Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 4. júli 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Umsjón: Magnús Rafnsson og Þröstur Haraldsson Norskt vaðmál Vömmöl spellmannslag. Þetta plakat varft til i baráttu norðmanna gegn aðild Noregs að EBÉ. Sú barátta varð allri róttækri listsköpun mikil lyftistöng, ekki sist tónlist. Sá spillcs Tango Sjalusi og Tango lnfanteri og Tango Liebestraum og Tango Lebensraum... I þessu öilu er sumsé beittur pólitiskur broddur. En þeir eru jafnframt skemmtilegir og hafa húmor (sem norsara annars vantar sorglega oft). Ekki sist gripur samblöndun þeirra með rokk og þjóðmúsik, ásamt ferskum söng á þeirri góðu Þrándheimsmállýsku. Hljóð- færaskipan: gitar, fiðia, saxó- fónn, munnharpa, bassi, madó- lin, stundum trommur, einnegin lurkurklæddur i mannsskó, sem ætti að sjást á myndinni og er notaður til rytmiskrar fyllingar. Þeirfóru sigurför um alian Nor- eg eftir þessa plötu og lög af henni náðu fyrstu sætum I norska afbrigðinu af Top ten. Þetta eru liflegir sviðsmenn og leggja áherslu á sem mesta þátttöku áheyrenda. Eftir næstu plötu, lika hinni fyrstu, leystist Spellmannslaget upp i frumeindir sinar til náms og starfa. En nú hafa nokkrir þeirra stofnað aftur „Arbeidslaget hass K. Vömmöl- bakken”. Þessi nýja hljómsveit er mun rokkaðri en sú fyrri, minni áhersla lögð á þjóðlaga- stefin, trommurnar fastar i bandinu. Enda eru þeir nú flutt- ir inn til kaupstaðarins i Vað- málsdal, og syngja fyrst og fremst um bæjarlifið, stéttá- baráttuna i plastversmiðjunni og borgfirringu æskunnar. Útaffyrirsig má lengi deila um það vinstripólitiska afbrigði sem strákarnir aðhyllast, skal ekki gerthér. Það athyglisverða er, að þeir ná vinsældum og á- hrifum með boðskap 'sem ann- ars er litinn hornauga. Það ger- ist vegna þess, að þeim tekst að- skapa pólitik sinni aðgengilegt skemmtigildi á listrænan hátt. Útgefendur Vömmöl- ■ skifnanna er MAI, sem gefur út bróðurpartinn af þessu pólitiska þjóðlagarokki. Þetta fyrirtæki er að stærstum hluta i eigu lista- mannanna sjálfra, og leitast við að brjótast gegnum það bisness- kerfi, sem þar einsog annars staðar hefur byggst upp i kririg- um einkanl. poppmúsik. Þetta fyrirtæki hefur gengiö nokkuð vel, þó ekki sé örgrannt um, að hugmyndafræðingar þess séu heldur stifir i tónlistarpólitisku mati. Pólitikin A ðurnefnd samtenging pólitikur og músikur er hvorki nýttnésernorsktfyrirbrigði, og i Noregi styðst þessi stefna ein- mitt viö leifar gamailar hefðar og við svipaðar hreyfingar annars staðar, sérstaklega i ná- grannalöndunum Danmörku og sérilagi Sviþjóð, en i þeim tón- listarlega jurtagarði virðist drjúpa smjör af hverju strái. En kraftur þessara nýju hræringa i nojarapoppi liggur bó annarsvegar i norskum upp- runa sinum, hinsvegar i hinni alþjóðlegu endurnýjun vinstri-' pólitikur á siðustu áratugum. Og nú stendur þessi stefna að mér sýnist á nokkrum timamót- um. Neiið fræga var enginn úr- slitasigur og norskir pólitikusar virðast nú vera að hleypa mörg- um þeim skrimslum innum bak- dyrnar sem meirihluti norð- manná hrakti frá garðhliði sinu 72. Það er hægribylgja i Noregi og eiga oliuþursarnir i Norður- sjó þar ekki minnstan þátt. Þannig hefur baráttugleðin dofnað. Og þegar nýjabrumið er farið af hljómsveitum i Vömmölstilnum hljóta hlustendur að gera meiri kröf- ur, bæði til frumleika og gæða i tónlistinni og til markvisi i þjóð- félagslegri stefnumótun. CJtlitið á norskum vinstrivæng er lika heldur illt. Þeir búa greyin við einn sterkasta maóistaflokk i Evrópu að hlutfalli og mega ný- menningarmenn gæta sin að falla ekki i gryfju staliniskrar menningarsýnar. En þar á allt að fara vel að lokum, ekki má finna að draumalöndunum eða láta lokkast af úrkynjun vestur- landa, þar undir falla þeir vist báðir, Dylan og Jagger. Samfélagsgagnrýnir lista- menn hafa löngum átt i ýmsum innri erfiðleikum: hið nauðsyn- lega sjálfstæði listamannsins — tryggð við flokkslinu hvers tima, gildi boðskaparins — listrænt innihald. En við sem ekki kunnum á hljóðfærin biðum og vonum. Auk þeirrar gömlu lummu, að fagrar listir gefa lifinu gildi, skulum við muna, að i pólitikinni verður baráttan ekki skilin frá listsköpuninni, þvi einsog norsku hippo-anark- istarnir lýsa yfir i blaði sinu Gateavisa: Revolusjonens mál er den totale kommunikasjon. Möröur Önnur greinargerð frá Norðurlöndum t síðustu Klásúlum var rætt um pólitíska tónlist á Norðurlöndum og birt vettvangslýsing frá Dan- mörku. Nú