Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 04.07.1976, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 4. júli 1976 gleðjast Að hafa sömu áhyggjur og yfir því sama og þjóðin Eftirfarandi viötal við skáldiö viöfræga, Évgéní Évtúsjenko, birtist fyrir skömmu i sovéska viku- blaðinu „Nedelja". Sp. — Kvæði yðar birtast oft á prenti, og sumir lesendur halda þvi fram að þér hafið litið fyrir þvi að yrkja. Er það rétt? Évtúsjenko— Það er rétt að ég skrifa mikið. Einu sinni orti ég 85 kvæði á tveimur mánuðum. Auð- vitað voru þau ekki öll góð. En hvaða skáld yrkir aðeins góð ljóð? Sumir samtimamenn Maja- kofskis höfðu imugust á blaða- skrifum hans og töldu vafasamt að hann ætti heima á skáldabekk. En hann skaut þeim öllum ref fyrir rass með kvæðum sinum. Til eru skáld sem láta aldrei fara frá sér neitt án þess að vera búnir að finpússa það og snurfusa þannig að hvergi sjáist snurða. En slikur skáldskapur er einsog eimað vaLn: skortir lif. Svo eru aðrir sem helst má likja við fjallalæki. Þeir bera með sér grjót og spýtnarusl, en það heyrist þó i þeim. En yfirleitt ætti maður að reyna að sameina frumkraftinn og listrænan sjálfsaga. Vinnuaöferöir. Sp.— Lesendur okkar fýsir að vita hvernig þér vinnið. Evtúsjenkó— Ég skrifa aldrei neitt hjá mér i minnisbækur. Blaðamaður sem dregur upp vasabók i miðju samtali og fer að krota eitthvað niður, getur átt á hættu að viðræðunautur hans fari hjá sér og hætti að vera eðlilegur. Rithöfundur, sem hugsar stöðugt um að hann er rithöfundur, er dæmdur til sálfræðilegrar inni- króunar Ég hrifst af mjög mörgu i lifinu sem kemur bókmenntum ekkert við, mér finnst tilgangur lifsins ekki felast i bókmenntum eingöngu. Ég hitti oft allskonar fólk og ferðast mikið um heiminn. Oft heyrist talað um tvær vinnuaðferðir rithöfunda. önnur er fólgin i þvi að láta aldrei liða svo dag að maður skrifi ekki eitt- hvað. Hin aðferðin er sú, að skrifa aldrei nema þegar ekki veröur hjá þvi komist. Ég er hlynntur siðarnefndu aðferðinni. Ég þoli ekki að sitja við skrifborð á hverjum degi. Mér finnst skemmtilegra að handfjatla árar, riffil, hamar, skóflu, naglbit eða stýri, heldur en pennann. En þegar ég verð fyrir sterkum áhrifum og ég get ekki annað en skrifað, getur heldur ekkert slitið mið frá pennanum. Þá get ég unnið fimmtán tima á sólarhring i tvo mánuði samfleytt. Egglaga eöa hvöss Sp. — Þér höfðuö haslað yður völl i sovéskri ljóölist aðeins 25 ára að aldri. Nú eru skáld kölluð „ung” þótt þau séu komin yfir þritugt. Hvernig stendur á þessu? Évtúsjenko — Æskan er timi leitar og dirfsku. Skáldskapur ungs fólks nú er tæknilega betri en áður, en sálfræðilega minnir hann svolitið á færiband. Sönn ljóðiister bæði þjóðleg og nútima- leg. Skáld er fyrst og fremst per- sónuleiki. Gallinn við sum ungu skáldin nú á dögum er hvað þau vilja forðast hvössu hornin, þau eru einhvernveginn egglaga. Ég er ekki að segja að maður eigi endilega'að leita uppi „hvöss” viðfangsefni, en stundum rekur maður sig á þau. Hverjir aðrir en ungskáld ættu að berjast gegn hversdagsleika og smáborgara- skap, andlegum veiðiþjófnaði og skepnuskap? Annar galli á ung- skáldum okkar er sá,-að þau skortir sögukennd, tengl við djúp aldanna. Það er of mikið af góð- látlegu aðgeröarleysi og aðgerðum sem ekkert eru nema trumbusláttur. Ljóðunum er of auðvelt að skipta i flokka:. „sveitaljóð”, „verkamannaljóð” og „stúdentaljóð”. Of litið er um tilraunir sem gustar af. Of litið af tilraunum með form. Hrynjandi Ijóðanna er oft einhæfúr. Siðasti umbótamaðurinn á þessu sviði er Voznerjenski, sem kom fram á sjónarsviðið fyrir 15 árum. Hvar er sá strákur? Sp. — Hvernið skilgreinið þér þjóðfélagslegan skáldskap? Évtúsjenko — Þjóðfélagslegur skáldskapur getur verið bæði opinn, i einskonar balaðmennsku- stil, og persónulegur. En stór- skáld getur enginn orðið nema hann yrki þjóðfélagslega, hvort sem hann gerir það einsog blaða- maður