Þjóðviljinn - 16.03.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.03.1976, Blaðsíða 4
'4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. mars 1976 DJÚÐVIUINN] MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. tJtgefandi: tJtgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsbiaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. Á AÐ BINDA ALLAN SKUTTOGARAFLOTA OKKAR YIÐ BRYGGJUR, MEÐAN BRETAR SKAFA HER MIÐIN? Allur þorskafli útlendra veiðiskipa hér við land var á siðasta ári litið yfir 100.000 tonn. Allur þorskafli skuttogaraflotans islenska var á þvi sama ári um 95.000 tonn. Nú liggja á borði sjávarútvegsráð- herrans islenska tillögur frá stjórnskip- aðri nefnd um að þorskafli okkar islend- inga verði i ár skorinn niður um tæp 90.000 tonn, eða sem svarar nær öllum þorskafla skuttogaraflotans islenska á siðasta ári, en i þeim tillögum er hins vegar við það miðað, að erlendir veiðiflotar taki hér á þessu ári 100.000 tonn af þorski, eða litlu minna en árið 1975. Samkvæmt þessu á að skera niður þorskafla okkar islendinga um þriðjung, úr tæplega 270 þús. tonnum i 180 þús. tonn, en það samsvarar því, að þriðja hverju skipi, sem þorskveiðar hefur stundað, væri lagt árið um kring, nema þeim sem möguleika hefðu til að stunda aðrar veiðar. Jafnframt er i tillögum nefndarinnar gert ráð fyrir þvi, að hlutur útlendinga i þorskaflanum á þessu ári verði 100.000 tonn, og rýrni þannig aðeins um 10—15% á sama tima og gert er ráð fyrir 33% samdrætti hvað varðar þroskafla okkar sjálfra. Tillögurnar gera sem sagt ráð fyrir þvi, að þorskafli okkar islendinga verði skert- ur, sem svarar nokkurn veginn ársafla alls hins fríða skottogaraflota, en á sama tima taki bretar og fleiri erlendar þjóðir hér nokkru meiri afla i sinn hlut en þess- um niðurskurði okkar nemur, og minnki heildarafla sinn sáralitið frá fyrra ári. Nú kynnu margir að vilja beina geiri sinum að nefndarmönnunum, sem þessar tillögur leggja fram, og hrópa þá af. Slikt er þó aðeins bardagi við vindmyllur. Staðreyndin er sú, að þegar nefndar- menn gera ráð fyrir 100.000 tonnum af þroski i hlut útlendinga, þá ganga þeir aðeins út frá þeirri forsendu, að rikis- stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins haldi áfram þeirri stefnu, sem hún hefur markað og fylgt fram hingað til og m.a. kom fram i tilboð- inu til breta um 65.000 tonna ársafla á sin- um tima, — nær eingöngu þorsk, og samn- ingum við v-þjóðverja og fleiri erlendar þjóðir. Það er þessi stefna ríkisstjórnarinnar sem kallar þriðjungs niðurskurð þorsk- aflans yfir okkur islendinga, það er niður- skurð nær alls skuttogaraaflans á síðasta ári, en útflutningsverðmæti þess afla- magns, 87,500 tonna, sem lagt er til að skorið verði niður, er samkvæmt skýrslu tillögunefndarinnar um. 8.500.000.000,- áttaþúsund og fimmhundruð miljónir króna, en það samsvarar um 200.000,- krónum á hverja 5 manna fjölskyldu i landinu. Á sama tima er útlendingum ætlað að taka hér 100.000 tonn af þroski, sem auðvitað segir það, að sætu islendingar einir að miðunum þyrfti alls enginn niður- skurður að koma til. Tillögur þær, sem nú liggja á borði sjávarútvegsráðherrans um þriðjungs- niðurskurð okkar þroskafla gera auk margvislegra annarra ráðstafana ráð fyrir þvi að allar þorskveiðar verði bann- aðar yfir 2—4 sumarmánuði, nema á linu og handfæri. Ekki þarf að lýsa þvi, hve hrikalegar af- leiðingar slikt veiðibann hefði, ekki sist fyrir allt