Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.06.1976, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. júni 1976 Leiðrétting Loftur Amundason eldsmiöur, sem mynd birtist af á baksiðu Þjóöviljans i gær meö stærsta kúbein landsins i hendi, kom aö máli viö blaðið og mótmælti þvl harðlega aö hann væri bendlaður viö Sindra, en undir myndinni stóö aö hún væri tekin þar. Loftur sagöist hafa unniö i 42 ár i rikis- fyrirtækinu Landsmiöjunni og byrjaði þar hvern morgun á aö glæöa eld i arni. Urtökumót Framhald af bls. 10. um i fyrrakvöld gerðist það helst aö Mac Wilkins kastaði kringlu 68.32 metra og Rick Wohlhuter hljóp 800 metrana á 1.44.78 min. Brenda Morehead sigraði i 100 metra hlaupi kvenna á timanum 11.08 sekúndur, en það er fjórði besti timi sem ■ mælst hefur á rafmagnsklukku i 100 m. hlaupi kvenna. Úrtökumótin héldu siöan áfram i gærkvöldi og munu væntanlega standa yfir i nokkra daga. Þessir frjálsiþróttamenn hafa þó nú þeg- ar tryggt sér sess i Olympiulið- inu: Kringlukast karla: Mac Wilkins 68.32 metrar, John Powell 67.34 metrar og Jay Silvester 64.75 metrar. Pípulagnir Nvlagnir, breytingar, hitaví'itutengingar. Simi 30929 (milli kl. 12 og l og eftir kl. jí á kvöídin). 800 m. hlaup karla: Rick Wohlhuter 1.44.78 min. James Robinson 1.45.86 min. og Mark Enueart 1.46.28 min. 400 m. grindahlaup: Edwin Moses 48.30 metrar, Quenton Wheller 48.65 metrar, Michael Shine 49.33 metrar. 100 metra hlaup kvenna: Brenda Morehead 11.08 sek. Chandra Cheseborough 11.13 sek og Evelyn Ashford 11.22 sek. —gsp Verkfall Framhald af bls. 1 selt út á dag, en hann viður kenndi aö vinnugleöi manna væri með minnsta móti, þegar þeir ættu i svo langvinnri vinnudeilu sem verkfræöingar borgarinnar hafa átt i aö undanförnu. Gunnar Gunnarsson verk- fræöingur á sæti i samninganefnd verkfræöinga og sagöi hann I gær aö ekkert þokaðist i þessu máli. Það heföu verið haldnir fundir i vetur og vor,en siöan i mai heföi veriö langt á milli funda og borgin hefur algerlega neitað aö hækka tilboö sitt siöan þá, en ef þaö yröi samþykkt myndi það þýöa 8% kjararýrnun fyrir verkfræðinga miðaö við verkfræöinga sem vinna á verkfræðistofum. Máliö er nú i höndum sátta- semjara og hefur raunar verið þaö um nokkurn tima. Gunnar sagði aö verkfræöingar hjá borginni heföu tvivegis boöað verkfall undanfariö, í tvo daga i senn i hvort skiptið en forsvars- menn borgarinnar segðu aö þaö skipti engu máli, tilboö þeirra frá þvi i mai væri endanlegt. —S.dór. 7 konur Framhald af 16. siðu. reyna aö minnka afköst kvenn- anna til að sýna fram á vanhæfni þeirra meö tilliti til verka Jóns Ólafssonar. Meöan Ragnhildur vann hjá Alþingi var ekkert Starfsmanna- félag eins og nú er oröiö á Alþingi. Laus staða Staða fulltrúa við Verðlagsskrifstofuna á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Verðlags- skrifstofunni i Reykjavik. Reykjavik, 21. júni 1976 Verðlagsstjórinn Hjúkrunarskóli Islands Nokkrar stöður hjúkrunarkvenna eru lausar til umsóknar. Laun skv. kjara- samningum opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist menntamálaráðu- neytinu og skulu umsækjendur tilgreina menntun og starfsreynslu. Nánari upplýs- ingar veitir skólastjórinn. I TEIKNISTOFUSTJÓRI Orkustofnun óskar að ráða teiknistofu- stjóra. Reynsla og mentun i teiknun er æskileg, svo og i ljósmyndatækni, sem notuð er mikið við gerð teikninga. