Þjóðviljinn - 11.05.1976, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 11.05.1976, Qupperneq 11
Þriöjudagur 11. maí 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Skúli Óskarsson Noröurl.meistari í kraftlyftingum Skúli Óskarsson lyfti samtals 650kilóum á Noröurlandamótinu i . kraftlyftingum sem fór fram i Þrándheimi um helgina. baö dugöi honum til þess aö hreppa Noröurlandameistaratitilinn i millivigt og er þetta besti árangur sem Skúli hefur náö. Gloppa í illa smíðuðum varn- arvegg færði Haukunum Litla-bikarinn 2. deildarlið Hauka varð fyrst til þess að rjúfa óslitna sigurgöngu keflvík- inga og skagamanna i KR vann Þrótt 4-1 og þessi sömu lið opna íslandsmótið á fimmtudaginn KR-ingar unnu Þrótt meö fjórum mörkum gegn einu á Melavelli um helgina og var sá leikur liöur i Reykjavikurmótinu. A fimmtudaginn munu þessi sömu liö opna Islandsmótiö og veröur fróölegt aö sjá hvort yfir- burður KR-inga veröa þá eins miklir. Fyrir KR skoraöi Arni Guömundsson 2 mörk, Börkur 1 og Sverrir 1. —gsp Litlubikarkeppninni. Um helgina tryggðu þeir sér 1. sætið í keppninni með því að sigra FH-inga með einu marki gegn engu. Það var Loftur Eyjólfsson sem skoraöi þetta eina og kærkomna mark. Aukaspyrna var dæmd á FH rétt fyrir utan vitateig þeirra og FH-ingar stilltu sér upp i varnarvegg. Loftur beiö rólegur átekta þar til veggurinn var full- smiöaður og skaut hann siöan föstum jaröarbolta öörum megin viö vegginn góöa. Boltinn skaust rakleiöis i bláhorniö fjær, veggur- inn hafði brugðist og bikarinn fór yfir til Hauka fyrir vikið. Enginn efast um að sigur Hauka i keppninni er sanngjarn. Þeir eiga skemmtilegu og raunar svolitið sniðugu liði á aö skipa. Strákarnir eru ungir og spila oft skemmtilega saman, eiga ómælda baráttugleöi i fórum sin- um og á þessu hvorutveggja má alltaf komast nokkuð langt. 1 öðru og þriðja sæti keppninnar urðu lið Breiðabliks. og skaga- manna með 5 stig, en Haukar fengu 6 stig. ÞjálfarfHauka hefur i vor veriö Þráinn Karlsson. —gsp. Reykjavikurmeistarar Vikings I knattspyrnu 1976. Krafturinn færði Víkingum sigurinn — þegar þeir tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn með 2:1 sigri yfir Val í gærkveldi Kraftur og sigurvilji færði Víkingum 2:1 sigur yfir Val f gærkveldi og þar með sjálfan Reykjavikurmeistaratitilinn í knattspyrnu. Þaö var hífandi norð-austan' rok og kuldi á Melavellinum í gærkveldi þegar leikurinn fór fram og vægt sagt mjög erfitt að leika knattspyrnu. Víkingar tóku það til bragðs að láta kraft og dugnað vera i fyrimimi og það tókst mjög'vel hjá þeim. Þeir voru mun ákveðnari en valsmenn, fljótari á boltann og gáfu ekki eftir, fyrr en í fulla hnefana. Vals- menn, aftur á móti reyndu sífellt að leika saman eins og við eðlilegar aðstæður væri og útkoman varð hörmuleg, þeir voru heppnir að sleppa með eins marks tap. Það er ekki til mikils að ætla að reyna stuttan og nettan samleik við aðstæður eins og voru í gærkveldi og aldrei hugkvæmdist valsmönnum að breyta til. Vikingar réðu því lögum og lofum á vellinum, jafnt á móti rokinu í fyrri hálf leik sem undan því í þeim síðari „Úrslitin eru aukaatriði ég vil sjá góðan leik’ — segir landsliðsþjálfarinn