atvinnulif þorpa og kaupstaða á Austfjörðum, Norðurlandi og Vestfjörð- um. Að sjálfsögðu er spurt: En er ekki hægt að beina flotanum á aðrar veiðar en þorskveiðar? Skylt er að athuga alla slika möguleika rækilega og verja fé til rannsókna i þeim efnum. Hætt er þó við að möguleikarnir séu harla takmarkaðir, ekki sist vegna þess, að með samningunum við vestur- þjóðverja, sem rikisstjórnin kúgaði þing- lið sitt til að samþykkja i vetur, þá er komið i veg fyrir að við getum sjálfir auk- ið sókn okkar i karfa- eða ufsastofninn að neinu marki án þess að þar verði lika um alvarlega ofveiði að ræða. Á fundi fiskifræðinga frá mörgum lönd- um við norðanvert Atlantshaf, sem hald- inn var I siðustu viku, var það einróma niðurstaða að hrygningarstofn islenska þorsksins væri nú aðeins einn fimmti hluti þess, sem var fyrir 20 árum, og verið gæti. Eyðingarhættan, sem hér er á ferðum, er að sjálfsögðu öllum ljós. Spurningin er bara sú, — hver á að vikja, okkar eigin skip, eða hinn erlendi veiðifloti. Á þvi er nánast enginn vafi, að það er á valdi islenskra stjórnvalda að knýja breta til uppgjafar, og það mjög skjótlega. Til þess þarf aðeins að setja NATO úr- slitakosti varðandi veru islendinga i þvi bandalagi og herstöðina hér. Þeir stjórn- málamenn sem vegna undirlægjuháttar gagnvart erlendu valdi neita að beita þessu vopni eru vargar i véum, og bera einir fulla ábyrgð, ef til þess á það koma, að þorskafli okkar sjálfra verði i ár skert- ur, sem svarar nær öllum ársafla skut- togaraflotans, með þeim hrikalegu afleið- ingum, sem slikt hlyti að hafa i för með sér. —k. Bara kjaftað „Það er bara kjaftað, en ekk- ert gert.” Eitthvað á þessa leið sagði Þorvaldur Axelsson, skip- herra á Þór, i viðtölum við út- varp og sjónvarp um helgina. Hann minnti á að allir stjórn- málaflokkar og talsmenn þeirra væru sammála um að efla ætti landhelgisgæsluna, en ekkert væri samt aðhafst. 1 máli hans kom einnig fram að þörf væri bæði á hraðbát og fleiri skipum. Þetta minnir afturámóti á þá skoðun ýmissa gamalla togara- jálka að skuttogararnir gætu komið að góðum notum við gæslustörf. Aðalatriðið sé aö nógu mörg skip séu til, þess að þvælast fyrir bresku freigátún- um og ógna bresku veiðiþjófun- um með klippunum. Þær eru mesti ógnvaldurinn i þessu þorskastriði og valda heist taugaveiklun meðal bretanna. Minna máli skiptir þótt land- helgisgæslan eigi engar byssur til þess að setja á fleiri skip. Það segja klippara þessa þáttar vanir togaramenn, aö jafnvel i návigi við breskar freigátur gætu liprir skuttogarar valdið usla með þvi að læða undir þær hlerum og viradrasli. Hætt er þá við að „kokkteildrengjunum” á freigátunum færi að verða bumbult. Skrúfulausir og vél- vana eru þeir litils megnugir þótt bryndrekarnir séu illúðleg- ir að sjá. Klippurnar i togarana. Skuttogarinn Baldur hefur reynst vel i gæslunni. Hann er snúningslipur og það er ekkert árennilegt fyrir freigáturnar að renna á hann aftanverðan. Þrátt fyrir góða viðleitni varð- skipsmanna er það staðreynd að truflunin á veiðum breta á ts- landsmiðum er ekki nógu mikil. Þvi er vissulega kominn timi til að hætta „að kjafta” og gera eitthvað i staðinn. Hringekjur Stundum þegar ihaldið þarf að skapa „almenningsálitið” taka sig saman nokkrir valdir menn og hefja að skrifa I hring i ihaldsblöðin. Slika hringekju ástarinnar þekkja menn úr bók- menntaskrifum Morgunblaðs- ins, þar sem þröngur hópur rit- höfunda og gagnrýnenda heldur uppi