Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. ágúst 1976 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. (Jtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Hitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 llnur) Prentun: Blaöaprent h.f. FRAMSÓKN DÆMD ÚR LEIK Þórarinn Þórarinsson, guðfaðir hægri- stjórnarinnar, hefur keppst við að sanna það i Timanum undanfarna daga að hægristjórnin fylgi i rauninni sömu stefnu og vinstristjórnin i öllum megin- atriðum. Þessi kenning Þórarins er til marks um hans eigin sálarástand; ráð- herrastól vildi hvorug stjómin veita honum og þess vegna leggur hann stjórn- irnar að jöfnu. Áróður Þórarins i þessum efnum er annars tæplega svara verður; hann sýnir það eitt að Þórarinn Þór- arinsson kann enn þá list i áróðurs- brögðum sem Jónas Jónsson kenndi honum ungum. ósvifnin er honum hand- gengnari en nokkur önnur aðferð blaða- mennskunnar. Hann er siðasti islenski blaðamaðurinn sem beitir áróðurs- brögðum sem tiðkuðust á fyrstu áratugum islenskrar blaðamennsku, og raunar fram yfir miðja öldina, en eru nú sem betur fer að verða úr sögunni. Það nægir að nefna eitt dæmi sem sannar betur en allt annað þann reginmun sem er á hægri- og vinstristjórninni,en það er afstaðan til kjaramála launafólks og viðskiptamanna almannatry gginganna. Vinstristjómin setti sér það mark að bæta kaupmátt launa um 20% frá þvi sem var 1971. Ennfremur ákvað hún að stefna að þvi að orlof yrði lengt og að vinnutimi yrði styttur. Við öll þessi fyrirheit stóð vinstristjórnin myndarlega. Þá er það ennfremur til marks um afstöðu vinstri- stjórnarinnar að á valdatima hennar bötnuðu kjör aldraðra og öryrkja til muna; kaupmáttur ellilifeyris og örorku- lifeyris batnaði um 60%. Eftir að hægri- stjórnin kom til valda hefur hún skert kaupmátt allra almennra launa. í fyrstu hélt hún þvi fram að kaupmátturinn yrði að skerðast miðað við skerðingu útflutn- ingstekna. Nú er þvi ekki lengur haldið fram þvi að útflutningsverðl. mun hækka á þessu ári um nær 20%. Samt sem áður hyggst stjórnin enn skerða kaupmátt launa. Á þessu ári er gert ráð fyrir þvi að kaupmátturinn verði 3% lakari en á sið- asta ári. Þá hefur stjómin einnig beitt sér fyrir stórfelldri skerðingu á kaupmætti elli- og örorkulifeyris. Og þannig mætti tina til endalaus dæmi um þann reginmun sem er á þessum tveimur rikisstjórnum. Þjóðviljinn gerir sér þó vel ljóst að slik dæmi munu ekki nægja til þess að þagga niður i áróðri Þór- arins Þórarinssonar. Á hann bita aldrei rök af neinu tagi. Hitt er fróðlegt að hafa I huga að aðal- áróðursmaður Framsóknarflokksíns skuli leggja þessar tvær stjórnir að jöfnu. Það sýnir i rauninni best hversu litilssigldur flokkur Framsóknarflokkurinn er — for- ustumenn hans gera sér ekki einu sinni ljóst hvar þeir eru staddir, þó að þeir séu aðilar að rikisstjórnum landsins. Það er fróðleg heimild um „þriðja aflið”; þegar allt kemur til alls er það einskisnýtt. Það getur ekki einu sinni séð mun á þvi að starfa i rikisstjórn með Alþýðubandalag- inu eða Sjálfstæðisflokknum i rikisstjórn- um, hvað þá heldur að forsvarsmenn þess telji unnt að haga stjórnarathöfnum á annan veg i rikisstjórn með Alþýðubanda- laginu en með