Þjóðviljinn - 23.05.1976, Page 4

Þjóðviljinn - 23.05.1976, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mal 1976 PWDVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. AÐ KRJÚPAOG KYSSA KÚGARANSVÖND Nú er ljóst, að hættan á smánarsamn- ingum við breta i landhelgismálinu er á næsta leyti. Það er stórráð NATO, sem sett hefur þumalskrúfurnar á þá Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra og Einar Ágústsson, utanrikisráðherra úti i Osló og skipað þeim að semja hið bráðasta, og þeir hlýða eins og barðir rakkar. Þegar NATO kallaði, kom Geir Hall grimsson fljúgandi á augabragði frá Finn- landi til Osló á föstudaginn og settist þar ásamt Einari Ágústssyni að samninga- borði með breska utanrikisráðherranum að viðstöddum Jósepi Luns, fram- kvæmdastjóra NATO. Stóð fundur þessi i marga klukkutima. Sem kunnugt er höfðu bæði Geir Hallgrimsson og Einar Ágústsson margoft svarið það hátiðlega, bæði á alþingi og viðar, að hvað sem öðru liði skyldu þeir þó aldrei setjast að samningaborði með bretum, nema herskipin væru fyrst kölluð út. — Ekki einu sinni, var hægt að standa við þetta. Það er bókstaflega eins og mönnunum sé ekki sjálfrrátt. Grerðir þeirra eru likastar þvi, að um sé að ræða ánauðuga menn, eða leikbrúður i bandi, sem framkvæmdastjóri NATO sveiflar i hendi sér. Það er blátt áfram hlægilegt, þegar ráð- herrarnir reyna að afsaka svik sin með þvi að segja að þarna hafi aðeins verið um könnunarviðræður að ræða. Á sliku tekur enginn maður mark. í útvarpsfréttum á föstudagskvölá, sagði framkvæmdastjóri NATO að á fundinum i ósló hafi ráðherrarnir komist að „heiðursmannasamkomulagi”, en is- lensku ráðherrarnir verði þó að bera sam- komulagið undir samráðherra sina i Reykjavik. Sagði Luns það liggja i loftinu, að samningar væru á næsta leyti. Og þetta gerðist tveimur dögum eftir, að alþingi Islendinga var slitið. Timinn auð- vitað valinn með tilliti til þess, að búið væri að senda þingið heim, en þá var lika ekki beðið boðanna! Það er svo til að kóróna skömmina, að samkvæmt fréttastofufregnum leyfir breski utanrikisráðherrann sér að hælast um og segja á blaðamannafundi, að allt tal Einars Agústssonar um hugsanlega úrsögn Islands úr NATO hafi nú bara ver- ið ætlað til að flagga með hér úti á Islandi. 1 samtölunum við sig, breska utanrikis ráðherrann hafi tóninn hjá Einari Ágústs- syni hins vegar verið allt annar og mildari, segir Crosland! Ó þú mannlega eymd. Næstu dagar verða örlagarikir. Breski utanrikisráðherrann telur góðar likur á öðrum samningafundi mjög fljótlega og þá höfuðstöðvum NATO i Brussel, ellegar i ósló. Nú skulu islendingar ekki vera með nein dreissugheit lengur heldur gerast hlýðin . hjú i NATO-hjáleigunni. En er það nú vist, að Geir Hallgrimsson og Einar Agústsson komist áfram með áform sin, þegar heim kemur. Það liggur enn ekki fyrir. Þjóðviljinn vill nú eggja menn lög- eggjan að gera hver og einn allt sem i þeirra valdi stendur til að hindra uppgjöf fyrir NATO og gerð smánarsamninga við breta. Hér dugar ekkert minna en þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna fái að heyra það skýrt og skorinort sem allra viðast að ætli rikisstjórnarflokkarnir að ganga til samninga við breta nú, þegar fullur sigur er i sjónmáli, þá verði þeir ekki og alls ekki studdir til valda á íslandi ■ i næstu kosningum. Slikt mál er það eina sem hrifur. Úti i Osló gat Einar Ágústsson ekki orða bundist um það, að núverandi ráðherrar ættu á hættu að falla i næstu kosningum, og hann gæti ekki ábyrgst af- leiðingarnar af þvi fyrir NATO! Félaga- samtök þurfa nú að láta i sér heyra, og allir þeir að taka höndum saman, sem efin ganga uppréttir á íslandi. Hér má engan tima missa. Vofan er i dyragættinni. En enn er hægt að stöðva samningaglapræði. Við breta á ekki að semja nú um eitt einasta tonn, hvað þá tugi þúsunda tonna af þorski, svo sem stefnt er að. Hér skal megináhersla á það lögð, að hafi einhver vafi leikið á þvi áður hvort „alþjóðalög” skömmtuðu okkur islend- ingum rétt