um pressuleikinn, sem fer fram í Kaplakrika í kvöld kl. 7,30 IBK, „úrslit þessa leiks eru aukaatriði, ég vil fá að sjá þessa stráka spila góðan fótbolta og sýna sitt besta," sagði Tony Knapp landsliðsþjá Ifari um pressuleikinn, sem fer fram í Kaplakrikan- um i kvöld klukkan hálf- átta. — Að leiknum lokn- um stillum við síðan upp liðinu sem mætir norð- mönnum í landsleiknum sem nú er framundan og þar er vel hugsanlegt að verulegar breytingar verði gerðará landsliðinu frá þeirri uppstillingu sem verður í pressuleikn- um. Strákarnir í pressu- liðinu eiga langflestir möguleika á þvi að spila sig inn í landsliðshópinn með góðri frammistöðu, sagði Knapp. Knapp sagði þaö valda sér miklum vonbrigðum að leikur- inn skyldi ekki leikinn á gras- velli, en eins og kunnugt er neit- aði Knattspyrnuráð Reykja- vikur að lána Laugardalsvöllinn undir þennan leik vegna ágrein- ings um skiptingu þeirra tekna, sem kæmu inn fyrir selda aðgöngumiða. Lið landsliösnefndar er þann- ig skipað: Arni Stefánsson Fram, Sig- urður Dagsson Val, Ölafur Sigurvinsson IBV, Vilhjálmur Kjartansson Val, Jón Pétursson Fram, Marteinn Geirson Fram, Gisli Torfason IBK, Asgeir Eliasson Fram, Teitur Þóröar- son IA, Matthias Hallgrimsson IA, Guðmundur Þorbjörnsson Val, Stefán Halldórsson ÍA, Jón Gunnlaugsson 1A, Magnús Bergs Val, Ölafur Júliusson ÍBK, Steinar Jóhannsson örn Óskarsson IBK. Pressuliöinu verður stjórnaö af Guðmundi Jónssyni sem þjálfar Fram ásamt Jóhannesi Atlasyni. Þaö er skipaö þessum leikmönnum: Liö pressunnar veröur þannig skipaö: Jón Þorbjörnsson Þrótti, Þorbergur Atlason Fram, Eirikur Þorsteinsson Viking, Simon Kristjánsson Fram, Janus Guðlaugsson FH, Róbert Agnarsson Viking, Sig- urður Björnsson IBK, Halldór Björnsson KR, Hörður Hilmars- son KR, Pétur Pétursson IA, Ingi Björn Albertsson Val, Óskar Tómasson Viking, Jóhann Jakobsson KA og Albert Guðmundsson Val, Pétur Orm- slev Fram, Kristinn Björnsson Val og Karl Þórðarson IA. Byrjunin hjá Val var góð, það var varla liðin minúta af leiknum þegar boltinn lá i netinu i Vikings- markinu. Vikingar hófu leikinn en valsmenn náðu fljótlega bolt- anum, brunuðu upp og Ingi Björn Albertsson skoraði fyrsta markið. Valsmenn sóttu nokkuð fyrst eftir markið undan rokinu en smám saman náðu vikingar betri tökum á leiknum og tóku að sækja stift. I einni slikri sóknarlotu braut Grimur Sæmundsen, bak- vöröur Vals, á Óskari Tómassyni, sóknarmanni Vikings og vita- spyrna var dæmd. Þótti mörgum þessi dómur strangur, en á þaö getur undirritaöur ekki lagt dóm, ég sá ekki brotið nógu vel. Eirikur Þorsteinsson skoraði úr vita- spyrnunni, og þar með hafði Vik- ingur jafnað 1:1 og þannig var staðan i leikhléi. Vikingar sóttu að heita má lát- laust allan siðari hálfleikinn, þegar þeir höfðu vindinn meö sér. Þó tókst þeim ekki að skapa sér eins góö og marktækifæri þá og i þeim fyrri. Undantekning var þaö þó á 65. min. þegar Stefán Hall- dórson komst i opiö færi og hann nýtti þaö til hins ýtrasta og skoraöi þar með sigurmarkiö. Stefán meiddist viö þetta skot, tognun i læri tók sig upp og varö hann að yfirgefa leikvanginn. Framhald á bls. 14..

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.