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist Orkustofnun, Laugavegi 116, fyrir 5. júli. Orkustofnun Þingskrifarar máttu ekki ganga i Starfsmannafélag rfkisstofnana. Aðstaöa var léleg á vinnustaö og starfsmenn nutu ekki lögboöinna réttinda svo sem lifeyrissjóös- réttinda. Þess vegna fóru kon- urnar út i haröa launabaráttu. Alþingi teystist ekki til aö gera samning sjálft viö konurnar, en samdi viö Starfsmannafélag rikisstofnana um kjör þeirra þó aö þær væru ekki i félaginu. 1 samningaviöræðunum kraföist Alþingi að téður Jón Ólafsson væri settur i 21. launaflokk sem fulltrúi og var þaö auðvitað sam- þykkt af Starfsmannafélaginu, en þær voru settar I 17. launaflokk. Sami launamunur er þvi enn milli kvenvélritara og karlvélritara á Alþingi. Karlvélritarinn ber aðeins annað starfsheiti. Máliö fór fyrst fyrir jafnlauna- ráð og treysti þaö sér ekki til að gera neitt i málinu vegna vitnis- buröar skrifstofustjóra Alþingis gegn vitnisburði kvennanna. Gunnlaugur Þórðarson lýsti þvi yfir fyrir rétti i gær aö jafnlauna- ráö gæti aldrei oröiö virkt eins og þaö starfar núna. Eins og fyrr sagöi hafa margir borið þann vitnisburö gegn oröum skrifstofustjóra Alþingis og Jón Ólafsson vinni sömu störf og aörir þingritarar, þám. er Þorvaldur Guðmundsson formaöur nýstofnaðs Starfsmannafélags Alþingis. Hér er þvi um prófmál i jafn- réttismálum kynjanna aö ræöa og merkilegt aö sjálft Alþingi sem sett hefur lög um launajafnrétti karla og kvenna skuli ganga á undan meö vondu fordæmi. Einnig hafa komiö fram merki- leg atriöi varðandi starfshætti i þessari merkilegu stofnun og viröist klikuskapur riöa þar húsum svo aö fátitt er. Dóms er aö vænta eftir 2-3 vikur. —GFr Tónleikur Framhald af bls. 7. Nemendaleikhúsinu. Það skal aö- eins tekiö fram að undirritaður haföi óblandna ánægju af tón- leiknum i Lindarbæ. Hér er alla- vega um að ræða athyglisveröa tilraun til nýbreitni. Fyrir leik- mann virðist leikstjórn Siguröar Pálssonar vera mjög skynsam- leg, leikur er oftast hófstilltur, og þótt fátt sé um englaraddir, reyna leikararnir ungu aö vera „syngjandi leikarar á la Gisela May”. Leiktjöldin eru sáraein- föld, en gefa leikurunum tækifæri á litla sviöinu i Lindarbæ Istað þess aö hefta þá. Og hlut Gunnars Reynis má ekki gleyma. Þar er á ferðinni eftirminnilegt „one mans show”, og gaman er að sjá hann stjórna hljóðbandi og spila á nokkur hljóðfæri meöan á sýning- unni stendur. Næstu sýningar á „Undir suö- vesturhimni” veröa á fimmtu- dag, föstudag og sunnudag. Þetta eru sýningar, sem ekki eru á veg- um Norrænu músikdaganna, heldur verður ágóöa af þeim var- iö i ferðasjóö fyrir brautskráöa nemendur skólans. Þau ætla til Júgóslaviu i haust og mættu leik- húsáhugamenn vel huga aö þvi, aö i þessum hópi, sem nú telst til fullgildra leikara, er fólk, sem áreiöanlega á eftir að láta aö sér kveöa á leiksviði i framtiöinni. Einar Karl v.l. Framhald af bls. 9. upp á ný eins og