Þjóðviljinn - 27.03.1976, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. mars 1976
SKAMMTUR
Ein góð kunningjakona mín hringdi í mig í
gærkvöldi og var henni svo mikið niðri f yrir að
hún kom varla upp nokkru orði. Ég spurði
hana, hvað lægi henni svona þungt á hjarta, og
þá loks gat hún stunið því upp að nú væri
koníakið orðið svo dýrt að hún hefði ekki
lengur ráð á að drekka kaffi með því.
Mörg ár eru nú liðin síðan kunnur samtíðar-
maður kom með fræðikenningu, sem grund-
völluð er á þessari setningu: ,,Enginn veit
hvar kötturinn skeit, en áfengisbölið verður að
haf a sinn gang". En það er ekki bara áfengis-
bölið, sem verður að hafa sinn gang, það er
ekki bara brennivinið, sem er til þess fallið að
halda lífinu í landsmönnum, heldur og allur
neysluvarningur og opinber þjónusta. Við
búum sem sagt við neysluböl. Á sama hátt og
vinnan hef ur alla tíð verið böl hinna drekkandi
stétta, er neyslan böl hinna vinnandi stétta.
Um þessar mundir er verið að hækka allar
landbúnaðarvörur um meira en þriðjung, alla
opinbera þjónustu um rúmlega f jórðung, en til
að mæta þessum gífurlegu verðhækkunum
hafa vinnandi stéttir fengið umtalsverða
kauphækkun sem sagt 6%. Eins og vænta má
hafa öll blöðin f jallað ýtarlega um þessi mál,
hvert með sínum hætti, en vafalaust ekkert
jafn frumlega og Morgunblaðið. I leiðara á
fimmtudaginn var benti Morgunblaðið á það
að nú væri vöruskortur farinn að gera vart við
sig i landinu og á meðan öll önnur blöð keppast
við að benda á það að verið sé að rýra kaup-
mátt fólksins i landinu gífurlega, þá sýnir
Morgunblaðið fram á það með óyggjandi
rökum að kaupmátturinn hjá fólki sé svo
mikill að til stórvandræða horfi. Hin hag-'
fræðilegu rök Morgunblaðsins eru svo
athyglisverð, svo ekki sé nú meira sagt, að
ekki er hægt að láta hjá líða að kanna þau ögn
betur ofan í kjölinn, eins og sagt er.
En nú er rétt að gefa leiðarahöfundi
Morgunblaðsins orðið sem snöggvast. Þar
segir orðrétt: ,,Um leið og kaupmáttur
almennings er aukinn verulega eins og gert er
með umtalsverðum kauphækkunum, kallar
það á mjög aukinn innflutning neysluvara,
sem fólk hef ur nú meira fé handa á milli til að
kaupa. Og það erú ekki einungis kauphækk-
anir til almennings, sem hafa þessi áhrif",
heldur Morgunblaðið áfram og síðan: ,,Ef
rikissjóður er rekinn með halla eins og var á
siðastliðnu ári, skapar sá halli með einum eða
öðrum hætti aukinn kaupmátt í landinu, sem
einnig kallar á aukinn innflutning og þegar
útlánamarkaðir f járfestingalánasjóða brjóta
af sér öll bönd, skapa þau útlán einnig aukinn
kaupmátt og kalla á aukinn innflutning og
sömu sögu er að sjálfsögðu að segja um útlán
bankakerf isins."
Svo mörg eru orð Morgunblaðsins og meira
að segja mun f leiri, en ég get ekki tekið stærri
skammt til meltingar svo tormelt sem
framangreind klausa er þeim sem ekki er
vanur hinni strembnu andiegu fæðu Morgun-
blaðsins.
