Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 2
2 SÍDA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 12. ágúst 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Ekki svo illa pissað mmmmm e ' • • ■■JSa Þorgeir Þorgeirsson rithöf- undur er vel gefinn maöur. Þetta t-r staöhæfing, sem ég byggi á þeim ritverkum, sem ég hef lesiö eftir hann og sem hafa komiö almenningi fyrir sjónir i Þjóöviljanum. Þeim mun erfiðara er mér að skilja þá ritsmið, sem kom al- menningi fyrir sjónir laugar- daginn 31. júli s.l. Ef mér hefði ekki komið ofannefnd staðhæf- ing fyrst i hug, þá hefði ég hugs- að eitthvað á þá ieið: „ekki svo illa Dissað með svo litlum enda”. Ég tók mig til og skoðaði umrætt „pissverk” og get, eftir það, ekki skilið hvers vegna ekki má brjóta og skera á þver- linur. Ef staðið er rétt á hægri hönd Ólafs Thors, þá sést ,,piss- verkið” ekki, og þverlinur Esj- unnar halda sér. Ef staöið er i götunni, sem liggur að Tjarnar- brúnni, ráðherrabústaðar- megin, þá sést ekki i þverljnur flugskýlis Flugfélags tslands, og tel ég það litinn fegurðar- spilli. Ef staöið er aftur á móti á sjálfri brúnni, eða i Lækjargöt- unni á móts við BSR, þá sést illa til Norræna hússins, svo þeim, sem ekki lika þverlinur þess, geta staðið þar. Þannig getur fólk skipt sér niöur i minni og stærri hópa eftir atvikum, allt eftirsmekk og „þverlinuskyni”. Samskipti viö aðrar þjóðir eiga að byggjast á jafnréttis- grundvelli en mér finnst aö við- skipti tslands við önnur lönd eigi ekki að draga niður i það fen, sem ræður rikjum i islenskum dægurmálum, það má vera, að bandariska sendiherranum hafi gengið einungis gott til þegar hann ákvað aö gefa islendingum þessa gjöf. Það má einnig vera, að gjöfin sé lúmskur liður i amerikani- séringunni á Islandi. A það legg ég engan dóm. Að Þorgeir Þorgeirsson, rit- höfundur, vill ekki vera minni maður en fulltrúi bandariskrar heimsvaldastefnu og láta Islenska gjöf pissa niður á við fyrir vestan haf fæ ég ekki skilið. Eða var þetta lúmsk aug- lýsing á bókmenntaverkum Þorgeirs Þorgeirssonar, rithöf- undar? Ég bara spyr. Það er ekki nóg að fá snjallar hug- myndir, það verður að búa þær i þann málfræðilega búning, sem sæmir manni, sem kallar sig rithöfund. Um leið eru þessi viðbrögð táknræn i þessu landi nú til dags. Menn eru aö fárast yfir „pissverkum” I stil við þetta i Tjörninni, sem sprautar tæru vatni, að minum dómi og ekki brúnu eöa mórauöu, annaö hvort er ég eða rithöfundurinn litblindur, — meöan ausið er yfir almenning skitspúandi iön- aði, upp um sveitir og suður með sjó, meðtalin eru aukaefni i matvælum, sem enginn veit hver áhrif hafa á erfðaeigin- leika og framtið mannlifs I þessu landi og þegar meiri hluti þessarar þjóðar býr sem næsti nágranni við afkastamestu eyð- ingarvopn þessa heims. Það var kannski ekki svo illa pissað, þrátt fyrir allt. Borgþór S. Kjærnested. Jarðhitaleitin er ekki nógu árangursrík — Togarar Útgeröarfélags Skagfirðinga, sem leggja frysti- húsinu hér til hráefni, hafa aflað alveg sæmilega að undanförnu. Hér hefur þvi verið yfirdrifin vinna i sumar, sagði Gisli Kristjánsson, oddviti I Hofsósi, við biaðið á þriðjudaginn. Aftur á móti hefur verið mikið tregfiski hjá smabátunum. Þar er þó fremur um að kenna gæftaleysi en fiskifátækt, þvi nú hefur verið stanslaus bræla i hálfan mánuð og bátarnir ekkert getað róið. Ef hinsvegar gefur svo, að þeir geti farið lengra en á grynnstu miö þá hafa þeir reytt dálitið. Við erum nú að byggja hér fjórar leiguibúöir og er þeim öllum fyrirfram ráðstafaö. Eins og ég sagði þér frá i sumar þá höfðum við hug á að fram færi jarðhitaleit við Reykjarhól á Grafarbökkum. Varð af þvi þann:g,að gerðar voru viðnáms- og segulmæl- ingar á svæðinu. Árangur af þeim athugunum varð þó ekki sá, sem vonir stóðu til. Allt bendir þó til, að þarna finnist heitt vataen hinsvegar á miklu dypi. Yrði þvi kostnaður við borun mikill og ekki útlit fyrir að hafist verði handa við hana á næstunni. Fólki fjölgar hér alltaf heldur þvi þó að það unga fólk héðan, sem stundar langt skólanám, komi yfirleitt ekki til baka, af Hofsós þvi að atvinnuskilyrði fyrir það skortir hér, þá kemur annað i staðinn. Heyskapurinn gengur svona upp og ofan. Einstaka bændur munu búnir að hirða og allir eru raunar komnir