þaö er svo smekklega orðað i bandariskum leyniskjölum sem nýlega hafa verið birt og eru hér lögö fram i ljósriti. Þeir islendingar sem studdu þessa skoöun voru flestir i Sjálf- stæöisflokknum og svo er raunar enn þann dag i dag. Þaö hefur tam komiö ljóslega fram i þeim réttarhöldum sem VL-menn hafa stofnaö til hér I þessum sal aö upphafsmennirnir aö undir- skriftasöfnun voru þrir eöa fjórir, fremstur þeirra liklega Þór Vil- hjálmsson, flokksbundinn i Sjálf- stæðisflokknum til margra ára. Þessir fyrstu menn fá siöan til liðs viö sig nokkra menn sem eru greinilega, af yfirheyrslunum, allan timann meira og minna I óvissu með það til hvers eigi að nota aðild þeirra aö málinu. Þetta eru sakleysingjar, sem ég á ekk- ert sökótt við að neinu leyti. Hugsjón En hin óþjóðlega stefna Sjálf- stæðisflokksins hefur tekiö marg- an góöan islending sárt og ég hef þá hugsjón ásamttugum þúsunda annarra landa minna að það sé brýn nauðsyn að brjóta niður her- námshugarfarið á Islandi, og að rifa upp rætur þess með þvi meö- al annars að reka bandariska herinn úr landi og aö segja okkur úr hernaðarbandalaginu. Okkur gengur ekkert annað til en það aö við viljum varðveita sem best sjálfstæði islensku þjóðarinnar og við óttumst um Island i greipum stórveldis. Það var þvi pólitisk afstaða, hugsjón, sem réði þvi að við brugðumst hart viö gegn und- irskriftasöfnun Varins lands. Okkur gekk ekkert annað til, eng- ar annarlegar hvatir eins og löng- un til þess aö niöa æru nokkurs manns niður. Hitt vil ég þó láta koma hér fram alveg hispurs- laust að ég tel — það er mitt póli- tiska mat — að þaö sé býsna litið eftir af æru þeirra manna, sem beita sér fyrir undirskriftasöfnun undir bænarskjal um varanlega hersetu útlendinga á tslandi. Sjúkleg viðbrögð Þaö hefur komið fram I þess- um réttarhöldum aö stefnendur gerðu sér þegar i upphafi grein fyrir þvi að hér var um aö ræöa pólitisktviökvæmt mál. Þeim mun undarlegri eru viöbrögö þeirra viö skrifum okkar Þjóövilja- manna, sistefnur á tylft manna. Sjálfum hafa mér nú þegar borist fjórar stefnur vegna þessa máls, þar sem ég var skráður ábyrgö- armaður Þjóöviljans þann tima sem hér um ræðir. Þá hafa fjöl- margir aðrir fengiö hliöstæöar stefnur. Ég verö að segja að ég varö undrandi á þessum stefn- um. Það voru fyrstu viöbrögö min á þessu. Er þetta pólitiskt bragö? Þeirri spruningu svaraöi ég neit- andi, þvi að ég er sannfæröur um að ekkert er vitlausara I pólitik en a.ð ætla sér að klekkja á andstæð- ingum sinum fyrir rétti. Hvaö þá? Ég hef satt að segja enn ekki fengið viðhlitandi svar við þeirri spurningu en mér segir svo hugur um að svarið kunni að leynast i einhverjum þeirra skjala sem hafa orðið til við þessar yfir- heyrslur. Það sem ég á við er biátt áfram ótrúleg viðkvæmni þeirra manna sem höföu forustu fyrir undirskriftasöfnuninni. Þessi viðkvæmni, sem ég leyfi mér að kalla sjúklega kemur fram hvað eftir annaö i yfir- heyislunni. Dæmi: A bls. 7-10 i vitnaleiöslunum yf- ir Þorsteini Sæmundssyni. A bls. 41 i yfirheyrslunum yfir Þorvaldi Búasyni. Bls. 65 f yfirheyrslum yfir Ragnari Ingimarssyni, og siöar á bls. 66 yfir sama manni um hluta- suðvesturhimni Tón-leikur eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Sigurö Páisson. 