eða á persónulegan, inni- legan hátt. Að yrkja þjóðfélags- lega er aö láta sér ekki á sama standa um hlutina. Skáld sem þannig yrkir finnur að hann er þjóðfélagsþegn, sonur þjóðar sinnar, hefur sömu áhyggjur, ótt- ast það sama og gleðst yfir þvi sama og hún. Sp. — Hver haldið þér að þróunin verði i sovéskri ljóðlist á næstunni, og af hvaða skáldum væntið þér stærstu afrekanna? Évtúsjenko — Ég er enginn spámaður. Af elstu kynslóðinni finnst mér Mesjirov, Slútski og Samoilov skrifa best. Af næstu kynslóð þar á eftir: Vinokúrov. Ljóð, söngvar og óbundið mál Okudsjava finnast mér undur- samlegt fyrirbæri i listinni. Af okkar kynslóð nefni ég Voznes- énski, Akhmaduliu, Vladimir Sokolov og Matvejevu. Þetta fólk var þegar á tvitugsaldri komið með sinn sérstæða persónuleika, þvi verður ekki ruglað saman við neitt annað fólk. Af yngri skáldum get ég nefnt Tsjúkhont- sev og Júri Kúsnetsov, en þvi miður eru þeirvarla i hópi ung- skálda lengur. Mer sýnist miklu meira vera að gerast hjá þeim skáldum sem skrifa óbundið mál, prósa. Hvað ljóðlistina snertir bind ég vonir minar við skáld framtiðarinnar, skáldið sem á eftir að birtast. Ég er ekki einn um það. „Mig dreymir um ljóð- rænan son TU-144 eða Boeing” sagði Voznesjenski einu sinni. Hvar ætli hann sé, strákanginn sá? Ungir og gamlir. Sp. — Áður ávörpuðuð þér mannkynið gegnum æskulýðinn, sn nú er þessu oft öfugt varið i skáldskap yðar. Er hér um að ræða breytingu á skáldskapar- verkefnum yðar, eða aðeins á að- ferðunum? Évtúsjenko — Spurningin er ekki alveg rétt orðuð. Æsku- lýðurinn er ekki einhver við- bygging við mannkynið, heldur er hann likamlegur og andlegur eiginleiki mannkynsins eiginleiki sem er i stöðugri endurnýjun. Að yrkja bara fyrir æskulýðinn, miða allt við hann einsog hann væri einskonar loftvog — það er álika takmarkað og að miða allt við miðaldra fólk eða gamalt fólk. Þegar á allt er litið eru ungu stúlkurnar i dag ömmur fram- tiðarinnar. Ég hef ort mörg ljóð um gamalt fólk og lika um ungar stúlkur, en ég hef þá verið að yrkja um lifið i heild. Á árunum eftir 1950 voru það helst ungir jafnaldrar minir sem lásu ljóð. Við þóttum þá helst til hávaða- samir, sumri gagnrýnendur skrifuðu um okkur einsog tisku- fyrirbæri, sem mundi fljótt falla i gleymsku. En þeir sem voru að leita að „nýjustu tisku” heRust úr lestinni. Lesendur okkar hafa elst, en án þess að tapa tengslum við æskuna. Það er jafnhættulegt að tapa tengslum við æskuna og að komast ekki i samband við vis- dóm eliinnar. Bestu ljóðin eru þau, sem framfarasinnaðasta æskufólki fiunst ekki gamaldags og eldra fólki finnst ekki barna- leg eþa heimskuleg. . Uppi á palli. Sp. — A sjöunda áratugnum lásuð þér oft upp ljóð yðar opin- berlega. Finnið þér enn til þarfar á slikri miðlun? Évtúsjenko — Skáld minnar kynslóðar — og þá sérstaklega ég — voru oft skömmuð fyrir að vera einskonar „show-menn”, og átti það að vera i andstöðu við „hina hljóðlátu ljóðlist”. Gæði ljóðanna Framhald á bls. 22 Hj úskapar tilb oð og mannréttindi Auglýsing og fjaðrafok Fyrir nokkru birti ungur verkamaður i Malasiu, ind- verskrar ættar, auglýsingu í blaði i Nýja-Sjálandi, sem heitir Truth Sannleikur. Verkamaðurinn, sem Nadarajah heitir, auglýsti eftir nýsjálenskri stúlku sem vildi gift- ast honum og gera honum kleift að flytjast til lands hennar. Hann mælti nokkuð með sjálfum sér eins og gengur f hjúskaparaug- lýsingum (heiðarlegur, duglegur o.s.frv.) og fannst að sjálfsögðu að sitt hjúskapartilboð hefði ekki minni rétt á sér en annarra manna, enda, eins og hann sagði siðar ,,er það hvort eð er siður i indverskum fjölskyldum að hjónabandið fer á undan ástinni”. En blaðið Truth, sem aug- lýsinguna birti, var ekki á sama máli. Það rak upp mikla hneykslunarhrinu, segjandi sem svo:„Nýsjálenskar stúlkur, varið ykkur! Malasiskur indverji er á höttunum eftir ykkur! Hann vill giftasteinniykkartil að hann geti komið hingað að vinna. Engin ást, engin bliða! Bara ábatahjú- skapur”. Agalegt og ægilegt er það. Veslings Nadarajah var alveg miður sin, þegar blað eitt i Singapore spurði hann um þetta mál. Atthagafjötrar Þessi 'saga minnir á stóran mannréttindavanda og þver- stæðufulla afstöðu um það á al- þjóðlegum málþingum, að menn hafi rétt til að velja sér bústað. sunnudags Ég man ekki, hvaða formúlur þeir nota hjá S.