vel á veg. Ein góð vika mundi breyta miklu. —mhg Varmahlíð er vaxandi þorp — Varmahlið I Skagafirði er mjög vaxandi þorp og þar hefur, á undanförnum árum, verið að myndast miðstöð fyrir ýmiss konar starfsemi I héraðinu, einkum menningar- og félags- lega. Staðurinn býr iika yfir ýmsu þvi, sem gerir hann kjörinn til sliks hiutverks. Hann er i miðju víðlendu héraði, liggur við krossgötur, þar er jarðhiti, þaðan gefur mikla og fagra sýn yfir breiðar byggðir Skagafjarðar. Svo fórust að Halldóri Bene- diktssyni, oddvita á Fjalli i Seyluhreppi, er blaöið ræddi við hann s.l. mánudag. Og Halldór heldur áfram: — Upphaflega var Varmahlið byggð sem nýbýli úr landi Reykjahóls. Frumbyggjar þar voru hjónin Pálmi Þorsteinsson frá Stokkhólma og Sigrún Guðmundsdóttir frá Reykjar- hóli. Siðar átti Vigfús Helgason, fyrrverandi kennari á Hólum i Hjaltadal Varmahlið um skeiö, en svo yfirtók rikið eignina I þvi augnamiði að þar risi skóla- setur. Nú er Varmahlið eign Skagafjarðarsýslu. Hér skal ekki rakin þróunar- saga Varmahliðar,en hún hefur orðið með þeim hætti, sem marga skagfirska hugsjóna- menn dreymdi um en lifðu þó ekki allir að sjá. Þar kom snemma greiðasala, gisti- og samkomuhús, sundlaug, og Skógrækt rikisins nam þar land með sina starfsemi. Sigurpáll Arnason i Lundi hóf þar verslunarrekstur fyrir mörgum árum og stundar hana enn og Kaupfélag Skagfirðinga rekur þar myndarlegt verslunarútibú, til mikils hagræðis fyrir ibúa fram-héraðsins og ferðamenn. Bifreiðaverkstæði er búið að starfa þar all-lengi og annað er i byggingu. t Varmahliö er ágætt félagsheimili, Miðgarður. tbúðarhús eru þar allmörg oröin og fjölgar stöðugt. t byggingu eru nú 7 eða 8 ibúðarhús, ýmist á byrjunarstigi eða komin undir þak. Og svo er það loks skólinn, en að honum standa 11 hreppar Skagafjarðarsýslu af 14. Framkvæmdum við skóla- bygginguna er haldiö áfram i sumar og er nú verið aö koma upp kennaraibúöum. t þvi húsi verður einnig bókasafn og les- stofur. Þessi bygging er nú langt komin hið innra og er verið að mála hana þessa dagana. Hinsvegar fékkst ekki nægilegi fjármagn til þess að hægt verði i sumar að ganga frá húsinu að utan og er það mjög bagalegt. Valgerður Hafstað málari frá Vik i Skaga- firði, sem búsett er i New York, dvelur nú hér heima um þessar mundir, og var hún fengin til þess að skreyta setustofuna i heimavistarhúsinu. Þá er unnið að holræsagerð um Varmahliðarbyggðina og er það mikið verk. Siðan koma götulagnir og þannig tekur hvert verkefnið við af öðru. Bagi er að þvi, að háspennu- lina liggur yfir ibúðahverfið og byggingarlóðir og er brýn þörf á að færa hana sem fyrst, en þaö fæst enn ekki gert og er borið viö peningaleysi. t undirbúningi er að koma upp tjaldstæðum i brekkunni ofan við gamla þjóðveginn, sem liggur suður og ofan frá Varma- hlið. Verða gerðir stallar fyrir tjöldin þar i brekkuna. Siðan verður vatn leitt um svæðið og komið upp hreinlætisaðstööu. Er þetta hið þarfasta verk, en á hinn bóginn svo umfangsmikið að þvi verður engan veginn lokið á þessu sumri. Þeir aðilar, sem að þessu standa, eru Kaupfélag Skagfirðinga, Skaga- fjarðarsýsla, félagsheimilið Miðgarður o.fl. Mikill áhugi hefur veriö á þvi að koma á fót tónlistarskóla i Varmahlið, en að þessu hefur einkum staðið á þvi, að fá tónlistarmann hér til starfa. Nú eru góðar horfur á, að úr þvi rætist með haustinu. Stendur til að hingað komi norsk tónlistar- kona, sem starfað hefur að undanförnu i Sinfóniuhljóm- sveitinni i Reykjavik þeirri sömu og hér kom til tónleika- halds i félagsheimilinu Mið- garði á uppstigningardag i vor, sællar minningar. Heitir hún Eli Glenn og leikur á fiölu, pianó, blokkflautu og fleiri hljóðfæri. Ekki er heldur talið útilokað að annar norðmaður ráðist að væntanlegum tónlistarskóla. Heyskapur hefur gengið sæmilega, en upp á siðkastið hefur þó verið rikjandi hér þrá- lát vestan- og suðvestanátt, og hún er alltaf dálitið duttlunga- full. Heyskapur er þó almennt kominn nokkuð vel á veg, það ég best veit. Nokkuð er um byggingafram- kvæmdir hér i hreppnum, utan Varmahliðar. Verið er að byggja ibúðarhús áGrófargiliog Jaðri og eitthvað er um útihúsa- byggingar. —mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason ■ :

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.