4. sýning fimmtudag kl. 21 5. sýning föstudag kl. 21 6. sýning sunnudag kl. 21 Aöeins þessar sýningar. Miöasala daglega I Lindarbæ kl. 17-19. Sýningardaga kl. 17- 21. Simi 21-9-71. félagið Ærutrygging hf. og alveg sérstakiega bls. 26 og áfram I yf- irheyrslunum yfir Jónatan Þór- mundssyni. Ég mun hér ekki fara nákvæmlega yfir þessi ummæli sem bera vott um afbrigöilega viðkvæmni þessara manna. En ég vil þó vekja sérstaka athygli á ummælunum efst á bls. 31: „mjög margir þessara manna sem kannske má að vissu leyti telja mina samstarfsmenn eru hættir að heilsa mér, td. fjöldi manna uppi í Háskóla islands”. Ég tel aö menn sem eru svona viðkvæmir fyrir sjálfum sér ættu ekki að vera að föndra mikiö við stjórnmálaþátttöku. Ég hef hér sýnt fram á: 1. Aö ummæli Þjóðviljans höföu öll viö rök aö styöjast. 2. Aðummælin eru varnaöarorð i pólitiskum átökum. 3. Aö hvergi er um persónulegar niðárásirað ræöa i þeim grein- um sem hér um ræöir — ekki i einni einustu þeirra. Viröulegi dómur! Þjóöviljinn hefur alltaf frá upp- hafi vega — fyrst hinn gamli Þjóðvilji Skúla Thoroddsens og siöan hinn nýi Þjóðvilji okkar kynslóðar barist einarölega fyrir sjálfstæði islensku þjóöarinnar. Svo mun enn veröa gert hver sem málalok veröa á þessum staö. Þó aö 12 einstaklingar séu svo viö- kvæmir að þeir skriöi undir skikkjufald dómarans með vandamál sin læt ég mig þaö einu gilda. Hér er enn sem betur fer ritfrelsi, skoðanafrelsi, þar sem allar skoöanir mega heyrast, en ekki bara þær sem eru banda- rikjastjórn að skapi. Stafi sárindi stefnenda hins vegar af þvi aö þeir hafi orðið fyr- ir meiðslum á samvisku sinni, er ekki viö mig aö sakast. Eins og þér sáiö munið þér og uppskera. Alþýðubandalagið i Hafnarfirði Kommatrimm. Gönguferö á Búrfellsgjá n.k. miövikudagskvöld 23. júni. Alþýöubandalagsmenn og aðrir vinstrisinnar, hittumst viö Heiö- merkurhliö i Vifilsstaöahrauni kl. 22. Þeir sem þurfa aö fá bilfar þangað, svo og þeir sem hafa aflögu pláss, láti vita i sima 53540. Alþýðubandalagiö I Hafnarfiröi. Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru áminntir um aö greiöa framlag sitt fyrir áriö 1976. Glróseölar hafa verið sendir út, en nýir styrktarmenn eru beðnir um aö senda framlag sitt inn á hlaupareikning nr. 47901 Alþýðubankanum eöa greiöa þaö til skrifstofu flokksins aö Grettisgötu 3. Alþýöubandalagiö Kjördœmisráðsfundur Fundur kjördæmisráös á Norðurlandi vestra veröur haldinn á Skagaströnd helgina 26-27. júni n.k. Fundurinn hefst kl. 3 á laugardag meö um- ræöum um flokksstarfið I kjördæminu. Almennur fundur veröur haldinn á Skaga- strönd kl. 5 þennan dag og framsögumenn veröa Lúövik Jósepsson og Ragnar Arnalds. Fund- urinn fjaliar um stjórnmálaviðhorfiö almennt og er hann öllum opinn. Dagskrá kvöldsins verður tilkynnt siöar, en ekki er gert ráö fyrir frekari fundum þann dag. A sunnudagsmorgni starfa nefndir, en fundir kjördæmisráðs veröur fram haldiö kl. 1.30 og stefnt aö þvi aö honum ljúki um kaffileytið. — Stjórn kjördæmisráös. Lúövfk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.