Þjóðviljinn - 06.01.1976, Síða 2
2 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriftjudagur 6. janúar 1976.
Tilkynning til
launagreiðenda
er hafa í þjónustu sinni
starfsmenn búsetta í Hafnarfirði
og Kjósarsýslu
Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr.
245/1963, er þess hér með krafist, af öllum þeim er greiða
laun starfsmönnum búsettum i Hafnarfirði og Kjósar-
sýslu, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsmanna
hér i umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafnnúmer,
heimilisfang og gjalddaga launa.
Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðanda til
að tilkynna er launþegar hætta að taka laun hjá kaup-
greiðanda og þeirri ábyrgð, er kaupgreiðandi fellir á sig ef
hann vanrækir skyldur sínar samkvæmt ofansögðu, eða
vanrækir að halda eftir af launum upp i þinggjöld sam-
kvæmt þvi sem krafist er, en i þeim tilvikum er hægt að
innheimta gjöidin hjá kaupgreiðanda, svo sem um eigin
skuld væri að ræða.
Bæjarfúgetinn i Hafnarfirði
Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu,
Strandgötu 31, Ilafnarfirði.
Félagsfundur
Iðja, félag verksmiðjufólks heldur al-
mennan félagsfund i Lindarbæ fimmtu-
daginn 8. janúar kl. 8.30.
Dagskrá:
1. Kjaramálin
2. Heimild til verkfallsboðunar
3. önnur mál
Félagar mætið vel og stundvislega, og
sýnið skirteini við innganginn.
Félagsstjórn.
18. leikvika — leikir 20. des. 1975.
Vinningsröð: 111 — 111 — ÍXX — 1X1
1. VINNINGUR: 12 réttir —‘kr. 22.500.00
2653 7462 11241 35543 36627 36737 37418
3037 9713 35325 35813 36673 36883 38273
2. VINNINGUR : 11 réttir — kr. 1.400.00
448 5333 8460 35086 35813 36764 37536
2492 6671 8485 35216 36000 36810 37553
3143 + 6879 8657 35287 36113 36825 37756
3184 6944 + 8711 35373 36136 36828 37790
3194 7302 9789 35374 36237 36907 37825
3328 7310 10125 35449 36279 + 37098 37892
3420 7609 10127 35508 36341 37161 37987
4114 7609 10625 + 35525 36516 + 37178 37991
4215 7720 10702 35656 36565 + 37213 38248
4304 8126 10711 35671 36628 37332 38270
4382 8241 10791 35733 36687 + 37337 38476
4397 8275 11116 35813 36733 37471 38490
5003 8288 11432 35813 36740 37531 38491
5319 8429 35001 + nafnlaus
Kærufrestur er til 12. jan. kl. 12 á hádegi. Kærur sjailu
vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsniönnum
og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef
kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 18. leikviku
verða póstlagðir eftir 13. jan. 1976.
Ilandhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni
eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heim-
ilislang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga.
GKTRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK.
Rœtt við Arna Hjartarson í
miðnefnd herstöðvaandstœðinga
Aðalverkefni
miðnefndar er að koma
af stað starfshópum
A ráðstefnu herstöðvaand-
stæðinga í Stapa var kosið í
miðnefnd, sem vinnur að
því að samræma hina
ýmsu þætti í starfi her-
stöðvaandstæðinga. Þjóð-
viljinn hafði fyrir skömmu
tal af einum miðnefndar-
manna, Árna Hjartarsyni
kennara, og spurði hann
hvað helst væri að frétta af
starfi nefndarinnar til
þessa.
— Það er kannski ekki hægt að
segja að miðnefndin hafi til þessa
gert margt, sem borið hafi sýni-
legan ávöxt, sagði Arni, — en það
hafa að minnsta kosti verið
haldnir reglulegir fundir, hálfs-
mánaðarlega, alveg frá þvi að
ráðstefnunni lauk á Stapa, og
aðallega rætt um tilhögun fram-
tiðarstarfsins. Jafnframt hefur
miðnefndin veriðá höttunum eftir
húsnæði til starfsemi sinnar og
hefur nú fengið það i félagi við
Vietnamnefndina i gamla Hábæ
við Skólavörðustig.
