Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 12. ágúst 1976 Jöfnunarmark Fram i uppsiglingu. Kristinn Jörundsson hefur skotið að marki og Agúst Guðmundsson fylgir boltanum yfir marklinuna. Sigurður Dagsson horfir hjálparvana á. Mynd: —gsp Enn einu sinni færði Ingi Björn Val Ingi Björn Albertsson innar. Ingi Björn skoraði var svo sannarlega maður bæði mörk Vals i leiknum Vals í gærkvöldi er liðið sem dugðu til 2-1 sigurs barðist við Framara í 8- eftir framlengdan leik, en liða úrslitum bikarkeppn- undir lok síðari hálfleiks sigur jafnaði Kristinn Jörunds- son fyrir Framara 1-1. Leikur toppliðanna í 1. deild olli annars nokkrum vonbrigðum. Hann var að Nikolaj Andrianof, Olympíumeistari 1 fimleikum: „Yið höfum beðið lengi eftir þessum sigri í fimleikum” MOSKVA (APN) — Nikolaj Andrianof, 23 ára, varð ólympiumeistari í fimleikum í Montreal nú fyrir nokkrum dögum, og kom þannig í veg fyrir að smávöxnu herkúlesarnir frá Japan hrepptu gullverðlaunin sem þeir höfðu fastlega vonast eftir, enda fengið þau á öll- um ólympíuleikum siðan 1964. Andrianof er þriðji sovéski fimleikamaðurinn sem fær gull á ólympiu- leikum. Hinir tveir voru Viktor Tsjúkarín (1952 og 1956) og Boris Sjakhlín (1960). Andrianof vakti fyrst athygli þegar hann vann sovésku meistarakeppnina ári fyrir ólym- piuleikana 1972. Þá sagði hinn þekkti iþróttamaður Mikhail Voronin: „Loksins hefur sovéska landsliðið eignast fimleikamann sem getur boðið japönum birginn”. En timi Andrianofs var ekki enn kominn á ólympiuleik- unum i MUnchen, þótt hann hafi hlotið gullverðlaun þar i frjálsum æfingum. En nú, eftir sigurinn i Montreal, gat Nikolaj ekki stillt sig um að varpa öndinni léttar og segja: „Við höfum unnið sigur, sem við höfum lengi vonast eftir.” Hann sagði „Við” og það eru engin mismæli. Andrianof er nú fremstur i flokki ungra fimleika- manna sem ekki hafa keppt áður á ólympijileikum en stóðust samt samkeppnina við japani i flokka- keppninni sem jafningjar þeirra væru. Góð frammistaða þeirra örvaði fyrirliðann, Andrianof, til dáða. Sérfræðingar segja að Andrianof sé jafnvigur á allar greinar fimleika, og sjálfur segir hann að sér þyki jafngaman að þeim öllum. En fyrir aöeins örfáum árum var hann ekkert feiminn viö að viðurkenna að hann þyldi ekki sláaræfingar og væri ekki öruggur i hringjum. „Ég er ekki nógu sterkur”, sagði hann þá! Einmitt þessvegna hefur hann lagt höfuðáherslu á þessar tvær greinar uppá siðkast- ið, og er nú jafnvel betrí i þeim en hinum. Með Andrianof hafa fimleikarn ir eignast meistara sem stenst ekki aðeins aliar stilkröfur nú - timans scg„_ sérfræðingarnir heldur er einnig langt á undan sinni samtið. Andrianof hefur fullkomið vald á hinum flóknustu æfingum og viðhefur það sem kall- að er frábær hreinleiki i stil. Nýi ólympiumeistarinn býr I Vladimir, sem er gömul borg i Mið-Rússlandi. Þjálfari hans er hinn frægi iþrótakennari Nikolaj Tolkatsjof, sem tók fyrst eftir Andrianof þegar hinn siðarnefndi vaT niu ára. Nú er Andianof 23 ára, ljóshærður og velvaxinn þótt ekki sé hann hár i loftinu (167 sm, vegur 61 kg) og mjög fimleika- mannslegur i útliti. Hann mun brátt ljúka námi við kennarahá- skólann i Vladimir. „Ég reyni að dragast ekki aftur úr skólafélög- um minum” segir hann, „og fer yfirleitt i próf um leið og allir hin- ir, á tilskildum tlma”. Siðan bætir hann við: „Við lærum liffæra- fræði, liffræði, lifeðlisfræði og hugvisindagreinar, og þannig verður iþróttakennarinn ekki að- eins sérfræðingur á sinu sviði, heldur einnig talsvert við- menntaður meður, og þannig vonast