Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 13
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. júli 1976 Sunnudagur 4. júli 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 13 BDHjBI Ku Klux Klan leynifélagiö sem vill standa vörö um „hreinleika” hvita mannsins og hefur staöiö fyrir limlestingum og moröum á svörtu fólki I meira en heila öld, þaö lætur enn á sér kræla. Myndin er frá árinu 1974. Hægt heföi veriö aö birta mynd af hengingu eöa brennu á ve^um KKK, því af nógu er aö taka, — myndir af voöaverkum haia iöngum veriö vinsæli blaöamatur I Ameriku. AI Capone stofnandi Mafiunnar og meistari hinnar skipulögöu glæpa- starfsemi sem hófst á bannárunum á þriöja áratugi aldarinnar. Spira- smygl, veitingahúsarekstur, bankastarfsemi, hrossaprang og geir- finnsmorö voru sérgreinar hans, en sjálfur var hann fyrst og fremst I skipulagsstörfunum. A þessum árum hófst einnig samvinna viö lög- reglu, tollgæslu og dómara, og leitað var hófanna hjá stjórnmáiamönn- um meö allgóöum árangri. Nær hálfri öld siðar flutti mafian I hvitahús- iö, miöstöö stjórnarráösins. Cornelius Vanderbilt II og Cornelius Vanderbilt III ásamt fjölskyldu- liöi. 1 Amerlku eru engir kóngar nema fjármálakóngar og þeir fá róm- verskar tölur viönafniö sitt einsog gamaldagskóngar Evrópu. Ættfaöir Vanderbilta hóf feril sinn I flutningum á Hudson-fljóti meö þvi aö múta embættismönnum. I þrælastriöinu seldi hann Lincoln-stjórninni ónýta daila sem sukku undir herflutningum á Mississippi áöur en I bardagann væri komiö. Þá sneri Vanderbilt sér aö járnbrautarflutningum og hóf samkeppni viö Jay Gould, aöallega um mútustarfsemi. Vanderbilt stakk 75 þúsund dollurum aö öldungaráösmanni, en strax þar á eftir tók sá sami viö 100 þúsund dollurum af Gould. Þetta var fyrir meira en einni öld og siöan hefur bandariskt mútufé aukist og margfaldast I ver- öldinni... í dag, 4. júlí, er mikið um dýrðir vestanhafs. Á þess- um þjóðhátiðardegi Bandarik janna er þess minnst að rétt 200 ár eru liðin frá því að lítil full- trúasamkunda í Fíladelfiu samþykkti sjálfstæðisyfir- lýsingu 13 breskra ný- lendna á austurströnd Norður-Ameríku. Af þessu tilefni er rétt að Þjóðvilj- inn rif ji upp ýmis atriði úr sögu og nútíð þess mikla ríkis sem reis á grunni sjálfstæðisyf irlýsingarinrv ar. Á þessum 200 árum hafa Bandaríkin verið í senn vonin og ógnin, þrælk- unin og frelsið, fátæktin og ríkidæmið. Innf lytjenda- straumurinn sem haldist hefur framundir okkar daga er til vitnis um vonina sem tengd hefur verið nafni Bandarík janna. Víetnam minnir okkur á ógnina. Litarháttur manna hefur skorið úr um frelsi eða þrældóm. Bandarikja- menn hófust úr fátækt til þess auðs sem mestur hef- ur orðið á jarðarkringl- unni: nú teljast 60% af auðlindum jarðar í eigu bandarískra þegna og fé- laga. Að þessari auðsöfnun styður net herstöðva sem umlykur allan hnöttinn og á sér enga hliðstæðu í sög- unni. A okkar dögum talar utanrikis- ráöherra Bandarikjanna af fyrir- litningu um þau mörgu nýfrjálsu riki sem oröin eru meirihluti i Sameinuöu þjóöunum. Sjálf uröu Bandarikin til viö þaö aö nýlendu- búar risu upp gegn s.inum lög- mæta arfaherra og kóngi af Eng- landi. Bandarikin uröu til viö uppreisn sem nýlenduherinn gat ekki brotið á bak aftur, frelsis- striöiö stóö um 8 ára skeiö. Eftir það liöu enn 6 ár þangaö til lög- mæti og regla festist i sessi. Her- stjórinn úr frelsisstriöinu, George Washington, var ekki kjörinn fyrsti forseti Bandarikjanna fyrr en áriö 1789, sama áriö og bylt- ingin mikla braust út i Paris. Stofnun