er röðin komin að frændum vorum norð- mönnum, en hér á eftir fylgir frásögn íslensks námsmanns í Osló af rót- tæku tónlistarlífi í Noregi. Konurnar sem þeir Cohen og Lennon syngja um i „So long Marianne” og „Norwegian Wood” munu hafa verið norskar og þarmeð búið spil um áhrif þeirrar þjóðar i hinum alþjóð- lega engilsaxneska poppbransa. Fyrirgefið, Edvard Grieg var norskur lika, en hann er eitt af fórnarlömbum náriðla á borð við Rick Wakeman. Og höfum við þar greinilega vinninginn yfir þá ágætu frænd- ur vora, getum teflt fram mörg- um heimsfrægum hljómsveit- um, næstum heimsfrægum, hér- umbil heimsfrægum og amk. landsfrægum af heimsfrægð sinni. En þar i mót eiga norðmenn lika mun breiðari grundvöll að byggja á i sinni tónlistar- sköpun. Þar tókst hreintrúar- mönnum einsog Jóni ögmunds- syni (megi hann aldrei þrifast) ekki að eyöileggja þjóðlegan músikarf; hvert hérað heldur sinum sérstöku einkennum og hefur hvert sitt lag á fiðlum, flautum og i söng. Grieg er siður en kvo siðasti fulltrúi hinnar svokölluðu alvarlegu tónlistar, sem lifir þar góðu lifi, jafnt klassikerar og framúrstefnu- menn. Norskt djasslif er einnig mjög öflugt, á þvi sviðinu eiga þeir ýmsa viöurkennda lista- menn, allavega á evrópskan kvarða. Hver barnaskóli hefur sina lúðrasveit, og i þessu guðs- óttalega landi blómstrar auðvit- að trúartónlist af hinum ýmsu rétttrúnaðartogum. Þannig eru óskalagaþættir norskir furðulegir á að hlýða. Fyrst biður Per frá Guð- brandasdal um Johnny Cash, þá Torild frá Björgvin um Jesú- sálm, næst kemur pólitiskur visnasöngur, þá Louis Arm- strong, Harðangursfiðlur, lúð- rasveitarmars, Dingadangdong úr Grand Prix og siðast Mósart- aria. Rokkið Þrátt fyrir það að gömlu stjörnurnar eiga sér sinn sauð- trygga aðdáendahóp, leðúr- jakkaklæddan og brilljantin- greiddan, er það staðreynd, að rokkið hefur aldrei slegið þar eins I gegn og I nágrannalönd- um. Nefna má til sterka stöðu annarrra tónlistargreina, einnig að Noregur hefur ekki borg- væðst jafn ört og viðmiðunar- lönd. ósló er eina Kristjanian i Noregi og hefur verið kölluð stærsta smáþorp i heimi. Auð- vitað gengur sama giamríð á diskótekinu i Chateau Neuf einsog annars staðar, en sú menningarbylting, sem flæddi um ungu kynslóðina á sjöunda tugnum, einangraðist i fámenn- um hópum og verður til dæmis furðu litt vart I norskum háskól- um. Merkasti atburður Noregs- sögunnar frá striðslokum er án efna slagurinn um þátttöku Noregs i Efnahagsbandalaginu, sem lauk með naumu neii i september 72. Þetta varö póli- tiskur prófsteinn hins norska hluta þess aldurshóps sem hér er skrifað um og fyrir. Og ein aðalvopnin i þessari baráttu af hálfu neimanna voru einmitt texti og lag. Viða var leitað fanga, hvorki Elvis né Bell- mann voru látnir i friði. Þessut- an vaknaði áhugi á hinum póli- tiska skáldskap fyrri tima, dustað rykið bæði af öreiga- skáldinu Rudolf Nielsen og þeim róttæka flugmanni og píslar- votti Nordal Grieg, og samin lög við ljóð þeirra. Meiraðsegja Björnstjerne Björnson fékk ekki að hvila óáreittur I gröf sinni; hefði kannski betur legið áfram. Þarna tengdust þvi hinar ýmsu menningarstefnur i pólitiskri baráttu og það er þessi samtenging og hinn aukni pólitiski þroski semjenda og flytjenda sem tvimælalaust vekur islendingi úr Hljóma- kúltúrnum mesta athygli. Og þetta hafði áhrif útyfir þann hóp sem stóð I fremstu viglinu. Til dæmis er norskur almenningur mikið til hættur að lita við þvi sem einstaka þjóðvillingur sem- ur á ensku. Það hefur litla þýðingu að romsa upp framandi nöfnum. Þó skuluð þiö leggja eyrun við ef þið til dæmis heyrið i visna- söngvurunum Lillebjörn Niels- en, Jon Arne Correll, Finn Kal- vik, eða róttæka þrænda- bandinu Isenkram, kvenna- hljómsveitinni Amtmandens Dötre, fólkrokksveitinni Folque eða Samagrúppunni Dædnugádde Nuorat/Tana- breddens Ungdom. Flaggskip þessa tónlistarflota er þó án efa Vömmöl Spellmannslag. Vaðmálið Fyrsta skifa þeirra kom út 74 og náöi strax geysilegum vin- sældum. Á plötunni eru sögur frá og af imynduðu, en dæmi- gerðu norsku byggðarlagi, Vömmöldalen (Vaðmálsdalur), þar sem hagvöxtur og framþró- un eru vel á veg komin með að eyðileggja áðurblómlegt mann- lif. Þeir syngja um liðið I sögunarverksmiðjunni og fjár- bændur inndalsins, fiðluröll sveitarinnar og ekki síst' um böllin I kaupstaðnum Porselen- strand, þarsem Rótariklúbbur- inn svifur um i einum ljúfum Tango Kapitai:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.