Þjóðviljinn - 27.03.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.03.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. mars 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 h'rá bluðamannaf'uiuli rannsóknarlagreglunnar i gœr: Geirfinnur Einarsson var myrtur í sjóferð i gær boðaði rannsókn- arlögreglan i Reykjavík til blaðamanna f undar þar sem nokkuð var skýrt frá gangi mála í hinu svo- kallaða „Geirfinnsmáli", sem tengist spiramálinu fræga, sem verið hefur í rannsókn undanfarna mánuði og fjölmargar sögusagnir hafa spunnist um manna á meðal. Rannsóknarlögreglan skýrði svo frá, að i haust er leið, hafi hún verið að rannsaka fjár- svikamál, þar sem sviknar voru útúr Pósti og sima 950 þúsund kr. i tvennu lagi. Meðal annars kom þar við sögu pa-r, ungt sam- býlisfólk. Mjög fljótlega skýrði stúlkan frá hvernig hvarf Guðmundar Einarssonar, sem hvarf i Hafnarfirði i janúar 1974, bar að og það mál upplýstist mjög fljótt. Þrir menn sitja enn i gæsluvarðhaldi vegna þess máls, grunaðir um að hafa myrt Guðmund og játning þeirra liggur raunar fyrir. Hún hafði komiðað þremenningunum, þar sem þeir voru að pakka inn liki Guðmundar Einarssonar. Hún sagði rannsóknarlögreglunni raunar margt fleira, sem þre- menningarnir höfðu verið við- riðnir og reyndist það siðar allt saman 100% rétt. Ofsóknir t janúar sl. fór hún að kvarta um það við rannsóknarlögregl- una að hún yrði fyrir ónæði og hún var orðin mjög hrædd um lif sitt. Fyrst i stað gekk treglega að fá það uppúr henni við hvað hún værihrædd. bar kom þó, að hún nefndi nöfn þriggja manna og að það væri vegna vitneskju hennar um hið svokallaða „Geirfinnsmál”. Rannsóknar- lögreglan spurði sambýlismann hennar hvort hann hefði hug- mynd um við hvað hún væri hrædd og þá nefndi hann nöfn sömu mannanna. Þegar frekar var farið að ræða við þau um þetta, sögðu þau frá ferð sem þau höfðu farið til Keflavikur i sama bilnum, á- samt tveimur eða þremur öðr- um, — um það eru þau ekki viss hve margir voru i bilnum. Var ekið rakleiðis niður i fjöru hjá Dráttarbrautinni i Keflavik. A leiðinni hafði verið rætt um það að Geirfinnur Einarsson „væri farinn að vera með stæla og þyrfti að hverfa” — það væri ekki hægt að koma vitinu fyrir hann, þrátt fyrir mútuboð. óttaðist um líf sitt Stúlkan segist hafa setið góða stund i bilnum i fjörunni. Þar voru samankomnir 11 menn og bátur bundinn við bryggju. Hún sat ein eftir i bilnum, smástund en segist hafa verið „ofsalega” hrædd og læddist i burtu og faldi sig i yfirgefnu húsi rétt hjá, þar til hún varð vör mannaferða daginn eftir. Stúlkan telur að hún hafi verið i lifshættu, það hafi áttað láta hana hverfa lika. Daginn eftir fór hún uppá veg og fékk far með' eldri gerð af Moskovitch-bifreið að Grinda- vikurafleggjara. Segist hún hafa sagt bilstjóranum að hún starfaði i Grindavik. ökumað- urinn var eldri maður. Þarna beið hún svo smástund, uns að kom stór vörubifreið, sem var i malarflutningum og var á leið til Reykjavikur og með honum fékk hún far til Reykjavikur. — ÞESSUM MÖNNUM VILL IÍANNSÓKNARLÖGREGLAN HAFA TAL AF. — Þetta var að morgni 20. nóvember 1974. En sem kunnugt er hvarf Geirfinnur Einarsson