Bandarikjanna og stjórnarbyltingin i Frakklandi voru tveir mestu atburðir 18. ald- ar og á milli þeirra eru augljós tengsl. Snúist var gegn stiröum stjórnarformum miöaldanna, hömlur á viöskiptum skyldu hverfa, lögtign vera afnumin. En hér var samt munur á, þótt báöir þessir atburðir hringdu inn öld borgarastéttarinnar. Ameriska byltingin opnaöi dyrnar upp á gátt fyrir auövaldsskipulaginu og sýndi aidrei fram á neina aöra möguieika. Margir af byltingar- mönnunum frönsku sáu lengra, út yfir auövald og stéttskiptingu. Risandi borgarastétt átti fullt i fangi meðað stýra þeirri byltingu i sér hagstæöan farveg. A vissan hátt nærast öreigabyltingar siö- ari tíma á þeirri frönsku byltingu sem kom borgarastéttinni til valda. Bandarisku uppreisnarmenn- irnir og byltingarseggirnir voru engir öreigasinnar, fjarri þvi. Hverjir voru þessir menn? Þeir voru landeigendur (og þarmeð þrælahaldarar), kaupmenn, mál- færslumenn, ævintýramenn, sakamenn og aörir sem trúðu á mátt sinn og megin. Þeir trúðu kjörorðum sem þeim bárust aust- an um haf: „lif, frelsi og eign”, sem Jefferson, einn af landsfeðr- unum, sneri svona: „einkaeign við leit að hamingju”. Allar þjóðfélagshræringar þarfnast glamuryrða og svo var einnig hér. En menn skyldu ekki taka of mikið mark á vigorðum gegn bretum og hálflénsku ný- lenduveldi þeirra, vigorðum um jafnrétti og frelsi öllum mönnum til handa. Risastórum jarðeign- um var skipt upp, en hver hlaut þær? Auðvitað þeir einir sem gátu borgað fyrir þær. Alþýöu- maðurinn græddi ekkert á um- skiptunum i Noröur-Ameriku fyr- ir 200 árum, fjarri þvi. Skattarnir þyngdust um allan helming, en samt fékk hinn óbreytti hermaður ekki málann sinn nema meö höppum og glöppum. Peninga- mennirnir högnuðust, meira aö segja einnig á hinni mjög svo bágbornu fjárhagsstööu rikisins. Paniel Shays fyrrum hermanni, þótti rétt að taka mannréttinda- yfirlýsingar alvarlega og hugðist stofna til einhvers konar sam- yrkju til aö jafna kjörin. Er frétt- ist af tiltæki hans til Boston skutu kaupmenn saman og fengu mála- liöa til aö ráöa niðurlögum sliks kommúnisma,— 40 árum áður en það orð var i heiminn borið. A þeim tima þegar landsfeö- urnir komu saman til aö setja hinu nýja riki stjórnarskrá, 1787, bjuggu tæpar 4 miljónir manna i Bandarikjunum, álika margir og nú i Noregi. Af þeim voru um hálf miljón svartra þræla. „Ailir menn eru bornir jafnir”, segir i sjálfstæðisyfirlýsingunni, en þetta jafnrétti náði aldrei til frumbyggja iandsins, indjána, né til fólks af afrikukyni. Með stjórn- arskránni var ekki veriö aö tryggja mannréttindi öllum til handa heldur aðeins þeim sem gátu látiö einkaeignina hjálpa sér tilað finna hamingjuna. Stjórnar- skráin kvaö á um rikisvald fylkja og sambandsstjórnar, gerði eitt samhangandi efnahagsrými úr landinu og skapaöi nýjan gjald- miöil, dollarann. „Treystum guöi”, stendur á seölunum. Jefferson, aöalhöfundur glæsi- lega oröaörar sjálfstæöisyfirlýs- ingar eignaöist i ekkilsstandi sinu 7 börn meö svartri ambátt, Sally Ilemings. 14 ára var hún þegar hann geröi hana aö ástmey sinni. Sally var dóttir tengdaföður hans, John Wayles.en sá var að atvinnu uppboöshaldari á þrælum. Þaö er i frásögur fært aö Jefferson hafi jafnan tekiö sér þrælasvipu i hönd þegar hann sýndi gestum búgarö sinn þar sem „talandi skepnur” yrktu jöröina. Þaö eru ekki 10 ár siðan opin- berar giftingar milli svartra og hvitra voru úrskurðaöar einka- mál, áður voru þær bannaðar i meirihluta af fylkjum Bandarikj- anna. Lögformlegt jafnræöi meö hvit- um og svörtum komst ekki á fyrr BANDARIKIN