Þjóðviljinn - 23.05.1976, Side 3

Þjóðviljinn - 23.05.1976, Side 3
Sunnudagur 23. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 800 týndu lífinu, en tugir þúsunda örkumlamenn Sagan um lyfið chino- form er sagan um mesta lyfjahneyksli okkar tíma. Lyf þetta hefur gert um 30 þúsundir japana að örkumlamönnum og valdið dauða a.m.k. 800 manna/ enda þótt framleiðandinn, alþjóðlegi hringurinn CIBA-Geigy, hafi lýst því yfir, að það hefði verið ýtarlega rannsakað hvort það gæti haft aukaverk- anir og hafi það reynst með öllu skaðlaust. Mál þetta hefur verið fyrir dómstólum i ein fimm ár og hafa þegar komið fram skaðabóta- kröfur á framleiðendur, japanska rikið og um 30 lækna sem svara til um 70 miljarða islenskra króna. Kröfuhafar eru þegar 3200 og fjölgar stöðugt. Mikiö auglýst magalyf Chinoform er lyf sem hefur verið óspart auglýst sem áhrifa- mikið og um leið skaðlaust meðal við allskonar magakvillum (Það var m.a. i Entero-Vioform og Mexaform sem allir norðurlanda- túristar höfðu i töskum sinum fyrir nokkrum árum). Það er hinsvegar staðreynd, sem ekki verður hrakin, að það er beint samhengi milli lyfs þessa og svo- nefnds SMON-sjúkdóms (sem er taugasjúkdómur, sem hefst i mænunni og getur m.a. haft áhrif á sjónina). Að visu hafa japönsk blöð lengi vel þagað þunnu hljóði yfir þessu máli vegna þess að lyfjaiðnaðurinn hefur hótað að hætta að auglýsa i þeim ef þau hafi hátt. Lyfið var viðurkennt af jap- anska heilbrigðismálaráðu- neytinu árið 1953. Fimm árum siðar tóku menn eftir þvi að allút- breiddur var nýr sjúkdómur, sem liktist I ýmsu afleiðingum alvar- legrar æðakölkunar. Þetta var SMON. En sjúkdómi þessum var litill gaumur gefinn og heil- brigðisráðuneytið japanska varði ekki nema sem svarar 250 þús. krónum á ári til að rannsaka hann. Það var ekki fyrr en um 1970 að það tókst að sanna sam- bandið á milli chinoforms og sjúkdómsins — samt er lyfið, eða lyf sem það gengur upp i, enn selt um viðan heim, þótt það hafi verið bannað i Bandarikjunum, Sviþjóð og Japan seint um síöir. Reynt að þegja málin í hel Þegar betur er að gáð, finnst enginn sjúklingur, sem þetta lyf hefur gert minnsta gagn. Þvert á móti: jafnvel i litlum bæ má finna 10—15 dauðsföll af völdum þess og fleiri eru máttlausir að neðan og - dæmdir til að sitja i hjólastól. Alls eru dauðsföllin um 800 sem fyrr segir. 200 sjúklingar hafa misst^ sjónina af völdum lyfsins. Talsmaður þeirra iögfræðinga sem flytja mál fórnarlambanna telur sig hafa komist að þvi, að chinoform hafi aldrei verið prófað almennilega, tilraunir þær sem CIBA segir að hafi farið fram á dýrum voru allsendis ófull- nægjandi. Þegar árið 1953 voru gerðar athuganir á lyfinu, sem hefðu átt aö vara menn við, og svo sömuleiðis það, að árið 1960 voru settar sterkar hömlur viö notkun lyfsins i Bandarikjunum. Allt kom fyrir ekki, chinoform náði mikilli útbreiðslu vegna sniðugr- ar auglýsingaherferðar, og læknaiðnaðurinn og læknarnir (sem hafa um helming tekna sinna af lyfjasölu) sameinuðust um að þagga allar umkvartanir niður. Hingað til hefur það fengist staðfest að um 10 þús. j^panir hafa orðið fyrir miklu heilsutjóni vegna lyfs þessa. En um 20 þús- undir I viðbót eru dæmdir til gleymsku. Þetta stafar af því, að margir læknar neita að afhenda sjúkdómssögur sjúklinga sinna, svo að margir SMON-sjúklingar hafa ekki möguleika á að sanna hvaöa lyf þeir hafa fengið. Aðrir iæknar hafa breytt sjúkdóms- greiningunni eða þá lýst þvi yfir að kladdar þeirra séu týndir. Sumir hóta að hætta að stunda sjúklingana nema þeir þegi, og það gera þeir m.a. vegna þess að úti um sveitir er skortur á læknum. Spillinga rkerfiö Hvernig var hægt i fimmtán ár að halda áfram mikilli sölu á lyfi sem svo tortryggilegt var, hjálp- aði engum (oft var það gefið gegn þeim sjúkdómseinkennum