Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Bernharð prins segir af sér öilum opinberum embættum Bernharð prins og Júliana Hollandsdrottning HAAG 26/8 — Bernharð prins, og drottningarmaður I Hollandi sagði I dag af sér stöðu sinni sem yfirmaður hollenska hersins og ákvað einnig að láta af öllum öðrum opinberum störfum, sem hann hefur gegnt. Það var Joop den Uyl, forsætisráðherra, sem tilkynnti þessa ákvörðun prinsins á aukafundi i hollenska þinginu, um leið og hann skýrði frá niöur- stöðum þriggja manna rann- sóknarnefndar, sem skipuö var til að kanna það hvað hæft væri I þeim ásökunum að Bernharð prins hefði þegið miljón dollara i mútur frá Lockheed-flugvéla- verksmiðjunum. Prinsinn hefur neitað þessum ásökunum, en bæði rannsóknarnefndin og forsætis- ráðherra gagnrýndu hann haröar en almennt var búist við. Joop den Uyl, forsætisráðherra, sagði ekkert um það hvort niður- stöður nefndarinnar, sem enn hafa ekki verið birtar, sönnuðu eða afsönnuðu það að prinsinn heföi tekið við mútum, en hann sagði að hann hefði „valdið tjóni á hagsmunum rikisins”, og verið „móttækilegur fyrir óheiðar- legum boðum”. Einnig hefði prinsinn „látið freistast til aðgerða, sem ekki var unnt að samþykkja og hlutu að gera hann tortryggilegan”. Forsætis- ráðherrann sagði að lokum, að Bernharð prins hefði dregið þá ályktun af þvi sem gerst hefði aö segja af sér sem yfirmaður hersins og hætta öllum störfum I sambandi við viðskipti. Sagt var að þessi harða gagn- rýni hlyti að skaða oröstír drottningarfjölskyldunnar, en þó var talið að Júliana Holiands- drottning myndi fremur kjósa að fallast á þessa gagnrýni en segja af sér. Joop den Uyl las jafnframt á þingfundinum yfirlýsingu frá Bernharði prins. Þar sagðist hann viðurkenna að hann hefði ekki gætt þeirrar varúðar i um- gerigni við yfirmenn Lockheed- verksmiðjanna, sem staða hans sem prms og drottmngarmaöur krefðist. Iðraðist hann þess einlæglega og tæki öllum afleið- ingum af geröum sinum. Forsætisráöherrann sagði aö gerðir prinsins heföu þó ekki haft nein áhrif á flugvélakaup hol- lendinga. Bernharð prins hefur að þvi leyti verið mjög ólikur mörgu kóngafólki, sem fyllir siöur heimilisblaða, að hann hefur haft mikinn áhuga á viðskiptamálum og mjög oft séð um viðskipta- samninga fyrir hollenska rikið. Af þessum sökum var hann stundum uppnefndur „konunglegi farandsalinn”. Hann hafði náin viðskiptasam- bönd viða um heim og var oft sendur erlendis til að kynna hol- lenskar iönaöarvörur. Eftir hverja ferð gaf hann rikisstjórn landsins skýrslu um árangur hennar. Orðrómur um mútur hefur komist á kreik i sambandi við eina af þessum ferðum og átt: Framhald á bls. 14. omarmvndun 1 Stj Frakklandi ráðherralistinn birtur i dag PARÍS 26/8 — Raymond Barre, hinn nýskipaði forsætisráðherra Frakklands, hóf i dag stjórnar- myndun, og var talið mjög senni- iegt að honum tækist að komast hjá því að Gaullistar hættu stuðn- ingi við Giscard d’Estaing for- seta. Ráðherralistinn verður birt- ur á morgun. Fréttamenn i Paris bjuggust við þvi að Raymond Barre myndi reyna að „hugga” Gaullista, sem eru mjög gramir yfir afsögn Chiracs, með þvi að setja einn helsta gaullistann, Olivier Guich- ard, i mikilvægt ráðherraem- bætti. Er álitið að hann verði gerður að jafnoka Michel Poniat- owskis og Jean Lecanuets, leið- toga hinna stjórnarflokkanna tveggja,sem hingað til hafa verið mikilvægustu ráðherrar Frakk- landsstjórnar og halda vafalaust stöðum sinum áfram. Guichard var náinn samstarfmaður de W Gaulle og hefur gengt ýmsum ráðherraembættum, en hann hef- ur