Sjálfstæðisflckknum. Með þessum látlausa þráaáróðri Þórarins Þórarinssonar er hann að dæma Fram- sóknarflokkinn úr leik sem trúverðugan bandamann vinstrimanna; framsóknar- forustuna gildir það einu hvar hún er stödd i rikisstjórn. Það gildir einu hvar framsóknarforustan velur sér skipsrúm: hún hlýðir þeim sem sterkastur er. Þannig hlýddi hún einnig Alþýðubandalaginu i vinstristjórninni i ýmsum málum. —s. ÞVÍ MIÐUR Benedikt Gröndal formaður Alþýðu- flokksins viðurkennir i viðtali við Þjóð- viljann i gær að flokksstarf Alþýðuflokks- ins sé nú orðið á framfæri svia. Áður er komið fram að Alþýðublaðið er nú á fram- færi Reykjaprents hf., þ.e. bilaumboðsins Heklu og fleiri slikra fyrirtækja. Þeir Benedikt og Gylfi halda báðir opinberum embættum fyrir utan þingmannsstörfin, Benedikt á að heita forstöðumaður Fræðslumyndasafns rikisins, Gylfi er pró- fessor við Háskólann. Þannig má segja að framfærsla Alþýðuflokksins og forustu hans sé vel á vegi stödd. Hitt kann að valda mörgum vinstrimanninum leið- indum og áhyggjum að þessi flokkur sem kennir sig við alþýðuna skuli aldrei ætla að hefjast af sjálfum sér sem róttækur vinstri flokkur islenskra aðstæðna. Þvi miður er ekki við miklu að búast af flokki sem hefur málgagn sitt á framfæri islenska heildsalaauðvaldsins og flokks- starfsmennina á útlendu framfæri. —s. Benedikt V arhugaverð braut Norrænu verkalýösflokkarnir greiöa hluta af launakostnaöi við embætti fræöslufulltrúa Al- þýðuflokksins, en fram- kvæmdastjtím flokksins hefur ekki enn gengiö frá þvi aö hvaö miklu leyti laun hans veröa greidd aö utan og hvernig greiöslan á aö fara fram. Jafn- framt greiöa norrænu flokkarn- ir fargjöld þeirra íslensku Alþýöuflokksmanna, sem sækja norræna fundi krataflokka. Þjööviljinn spuröi Benedikt Gröndal, formann Alþýöu- flokksins aö þvl I gær, hvort þetta þýddi, aö Alþýöuflokkur- inn færi i æ rikara mæli aö þiggja fé erlendis frá til sjórn- málaumsvifa flokksins hér á landi: „Nei,” sagði Benedikt. „Þaö er varhugavert aö draga þá ályktun af þessu. Viö teljum aö Noröurlöndin hafi hér algjöra sérstööu þvi verkalýösflokkarn- ir þar hafa hér ekki neinna hagsmuna aö gæta. Viö lltum t.d. allt ööru visi á þaö, ef fé væri fengiö hingaö til stjörn- málastarfsemifrá löndum.sem hér heföu hagsmuna aö gæta.” Sjálfsagt skákar fram- kvæmdastjórn Alþýöuflokksins iþvi skjólinu, aö krataflokkar á Noröurlöndum séu svo óum- deildir hér á landi, aö gagnrýni á fégjafir frá þeim veröi aldrei mjög alvarleg, eöa tígni áliti Al- þýöuflokksins. Má vera aö þaö mat reynistrétt. Þó er ljóstþeg- ar máliö er athugaö nánar aö meö ákvöröun sinni leggur Al- þýöuflokkurinn inn á varhuga- veröa braut, sem draga veröur nokkrar ályktanir af. Pólitisk skilyrði? Benedikt Gröndal heldur þvi fram aö norrænir krataflokkar hafi hér engra hagsmuna aö gæta. Sú skoöun formannsins fær varla staöist. Eitt dæmi er nægilegt til þess aö sýna fram á aö hún er röng. Þegar vinstri stjórnin haföi I athugun aö krefjast þess af bandarikja- mönnum, að þeir yröu á brott meö her sinn héöan, mætti sú stefna talsveröri andstööu á Noröurlöndum, nema I Finn- landi. Sérstaklega voru norti- menn hvumpnir. Þar var þá kratastjórn i landi, og lét hún sér ekki nægja