Þjóðviljinn - 07.09.1975, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.09.1975, Síða 5
NIXON Sunnudagur 7. september 1975. ÞJÖÐVILJINN — StDA 5 Leysir frá skjóöunni fyrir hæstbjóöanda ,,Tékkheftablaðamennska” (checkbook journalism) er það kallað i Bandarikjunum þegar einhverjum áberandi persónum er borgað morð fjár fyrir að koma fram og leysa frá skjóð- unni i fjölmiðlum. Þetta orð mun hafa komist inn i enskuna þegar Watergate-málaferli voru á döfinni, en þá bauð sjónvarps- fyrirtækið CBS H.Rl Haldeman, einum goskalla Nixons, mikla fúlgu fyrir að koma fram i sjón- varpi. James Reston, frægur greinahöfundur i New York Times, spurði út frá þessu: ,,Munu þá ekki aðrir stórlaxar og alræmdir karakterar reyna að græða á þessu?” Nú hefur einmitt alræmdasti stórlaxinn af þeim öllum úr Watergate- málum farið út á þá braut. Fyr- ir skömmu tilkynnti David Frost, einn kunnasti sjónvarps- maður breta, að hann hefði keypt réttinn til að sjónvarpa fréttaviðtölum við Richard M. Nixon, fyrrum forseta Banda- rikjanna. Sætir þetta nokkrum tiðindum, þar eð Nixon hefur að öðru leyti ekkert viljað við fjöl- miðlamenn tala siðan hann yfir- gaf Washington fyrir ári. Fyrir þetta fær fyrrverandi forseti og voldugasti maður heimsins eitt- hvað á milli 650.000 og 750.000 dollara. Umboðsmaður hans, Irving Lazar, segir að visu að hann hafi valið að skipta við David Frost „vegna einstakrar og við- tækrar reynslu hans”, en engu að siður þykir ljóst (samkvæmt fréttatimaritinu Time) að Nixon hafi einfaldlega tekið boði Frosts vegna þess að hann bauð hæst. Sýnir þetta að Nixon hefur ekki misst áhuga sinn á þeim gæðum er peningar geta veitt, þrátt fyrir alla sina niðurlæg- ingu og vesöld. Frost byrjaði með þvi að bjóða hálfa miljón dollara, en var fljótur að hækka boðið þeg- ar Lazar fór fram á meira. Þeir Frost, Nixon og lögmenn þeirra lokuðu sig siðan af á San Cle- mente, bústað Nixons i Kali- forniu, i hálfa sjöttu klukku- stund og gengu frá samningun- um. Samkvæmt þeim mun Frost ræða við Nixon i fjórum sjónvarpsþáttum að likindum, sem hver verður að sögn um niutiu minútna langur. Fimmti þátturinn kemur til greina. Byrjað verður að taka viðtölin i april næstkomandi, en þau verða ekki send út fyrr en 1977, svo að útilokað sé að þau hafi á- hrif á næstu forsetakosningar i Bandarikjunum, sem verða á komandi ári. Frost lagði á- herslu á að Watergate yrði tekið fyrir i að minnsta kosti einum þáttanna, og Nixon fær ekki að vita spurningarnar fyrirfram og ekki að fara yfir viðtölin. Hver leggur fram fjármagn- ið? Frost vill ekkert um það segja i bráðina nema að þar leggi saman alþjóðleg sam- steypa útvarpsfyrirtækja. Um- mæli af hálfú þriggja helstu sjónvarpshringa Bandarikj- anna benda ekki til að þau eigi hlut að máli, en útilokað er það þó ekki. Samningur þeirra F'rosts og Nixons er sá stærsti á sviði „tékkheftablaðamennsku” til þessa. Frost færir hinsvegar fram sér til málsbóta að þar eð Nixon sé ekki lengur forseti, geti efni viðtalanna ekki talist fréttir, heldur aðeins endur- minningar. „Það er engin á- stæða til þess að Nixon fái ekki að hafa peninga upp úr sinum endurminningum eins og aðrir Bandarikjaforsetar hafa gert,” segir Frost. Einhver vafi getur leikiö á þvi að Frost, sem er ekki beinlinis fréttamaður, sé maður fyrir þessu hlutverki. Aðvisu vantar ekki að hann sé vanur að ræða við frægar manneskjur, og má af þeim nefna Indiru Gandhi og keisarann af Iran. En hann hef- ur ekki fyrir sið að fá viðmæl- endur sina til að leysa frá skjóð- unni með hrið af spurningum, sem koma þeim úr jafnvægi, heldur reynir að fara varlega að þeim i þeim tilgangi að raun- verulegur persónuleiki þeirra komi upp á yfirborðið. „Til- gangur minn með viðtölum,” segir Frost, ,,er að fá menn til að koma fram eins og þeir raun- verulega eru.” Frost, kaldurog rólegur breti, virðist sjálfur álita það. „Richard Nixon er breyttur maður, meira að segja frá þvi sem hann var fyrir fáum vik- um,” segir Frost. „Eftir þvi sem timinn hefur liðið og hann komist til heilsu, hefur hann farið að skilgreina hið liðna.” Frost er sannfærður um að öll sjónvarpsfyrirtæki, lika þau bandarisku, muni kaupa viðtöl- in, verði þau nógu mergjuð. „Min reynsla er sú, að sjón- varpsfyrirtæki liti á það sem hlutverk sitt að dreifa upplýs- ingum fremur en að þagga þær niður,” segir hann. En jafnvel þótt bandarisku sjónvörpin fúlsi við viðtölunum, er talið vist að hann hafi nógan markað fyrir þau utan Bandarikjanna. Á bandariskum blöðum er að heyra að þar i landi sé mönnum ekkert um þessa framtakssemi Frosts. 011 hneyksiaskriðan kringum Watergate var hroða- legt siðferðilegt áfall fyrir Bandarikin og þau eru hvergi i nærri búin að ná jafnvægi eftir ( það. Mörgum þykir sem Nixon : bæti nú gráu ofan á svart með ; þvi að fara að taka stórfé fyrir j það sem hann skyldunni sam- kvæmt hefði átt að vera búinn að segja fyrir löngu. Sértþúað huasa um sólarfrí í skammdeginu, ÞásniiðuÞér til okkar í vetur veröa farnar a.m.k. 18 sólarferöir til Þúsundir íslendinga, sem fariö hafa í vetrar- Kanaríeyja. Sú fyrsta 30. október, hin síðasta ferðum okkar til Kanaríeyja undanfarin ár, 13. maí. æh bera vinsældum ferða okkar vitni. LOFTLEIDIR ISLANDS Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.