sem það hafði sjálft valdið) og varað var við a.m.k. f Bandarikjunum og á Norðurlöndum? Svarið er fólgið i spillingarkerfi sem miklu verra er en öll Lockheedmál. Heilbrigðisráðuneytið, lækna- samtökin og lyfjaiðnaðurinn eru samanreyrð I kerfi sem gagn- rýnendur telja bókstgflega háskalegt heilsu þjóðarinnár. Dæmin eru mörg: ráðuneytið hefur siðan i striðslok samþykkt um 100 þús. lyfjategundir og um 30 þús. eru enn á markaði. Samsvarandi tala á Norður- löndum er 2.500. Læknasambandið segir getnaðarvarnapillur heilsuspill- andi og neitar að gefa þær frjálsar. Hin raunverulega ástæða er sú, að læknar græða meira á fóstureyðingum (um tvær miljónir á ári) en á pillunum. Lyfjafyrirtækið Ðai Nippon hafði leyfi til að selja neurosedyn (sama og Thaliodomid sem bar ábyrgð á fjölda vanskapaðra barna) heilt ár eftir að búiö var að banna þetta lyf i Evrópu. Að minnsta kosti 400 manns hafa beðið tjón á sjón sinni vegna chloroquins, sem selt var i Japan fram til 1970 enda þótt skaðlegar aukaverkanir þess væru þekktarþegar árið 1952. Og talið er að neysla lyfja og vitamina fari árið 1977 upp i kiló á hvert mannsbarn. Ný trúarbrögö Með hinu mikla vinnuálagi og streitu sem einkennt hefur japanskt samfélag hefur með mörgum ráðum verið ýtt undir lyfjaneyslu sem allra meina bót. Lyfin hafa orðið að nýjum trúar- brögðum, sem menn halda sér uppi á. Heilsugæsla er i þeim mæli miðuð við gróða i Japan að með ólikindum er. Samkvæmt sér- stöku punktakerfi fá læknar aukaþóknun i gegnum almanna- tryggingar fyrir allar pillur sem þeir selja. Praktiserandi læknar reka venjulega eigið apótek og græða — m.a. með bónusafslætti frá lyfjaiðnaöinum, oft 2—3 sinnum meira á lyfjasölu en á þvi að taka á móti sjúklingum. Masao Hirasawa, sem hefur skrifað mikið um heilbrigðismál I Japan segir, að þetta kerfi skapi fleiri sjúklinga en það lækni. Og nýlegar skýrslur frá heilbrigðis- ráðuneytinu staðfesta hinar illu grunsemdir. Samkvæmt þeim leita 7,5 niljónir japana á degi hverjum til lækna eða eru lagðir inn á sjúkrahús — eða um fimmt- ándi hver landsmaður. Þetta er 69% aukning frá árinu 1960 og það er ekki hægt að útskýra hana með fólksfjölgun, auknum upp- lýsingum um heilsuvernd eða þvi, að meira fé sé nú veitt til heilsu- gæslu. Heilsu þjóðarinnar hnignar i næstum þvi réttu hlutfalli við aukningu lyfjaneyslunnar. Læknanám er mjög dýrt i Japan, en það er talið góð fjár- festing, sem skilar sér á 5—7 árum. Læknar eru mjög áhrifa- mikill þrýstihópur, sem leggur hinum ráðandi flokki til stórfé i kosningasjóði. Þess i stað gera stjórnvöld mikið fyrir lækna: greiða niður lyf i rikum mæli til að þeir fái grætt meira á sölunni (punktakerfið sem fyrr er sagt frá). Auk þess eru hinar miklu tekjur lækna ekki skattlagðar hátt — þeir borga um 28% af þeim i skatt. Það þykir þó nokkur von i þvi, að yngri læknar hafa margir hverjir skömm á mikium gróöa og forréttindum stéttarinnar og hafa reynt að þoka áleiðis ýmsum umbótum. Seld hér? Upplýsingar þessar sem hér hafa veri raktar eru úr danska blaðinu Information. Blaðið kannaði i leiðinni hvort Chino- form væri selt i Danmörku. Það kom i ljós að svo er. Chinoform er i entereovioform, sem er notað sem meðal við hugsanlegum magakvillum á ferðum i sólar- löndum. Þá er það einnig i maga- lyfjunum mexaform, entestopan og joklokinol. Skyldu þessi lyf vera seld hér? Frá skólunum í Mosfellssveit Innritun nýrra nemenda fer fram i skólunum mánudaginn 24, mai og þriðjudaginn 25. mai kl. 9 til 12 báða dagana. Þess er fastlega vænst að þeir sem gera ráð fyrir að flytjast i Mosfells- sveit á þessu ári láti innrita börn sin nefnda daga. Barnskólinn á Varmá, simar 66154 og 66267 Gagnfræðaskólinn i Mosfeilssveit, simar 66186 og 66586 Skólastjórar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.