kvöldið áður. Stúlkan segist ekki hafa þekkt alla mennina sem voru við Dráttarbrautina i Keflavik, en þekkti suma þeirra siðar á myndum, m.a. einn þeirra sem við sögu kemur við hvarf Guömundar Einarssonar. Geirfinnur drepinn? Sambýlismaöur stúlkunnar skýrði einnig frá þessu kvöldi, en ekki meiru en hann nauðsyn- lega þurfti og hélt sjálfum sér að mestu utan við þetta. Það fékkst þó uppúr honum að hann hafði farið þessa ferð með bátn- um og annar hinna tveggja sem sitja inni vegna morðsins á Guð- mundi Einarssyni. Hann segir að sér hefði verið sagt að það hafi orðið slys, þegar Geirfinn- ur lést um borð i bátnum. Hann játaði þó siðar að i ferðinni hafi Geirfinnur Einarsson látið lifið. Hinn maðurinn, sem situr inni vegna máls Guðmundar Einarssonar, hefur einnig játað að hafa orðið vitni að átökum milli Geirfinns og annarra manna og segist hann hafa reynt að hjálpa Geirfinni, en ekki tekist. Þau segja öll að i fjörunni hafi allir þeir fjórir menn, sem nú sitja inni vegna hvarfs Geir- finns Einarssonar, verið og þrir af þeim hafi siðan verið um borð i bátnum, einn hafi orðið eftir i landi. Þegar þau skoðuðu myndir hjá rannsóknarlögregl- unni, urðu þau sammála um suma meon, sem þau segja að hafi verið þarna, en ekki um aðra og þeir hafa enn verið látn- ir i friði af rannsóknarlögregl- unni. Fjórir menn, sem þau eru öll sammála um að hafi verið þarna, sitja i gæsluvarðhaldi. Rannsóknarlögreglan telur að enn vanti nokkra menn inni myndina. Ber ekki saman Karlmennirnir segja að þeim hafi verið hótað illu, ef þeir segðu hið minnsta frá þessari bátsferð. Þessu hótuðu þrir af þeim sem nú sitja i gæsluvarð- haldi. Þess ber þó að geta, að ungu mönnunum tveimur ber ekki alveg saman um hvernig dauða Geirfinns bar að, annar segist ekki hafa séð átökin, en eru sammála um að til átaka hafi komið. Þeir segjast ekki vita hvað gert var við lik Geir- finns Einarssonar, halda þó að það hafi verið tekið með i land. Rannsóknarlögreglan tók mjög sterkt fram, að ailan þennan framburð yrði að skoða i þvi ljósi að mennirnir væru að draga sem mest úr sinum hluta að málinu. Þá tók hún einnig fram, að það hafi ekki verið hægt að rannsaka þetta mál nema hreppa fjórmenningana, sem þau þrjú eru sammála um að hafi verið þarna, i gæslu- varðhald, en að það segi ekkert til um sekt eða sakleysi þeirra. Það hefur verið staðfest að Geirfinnur Einarsson hafði eim- ingartæki undir höndum og þau þrjú segja að hann hafi verið i þvi að eima sjóblandaðan spiri- tus. Eins og menn muna var gerð leirmynd af manni þeim sem grunur lék á að hefði hringt i Geirfinn frá Hafnarbúðinni i Keflavik. Var hún gerð eftir lýs- ingu tveggja afgreiðslukvenna i búðinni. Þær hafa báðar skoðað ljósmyndir af fjórmenningun- um sem sitja i gæsluvarðhaldi, og sagði önnur að einn þeirra gæti átt við en var ekki viss og dró siðan þau ummæli til baka en hin vissi ekki neitt. Varðandi framburð þessara þriggja, má taka fram, að nær útilokað er að piltarnir tveir hafi getað sameinað framburð sinn, þar eð þeir munu hafa set- ið i fangelsi til skiptis allan tim- ann frá þvi að þetta átti sér stað og þar til þeir voru handteknir. Aðspurðir um hversvegna