Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 1
Fundur í fyrrakvöld hjá starfsmönnum Kröflu Ekkert verð á gulllaxi þessvegna engin nýting — Þaö er illt aö jafnágætur matfiskur og gulllaxinn skuli ekki hirtur og nýttur, segir dr. Jakob Magnússon fiskifræö- ingur nýlega í viðtali við tímaritiö Sjávarfréttir, þar sem rætt er við hann um fiskileitarleiðangra togarans Run- ólfs á vegum Hafrannsóknarstofnunar. Segir Jakob i viðtalinu, að gulllaxaveiðin gæti orðið góð uppbót á karfaveiðar Islendinga, þar sem þessi fiskur heldur sig mest á sömu slóðum og karfinn. Hins vegar sé gulllaxinn mun mjóslegnari en karfi, þannig að leyfa yrði minni möskvastærð en þá 135 mm sem nú eru leyfðir. Það hafi einnig komið i ljós i leiðöngrunum, að á þeim slóðum sem gulllax af góöri nytjastærö hélt sig hefði ekki verið mikiö um smáfisk af öðrum nytjafiski og þvi ætti að vera hættulaust að leyfa minni möskva viö hugsan- legar gulllaxveiðar. — bað er hins vegar vitað mál, segir dr. Jakob — að enginn hefur áhuga áaöreyna fyrir sér við þessar veiðar þegar ekkert verö er á fiskinum.Ég tel brýna nauösyn bera til að verðleggja þennan fisk og reyna að nýta hann. Það er t.d. mjög slæmt aö þeim gull- laxi sem veiðist með karfanum skuli vera hent. Aðspurður kveður Jakob ekki mögulegt að geta sér til um magn gulllaxins, en eftir veiðum að dæma væri óhætt að fullyröa að nú væri mikiö magn af þessari fisktegund á ákveðnum slóöum. Gulllax finnst mest hér við land á 200-500 metra dýpi 1 landgrunnsbrúnum frá suöausturlandi til vesturlands, og er sagt að hann nýtist mjög vel til matar. Þannig er meöalþyngd flaka hans um 53% af þyngd fisksins sem er mjög góö nýting. Ekki hafa margar þjóðir fært sér gulllaxinn i nyt ------------ til reynslu, en rússar og japanir hafa gert talsvert af þvi að veiða hann og þá aðallega við austur- strönd Bandarikjanna. V erðbólgumetið á hægristj órnin „Náttfari99 handtekinn? Alþýðuleikhúsið byrjar œfuigar á nýju leikriti Sjá síðu 6—7 Heimsókn í Gufunes — Mikilvœgur tengiliður Sjá opnu t nýútkomnu fréttabréfi Kjara- rannsóknarnefndar er yfirlit yfir verðlagsþróun á islandi sl. ára- tug. Þar kemur meöal annars fram að veröbólgumet þessa timabils á hægristjórnin þvi aö fyrsta heila valdaár hennar hækkaöi visitala framfærslu- kostnaöar um 49,4% en visitala vöru og þjónustu um 50,2%. Arinu á undan, 1974, skipta hægri- og vinstristjórnin á milli sin: þaö ár var verðbólgan 42,8% á kvaröa vfsitölu framfærslukostnaöar, en 42,2% miðaö viö vlsitölu vöru og þjónustu. Annars litur verðhækkun þannig út miðað við fyrra ár, fremri dálkur framfærsluvisi- talan, aftari dálkur er visitala 1970 13,2% 14,4% vöru og þjónustu: 1971 6,3% 7,3% 1972 10,5% 14,5% 1964 19,3% 19,5% 1973 22,1% 24,6% 1965 7,0% 7,3% Taka ber fram að verðlag inn- 1966 10,6% 12,7% flutnings stóð i stað á valdaárum 1967 3,5% 3,5 viðreisnarflokkanna, en tók 1968 15.4% 15,7% stökkbreytingum upp á við frá 1969 21,7% 24,0% 1973. Rannsóknarlögreglan í Reykjavík handtók skömmu eftir hádegið i gær mann, sem kannast hefur við að hafa að undan förnu farið á næturþeli inn í íbúðir til þjófnaðar. Er álitið að hann sé ábyrgur fyrir að minnsta kosti hluta af þeim innbrotum, sem „Náttfara" hafa verið kennd hér í borginni. Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn aö hafa brotist inn I Ibúð kaupmanns i Reykjavik og tekið þar 50 þúsund kr. i peningum ásamt lyklum af verslun hans. Þaðan tók hann 200 þúsund kr. i peningum og um 400 þúsund kr. i tékkum úr peninga- skáp og öðrum hirslum. ÞJÚÐVUHNN Fimmtudagur 12. ágúst 1976. —41. árg. —176. tbl. BAKHLIÐIN Sjálfsagt dettur fáum I hug, aö mynd þessi sé tekin i hjarta Reykjavikurborgar En þannig er þaö nú samt. Húsin, sem þarna sjást standa viö Austurstræti. Þetta er sú hliöin sem frá götunni snýr, og gleður augu þeirra starfsmanna Landsbanka islands, sem svo ógæfusamir eru aö lita út um glugga til þessarar áttar. (Ljósm. eik.). Ekki minnst á að yfir- gefa Kröflumannvirkin segir Þorkell Erlingsson eftirlitsverkfrœðingur t fyrrakvöld var haldinn fundur meö starfsmönnum Kröfluvirkj- unar þar sem þeir Páll Einarsson jaröeölisfræöingur og Guöjón Petersen starfsmaöur Almanna- varna fluttu erindi. Aö sögn Þor- kels Erlingssonar eftirlitsverk- fræöings viö Kröflu var fundurinn fjölmennur og afar fróölegur. — Fundurinn byrjaði á þvi aö Guðjón Petersen skýröi frá niöur- stööum sem fengist hafa af undangengnum jarðskjálftum og ræddi hann um ýmsa möguleika, sem kunna að koma upp ef jarð- hræringar aukast, sagði Þorkell. — Siöan flutti Páll Einarsson stórskemmtilega tölu um jarð- skjálftana á þessu ári, sýndi niöurstöður á staðsetningum þeirra, fjölda skjálftanna, dýpt þeirra o.m.fl. Þeir félagar svör- uðu siöan fjölda fyrirspurna og i heildina var þetta afar gagn egur fundur fyrir okkur sem hér Ivinn- um. Framhald á 14. síðu. —hm Miðstjórnar- fundurinn er í kvöld M iös t j ór n a r m e nn 1 Alþýðubandalaginu eru minntir á fundinn i miöstjórn fiokksins, sem hcfst kl. 20.30 i kvöld aö Grettisgötu 3 I Reykjavik. Umræöuefni fundarins er flokksstarfið i vetur og flokksráös- fundurinn I haust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.