— 1 hverju er fyrirhugað að
starf miðnefndar fólgið i megin-
atriðum?
Starfshópar
— 1 Stapa var ákveðið að aðal-
verkefni nefndarinnar ætti að
vera að koma af stað starfshóp-
um, en vald nefndarinnar sem
slikrar er að öðru leyti mjög tak-
markað. Við höfum þvi unnið að
þvi að ýta starfshópnum af stað,
en róðurinn er dálitið þungur,
enda er herstöðvamálið ekki sér-
staklega i brennidepli núna: at-
hygli manna beinist miklu meira
að efnahagsmálum. Ég tel samt
sem áður að miðnefndin sé mjög
mikilvæg, þar eð hún er þá alltaf
til taks, ef málið yrði skyndilega
ofarlega á baugi.
— Eru einhverjir starfshópar
komnir i ganginn?
— Jú, einn hefur þegar hafið
störf og sendi frá sér ályktun i
sambandi við landhelgismálið
fyrir nokkru. Það er hópur um al-
þjóðamál. Annar hópur, sem á að
fjalla um herinn og heilbrigðis-
mál, er i þann veginn að komast
af stað, og fyrirhugað er að þriðji
hópurinn fari af stað á Suðurnesj-
um og f jalli um áhrif hersins á at-
vinnu- og efnahagslif þar um
slóðir. Gert er ráð fyrir að sá hóp-
ur hefji störf núna eftir áramótin.
Stofnun fleiri hópa er i undirbún-
ingi.
Þjóöhátíöarljóö
Böðvars
— Hvað er frekar að frétta af
starfi nefndarinnar?
— Við i nefndinni litum svo á,
að við séum ekki beint framhald
af samtökum herstöðvaandstæð-
inga, sem störfuðu i fyrra og hitt-
eðfyrra, á dögum vinstri stjórn-
arinnar siöari. Samt sem áður
höfum við fengið ýmislegt að arfi
frá þeim samtökum, meðal ann-
ars gáfu Samtök herstöðvaand-
stæðinga út plötu með söngvum
Böðvars Guðmundssonar, sem
hann flytur sjálfur. Platan hefur
titilinn Þjóðhátiðarljóð 1974.
Dreifing þeirrar plötu komst
aldrei almennilega af stað i fyrra,
svo að við tókum að okkur dreif-
inguna. Það hefur verið fremur
erfitt að fá verslanir hér i höfuð-
borgir.ni til að selja plötuna, þar
eð þetta litlar plötur eru á undan-
haldi á markaðnum. Þetta er þó
fimm laga plata, ekki tveggja.
Við höfum engu að siður komið
plötunni i nokkrar búðir hér, til
dæmis Vesturver og Mál og
menningu, en annars lagt áherslu
á að dreifa henni út um land, þar
sem hún fæst nú á fjölmörgum
stöðum. A það má benda að plat-
an er mjög ódýr, þar eð hún er á
sama verði og tveggja laga plata.
Landssamtök byggð
á starfshópum
— Hvenær er gert ráð fyrir að
ný samtök herstöðvaandstæðinga
verði formlega stofnuð?
— Við höfum gert ráð fyrir þvi
að samtök yrðu stofnuð upp úr
þessum starfshópum eftir ár eða
svo. út frá þvi var gengið á
Staparáðstefnunni að miðnefndin
starfaði i ár, skilaði þá af sér
störfum og að störf hennar hefðu
þá borið þann árangur að mögu-
Þjóðviljanum hafa borist um-
sagnir tveggja spænskra blaða
um sýningu Þjóðleikhússins á
ÍNÚK i október sl.
Nuevo Diario segir m.a.:
Sýning Reykjavikurleikhússins
var athyglisverðasta verkið á
leiklistarhátið Alfil-leikhússins.