Af leiðara Morgunblaðsins má þó ráða það
að ef haldið verði áfram á sömu braut og
hingað til, sem sagt að auka kaupmátt
almennings jafnt og þétt, eins og gert hefur
verið að undanförnu þá blasi við okkur hinar
ægilegu hörmungar vöruskortsins, sem bók-
staf I. verður til með þeim hætti að fólk hef ur
svo mikið fé handa á milli að það verður að
kaupa bara eitthvað fyrir peningana, i þessu
tilviki smjör og kartöflur, til þess að koma
umframpeningum af kaupi sínu einhvern
veginn í lóg. Hér bendir Morgunblaðið á
nýstárlegan og athyglisverðan hátt á þá stað-
reynd að það eru hin háu laun almennings,
sem hafa orðið til þess að vöruskortur er
farinn að gera vart við sig i landinu,og vissara
er að spyrna við fótum áður en allar búðir
tæmast af þessum sökum. Því eins og
Morgunblaðið segir orðrétt: ,,þessu frjálsa
hagkerfi verður ekki hægt að halda við lýði
nema við kunnum fótum okkar forráð og það
er í raun og veru í hættu í dag". Og síðan
heldur leiðarhöf undur Morgunblaðsins
áf ram: ,,Vonandi verður sá sérstæði skortur á
neysluvörum, sem almenningur hefur kynnst
á undanförnum vikum og er útaf fyrir sig
alvarlegt umhugsunaref ni, hvernig til er kom-
inn (l.br. min) þó allavega til þess að þeir,
sem búnir eru að gleyma hafta og skömmt-
unartímabilinu læri að meta það frjálsa hag-
kerf i, sem við höfum búið við í aðeins einn og
hálfan áratug, þann frjálsa innflutning, sem
rikthefurog það mikla vöruúrval í verslunum
sem þessari skipan mála hefur fylgt".
Svo mörg voru þau athyglisverðu og hag-
spekilegu orð Morgunblaðsins og við þau er
litlu að bæta, nema ef til vill þvi að það er auð-
vitað laukrétt hjá þessum málsvara stærsta
stjórnmálaf lokks á íslandi að eina ráðið til að
koma í veg fyrir skort á smjöri og kartöf lum í
landinu er að lækka launin svo hressilega að
enginn hafi ráð á að kaupa slíkan lúxus-
varning og þá er engin hætta á því að hinar
ægilegu hörmungar hafta og skömmtunar-
tímabilsins dynji yfir.
Hvað sagði raunar ekki verslunarstjórinn í
fataversluninni, þegar svo var komið að
almenningur, sem hafði óeðlilega mikið fé
handa á milli, var búinn að kaupa öll klæði í
búðinni og vöruskortur og haftatimabil blasti
við:
Ef að launin minnka má
verður meira til af gæðum,
því launþegi, sem ekkert á,
mun aldrei safna klæðum.
FLOSI
AF VÖRUSKORTI
Ávarp í tilefni 15, alþjóðlega leikhússdagsins
Skapandi listamönnum
verður ekki skipað fyrir
Árið 1959,,þegar mér veittist
sá heiður og ánægja að sitja
þing Alþjóða-leikhússtofnunar-
innar i Helsinki, ræddi ég um
Nýja leikhúsið, sem nú er ekki
lengur nýtt, en gekk á þeim
tima undir nafninu Framúr-
stefnu-leikhúsið. Ég lauk ávarpi
minu með þvi að segja: „Fram-
úrstefna er frelsi”. Flestir full-
trúarnir á þinginu, jafnt vest-
rænir og austrænir, töldu þessa
skilgreiningu eða yfirlýsingu
bæði hættulega og byltingar-
kennda.
En margt hefur breyst síöan
þá. í þá daga voru leikhúsmenn
enn rigbundnir við borgaralega
raunsæisstefnu eða sósial-
realisma af einhverju tagi, en
hræddust allt hugarflug. Raun-
sæi i einni eða annarri mynd er
enn rikjandi bæði f ,,stofu”-leik-
húsum og ,,hugsjóna”-leikhús-
um, en allt það nýja og áhuga-
verða sem komið hefur fram
siðustu 15-20 ár hefur miðað að
þvi að losna úr viðjum raunsæis-
og þröngsýnisstefnu. Mörg okk-
ar hafa fordæmt raunsæi af
þeirri einföldu ástæðu, að raun-
sæi sé ekki raunsætt og vegna
þess, að það er aðeins ein af
mörgum stefnum, formum eða
hefðum. Það er orðið fræðilegt
og þar af leiðandi steindautt.
Við höfum lika fordæmt „hug-
sjóna”-leikhúsið vegna þess, að
það er i sjálfu sér skerðing. Það
er orðið fangi hugmynda, kenn-
inga og fullyrðinga, sem leik-
ritahöfundum leyfist ekki að
gagnrýna.