Draumur og veruleiki á 200 ára afmælinu en 100 árum eftir þrælastriöið. Um þessar mundir er talið að svartur maður hafi aö landsmeð- altali um 60% af tekjum hvits manns. Atvinnuleysi unglinga: 2 af hverjum 5 svörtum, 1 af hverj- um 5 hvitum. Hlutfallslega eru 4 sinnum fleiri svartir i fangelsi en hvitir. Bandariski félagsfræðingurinn C. Wright Mills setur fram þá kenningu að án Bandarikjanna hefði borgarastétt i nútimaskiln- ingi sennilega aldrei oröið annað en ævaskammur draumur á veg- ferð mannkynsins. Hugsjón henn- ar um einstaklingsfrelsi, efna- hagskerfi einkaframtaks og lýö- ræðislega valdstjórn hefði tæpast orðið lifvænleg annars staðar. Um þetta geta menn deilt, en hitt ér mála sannast sem Millssegir að aldrei hefur nein borgarastétt komist til óskoraðri valda i einu vetfangi en sú bandariska, þarna hafi stéttin komið fram i hreinni og sjálfri sér samkvæmri mynd, óbundin allri fortið og lagareglu annarra þjóöfélagskerfa. Rikis- valdið varð ekkert annaö en „framkvæmdanefnd kapitalist- anna” og samskipti manna ein- skorðuðust viö „tilfinningalausa peningagreiðslu” (Marx). En hvað um stéttarlegar skauthverf- ur? Hefur sá spádómur Marx ræst að þjóöfélagið hafi klofnað i 2 stéttir, eignamenn og eignalausa, arðræningja og arörænda? Þvi má svara játandi, en samt hefur það aldrei gerst aö bandariska verkalýösstéttin yröi neitt þjóöfé- lagslegt vald sem véfengdi yfir- ráö borgarastéttarinnar, hvaö þá ógnaði stööu hennar. Meö öörum orðum: þaö hefur ekki komiö upp neinn aösópsmikill verkalýös- flokkur i Bandarikjunum, hvorki sósialdemókratiskur né bylt- ingarsinnaður. Skýringin á vöntun verkalýös- flokks er margþætt. Bandarisk yfirstétt hefur beitt einstakri hörku við að berja niður verka- lýðshreyfinguna. Minna má á járnbrautarverkfallið 1877, McCormick-verkfalliö 1886 (4 hengdir), stál-verkbanniö 1892 (14 létust), kolabardagana i Colo- rado um aldamótin (mikiö mann- tjón), kolaverkfalliö 1914 (13 brenndir inni), kröfugöngu hjá Fórd 1932 (4 skotnir). Samtimis þessari hörku hefur veriö beitt ismeygilegri aöferö- um. „Það er skylda ykkar að verða rik! ”, sagði predikarinn Conwell, einn af ástsælustu um- feröapredikurunum. Þessu trúöi þjóöin og trúir enn. i meira en eina öld voru bandarikjamenn i rauninni að nema sitt eigiö land (eöa réttara sagt: aö stela þvi frá indjánum). Landamærin voru si- fellt aö færast lengra vestur. ö- ánægöir iðnverkamenn áttu þess kost aö freista gæfunnar meö flutningum og landnámi, leggja grundvöll aö nýrri einstaklings- tilveru. Þetta olli vinnuaflsskorti i iðnaöinum sem leiddi til hærra kaupgjalds og ýtti undir tækni- væöingu þannig að vélar tækju viö af mannshendinni. Samtimis flæddu innflytjendastraumarnir yfir. Tiltölulega stór hluti þjóöar- innar var nýr i landinu á hverjum tima, ekki oröinn hagvanur, illa að sér i málinu, litinn hornauga af þeim sem fyrir voru. Sannarlega var ekki von til þess aö verka- lýösstéttin skipulegöi sig sem Indjánahöföinginn Geronimo, hálfáttræöur, meö plpuhatt undir stýri á nýtlsku bil áriö 1905. 30 árum áö- ur haföi hann og ættkvisl hans, Apachar, velgt mörgum hvitum mönnum undir uggum i Arizona. Nú var I bókstaflegum skilningi búiö aö ganga milli bols og höfuös á „illþýöinu” scm kunni ekki aö meta gleöi eignarréttarins. Indjánar voru reknir inn á „reservöt” og haföir til sýnis handa forvitnum. Liklega var brenniviniö enn áhrifarikara en byssan til aö brjóta indjána á bak aftur. Saltsýru-árás á svarta menn I sundlaug sem eingöngu var ætluö hvlt- uní. Þetta var viö hótel i Flórida og hótelstjórinn greip til sinna ráöa i krafti þess eignarréttar sem hefur gert Bandarikin aö „guös eigin landi”, einsog $-myntin ber meö sér. þjóðfélagsafl. Þegar svo verka- lýösfélög komu til voru þau skipu- lögð eftir störfum en ekki eftir vinnustöðum; þannig var boðið upp á sundrungu i stað samstööu. 