Þjóðviljinn - 23.05.1976, Síða 21

Þjóðviljinn - 23.05.1976, Síða 21
<$**** Sköpun vatnanna Uppruni norðurskautsins — Stöðugur hiti og uppköst... — Haldið þá áfram að leggja ismola að höfðinu! Suðurskautslandið — Það er tryggt að þessi klæðning er ekki eldfim. Upphaf skipasmfða Jarö- skjálft- ar eftir pöntun SOvo til daglega eiga sér stað jarðskjálftar i borginni Lenin- akan i háfjöllum Armeniu, að styrkleika allt að 10 stigum. Heimamenn láta þetta þó ekki á sig fá: jarðhræringarnar eiga upptök sin i Rannsókriarstofu fyrir jar'ðeðlisfræði og jarð- skjálftafræöi Visindaakademiu Armeniu. Þær verða fram- kallaðar meö einskonar geysistórum hristiborðum til að mæla styrkleika og viðnámsþol ýmissa bygginga á jarðskjálfta- svæðum. A rannsóknarstofunni starfa eðlisfræðingar, stærðfræðingar, jarðfræðingar og arkitektar, sem kunna þá list að láta „steinana tala”. Þegar segulsvið jarðar virkar i lengri tima á vissar berg- tegundir myndast i þeim segul - mögnun. A vinnustofunni, þar , sem eðlisfræðilegir eiginleikar hinna ýmsu bergtegunda eru rannsakaðir eru þær settar undir mikinn þrýsting og hita, eða, með öðrum orðum, sköpuð verða svipuð skilyrði og i iðrum jarðar. Sú segulmögnun, sem myndast við þessar tilraunir, er grund völlur fyrir framtiðarspá um jarðskjálfta, þvi segulmögnun bergsins eykst með auknum þrýstingi. Þ.e.a.s., þegar hiti og þrýstingur aukast i iðrum jarðar, geta mælitæki, sem komið er fyrir á jaröskjálftasvæöi, sent frá sér viðvörunarmerki. I rannsóknarstofunni i Lenin- akan hafa slik sjálfvirk viö- vörunarkerfi verið hönnuð. Tæki, sem fylgjast með jarðeðlis- fræðilegum breytingum neðan- jarðar, skrá breytingar segul sviðsins á upptökusvæðinu nokkrum stundum áður en jarð- skjálftarnir eiga sér stað. Upp lýsingunum er safnað i tölvu, sem vinnur úr þeim samstundis og spáir um staö, stund og styrkleika næsta jarðskjálfta. Auk upplýsinga um jaröskjálfta gera þessar rannsóknir kleift að segja til um aldur ákveðinná jarömyndana og gefa jaröfræð ingum þannig verðmæta vitneskju. Ekki langt frá Érevan verður nú i fyrsta skipti reist kjarnorku- ver á jarðskjálftasvæði.Þar, sem stöðin á að risa, vinna einnig sérfræðingar frá rannsóknar- stofunni i Leninakan, sem geta mælt með tækjabúnaði sinum jafnvel veikustu jarðhræringsu- á stóru svæði langt út yfir eigin landamæri. —apn. Sunnudagur 23. mai 1976 þJöÐVILJÍNN — SÍÐA 21 ADOLF J. PETERSEN VÍSNAMÁL Skoöaöu meira og gáðu í Visnamálum hefur þeirri reglu verið fylgt, að geta höf- unda að hverri visu og birta ekki visur nema vitað væri hverjir væru höfundar að þeim, þó þeirra væri ekki getið. En það vill oft svo vera að maður lærir visu án þess að vita hver höf- undurinn er, eða að visur eru sendar til Visnamála án þess höfunda væri getiö. Hér verður brugðið út af regl- unni og spurt: Hver er höfund- urinn að þessari fallegu vor- visu? Sá ég vorsins raubu rós, risa úr grænu fiosi, meðan nóttin lokka ljós lést i árdags brosi. Ef einhver hefur rétt svar við þvi, þá vinsamlegast sendi hann það til Visnamála á Þjóðviljan- um Skólavörðustig 19. Lifsspekin er sönn og yfir- lætislitil hjá Þorsteini Guð- mundssyni