Þjóðviljinn - 23.05.1976, Page 20

Þjóðviljinn - 23.05.1976, Page 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mai 1976 Skráning í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlið fyrir haustönn 1976 fer fram 24., 25, og 26, mai kl. 18—19 alla dagana. Skráningargjald er kr. 4.000. Rektor. Húsavík Skólastjóra eða kennara vantar að Tónlistarskóla Húsavikur næstkomandi vetur. Æskilegt er að umsækjandi geti jafnframt gegnt organistastarfi við Húsa- vikurkirkju. Nánari upplýsingar veitir Hólmfriður Benediktsdóttir, simi %-41697. Tónlistarskóli Húsavíkur Frá fjölbrautaskólanum í Breiðholti Innritun nýrra nemenda i skólann fer fram i húsakynnum stofnunarinnar að Austurbergi dagana 1—4. júni frá kl. 13—18 (frá kl. 1—6). Umsóknir þeirra, sem ekki geta mætt til innritunar nefnda daga, skulu hafa borist til skrifstofu skólans sama stað, fyrir 10. júni. Allar upplýsingar eru veittar i skólanum. Skólameistari. Stýrimannafélag Islands Aðalfundur verður haldinn i Tjarnarbúð þriðjudaginn 25. mai n.k. kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjómin. Tónlistarskólinn Seltjarnarnesi UMSÓKNIR um skólavist i tónlistar- skólanum skólaárið 1976—’77 þurfa að berast til bæjarskrifstofu Seltjarnarness fyrir 1. júni n.k. Umsóknum, sem siðar berast, er ekki vist að hægt verði að sinna. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrif- stofunni. Skólastjóri GÖMUL KYNFRÆÐSLUBÓK: Getnaðariðja árið ^ _sn_ _____ 1 1825 : s uí>tr ‘®«ír«<btun9, «»1 Srnyfi»9ni« mt (Erbalmnj í>er SCtáht onb ©ef«it>b«it. i»en <35lit ititsrnSiftfajín ðfittfirattenett Leyndardómur kvenmannsins fyrir 150 árum. A dögum mikilla og opinskárra skrifa um kynferðismál hafa ýmsir menn rennt forvitrium aug- um til fyrri tima:Hva& gátu menn lesið sér til um þessa hluti I tið afa og langömmu? Þjóðverjar voru einmitt að gefa út 150 ára gamalt upplýsingarit eftir lækni einn, JLF. Albrecht að nafni. Heiti bókarinnar er langt og ýtarlegt eins og tíðkaðist á þvl herrans ári 1825: „Leyndardómar kvenmannsins eða leyndar dómar náttúrunnar að þvi er varðar æxlun mannsins, um frjóvgun, hjásofelsi og getnað heilbrigðra barna og viðhald krafta og heilbrigðis.” Eitt af þvi sem nútimalesandi fyrst rekur augun I er mögnuð feimni i meðferð orða. Bókarhöf- undur segir strax að hann vilji sem minnst nota orðið „hjásofelsi” sem honum finnist ljótt. í stað talar hann um „getn- að'ariðju”, um „bið ljúfa augna- blik” eða um „fullnægingu æxl unarhvatar”. Einnig þegar rætt er um „kynfæri kvenna” finnur hann fallegri orð eins og „storka- stigur” eða „holan ljúfa”. Ýmislegt kyndugt kemur upp, þegar doktorinn leggur á ráð um hvernig fótk eigi að fara að við „þessa sannarlega hrifandi iðju”. Hann ráðleggur konum „hófsama tilbuiði likamans,frekar þolandi en virka” til þess að kraftur mannsins fari ekki úrskeiðis”. Ennfremur taldi hann „leik hand- anna” óþarfan I þessu samhengi. Samt taldi hann að undantekning- . *>■ Frá stúlku til konu; þannig lýsti dr. Albrecht þróun hins stolta barms Mælt var með þessum appfrötum gegn sjálfsfróun. ar frá þessum borðorðum væru leyfilegar. Dr Albrecht telur að best sé að hafa samfarir á morgnana. Enda þótt aðrir muni mæla með nótt- unni vegna þess að myrkrið „sé best til þess fallið að iðka eðlis- hvöt vegna blygðunarkenndar konunnar”, þá mun hann halda fast við morgunsárið. Astæðan er þessi: „Vegna vinnu hefur likaminn misst marga hvikula parta þegar kvöld er komið”. Bókarhöfundur mælir mjög gegn framkvæmdum i kynferðis- málum á brúðkaupsnótt, vegna þess að á undan henni fer venju- lega hátiðahald og vindrykkja. Telur hann að afkvæmi brúðkaupsnótta beri einatt merki sjúkleika alla ævi, ólikt þvi sem sé um „ástarbörn” sem getin séu af óþreyttum foreldrum að morgni dags. Auglýsing 1 samþykkt borgarstjórnar um umhverfi og útivist er áætlað að koma upp ýmis konar leiktækjum (t.d. minigolf) i skrúð- görðum, eða á opnum ræktunarsvæðum borgarinnar. Þeir sem áhuga hafa á að koma upp og starfrækja slik skemmtitæki eru vinsam- legast beðnir að hafa samband við garð- yrkjustjóra borgarinnar i Skúlatúni 2, 3. hæð. Simi: 18000. Borgarverkfræðingurinn i Reykjavik. Kerfis- fræðingur Skipulagsdeild Sambandsins óskar að ráða kerfisfræðing til starfa. Háskóla- menntun á viðskipta- eða tölvusviði eða mikil reynsla i kerfishönnun æskileg. Starfið býður upp á fjölbrey tt viðfangsefni á sviði tölvuvinnslu. Umsóknir sendist Starfsmannastjóra Sambandsins fyrir mailok. Starfsmannahald SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.