ég til að verða”. Fyrir þremur árum kvæntist Nikolaj frægri iþróttakonu að nafni Ljúbof Burda, sem tvisvar hefur unnið ólympiuverðlaun i fimleikum. Nú hefur Ljúbof lagt fimleikana á hilluna i bili og stundar i þess stað uppeldisstörf, elur upp tveggja ára son þeirra Nikolí.js, sem Serjosha heitir. Ólympiumeistarinn heldur þvi fram i fullri alvöru að kona hans hafi ekki aðeins verið honum traust hjálparhella á leiðinni til ó- lympiusigursins i Montreal, held- ur einnig þjálfari, og hafi óspart miðlað honum af þekkingu sinni. á silfurfati vísu allan tímann hnífjafn og spennandi en knatt- spyrnuleg gæði voru ekki upp á marga fiska á Laugardalsvellinum. Valsmenn tóku forystuna i leiknum á 21. minútu eftir tiðindalausan barning á fyrstu minútunum. Ingi Björn Alberts- son óð upp völlinn eftir stungu- bolta frá Guðmundi Þorbjörns- syni. Hann skaut föstu skoti að marki sem Arni Stefánsson varði en hélt ekki, boltinn hrökk út til Inga aftur og hann náði að ýta honum i netið. 1-0 fyrir Val. Jöfnunarmark Framara lét standa á sér og kom ekki fyrr en á 33. min. siðari hálfleiks. Pétur Ormslev tók hornspyrnu frá hægri og Kristinn Jörundsson náði að skjóta að marki úr þröngri aðstöðu. Sigurður Dags- son réði ekki við boltann og Framarar fögnuðu innilega. Fleiri urðu mörkin ekki I venju- legum leiktima þrátt fyrir nokkur önnur tækifæri beggja. Einkum var skot Trausta Haraldssonar að marki Vals glæsilegt og þá ekki siður mark- varsla Sigurðar er hann sveif upp i markhornið og greip boltann rétt við samskeytin. 1 framlengingunni skoraði Ingi Björn aftur fyrir Val og að þessu sinni úr vitaspyrnu. Hún var dæmd á elleftu min. framleng- ingar eftir að Simon Kristjánsson hafði „hnoðað” Inga Björn niður innan vitateigs. Árni Stefánsson átti engan möguleika á að verja fast skot Inga úr vitaspyrnunni og I siðari hálfleik framlengingar tókst Frömurum ekki að jafna metin þrátt fyrir þunga sóknar- pressu. Þannig lauk þessari viðureign tveggja efstu liðanna i 1. deild með sigri Vals 2-1. Hjá sigurveg- urunum var Ingi Björn Alberts- son i fararbroddi en Magnús Bergs og Sigurður Dagsson komu einnig vel frá leiknum. Hjá Fram bar mest á Simoni Kristjánssyni, Asgeiri Eliassyni, Rúnari og Árna Stefánssyni I markinu. Dómari var Eysteinn Guð- mundsson. Hann sýndi þeim Magnúsi Bergs og Vilhjálmi Kjartanssyni báðum gula Tveir leikir í gærkvöldi: Haukastúlkur sigruðu Fram Islandsmótinu í hand- knattleik kvenna utanhúss var haldið áfram í gær- kvöldi. Haukar úr Hafnar- firði komu nokkuð á óvart og sigruðu Fram með ellefu mörkum gegn sjö og Valur sigraði HSK með tuttugu mörkum gegn fimm. í leik Hauka og Armanns var barist hart og var staðan i leikhléi 5-5. I siðari hálfleik sigu hafn- firsku stúlkurnar fram úr, skor- uðu 6 mörk gegn 2 og tryggðu sér nokkuð óvæntan sigur. Mörk Hauka skoruðu þær Halldóra Mathiesen fjögur, Sigriður Sig- urðardóttir fimm (fjögur viti), Kolbrún Jónsdóttir eitt og Guðrún Aðalsteinsdóttir eitt. Fyrir Fram skoruðu þær Helga Magnúsdóttir fjögur (þrjú viti), Jenny Magnús- dóttir tvö og Gurún Sverrisdóttir eitt. Stúlkurnar úr Val höfðu mikla yfirburði yfir HSK. Gaman var að sjá Sigrúnu Ingólfsdóttur komna á kreik i handboltanum á ný, en hún skoraði 2 mörk fyrir Val i þessum leik. Aðrir markaskorar- ar úr þeim herbúðum voru Björg Guðmundsdóttir 6, Ragnheiður Blöndal 6, Elln Kristinsdóttir 2, Björg Jónsdóttir 2 og Halldóra Magnúsdóttir 2. Fyrir HSK skor- uðu þær Guðleif Steingrimsdóttir 4 og Guðrún Valdimarsdóttir 1. —esn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.