1 verkalýðsfélögunum hefur aldrei komið upp annað stefnu- miö en það aö vaxa saman við kerfiö. Enginn vafi er á þvi nú að hinn skipulagði verkalýður er ihaldssamasta þjóðfélagsafl Bandarikjanna. Aldrei var ætlunin að drepa hér á nema örfá atriði úr mötsagna- kenndri sögu og tilveru Banda- rikjanna. Hér er heimsins mesta þjóðablanda orðin að einni þjóð. 1 reynd er stéttaskiptingin meiri en inokkru ööru auðvaldslandi, i vit- und fóiks og hugsunarhætti er stéttamunur áberandi litill. Viö hliðina á nafntoguöustu mennta- stofnunum heims, rikir einhver sú ömurlegasta lágkúra i andlegu lifi alls almenn- ings sem hægt er aö hugsa sér. Efnaleg lifskjör eru talin þau bestu i heimi, en samt lifa 10% þjóðarinnar við eymdarkjör (undir „tilverulágmarki”), viö eymdina búa 7% hvitra manna en 30% hinna svörtu. Hvergi og aldrei hafa auðfélög, rikisstofn- anir og herinn fléttað saman hagsmuni sina sem hér. Samspil á milli glæpafélaga og hins opin- bera ásannast æ ofani æ, þess er skemmst að minnast aö gersam- lega siölaus maður haföi búiö um sig i Hvita húsinu meö hirö sina — og honum hafði við kosningar verið sýnt meira traust en nokkr- um stjórnmálamanni fyrr eða siöar i Bandarikjunum. Hvergi er ofbeldi á almannafæri og i opin- beru lifi eins mikiö og hér. Lif- hræddur maður heimsækir ekki Bandarikin á 200 ára afmæli þeirra. (Samantekt—hj) Stéttaskipting og hreyfanleiki milli stétta, hvort tveggja hefur þótt einkenna bandariskt þjóöfélag. Samuel Gompers leiðtogi AFL- verkalýðssambandsins 1903: „Eg skal segja ykkur sósialistum þaö aö ég hef kynnt mér hugmyndir ykkar. Ég segi ykkur aö ég er al- gerlega á öndverðum meiöi viö kenningar ykkar. Þiö kunnið ekki á efnahagsmálin, farið meö staö- lausa stafi I félagsmálum og þaö sem þiö viljiö i verkalýösmálum er óframkvæmanlegt”. Einn af samverkamönnum Gompers hét Adoiph Strasser, hann sagöi: „Viö höfum engin fjarlæg mark- miö. Viö vinnum frá degi til dags og berjumst fyrir nálægum markmiöum, þaö er aö segja markmiöum sem veröa aö raun- veruleika á örfáum árum”. Forsetahausar i Klettafjöllum, frá vinstri: Washington fyrsti forsetinn (eigandi 200 þræla), Jefferson þriöji forsetinn (fjölþjóðahringarnir eru nú aö framkvæma draumsýnir hans: „Viö skulum skilja verk- smiöjurnar eftir I Evrópu”), Theodore Roosevelt (1901-1909, „talaöu lágt en haföu sterkan staf”, sagöi þessi hugsjónarmaöur nakins ofbeldis), Abraham Lincoln (myrtur I embætti 1865 eftir unniö borgara- striö meö 500 þúsund látnum. Þrælahald er siæmt, sagöi Lincoln og gegn þviber aö vinna, en strlöiö er eingöngu háö til aö bjarga sambandsrlkinu, herteknuin þræli ber aö skila réttum eiganda ef lögmæti eignarinnar sannast). Borgarstjórinn I Washington heitir Washington og er þeldökkur maöur. Þetta heföi nafna hans forsetanum sennilega þótt ótrú- legt aö yröi nokkurn tima, og þessi frami er til vitnis um þaö aö nokkuð miöar i þá átt aö kynþáttafordómum sé vikiö til hliöar i þjóðlifinu, þrátt fyrir allt. A sumum sviöum hafa þeir svörtu komist fram úr hvitum, td. feröast þeir meira tii útlanda (etv. þykir þeim þægilegra aö feröast i öörum löndum en sinu eigin landi). — A myndinni er borgarstjórinn aö taka á móti Japans- keisara.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.