hólskrifahring. Annað dæmi um þetta eru skrif i Vísi og Morgunblaðiö ný- verið um „frjálst úvarp”. Slik- um hugmyndum hefur áður skoöð upp. Vafalitið standa aö baki þeirra menn, sem eru leiðir á rikisfjölmiðlun- um eins og þeir eru I dag, og finnst ekki nógu rúmt um sig og sin sjónarmið innan þeirra. Þetta er virðingarvert og satt er það að tregðulögmálið er i heiðri haft á þessum stofnunum. Það er hinsvegar afar ósenni- legtað „frjálst útvarp” sé nokk- ur lausn. Það getur lika opnað nýja leið fyrir stórkapitalið i vitundariðnaðinum með tilheyr- andi auglýsingamennsku og af- menningarhættu. En vikjum aftur að hringekj- unni. Nokkrir ungir menn i Sjálfstæðisflokknum taka sig saman um að reka áróður fyrir „frjálsu útvarpi”. Fyrst skrifar einn dáika I Visi, næst er þess- um skrifum hrósað i forystu- grein, og þar næst skrifar upp- hafsmaðurinn nýjan dálk frá sér numinn af hrifningu yfir leiðaranum, og svo kemur sá þriðji og dregur saman VIsis- skrifin i Morgunblaðið. Og þá er komið efni i nýjan hring. Ef vel tekst til getur hringekjan snúist svo hratt, að bráðum verði farið að halda þvi fram, að almenn- ingsálitið krefjist „frjáls út- varps”. Ritskoðunar- stefna Innan Sjálfstæðisflokksins hefur annars fram til þessa bor- ið meira á ritskoðunartilhneig- ingum, en frómum óskum um „frjálst útvarp” i þágu „frjálsr- ar samkeppni”, „frjáls fram- taks” og allt hvað það nú heitir. Forystugrein Suðurnesjatiðinda talar sinu máli um það. Hún ber yfirskriftina: Frelsisunnendur að verki. „Einsog allir vita, sem eitt- hvað hafa fylgst með umræðum og skrifum um stjórnmál þá hafa sjálfstæðismenn vart vatni haldið af hneykslun á skerðingu austantjaldsstjórnvalda á rit- og málfrelsi. Flestir standa i þeirri trú að þessum mönnum sé alvara og að þeim sé I raun um- hugað um aö menn geti komið skoðunum sinum á framfæri og tjáningarfrelsi þeirra sé ekki skert. Svo er þó ekki. Upprennandi og að sögn efni- legur leiðtogi sjálfstæðismanna og fulltrúi þeirra i útvarpsráði Friðrik Sóufsson, bar fram til- lögu um breytingar á reglum, sem gilt hafa um lestur forystu- greina landsmálablaðanna á mánudagsmorgnum. Þessar nýju tillögur Friðriks fela það i sér að ekki er leyfilegt að lesa úr öðrum blöðum en þeim, sem eru málgögn formlegra og al- mennra stjórnmálasamtaka. Þessi tillöguflutningur sýnir svo ekki verður um villst hversu hátt Friðrik þessi metur mál- og ritfrelsi. Það er greinilega ó- þarft ef það þjónar ekki hags- munum hans flokks. Það hefur oft verið nokkuð á- berandi við lestur forystugrein- anna á mánudagsmorgnum að jábræður Friðriks eru ekki til- takanlega duglegir að gefa út blöð úti á landsbyggðinni. Hugsa kannski sem svo að Morgunblaðið dugi. Þetta á- stand virðist hafa farið eitthvað meir en litið I taugar hans og skoðanabræðra hans. Breytingartillaga kom fram við tillögu Friðriks þess efnis að lesa mætti úr forystugreinum blaða, sem væru eina almenna fréttablaðið i héraðinu og væri opið öllum stjórnmálaflokkun- um. Þessi breyting fékkst ekki samþykkt. Friðrik og skoðana- bræður hans vildu ganga eins langt og þeir treystu sér i skerð- ingu rit- og málfrelsis. Þessi samþykkt útvarpsráðs verður að öllum likindum til þess að framvegis verður ekki lesið úr forystugrein Suður- nesjatiðinda, en það er samt von okkar að fljótlega komist þarna i meirihluta frjálslyndari menn en Friðrik Sófusson og aðrir af hans sauðahúsi.” —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.