Sannleikann er að finna i i-
myndunaraflinu. Leikhús hug-
arflugsins er leikhús hins ó-
mengaða sannleika og ósvíkin
heimild þess sem er að gerast.
Engin heimild getur verið full-
komlega sönn eða frjáls, af
þeirri einföldu ástæðu að henni
er alltaf vikið við, svo að hún
þjóni ákveðnum tilgangi.
ímyndunaraflið segir ævinlega
satt. Það túlkar hugarástand
okkar, áhyggjur okkar vegna
þess sem á eftir að gerast eða
hefur gerst, það viðkemur fólki
á öllum aldri, höfðar til nútim-
ans, kafar djúpt i mannssálina.
Maður sem aldrei dreymir, er
sjúkur. Draumar gegná grund-
vallar-hlutverki, og hlutverk I-
myndunaraflsins er ekki siður
mikilvægt. Listamaður, sem
fær ekki að beita imyndunarafli
sinu óskertu, verður framandi.
Byltingamennirnir miklu og
fyrirrennarar þeirra voru
dreymendur — áttu sitt
draumaland. En jafnskjótt og
þetta draumaland er orðið riki,
með öllúm þess kvöðum og
lagaboðum, breytist það i mar-
tröð. Frægur sálfræðingur hefur
sagt, að draumur sé dramatiskt
verk, þar sem við séum i senn
höfundar, leikarar og áhorfend-
ur.
Leikhúsið er byggt upp á ó-
beis!uðu imyndunarafli. 011
þuríum við að gerast uppfinn-
ingamenn. Gleði uppfinninga-
mannsins hefur komið mér til
að skrifa leikrit. Það er engin
dægradvöl forréttindastétta að
nota imyndunaraflið og sköpun-
argáfuna. Við getum öll orðið
listamenn, hvert og eitt okkar.
Hið svokallaða alþýðlega, hefð-
bundna og hlutdræga leikhús,
sem tekur við skipunum frá full-
trúum rikisins, stjórnmála-
mönnunum, er ekki alþýðlegt
leikhús, heldur einrátt fanga-
búða-leikhús. Leikhús hugar-
flugsins er aftur á móti alþýð-
legt og i sannleika frjálst leik-
hús.
Pólitiskir hugsjónafræðingar
hafa verið áf jáðir i að gera leik-
húsið að verkfæri, sem þeir geti
gripið til, ef þeir sjá sér hag i
þvi. En listin er ekki, eða ætti .
ekki að vera, rikismálefni. 011
skerðing á sköpunargleði er
glæpur gegn anda mannsins.
Rikið er ekki samnefnari þjóð-
félagsins, en stjórnmálamenn-
irnir vilja móta starfsemi leik-
hússins og nota hana til áróðurs.
Og satt að segja er leikhúsið i
sjálfu sér kjörið áróðurstæki,
tengt þvi sem kallað er „póli-
tiskt uppeldi”, afskræmingu
sannleikans og heilaþvotti.
Stjórnmálamenn ættu aðeins að
vera þjónar listarinnar, og þá
ekki sist leiklistarinnar. Þeir
ættu ekki að segja henni fyrir
verkum, og umfram allt ekki
beita hana þvingunum. Eina
hlutverk þeirra ætti að vera að
gera listinni — og þá einkum
leiklistinni — kleift að starfa
frjálst og taka framförum. En i-
myndunaraflið skélfir þá. Þess
vegna beita rikigstjórnir svo
margra landa listþvingunum.
En vei þeim stjórnum, sem ótt-
ast andstöðu. Þær eru valtar i
sessi.
Margar rikisstjórnir, einkum
á Vesturlöndum, eru frjálslynd-
ari en stjórnarandstaðan, og
það er hún sem beitir listþving-
unum. Fulltrúa þessara and-
stöðuhópa þyrstir i völd, þá
þyrstir i einræði, þeir vilja
steypa allt i sama mótið. Þeir
beita siðferðilegum þrýstingi og
kúgun hugsjónum sinum til
framdráttar. 1 mörgum tilvik-
um eru slikir sjálfskipaðir spek-
ingar miklu þröngsýnni og mis-
Framhald á bls. 14.