— A sviðinu beita leikararnir
fimm öllum úrræðum tjáningar-
getu sinnar til að flytja okkur með
skáldlegu næmi og óviðjafn-
anlegri nærfærni siði og venjur,
störf, leiki, ástleitna dansa þessa
samfélags sem veitir hverjum
einstökum næg tækifæri að tjá
sig. Með ljóðum, söngvum, forn-
um frásögnum, svipmyndum úr
veiðiferðum og trúarlegum at-
höfnum kynna þau okkur, þrátt
fyrir tungumálaerfiðleikana,
glatað sakleysi þessarar Paradis-
ar norðurhjarans. — Með sam-
spili andstæðnanna, milli ljóð-
rænunnar i upphafi verksins og
harmrænna sviðsmyndanna i lok-
in nær það tilgangi sinum. Það er
ekki á færi annarra en mikilla
hæfileikamanna i leikarastétt
með mikinn boðskap að flytja að
fanga svo hugi áhorfenda úr fjar-
lægum menningarheimi. Þetta
var mikill leiksigur.”
legt væri að stofna landssamtök
herstöðvaandstæðinga, byggð á
þessum starfshópum, sem nefnd-
inhefði komið af stað.— Miðnefnd-
in hefur sent frá sér eitt frétta-
bréf, þar sem segir frá þvi helst,
er starfað hefur verið, og við ætl-
um að koma þessu fréttabréfi út
áfram, reglulega, mánaðarlega
eða annan hvern mánuð, og senda
það ýmsum mönnum, sem við
vitum að hafa áhuga á störfum
nefndarinnar.
— Hyggst nefndin hafa opna
skrifstofu i húsnæðinu i Hábæ?
— Jú, það eru uppi hugmyndir
um það, að þegar umsvifin fara
að verða meiri, verði skrifstofa
opin, þótt ekki sé nema fáa daga I
viku eða part úr degi. Við höfum
gert ráð fyrir að um það gæti orð-
ið samstarf við Vietnamnefndina,
sem hefur þetta húsnæði með
okkur. En ennþá er þetta ekki
orðið annað en ráðagerðir, þótt
vonandi komist þær i fram-
kvæmd.
I miðnefnd herstöðvaandstæð-
inga eru Andri fsaksson, Armann
Ægir Magnússon, Arni Hjartar-
son, Bjarni Arason, Gils Guð-
mundsson, Hlin Agnarsdóttir,
Ragnar Stefánsson, Sigmar Inga-
son,' Sigrún Gunnlaugsdóttir, Sig-
urður Magnússon, Soffia Sigurð-
ardóttir og Svava Jakobsdóttir-.
dþ.
YA segir m.a.:
„...tekst islensku leikurunum
fimm með kunnáttusamlegri tján-
ingu sinni að yfirstiga þá hindrun
sem tungumálið er og halda
áhuga leikhúsgesta sýninguna á
enda... — Aðdáun vekur hve mjög
leikararnir, þrjár konur og tveir
karlmenn, leggja sig fram um að
koma verkinu til skila og hve vel
þeim tekst með hreyfingum, lát-
bragði og hljóðhermi að lýsa jafnt
fögnuði eskimóa yfir veiddum sel
sem hljóðinu I sleða er dráttardýr
draga eftirisnum og snjallri með-
höndlun léttu bátanna... — Af
svipaðri tjáningartækni og með
fullkomnu valdi yfir svipbrigð-
um, látæði öllu og raddbeitingu
sýna hinir áhugasömu Islensku
leikarar okkur venjur og siði
grænlendinga og dagjegt lif
þeirra í svipmyndum... — Þetta
er sýning sem vert er að geta sök-
um óvenjulegra listrænna gæða
þvi bæði var frammistaða leikar-
anna hvers og eins mjög góð og
eins var samstilling hópsins frá-
bær og henni var það að þakka að
þessi sviðsetta könnun á þjóðern-
isvitund grænlendinga varð lif-
andi leikhúsverk.”
Spænskt lof
um INlJK