á Skálpastöðum i þessari Visu: Drottinn skapti mig til manns, úr moldu leir og ryki. Var það ekki á ábyrgð hans að aldrei smiðin sviki. Hann segir ennfremur: Ég hef ferðast stað úr stað og stöðugt fundið betur, að sumarið getur synjað um það sem mig dreymdi I vetur. Osáttur við fátæktina kvaö Kristinn Bjarnason frá Asi I Vatnsdal: Hvernig sem um foldar fet feröum breyti minum illa jafnan unað gct, örbirgð, tökum þinum. Um gangstéttina rölti Jón frá Skáleyjum i fylgd með álfa- meynni og kvað: Gengur með mér gamla slóð glóhærð rökkurtáta. Nóttin kemur hæg og hljóð, hús og stræti gráta. Eftirmæli eftir ástina kveður Lilja Björnsdóttir á Þingeyri: Heitt þó væri hjartaþel, hlýja strauma sendi, furðanlega fór það vei, funinn engan brenndi. Hún hefur fleira að segja: Er ég dreymin enn á ný, undan sveima borgir, ljóðahcimi ljúfum I löngum gleymast sorgir. A lipru breiðfirsku máli yrkir Guðmundur Gunnarsson á Tindum þegar hann dáir stökuna : Marga hcfur stund mér stytt stakan dável gerða. Eftirlætis yndið mitt er og mun hún veröa. Meðan Islenskt ómar mál aldrei mun hún deyja. Einhvern Þorstein eða Pál endurvekur Freyja. Svölun i lifslindum náttúrunn- ar finnur Guömundur Eyjólfs- son Geirdal og lætur það i ljós: Himinvindur hressing ljær, hjartans yndi vekur. Sól I lindum skýja skær skuggamyndir tekur. Brosir kyrrðin vordags vær, vaggar byrðing gjöllin, klappar firði bliður blær, beltum girðast fjöllin. Oft gengur illa að tryggja af- komuna. Það mun Hreiðari Eyjólfssyni Geirdal hafa fundist, er hann kvað: Mönnum titt á móti blæs, margur hrekst á grunninn. Fremur sjaldan flýgur gæs feit og steikt I munninn. Til að greina böl frá bót brestur skilning raman. Allir vita: gull og grjót getur legið saman. 1 nútimanum virðast menn ekki geta gefið sér tima til að veita öðru athygli en þvi sem gefur arð úr hinum þétta leir. Svo má skilja á visu Sigurlinna Péturssonar. Löngum hefur ljóða spil lýðum fundist gaman. Nú finnst enginn timi til að tina þetta saman. Það er Jóhannes Ásgeirsson úr Laxárdal i Dölum sem gefur mönnum heilræöi i þessari vlsu: Skeður fleira en skynjað fær, skoðaðu meira og gáðu. Legg að eyra, llttu nær, lærðu fleira og sjáðu. Pétur Guömundsson bókbind- ari, batt eitt sinn bók fyrir Þor- stein Erlingsson skáld; þeir voru góðkunningjar. Pétur lét visu fylgja bókinni til Þorsteins. Er nú sagður andaður ævidaga fullsaddur öldungurinn Andskóti óðalsbóndi I Helviti Þorsteinn sendi Pétri visu um hæl: Prestar sáran sakna hans sem hins besta hjálparmanns, sundrung þjáir sérhvert lið sem að vantar höfuðið. Það var hann Páll Vatnsdal á Akureyri sem hafði gaman af að glettast við kvenfólkið ef litið er á eftirfarandi visur hans um það kyn. Um stúlku kveður Páll; Aldrei var við karlmann kennd — en kunni samt aö spauga. Dýrleg gjöf frá drottni send dásemdin hún Lauga. Tiskumeðalið: Mærin keypti meðalið sem magnar fegurö llkamans. Hún er að reyna að hressa viö hrákasmfði skaparans. Og i visnabók einnar skrifaði Páll: Varla myndi vonsvikinn né vænni hlut sér kjósa sá, sem finndi fjörefnin, sem felast I þér, Rósa.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.