nýrri myndin af Geirfinni Ein- arssyni, sem birt er á forsiðu Þjóðviljans i dag, hafi ekki ver- ið birt strax er hann hvarf, i stað gömlu myndarinnar, sagði rannsóknarlögreglan i Reykja- vik að það hafi verið ákvörðun Hauks Guðmundssonar i Kefla- vik á sinum tima, en tekið var fram, að það hefði liklega getað auðveldað rannsóknina þá, ef samtimamyndin hefði þá þegar verið birt, svo ólikar sem þær eru. Dómsrannsókn hefst i þessu máli nk. mánudag en lögreglu- rannsókninni mun verða haldið áfram af fullum krafti eftir sem áður. Dómsrannsókninni mun örn Höskuldsson, sakadómari stjórna. —S.dór Skifumálið i Kópavogi: Vilji bœjarbúa hunsaður Þjóðviljinn hcfur að undan- förnu sagt frá gangi atburðarrás- ar i sambandi við „Skifumálið” i Kópavogi, sem fengið hefur nafn sitt af fyrirhugaðri bvggingu ein- býlishúss við sjónskifu eða hring- sjá á Vighólum i austurhluta bæj- arins. Undirskriftasafnanir, almennir borgarafundir fjölmargir smærri fundir og fleiri aðgerðir bæjarbúa hafa leitt i ljós einlægan vilja fyr- ir þvi, að framkvæmdum á um- ræddri lóð verði frestað og fyrir- bæjarstjórn hefur verið sannað, að lóðaúthlutunin hafi i rauninni aldrei farið formlega fram, enda sé þarna verið að byggja á áður áætluðu útivistarsvæði almenn- ings. Ólafur Jónssio n bæjarstjórnar- fulltrúi Alþýðubandalagsins hef- ur i tvigang borið fram tillögu um frestun á framkvæmdum á með- an allir þættir málsins væru betur kannaðir og aðrir fulltrúar minni- hlutans hafa gert slikt hið sama. Alltaf hefur meirihluti sjálf- stæðismanna og framsóknar fellt þessar tillögur þrátt fyrir vilja þorra bæjarbúa og núna siðast i gær var ein slik tillaga i viðbót felld. Það var Björn Ölafsson frá Al- þýðubandalaginu sem bar fram ásamt Sigurjóni Inga Hilarius- syni tillögu um að umrædd lóða- úthiutun yrði afturköiluð. Ýtar- legur rökstuðningur með tillög- unni fór inn um annað eyrað og út um hitt hjá meirihlutanum sem afgreiddi þessar tillögur á sama hátt og allar aðrar i sömu átt. Ekki er heldur tekið tillit til nátt- úruverndarnefndar bæjarins. sem beðið hefur um afturköllun úthlutunar þessarar umdeildu byggingalóðar. lbúar i nágrenni Vighóla munu hafa i hyggju að fá dæmt lögbann á framkvæmdir en sú beiðni var ekki komin til bæjarfógeta i gær. Húsbyggjandinn á Vighólum hefur hraðað framkvæmdum eft- ir mætti eftiraðóánægjuraddirnar mögnuðust og hefur hann nú steypt sökklana undir húsið. —gsp Syeitarfélagasamband á Stórvíkursvæðinu Búið er að gera drög að sam- starfsreglum fyrir sveitarfélög á Reykjavikursvæðinu. Er þar ma. gert ráð fyrir nánu samstarfi sveitarfélaga á sviði skipulags- mála. Verða þessi drög væntan- lega lögð fyrir sveitarstjórnir á svæðinu nú næstu vikur til stað- fcstingar, en hugmyndin er að halda stofnfund samtakanna i vor. Forseti borgarstjórnar, ólafur B. Thors ,sagöi blaðamanni i gær, að um nokkurn tima hefði það verið áhugamál ýmissa aðilja innan sveitarstjórna á Stór-Reykjavikursvæðinu, að efna til samstarfs um ýmsa málaflokka.enfyrstog fremst þó um skipulagsmálin, en inn i þá blandast i viöustu merkingu atvinnumál og fl. 15 fundir Haldnir hafa verið fimmtán sáttafundir með sjómönnum á mijlilandaskipum