til 200 milna auðlindalögsögu, þá er sá vafi úr sögunni nú. Á hafréttarráðstefnunni hefur nú þegar átt sér stað skýr og ótviræð stefnumörkun, sem ekki verður haggað, þar sem kveðið er á um rétt sérhvers strandrikis til 200 milna auðliridalögsögu. Þá er einnig sam- kvæmt niðurstöðum ráðstefnunnar ótvi- ræður réttur sérhvers strandrikis til að ákveða algerlega á eigin spýtur, hvað mikið magn megi veiða yfirleitt af hverri fisktegund, með tilliti til viðhalds stofns- ins, og siðast en ekki sist einhliða réttur strandrikis til að ákveða sjálft, hvað það treystir sér til að veiða af þessari eða hinni fisktegundinni. Deilur um þessi efni eru nú þegar að baki á hafréttarráðstefnunni, ef ekki væri ágreiningur um önnur og óskyld efni, þá væri hafréttarráðstefnunni nú þegar lokið. Ótrirætt er að við islendingar þurfum einir á öllum þeim þorski að halda, sem skynsamlegt er að veiða á Islandsmiðum, ef forða á eyðingu stofnsins, og við höfum allan rétt okkar megin. Að ætla sér nú enn að semja við breta i stað þess að sigra þá með þvi að setja NATO úrslitakosti, er ekki aðeins glap ræði, heldur ófyrirgefanlegt pólitiskt ger- ræði. Á Islandi er enginn meirihlutavilji fyrir samningum við breta. Sérhvert fisktonn, sem bretunum kann að verða afhent er tekið af okkar eigin borði. Menn skulu ekki gleyma þvi, að yfir vofir, að verulegum hluta okkar eigin flota verði lagt langtimum saman tíl áð hindra gjöreyðingu þorskstofnsins. Eiga svo bretar að moka hér upp fiski á sama tima? Við segjum nei, og aftur nei. k. til heilalestrar Kannski mun hagur miðla vænkast Tæki Bandariska hermálaráöu- neytið, Pentagon, lætur nú vinna aðáætlunsem er eins og hún væri beint stokkin út úr visindaskáld- sögu. Og eins og svo margt sem byrjar i hermálaráðuneytum (sem eru þeir aöilar sem mest fé hafa handa í milli) getur niður- staðan brugðist mjög til beggja vona. Sú tækni sem er i upp- siglingu getur ráðið ýmsar gátur heilans — og einnig mætti beita henni til mjög hæpinna viðfangs- efna. 1 stuttu máli sagt: það er verið að smiða vélar til að lesa hug manna og geta m.a. sýnt hvort viðkomandi er þreyttur, ráðvilltur eða lætur sig dreyma dagdrauma. Flugmenn Vísindamenn gera ráð fyrir þvi, aö þróun þessarar tækni muni ganga það ört, að áður en þessi áratugur er liðinn verði hægt að koma sh'ku tæki fyrir i flug- stjórnarklefum og gæti það varað flugmann við, ef hugur hans reikar helst til viða og hann getur ekki sinnt veigamiklum skyldu- störfum. Sfðan 1973 hefur verið unnið að þvi á vegum Pentagon að finna leiðir til að tengja tölvu við heila- bylgjur, eða merki heilalínurits iEEG). Þeir sem vinna að þessari áætlun geta nú þegar lesið á viö- braðgshæfni manns eftir heila- bylgjunum. Þeir geta einnig lesiö af þeim hvernig hann nemur Uti ogform.Ensá dagur getur komið að EEG-bylgjur verði notaðar til furðulegri hluta. Að lyfta borði? Við Kaliforniuháskóla vinna visindamenn að þvi að nota heila- bylgjur til þess að stýra vélum. í framhaldi af þvi gæti spiritisti lyft borði frá gólfi með hugorku eða byssumaður gæti hleypt af með heilaviðbragði einu saman og hlypi hann þá yfir hreyfla likamans. Þetta eru framtiðarvanga- véltur. Innan tveggja til fimm ára er vonast til að hægt verði að nota heilalestrartölvu til ýmissa praktiskra viðfangsefna, allt frá flugmannsþjálfun til túlkunar á ljósmyndum frá gervihnöttum. I flugstjórnarklefa gæti þetta verkað sem hér segir: Heilabylgjur flugmanns eru lesnar með elektróðum sem kom- iðerfyrir i hlustunarbúnaði hans. Sérhæfð tölva fylgist með risi og falli EEG til þess að kanna, hvað það er sem flugmaðurinn einbeitir sér að, og hvað það er sem hann lætur sér sjást yfir. Eftir að flugmaðurinn mundi lækka flugið skyndilega af ásettu ráði, þá léti tölvan það afskipta- laust. En ef hann gerði eitthvað sem gæti veriö háskalegt af vangá, þá mundi tölvan vara við. George Heilmeier heitir maður sá sem stjórnar rannsóknum af svo ..framsæknu” tagi á veeum Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.