa i- haldsandstæðingur i Framsókn- arflokknum. 1 greininni minnir Gils á Þór- arin siðasta áratugs. Þaö er ekki óeðlilegt að honum sé eftir- sjá i þeim Þórarni sem hann lýsir á eftirfarandi hátt: ,,...Þú þarft raunar ekki að vera neitt hissa á þvi, Þórarinri minn góbur, þótt illa gangi að telja mörgum Framsóknar- manni trú um, að engu skipti hvort flokkur hans hefur forystu um rikisstjórn félagshyggju- fólks eða leiki hlutverk hækj- unnar i ráðuneyti ihalds- og sér- hyggjuafla. Er það ekki rétt munað hjá mér, að i meira en áratug, frá þvi fyrir 1960 og fram á mitt ár 1971, skrifaðir þú ár hvert sæg greina, smárra og stórra, sem höföu einn og sama meginboðskap aö flytja (þraut- seigjan minnti á Cato hinn gamla): að hvað sem öðru liði bæri nauðsyn til að hnekkja veldi Sjálfstæðisflokksins og fella afturhaldsstjórn hans. Til þess væri eitt ráö öðru væn- legra, að efla Framsóknar- flokkinn og gera honum kleift aö laða vinnandi fólk sjávar og sveita og öll raunveruleg vinstri öfl til samvinnu. Þú sagðir nokkuð oft aö umbótaöflin ættu að ráða i þessu landi og gerðir einatt harða hriö að Alþýöu- flokknum, sem þú sakaðir rétti- lega um aö láta afturhaldið nota sig til óþurftarverka. Ekki held ég að þú hafir fundið upp nafniö „ihaldshækja”, en þú notaðir það rétt eins og hver annar.” Frystihistu- pólitíkin Nú er verið að selja gamalt nautakjöt á niöursettu verði til þess aö grynna á birgðum fyrir haustslátrun. Þeir sem hafa fjármuni handbæra munu vafa- laust margir snara út fyrir hálf- Um eöa heilum skrokki til þess að geyma i frystikistum sinum. Það er ekki alltaf athugað i sambandi við vörusölu á kosta- prisum að ekki er nándar nærri allur almenningur svo efnum búinn að hann hafi peninga um- fram brýnustu daglegu þarfir. Það er eins og alltaf sé verið að refsa þeim sem ekki eiga frysti- kistu með þvi að selja á niður- settu verði stuttan tima og að- eins i stórum stykkjum. Þeir sem eru þolanlega settir geta þvi komist ódýrar af en hinir sem sjá ekki fram úr daglegum útgjöldum. Yfirleitt er það svo að verð- sveiflur koma oftast verst niður á þeim sem illa eru settir. 1 tímabundnum niðurgreiðslum hamstra þeir efnameiri — stór- frystikistueigendurnir — firna- lega smjör, nautakjöt og annað sem nægir fjölskyldum þeirra til viðurværis vetrarlangt. Hinir, sem ekki hafa fé hand- bært, halda áfram að kaupa I smásölu og geta ekki búiö i hag- inn fyrir næstu verðsveiflu uppávið. Spillingin í borgarkerfinu Armannsfell h.f. hefur ein- kennilega sterka þræði inn i borgarstjórn og embættis- mannakerfi borgarinnar. Morg- unblaðið erkur á sunnudaginn aödraganda þess að byggingar- félaginu var úthlutaö lóð á horni Hæðargarðs og Grensásvegar eins og frægt er orðið. I frásögn blaðsins kemur fram að forráðamenn Ár- mannsfells hafi fyrst lýst áhuga sinum á þessari lóð undir fjöl- býlishús. Borgarverkfræðingur aftók þessa málaleitan en skýrði þeim frá þvi, aö skipu- lagsstjóri væri að vinna að end- urskipulagi lóðarinnar, sem á aðalskipulagi borgarinnar átti að vera grænt svæöi, og hefði hann i huga raðhúsabyggð. Ar- mannsfell fær þessu næst Vifil Magnússon til þess að gera skinulagsuppdrátt af svæðinu