og öðrum vöru- flutningaskipum og eigendum skipafélaga. Samningum miðar hægt áfram, en áfram þó, að sögn eins fulltrúa sjómanna i samn- inganefndinni, Jóns Guðmunds- sonar. Fyrsti fundur um betta var haldinn að tilhlutan kópavogs- manna fyrir svo sem ári siðan. Siðan hafa verið haldnir fundir undirbúningsnefndar niu sveitar- félaga. Þessi sveitarfélög eru: Hafnarfjörður, Garðabær, Bessa- staðahreppur, Kópavogur, Reykjavik, Seltjarnarnes, Mos- fcllssveit, Kjalarneshreppur, og Kjósarhreppur. Þaö sem undir- búningsnefndin hefur orðið ásátt um, er að leggja fyrir sveitar- félögin drög, þar sem gert er ráð fyrir að stofnuð séu samtök sveitarfélaga á fyrrgreindu svæði, hverra tilgangur sé að beita sér fyrir samstarfi um skipulag og þróun byggðarinnar á svæðinu og að vinna að öðrum sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaganna. Ólafur lagði áherslu á, að með þessu væri ekki veriðað stofna til einhverrar viðtækrar valdastofn- unar, heldur væri verið að skapa grundvöll fyrir þvi, að sveitar- félögin geti annað hvort sameig- inlega eitt eða fleiri, gert meö sér samkomulag um einhvem ákveð- inn málaflokk. Samtökin eiga ekki að geta bundið neitt sveitar- félaganna fjárhagslega eða á annan hátt, öðruvisi en viðkomandi sveitarstjórn vilji það sjálf fyrir hönd sins sveitar- félags. Gerter ráð fyrir þvi, að á aöal- fundi slikra samtaka eigi sæti allir kjörnir sveitarstjórnarmenn auk framkvæmdastjóra sveitar- félaganna, eigi þeir ekki sæti i sveitarstjórnum. Gert er ráð fyrir niu manna stjórn. Ólafur sagði, að höfuðáherslan yrði lögð á það, að samningar ættu sér stað milli sveitarfélag- anna á þessum vettvangi um hina ýmsu málaflokka, sem siðan væri hægt að hugsasér að kosnar yrðu einstakar nefndir til að stjórna, og jafnvel, að ráðinn yrði sér- stakur framkvæmdastjóri að verkefnum meðan þau væru i vinnslu. Þá sagöi Ólafur, að málið væri á þvi stigi nú, að sveitarstjórn- irnar tækju afstöðu til þeirra draga, sem fyrir liggja, og hefi málið td. verið kynnt á siðasl borgarráðsfundi I Rvik. Verð afstaða sveitarstjórnanna jákvæö verða allir kjörnir sveitar- stjórnarmenn af svæðinu boðaðir til stofnfundar samtakanna sem væntanlega verður haldinn i vor. úþ Rikissjóður hefur greitt 370 miljónir í Grundartanga Eins og fram kom i frétt i Þjóðviljanum i gær hefur nú verið greitt inn 16% af hlutafé tslenska járnblendi - félagsins. Samtals á hlutaféð að nema 24 miljónum dollara, þaraf eru 3.2 miljónir greiddar sem tækni- þekking Union Carbide. Alls eiga þvi peningagreiðslur til fyrirtækisins að nema 20.8 miljónum dollara, þar af er hlutur Union Carbide 7.6 míljónir en rikissjóðs 13,2 miljónir dollara eða um 2.3 miljarðar islenskra króna á núverandi gengi. Af þvi er innborgaö 16% i þrem skömmtum — fyrst 1% i april, þá 5% i júli og loks 10% i sept. Á þessum tima var gengi isl. krónunnar nokkru hærra gagn- vart dollarnuip en nú er, en ekki er fjarri lagi að áætla að þessar greiðslur islenska rikisins nemi á núverandi gengi um 370 miljónum króna. Það er dágóð upphæð, en kannski munar rikisstjórnina ekki um einn kepp i sláturtiðinni. erl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.