Þjóðviljinn - 16.03.1976, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 16.03.1976, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. mars 1976 Öllum hliðum Keflavíkurflugvallar lokað — Engin bílaumferð um 4 ° _ . ' .íív*. . v ■ '■ - '■ • Velheppnaðar aðgerðir herst( Klukkan 6 á laugar- dagsmorgun voru um 150 herstöðvaand- stæðingar mættir við hliðin á Keflavikurflug- velli i því skyni að loka þeim dagpart. Hafði öllum hliðunum — 5 að tölu — verið lokað fyrír kl. 8 og var engin umferð farartækja leyfð um þau fram til kl. 15.30. Það voru herstöðvaandstæð- ingar á Suðurnesjum sem áttu frumkvæöi að þvi að loka hliðunum til þess að leggja áherslu á eftirfarandi kröfur: Island Ur Nató — herinn burt, gegn rányrkju, enga samninga, herskipin út fyrir 200 milur. Þeir leituðu til ýmissa félaga- samtaka á Reykjavikursvæðinu um stuðning við þessar kröfur, og aðgerðirnar. A föstudagskvöldið var lög- regluyfirvöldum i Keflavik til- kynnt um aðgerðirnar. Varö litið um mótbárur enda var aðdrag- andinn sá sami og að aðgerðum útgerðarmannanna á dögunum. Viðbrögö lögreglumanna I aðal- hliði vallarins voru þau að loka hliöunum og sýna siðan herstöðvaandstæðingum þina mestu kurteisi. Fór þvi aðgerðin friðsamlega fram i hvivetna. Engum bilum var hleypt i gegnum hliðin að einum undan- skildum sem flutti sjúkling um borð i farþegaflugvél Flugleiða. Það fyrirtæki hafði þann hátt á farþegaflutningum milli Kefla- vikur og Reykjavikur að aka far- þegum að hliðinu; þar öxluðu þeir farangur sinn, báru hann gegnum hliðið yfir i bila sem biðu hinum megin við það. Mjög litið var um tilraunir til að komast meö bila inn á eða út af vellinum, enda var það ekki tekiö I mál. Þegar klukkan var orðin 15.30 var lokun hliðanna aflétt og þátt- takendur i aðgerðunum héldu niður I Stapa þar sem fundur hófst kl. 16. Þangað dreif að fjölmenni og fylltist húsið von bráðar. Steinunn Jóhannesdóttir leikkona setti fundinn og var jafnframt Framhald á bls. 14. Frá fundinum i Stapa. „Þið hefðuð átt að koma á mánudaginn, heivitis komma- dindlarnir ykkar. Þá hefðum við sko sópaö ykkur og þessum tik- um ykkar út fyrirveg með einu handtaki. Kanarnir láta nú ekki svona smákalla standa fyrir sér.” Sá með gleraugun varð mikið sár, þegar hann sá að lokaö haföi verið fyrir honum, en Þor- steinn óskarsson brosti góðlátlega að hamagangnum. Þeir stóðu fyrir innan hliðiö, landar okkar, og virtu fyrir sér andófsmenn. (Myndir: Haukur Már) Sú með slegna háriö varð alvég æf, þegar neitað var um heimild til að flytja mjólk fyrir herinn i gcgnum hliðið. Einar Gislason (lengst til hægri) reyndi að út- skýra fyrir henni málið, en upp- skar aöeins formælingar fyrir. Guðsteinn Þengilsson, læknir: Aöeins ein klóin á því risavaxna krabbadýri Guðsteinn Þengilsson A þessari stundu er mér ofar- lega ihuga sólbjartur og hlýr vor- dagur I úthallandi marsmánuði fyrir aldarfjórðungi og tveim ár- um betur. En þrátt fyrir alla vor- boða náttúrunnar þennan dag finnst mér alltaf að hann hafi ver- ið dimmur og kaldur. Kannske þaö hafi verið fyrir táragasþok- una sem lá yfir miðbænum upp Ur þvi aö samþykkt hafði verið á Al- þingi aö Island skyldi gerast aöili að svokölluðu varnarbandalagi Norðuratlantshafsrikja. Gerður var samningur við bandalagið og bandarikjamenn um að á Mið- nessheiðinni við svonefndan Keflavikurflugvöll skyldu þessir aðilar reisa herstöð undir stjórn hinna siðarnefndu og verjast þaðan ef til árásar kæmi. Jafn- framt var talað um, að árás á eitt bandalagsrikið skyldi skoðuð sem árás á þau <31, og siðan var það dögum oftar undirstrikað, að þessi stöð væri eingöngu varna- stöð og Norðuratlantshafsbanda- lagiö eða Nató eins og það er oft- ast kallað, eingöngu varnar- bandalag. Snemma Varð mörgum ljóst það eðli Nató aö vera baráttutæki vestrænnar auöhyggju gegn kommúnisma og sósialisma og varnakerfi þess eingöngu miðað við árásir úr austri, sem framm- ámennbandalagsinseru sifellt að sannfæra sjálfa sig og aðra um að séu yfirvofandi. Lengra hafa varnahugmyndirnar aldrei náð, allrasist hafa þarfir litilla kalla eins og okkar komist þar á blað. Okkar frelsi, okkar lifshagsmunir og okkar lif hafa verið þar sára- litilsvert aukaatriði. Það hefur veriö starf her- stöðvaandstæðinga öðrum þræöi að benda þjóðinni á þessar aug- ljósu staðreyndir og að herstöðin hér sé bæöi skömm okkar og skaði, auk þess að vera sjálfum okkur gagnslaus til varna auki hún mjög á hættu okkar, ef til átaka kæmi. Við höfum alltaf verið að vona að nægilega stór hluti þjóðarinnar skildi þetta, án þess að til stórtiðinda og illra tiðinda þyrfti aö draga til að undirstrika röksemdir okkar. Nú hefur það skeð, að við eigum i striöi við eina af þessum svoköll- uðu bandalagsþjóðum okkar. Hún hefur orðið ber að beinni innrás á óumdeild islensk yfirráðasvæði og reynt með ásiglingu að valda þar tjóni,hún hefur með herskipa- valdi rofið griðin á friðlýstum svæðum, truflað störf rannsókna- skipa okkar og hún hefur með ásetningi stofnað lifi og limum varðskipsmanna okkar i beina hættu meðan þeir sinntu lög- gæslustörfum, ekki einu sinni heldur margsinnis. Við þær uppljóstranir, er nýskeð hafa orðið á störfum CIA bandarisku leyniþjónustunnar, höfum við fengið smávegis yfirlit yfir þau vopn, sem hin alþjóðlega auðhyggjukllka beitir gegn fórnarlömbum sinum, og eru þar undirferli, hræsni, lygar, mútur og morð efst á blaði. Þessum vopnum höfum við islendingar fengiö að kynnast að nokkru i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.