og teikningar af raðhúsabyggð. A sama tima og þessi tillaga Ar- mannsfells berst skipulags- nefnd rekur á hennar fjörur til- lögu frá Aðalsteini Richter, skipulagsstjóra, byggða á sömu grunnhugmynd. Hún er eftir umfjöllun nefndarinnar send skipulagsstjóra á ný með ósk um tæknilegar lagfæringar, og kemur aftur til skipulagsnefnd- ar þannig lagfærð, en vel að merkja undirrituð af Aöalsteini Richter og Vifli Magnússyni, arkitekt Armannsfells. Skipu- lagsnefnd borgarinnar og Skipulagsstjórn rikisins sam- þykkja tillöguna og borgarráð felur skrifstofustjóra borgar- verkfræðings að útbúa tillögu um úthlutun lóöarinnar til Ar- mannsfells h.f. án undanfarandi auglýsingar. Þar með lokast hringurinn, þvi Sjálfstæðis- flokkurinn fer eins og kunnugt er með meirihluta I borgar- stjórn. Þetta er kyndug saga. Hræri- grautur einkaframtaks, kjörins valds (meirihluta Sjálfstæðis- flokksins) og embættismanna- valds er orðinn svo samsoðinn að borgarkerfismennirnir telja sig ekki þurfa aö hafa i heiðri lágmarksvelsæmi i meöhöndlun grundvallarreglna. En hvað er ekki hægt að gera þegar fyrir- tæki leggur fé i Sjálfstæðishúsið og borgarstjórinn er fyrrver- andi lögfræðingur þess og tengdur inn i stjórn þess? Ritskoðunar- tilraun Þvi er haldið fram i forystu- grein VIsis i gær að öfgafull við- brögö formanns Stéttarsam- bands bænda viö landbúnaðar- skrifum blaðsins I tiö Jónasar Kristjánssonar séu ögrun við frjálsa skoöanamyndun i land- inu. Hinn nýi ritstjóri blaðsins heldur þvi fram að deilurnar um landbúnaöarskrif Jónasar hafi ekki haft nein áhrif á brottvikn- ingu hans, og er það að sjálf- sögöu hæpin skoðun, þvi að for- ráðamenn i útgáfustjórn Visis eru sumir umsvifamiklir við- skiptaaðilar bænda á verslunar- sviðinu. Það sem ritstjóri Visis hefur hinsvegar að segja um opinber afskipti formanns Stétt- arsambands bænda af þessu máli er þess eölis, að vert er fyrir bændur og raunar alla hugsandi menn að gaumgæfa það: „Forystumenn bænda hafa I raun réttri ekki þolað opinberar umræður um islenzkan land- búnað. Um þverbak keyrði þó fyrir siðustu helgi, er formaður Stéttarsambands bænda hélt ræðu á afmælisfundi sambands- ins á Laugarvatni. Sennilegt er, aö fáir menn hafi skaöað mál- staö landbúnaðarins jafn mikið og formaður Stéttarsambands- ins i þeirri ræðu. Sannast sagna var það fremur kynlegt að velja afmælisfund sambandsins til þess að afhjúpa þá gerræöislegu afstööu, að um landbúnað megi ekki tala nema i einni tóntegund. Formaður Stéttarsambandsins lýsti digur- barkalega yfir þvi, að stjórn þess hefði látið athuga ýmsa möguleika til þess að stööva skrif og umræður, sem ekki eru lofgjörð um núverandi ástand og skipulag I landbúnaði. Að sögn formanns Stéttar- sambandsins átti m.a. aö stöðva þessar umræöur með málshöfö- unum fyrir dómstólum. Þá er Visi kunnugt um, að stjórn Stéttarsambands bænda gerði tilraun til þess á sl. vetri að koma I veg fyrir opinberar um- ræður um þessi efni með þvi að beita flokkspólitískum þvingun- um. Þessi vinnubrögð eru i full- kominni andstöðu við það lýð- ræðislega stjórnskipulag er við búum viö.” —EKH ... OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.