Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 7
MiOvikudagur 23. jún! 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Aslákur (Evert K. Ingólfsson) viö vélina úreltu. Tinna I Hampiöjunni, áður á Umfó, (Sólveig Halldórsdóttir) og Finna á Simanum (Anna S. Ein- arsdóttir). Tónleikurinn Konráð-fjölskyldan samankomin frá v. Sigurður Sigurjónsson, AsaHelga Ragnarsdóttir, Þórunn Pálsdóttir (Donna Elvira Konrad), Ólafur örn Thoroddsen (Don Carlos Konrad) og Elisabet Bjarklind Þórisdóttir (Donna Dóttir Konrad). Don Juan Konrad (Sigurður Sig- urjónsson) og Lómur (Viðar Egg- ertsson) i stælum. Donna Óðal Konrad (Asa Helga Ragnarsdóttir) á minningafyller- „LJNDIK SUÐVESTURU 2. verkefni Nemendaleikhúss Leiklistarskóla rikisins ’76. Músik og söngtextar: Gunnar Reynir Sveinsson. Leiktexti og leikstjórn: Sigurður Pálsson. Leikhreyfingar: Guðbjörg A. Skúladóttir. Aðstoðarleikstjóri: Svanhildur Jóhannesdóttir. Raddþjálfarar: Asta Thorstenson og Hilde Helgason. Ljósamaður: Vignir Jóhannsson. Það hlýtur að vera talsvert gott vegarnesti fyrir leiklistarnema I hinunt nýja Leiklistarskóla rikis- ins að fá að spreyta sig á tveimur leikhúsverkefnum á lokaprófi. Annað verkefni Nemendaleikhúss L.I ’76 var frumsýnt á sunnudag- inn var i samvinnu við Norrænu músfkdagana. Hér cr um nýstár- legt verk að ræða, tónleik, þar sem Gunnar Reynir Sveinsson, tónskáld, ber ábyrgð á tónsmíð- um og flestum söngtextum, en Sigurður Pálsson, skáld og leik- stjóri, á leiktexta og sviðsetningu. Leiktextinn i „Undir suðvestur- himni” varð til utanum söngtexta og músik Gunnars Reynis Sveins- sonar. Söngtextarnir eru flestir einfaldir, en oft hnittnir orðaleik- ir, og músikin sambland af fjöl- breyttum stefjum og leikhúseff- ektum. Leiktexti Sigurðar Páls- sonar er ljóðrænn og undirfurðu- legur, en ber þess stundum vitni að leikskáldið hefur orðið að láta framvindu verksins miðast við söngtextana og þá staðreynd að hér er um nemendaverk að ræða og nauðsynlegt að hafa hlutverk Samtal um nótt milli höfundar og Icikstjóra i leikskrá tónleiksins „Undir suðvesturhimni” á leikstjórinn dulitið samtal við höfundinn og birtum við það hér að neðan: „Leikstjóri: Hvað var erfið- ast i samningu leikverksins? Höfundur: Erfiðast var aö semja leikrit við tónlist, sem þegar er til, ásamt textum. Þar eð þetta var verkefni fyrir leik- listarskólanema, þurfti að hafa hlutverkin álika stór, úr þvi ég valdi þá leið að hafa eitt hlut- verk á leikara. Þetta lýtur að samningu. Siðar kemur til þinna kasta, vinur. Leikstjóri: Hafðu ekki áhyggjur. Ég þekki G.R.S. og liðið. Mig langar til að spyrja að öðru: strax við lestur hlut- verkaskrár bregður manni litil- lega i brún:Þarna eru persónur sem kunnar eru úr öðrum verkum: eða öllu heldur mýtó- lógiskar personur, þar á ég við Don Juan, Don Carlos o.s.frv. Geturðu gert grein fyrir þessu. Ilöfundur: Raunar væri hægt að hugsa sér að fjölskyldan, sem myndar annan aðalhópinn i leikverkinu héti „venjulegum” nöfnum, ætti „venjuleg” nafn- skirteini. Hins vegar fannst mér áhugaverðara að fá ákveðna mýtólógiska vidd einmitt i þess- ar persónur og þar með athafnir þeirra. Aftur á móti er baksvið leiksins skýrt tekiö fram: Reykjavik nú á dögum. Leikstjóri: Er þetta raunsæ lýsing? Höfundur: 1 raun og veru á viðtækari hátt en gæti virst i fyrstu andrá. Langanir og draumar persónanna teiknast skýrar en i raunveruleikanum og ávallt á bakgrunn fyrirbæra eins og valds, fjármagns, vinnu, kynferðis. Draumurinn um glæpinn t.d. er ekki eins óraun- hæfur og hann gæti virst. Annars reyni ég alls ekki að gera nákvæma eftirlikingu af athöfnum þessa fólks (og raunar held ég að áætlunin um leiklist sem eftirlikingu af raun- veru sé einn af mörgum draumum statusquodýrkandi smáborgara). Það eru ákveðin þráhyggjutengsl milli persón- anna (innan Konráðsfjöl- skyldunnar) samt sifellt flökt- andi sem natúralisk leikvera myndi ekki geta veriö meðvituð um. Leikstjóri: Jæja vinur, ég ætla að hugsa um þetta i bili. Sigurður Pálsson.” sem jöfnust að stærð og þannig að þau gefi nýbökuðum ieikurum nokkra möguleika til leiktúlkunar og átaka. Sögusviðið er Reykjavik ’76, en persónur leiksins, eða réttara sagt týpurnar, sem fram komu, eru öðrum þræði alþjóðlegar. Eins og i raunveruleikanum er „margt rotið i Reykjavik” og ekki svo vitlaus hugmynd að blanda saman „týpum” úr Guð- föðurnum og itölsk-amerisku mafiunni og nýrikri isl. borgara- familiu. Inn i dæmið fléttast svo saga hins samviskusama öreiga, sem verður undir i lifsbaráttunni, sem háð er meö skilyrðum eigna- fólksins, og töffarans, sonar hans, sem gengur á mála hjá þvi. Ekki skortir að Hrunadansinn á svið- inu skemmti skrattanum, að minnsta kosti virðist vofan sem vafrar um sviðið milli atriða vera að einhverju leyti gerandi verks- ins. Þá er loks að geta tveggja al- þýðustúlkna, — simameyjar og fyrrverandi starfsstúlku á Umfó, sem virðast varðveita eitthvað af heilbrigðri skynsemi. Hér er ekki ætlunin að leggja dóm á hvernig til hefur tekist hjá Framhald á bls. 14. Höfundur söngtexta og tónlistar, Gunnar Reynir Sveinsson, ásamt höfundi leiktexta og leikstjóra, Sig- urði Pálssyni (minni myndin). Vofan (Nanna Ingibjörg Jónsdóttir.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.