Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.09.1975, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 2. september 1975. ÞJÓDVILJINN — StÐA 9 ÍA íslandsmeistari Sigraði ÍBK í síðasta leik sínum með einu marki gegn engu Akurnesingar nældu sér í islandsmeistaratignina í síðustu umferð einhvers mest spennandi íslands- móts sem menn muna. Þeir sigruðu ÍBK með einu marki gegn engu og skor- aði Matthías Hallgrímsson eina mark leiksins á 10. mín. síðari hálfleiks úr vítaspyrnu. Þefta er í níunda sinn sem lið ÍA hlýtur þennan titil og núna annað árið í röð sem bikarinn f er upp á Skipaskaga. ÍA tapaði 9 stigum á þessu keppnis- tímabili, hlaut 19 stig í 14 leikjum en í fyrra hlaut lið- ið 23 stig. Úr fyrstu f jórum umferðunum fengust ekki nema 4 stig og 3 stig töpuð- ust í 9. og 10. umferð. Síðan kom óvænt tap fyrir Val í 13. umferð mótsins og sig-- urinn i ár var því naumari en oftast áður. Hefur ís- landsmótið ekki unnist á minna en 20 stigum f rá því f jölgaðvar Í8 lið í deildinni enda var mótið tvísýnna og skemmtilegra en oftast áð- ur. Það viðraði ekki vel til knatt- spyrnuiðkunar á Akranesi sl. laugardag. Rok og grenjandi rigning gerði leikmönnum erfitt fyrir og fyrri hálfleikurinn leið án nokkurra verulegra tækifæra. Þó var tA allan timann sterkari, meira með boltann og skapandi sér þau færi sem á annað borð sá- s ust. Eina markið kom eftir umdeilt atvik á 10. min. eftir hlé. Fyrir- gjöf kom fyrir mark ÍBK og Gisli Torfason kastaði sér fram til að skalla frá. Mörgum til nokkurrar furðu flautaði dómarinn, Bjarni Pálmason, og benti á vitapunkt- inn. Taldi hann og linuvörðurinn einnig að boltinn hefði snert hendi Gisla. Matthias tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Þrisvar sinnum oftar lá boltinn i marki ÍBK en i öll skiptin voru mörkin dæmd af. Þótti ógilding a.m.k. eins þeirra nokkuð vafa- samur dómur en þá skoraði Jón Alfreðsson með skalla og var dæmdur rangstæður. 1 liði Islandsmeistaranna áttu landsliðsmennirnir allir góðan dag. Mest bar á fyrirliðanum, Jóni Alfreðssyni auk þeirra Karls Þórðarsonar, Matthiasar og Jtns Gunnlaugssonar. Keflvikingarnir voru með Þor- stein ólafsson sem langbesta mann og varði hann oft meistara- lega. Einnig kom Gisli Torfason vel frá sinu en óheppni hans i sambandi við vitaspyrnudóma hefur verið með fádæmum i sum- ar. —gsp KR-ingar fljóta með í 1. deild Sigruðu IBV í botnleiknum með einu marki gegn engu og tryggðu Tony Knapp um leið farseðil með landsliðinu Enn einu sinni náðu KR-ingar að forða sér úr fallhættunni á ell- eftu stundu og ekki er óliklegt að margur landsliðsmaðurinn og forystumenn knattspyrnumála hafi varpaö öndinni léttar þegar Magbnús Pétursson fiautaði 1-0 leik KR og IBV af. A þessum leik valt það hvort iandsliösþjálfar- inn, Tony Knapp, kæmist með landsliðinu i kcppnisferðina sem lagt var upp i i gærmorgun. KR varð að vinna til þess að forða sér frá aukaleik við Þrótt um 1. deild- arsæti og það tókst þótt vissulega gengi á ýmsu undir lok siðari hálfleiks. Vestmannaeyingar sóttu þá stift, en ekki skipulega að sama skapi og þvi án árangurs. 