Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Miövikudagur 23. júni 1976 Þrjú af sex Þcssar myndir sýna þrjú af sex mörkum valsmanna gegn Þrótti I fyrrakvöld. Efsta myndin sýnir Albert Guömundsson skora fyrsta mark leiksins á 35. min. Hann komst einn innfyrir og skoraöi framhjá Jóni Þorbjörnssyni i Þróttar—markinu. Myndin til vinstri aö neðan sýnir Guömund Þorbjörnsson skora annaö sinna marka, hann komst einn innfyrir i bæöi skiptin og myndin til hægri sýnir Inga Björn skora annað sinna marka á sama hátt og Guömund. Raunar voru 5 af 6 mörkum Vals svo til eins, sóknarmenn Vals komust einir innfyrir vörnina og markvörðurinn átti enga möguleika. Aðeins Hermann Gunnarsson fór ööru visi aö. Hann skaut þrumuskotí eftir góöa fyrirgjöf, dæmigert Hermanns—mark. (Ljósm. S. dór) Veldi á KA-mönnum ráða framkvœmdastjóra og opna skrifstofu Höröur Hilmarsson, fram- kvæmdastjóri knatt- spyrnudeildar KA. Víkingi frá Ólafsvík gengur vel í 3. deildinni Vikingur frá Ölafsvik, liðið sem féll niður i 3. deild i fyrra virðist ætla að endurheimta sæti sitt í 2. deild aftur ef marka má fyrstu leiki liðsins i 3. deildarkeppninni. Liðið lék um siðustu helgi við lið HSS og sigraði 9:1 en áður hafði liðið sigrað lið Stykkishóms 1:0. Knattspyrnulif er með miklum blóma i Ólafsvik. Yngri flokkar Vikings eru mjög virkir. 3. flokkur félagsins sigraði nýlega jafnaldra sina úr Armann 2:1 og 5. flokkurinn sigraði jafnaldra sina úr Stykkishómi 3:0. —K Knattspyrnudeild K.A. hefur nýlega ráðið til sín fastan starfs- mann, framkvæmdarstjóra, sem sjá mun um daglegan rekstur deildarinnar. Framkvæmda- stjórinn, Hörður Hilmarsson, mun hafa aðsetur i Lundarskóla, en þar hefur deildin opnað skrif- stofu. Markmiöið með rekstri slíkrar skrifstofu er m.a. að auka sam- band milli iþróttafélagsins og bæjarbúa, einkum þó forráða- manna þeirra ungmenna sem iðka knattspyrnu á vegum félags- ins. Er þess vænst að aðstandendur knattspyrnufólksins svo og aðrir sem áhuga hafa, setji sig i sam- band við skrifstofuna og gagnrýni það sem miður fer i starfsemi deildarinnar og/eða bendi á það sem vel er gert. A skrifstofunni verða seldir ýmsir munir sem K.A. hefur látið gera með merki félagsins, s.s. bilmerki, limmiöar, veifur, prjónar, bolir o.fl. Skrifstofan verður opin þriöjud. og fimmtud. kl. 14—16 og miövikud. kl. 10—12. Siminn er 19788. Barna- mót HSH í frjáls- íþróttum Barnamót HSH i frjálsum i- þróttum, fer fram að Breiða- bliki sunnudaginn 27. júni og hefst kl. 14.00. Keppt verður i þremur aldursflokkum pilta og stúlkna 14 ára og yngri. Keppt verður i eftirtöldum greinum: 13—14ára 100 m.hl. 800m.hl. langst. hást. kúluv. og kringluk. 11—12 ára 60 m. hl. 800 m.hl. langst. hást. og kúluv. 10 ára og yngri 60 m. hl. langst. og boltakast. I fyrra tóku um 100 börn þátt i barnamóti HSH. N/Vl Bandaríkjamenn slást um Olympíufarseðlana Tuttugu ára gamall stúdent, Edwin Moses, setti nýtt bandariskt met í 400 m. grindahlaupi þegar hann hljóp á þriðja besta tiíma heims, 48.30 sekúnd- um á einu af fjórum bandarískum úrtökumót- um, sem fóru fram vegna Olympíuleikanna í fyrra- kvöld. Aðeins tveir fyrrverandi Olympiumeistarar, þeir John Akii- Bua frá Uganda og bretinn David Hemery hafa hlaupið 400 m. grindahlaupið hraðar og fyrir þetta afrek sitt vann bandarikja- maðurinn sér inn örugga ferð til Montreal i næsta mánuði. Árangur hans var ljós i skammdegi bandariskra frjáls- iþróttamanna þvi skömmu áöur en Moses lagði upp i hið ágæta hlaup sitt var tilkynnt að endan- lega væri úti um alla von til þess aö margfaldi gullverölaunahaf- inn Steve Williams gæti hlaupið á Ol-leikunum vegna meiðsla. Á hinum þremur úrtökumótun- Framhald á bls. 14. Bláskógaskokkið um næstu helgi Hið árlega Bláskógaskokk, Héraðssambandsins Skarphéðins fer fram að þessu sinni sunnu- daginn 27. júni n.k. og hefst kl. 14. Skokkað verður eins og að venju um Gjábakkaveg. Hlaupið hefst við bæinn Gjábakka og endar við pipuhliðið hjá Laugar- vatni. Keppt verður i 10 aldurs- flokkum þ.e. 5 karla og 5 kvenna- flokkum. Þrenn verðlaun verða veitt i hverjum flokki. Þátttökugjald er kr. 200.— fyrir 14 ára og eldri, en fyrir yngri er ó- keypis. Sætaferðir verða irá Laugarvatni að Gjábakka kl. 13.15. Aætlað er að verðlauna- afhending fari fram kl. 16.30. Þátttökutilkynningar eiga að berast til skrifstofu Iþróttasam- bands íslands tþróttamiðstöðinni Laugardal Reykjavik simi 83377 og skrifstofu Héraðssambandsins Skarphéðins Eyrarvegi 15 Sel- fossi. Simi: 99 1189.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.