aö bölva i hljóöi, heldur sendi hingaö stóra nefnd stórþingsmanna undir forystu Guttorms Hansens, þingforseta krata, til þess aö hafa áhrif á skoöanir manna hérlendis. Þeir Magnús Kjartansson. Guttorm Iiansen. tróöu upp á fundum NATO-stuöningsmanna og ræddu viö islenska ráöamenn. Sögur fóru einnig af þrýstingi bak viö tjöldin á isl. stjórnina frá norskum og sænskum ráöa- mönnum, sem voru og eru krat- ar. Magnús Kjartansson, þáver- andi ráöherra, tók þessa ráöa- menn rækilega til bæna, á þingi Noröurlandaráös 1973 I Stokk- hólmi. Deildi hann þar hart á þann þrýsting sem komiö heföi frá Noröurlöndum I herstöövar- málinu og sakaöi norska þing- menn um afskipti af Islenskum innanrikismálum. Ræöa þessi vakti gifurlega athugli og var um hana fjallaö f öllum fjöl- miölum á Noröurlöndum. Þaö er þessvegna ekkert fjær lagi aö halda þvi fram að pen- ingastyrkjum frá norrænum krötum til Alþýöuflokksins fylgi einhver pólitisk skilyröi, heldur en frá stórveldunum, og yröi þaö þó örugglega gert, ef upp kæmist aö islenskir flokkar þægju aöstoö t.d. frá Bandarikj- unum eöa Sovétrikjunum. Sjálf- ur lætur Benedikt aö þvi liggja aö ekki sé sama hvaöan silfriö kemur. CIA-peningar? Margt gott má um krata- flokka á Noröurlöndum segja. Þaö er þó engin ástæöa til þess aö láta þaö liggja I þagnargildi, aö upp hefur komist, aö vest- ur-evrópskir kratar hafa veriö duglegir aö koma áfram pen- ingum frá bandarisku leyni- þjónustunni CIA til ýmissa mis- jafnlega huggulegra viötak- enda. Og kratapeningar eru I si- felldu sóli milli landa. Þannig var þaö mikiö hneyksli er finnskir kratar reyndu aö smygla peningasummu frá Svi- þjóö til Finnlands I vetur. Þessi peningar reynust upprunnir i Vestur-Þýskalandi. Ahrifamikl- ir kratar þar neituöu aö segja hvaöan féö var fengiö og vakti þaö grun blaöamanna um aö þeir væru ættaöir frá banda- risku leyniþjónustunni. Pening- arnir voru ætlaðir til baráttu gegn kommúnistum i finnska Málmiönaöarsambandinu, en tvisýnar kosningar stóöu þar fyrir dyrum. Peningar norrænna krata eru þvi ekki hafnir yfir alla gagn- rýni, ef svo mætti aö orði kom- ast, fremurheldur en fjármunir frá öörum sterkum peningaaöil- um. Óskað leiðbeininga Nú er þaö staöreynd aö Is- lenskir stjómmálaflokkar eru flestir illa haldnir af stööugum og langvarandi blankheitum. Ekki er þvi óllklegt aö þeim munaöi I aö fylgja fordæmi Al- þýöuflokksins ef hann kemst upp meö aö þiggja fé erlendis frá gagnrýnislitiö. Vandinn viröist eingöngu i þvf fólginn aö finna aöila, sem eiga hér engra hagsmuna aö gæta, en vilja samt spreöa fé í islenska stjórn- málabaráttu. Þessvegnaem þaö vinsamleg tilmæli til Benedikts aöhann til- greini hvaöa riki og flokkar þaö eru sem hafa hér engra hags- muna aö gæta aö mati Alþýöu- flokksins. Þaö gæti oröiö góö visbending fyrir aöra, sem feta vildu I fótspor hans. Varla eru riki Efnahags- bandalagsins hafin yfirallan grun um aö hafa hagsmuna aö gæta hér (voru þaö annars ekki danskir kratar sem komu Dan- mörku i EBE?). Bandarikin og Sovétrlkin koma náttúrlega ekki til greina I þessu sambandi. En hvaö um Kina, eöa hin óllu- auöugu arabariki? Er óhætt aö róa næst á þau miö? — ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.