1 héild verða KR-ingar að teljast betri aðilinn, þeir léku af meiri Skynsemi og taugarnar stóðust það sem á þær var lagt á siðustu minútunum. Eina mark leiksins kom á 18. min. fyrri hálfleiks. KR lék á und- an vindi og hafði komið öllu sterk- ara út. Leikið var stift til þess að skora mörk og hafa forystu og þótt IBV leggði áherslu á að halda Víkingur skoraði en FH spilaði! Tvö mörk á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks dugðu til sigurs Tvö mörk á fyrstu fimm minút- unum i siðari hálfleik FH og Vik- ings ráðu úrslitum I þeim leik. Stefán Halldórsson skoraði fyrra mark Vikings á fyrstu min. og Gunnar örn það siðara á fimmtu minútu. Vikingur lék undan sterkum vindi i fyrri hálfleik og er skemmst frá þvi að segja að ná- kvæmlega ekkert markvert gerð- ist á þeim tima. Það var ekki fyrr en eftir hlé að til tiðinda dró. Óskar Tómasson sendi boltann frá miðju i átt að marki. Fyrir fá- dæma misskilning varnarmanns og ómars markvarðar skoppaði boltinn i gegnum fætur þeirra beggja og inn að vitapunkti þar sem Stefán Halldórsson, sem fylgdi vel eftir, þurfti ekki annað en að ýta honum i netið. Fimm min. siðar sendi Gunn- laugur Kristfinnsson boitann frá hægra kanti inn að marki FH. Þar var Gunnar örn fyrir og skoraði með skalla 2-0 og fannst manni að ómar hefði e.t.v. getað blandað sér i málið af meira harðfylgi. FH-ingar sóttu eftir þetta mun meira en Vikingur enda á undan vindi og andstæðingurinn farinn að draga sig i vörn. Framlinu- menn hafnfirðinga voru oft léttir á sér og léku skemmtilega saman á köflum. Sýndu þeir það eina af samspili sem sást i þessum leik. —gsp hreinu út hálfleikinn tókst ekki að koma i veg fyrir eitt mark sem átti siðan eftir að verða sigur- markið i þessum þýðingarmikla leik. Það var Halldór Björnsson, besti maður KR i þessum leik sem markið gerði. Hann fékk boltann töluvert fyrir utan vita- teig og skaut þrumuskoti i átt að marki. Boltinn stefndi i hægra markhornið og Ársæll fleygði sér. Á miðri leið rakst hann hins vegar i varnarmann IBV, gjörbreytti stefnu og skoppaði i vinstra markhorn án þess að Arsæll hefði nokkur tök á að koma vörnum við. Vesturbæingarnir fögnuðu á- kaft en hefðu þót trúlega gert enn betur ef þeir hefðu vitað að þetta yrði eina mark leiksins. Þeir sóttu án afláts undan vindinum, staðráðnir i að bæta fleiri mörk- um við áður en þeir þyrftu að glima við veðurguöina lika. Hálf- dán örlygsson átti skot ofan á þverslá úr hornspyrnu og Guð- mundur Jóhannesson var i góðu færi á 34. min. en skaut yfir. Vest- mannaeyingar áttu siöasta orðið fyrir hlé. örn Óskarsson fékk boltann inn fyrir og stóö á mark- teigshorni með Magnús einan fyr- ir framan sig. Magnús hikaði i út- hlaupinu en tókst þó að verja á siðustu stundu. KR byrjaði af miklum krafti eftir hlé og sótti mun meira en vestmannaeyingar. Atli Þór átti gullfallegt skot úr erfiðri aðstöðu sem Arsæll varði naumlega. En ekkert lið getur keyrt stanslaust af þeim krafti sem KR notaði i byrjun og smám saman snerist dæmið við. Hver sóknarlotan rak aðra hjá IBV og Ólafur Sigurvins- son, langbesti maður eyjamanna i siðari hálfleiks byggði upp þung- ar og hættulegar sóknarlotur. Stefán örn Sigurðsson bjargaði á marklinu fyrir KR eftir að Har- Framhald á bls. 10. GSP til Frakk- lands og í gærmorgun lagði Gunnar Steinn Pálsson upp I ferð til Frakklands og Belgiu á veguni Þjóðviljans til að fvlgjast þar með leikjum Islands i Evrópu- keppni landsliða. Mun liann senda Belgíu frétir heim frá Frakklandi og landsleiknuni þar. sem fram fer anúaðkvöld. Einnig er ráðgert að fá hringingu frá Belgiu á föstudag um landsleikinn sem þar fer fram nk. laugardag. Segir Erlendur Valdimarsson sem náöi Ol-lágmarkinu Erlendur Valdimarsson náði Olympiulágmarkinu i kringlukasti á kastmóti Skautafélags Reykjavikur sem fram fór á Laugardalsvelli i siðustu viku. Kringlan flaug 59 metra sem er einum og hálfum metra lengra en lágmarkið. A þessu móti kepptu margir aörir kastarar og náðist viöa ágætur árangur og þar á meöal persónuleg met hjá Óskari Jakobssyni og Guðna Halldórssynri kringlukasti. „Vonast til að ná yfir 60 metra í haust”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.