Þ. en ein er ein- hvernveginn svona: „Menn hafa rétt til að yfirgefa land sitt, og snúa heim aftur”. I reynd eru fá mannréttindi eins rækilega snið- gengin og þetta; flestir jarðarbú- ar búa i reynd við einhverskonar átthagafjötra — jafnvel þött þeim sé leyftaö yfirgefa heimkynni sin er allsendis óvist að þeir hafi stað að fara til. Frelsi i þessum efnum er i reynd bundið við góðan efna- hag. Að sjálfsögðu er til mikið af fólki, sem aldrei reynir að taka sig upp og „leita gæfunnar” ein- faldlega vegna þess að það býr við þá einangrun, eða fáfræði eða allsleysi, að það veit ekkiaf öðr- um kostum. Látum útrætt um það i bili. Pólitik En svo eru það allir hinir sem vilja láta reyna á þessi réttindi. 1 fyrsta lagi eru þeir, sem flýja eitthvert pólitiskt ástand, það er þjarmað að þeim, þeir eru ofsótt- ir. Þetta fólk fær mesta samúð og stuðning, þó mjög mismunandi. Andófsmenn frá austanverðri Evrópu sem fara úr landi, nauðugir eða viljugir, fá míkla samúð, og það er margt fyrir þá gert, sem betur fer. Þvi miður hafa verið ogeru fleiri, sem verða að bita i' það súra epli, að enginn vill taka við þeim. Ég minni á gyðinga og aðrasem voru i hættu fyrirHitlerrétt fyrir striðog voru strandaöir hér og þar á krossgöt- um og i hafnarborgum Evrópu. Eða á þá flóttamenn frá Chile, sem um árabil hafa dregið fram lifið i sérlega fjandsamlegu um- hverfi i Argentinuog hefur gengið mjög treglega að finna þeim at- hvarf. Tötraliðið kemur! En einna mestur verður vandi þeirra sem eru blátt áfram að flýja undan örbirgð — og þá til efnaðri iðnvæddra landa. Þá fer samúð heimsins niður fyrir frost- mark, þess heldur blossa upp all- ar meinlokur og fordómar eins og hjá þvi góða blaði Truth á Nýja Sjálandi (sem væri n.b. sjálfsagt vist til að skrifa með hrifningu um glæsibrullaup sautján ára stelpu og áttræðs oliukóngs). Þá er hrópað: varið ykkur, þeir eru að koma að taka frá ykkur vinnu, þeir ætla að sofa hjá dætrum ykk- ar. Og þaðsem verst þyrkir: þeir ætlast til þess að börn þeirra að minnsta kosti verði fullgildir borgarar i nýja landinu. Þvi þótt það sé talið hagkvæmt að hleypa inn sumu af þessu fólki (án hjúkrunarkvenna og sjúkraliða frá Trinidad og Singapore væri ekki hægt að reka enska spitala; án alsirbúa og tyrkja i sorp- hreinsun mundu stórborgir Frakklands og Þýskalands fyllast af skit) — þótt þetta sé talið hag- kvæmt,þá á þaðsamt allt að vera til bráðabirgða; ráðningar eiga helst að vera þannig, að fjöl- skyldúrnar komi ekki lika, að sem fæstir festi rætur. Persóna og samfélag Útlegð, hvort sem hún er tengd flótta undan örbirgð eða kúgun, getur verið mikiisverður réttur. Hún ieysir a.m.k. persónulegan vanda. En það er lika ljóst, að önnur vandamál leysir útlegð ekki, þvi miður. Útlegð stjórnar- andstæðinga kemur alræðisstjórn að gagni, þeir eru hættuminni er- lendis enheima fyrir. Flótti und- an fátækt flýtir ekki lausn undan eymd heima fyrir — hann gerir að þvi leyti illt verra, að einatt hafa þeir sem flýja meira frumkvæði eða starfsþekkingu en þeir sem eftir sitja. Það var ein sérlega dökk hlið á samskiptum Bret- lands við fátæk samveldislönd: þaðan máttu menn flytja inn ef þeir höfðu viss próf, enda þótt öðrum væri synjað um landvist. Pakistanskur læknir að störfum uppi isveiti Skotlandi leysirýms- an vanda fyrir Sameinaða kon- ungsrikið, en staðsetning hans i tilverunni gerir hlutskipti landa hans i Belútsjistan eða Púndsjab nokkru verra en ella hefði verið. Árni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.