aldrei verið talinn i hópi ein- strengingslegustu Gaullistanna. Giscard d'Estaing forseti hélt ræðu i franska sjónvarpinu í gær- kvöldi og sagði þá að hann setti stjórninni þrjú verkefni: ráða niðurlögum gengisfellingarinnar, sem nú er um 12% á ári, og styrkja frankann, tryggja öryggi frakka gagnvart glæpamönnum, og halda áfram þjóðfélagsumbót- um. Forsetinn gaf jafnframt nán- ari skýringu á misklið hans og Chiracs, fyrrverandi forsætisráð- herra, og sagði hann að Chirac hefði viljað aukin völd og jafn- framt hefði hann viljað efna til kosninga i haust, átján mánuðum áður en kjörtimabilið rynni út. Sagðist forsetinn hafa hafnað hvoru tveggja. Fellibylur geisar í Hong Kong Erlendar fréttir í stuttu máli Veiðar leyfðar á ný i Baikalvatni MOSKVU 25/8 — Skýrt var frá þvi i Moskvu i dag að veiðar hefðu verið leyfðar aö nýju I Baikal-vatni i Siberiu. Þar hafa allar veiðar vcrið bann- aðar i sjö ár, og hefur verið unnið að hreinsun vatnsins. I vatninu veiddust áður fisk- ar af laxaky ni, sem þóttu mik- ið lostæti, en veiðar voru bannaðar þegar þaðkom iljós að sokknir trjábolir höfðu þak- ið klakningastöðvar fisksins og rotnun þeirra var að eyða súrefni vatnsins. Arnar sem renna i vatnið höfðu þá lengi JÓHANNESARBORG 26/8 — Mikiir bardagar geisuðu í dag iniili biökkumanna i bænum Soweto i dag, og urðu lög- reglumenn fyrir árásum, þeg- ar þeir reyndu að skiija deiiu- aöila sundur. Aður en bardag- arnir hófust i dag var opinber- lega talið að 21 maöur hefði fallið og 107 særst I átökunum, en samkvæmt óstaöfestum fréttum var tala fallinna þó hærri, eða um 36. Síðan á mánudag hafa hópar blökkumanna af Súlu-þjóðinni gert harðar árásir á aðra blökkumenn og veist að þeim með spjótum, öxum og hnif- um. Enn i dag réðust Súlu- verið notaðar til að fleyta timbri að sögunarmyllum, en það var bannað árið 1971. Sið- an hefur verið unnið af kappi að hreinsun vatnsins, og hafa tveggja mánaða tilraunir nú leittiljós að fiskstofninn hefur aukist nægilega mikið til þess að unnt sé að leyfa veiðar á ný. Þessifisktegund, sem þarna er veidd og nefnist omul, fannst áður einungis i Baik- al-vatni, en fiskar hafa verið fluttir til annars vatns i Siberiu og viröast ætla að timgast þar. verkamenn frá hóteli i vestur- hluta Soweto á blökkumenn i bænum, og fóru þeir nú inn i skóla. Urðu skólabörn að flýja burt i ofboði. Súlu-menn mynda lægstu stétt manna i Soweto, vegna þess að þeir eru sveitamenn, sem hafa stuttan vinnusamning, og búa i gisti- húsum en hafa fjölskylduna i heimaþorpum sinum. Lögreglan hefur neitað öll- um ásökunum um að hún hafi sjálf att Súlumönnum til að gera árásir á aðra blökku- menn, en sjónarvottar segja að augljósthafi verið i upphafi að lögreglan fagnaði aðgerð- um Súlumannanna. HONG KONG 26/8 — Undan- farna tvo sólarhringa hefur verið steypiregn i Hong Kong og hafa fjórtán menn beöiö bana og 65 særst i skriðuföll- um. Búist er við þvi að veðrinu sloti i dag. Fellibylurinn „Ellen” geisar nú i Hong Kong og hefur rigningin mælst 51 sentimetri á tveimur sólar- hringum, en það er mesta rigning sem þar hefur mælst i fimmtiu ár. Opinber talsmað- WINDHOEK 26/8 — Þjóðar- hreyfing Suðvestur-Afriku, Swapo, sem berst fyrir þvi að frelsa Suövestur-Afriku (Namibiu) undan stjórn suð- ur-afrikumanna og Samein- uðu þjóöirnar viðurkenna sem einu löglegu stjórn landsins, heldur upp á tiu ára afmæli sitt i dag. Er suður-afriska lögreglan þvi sérstaklega vel á varðbergi um þessar mund- ir, og segir fréttaritari Reut- ers i Windhoek að miklar ör- KARACHI 25/8— Flóðunum i Pakistan, sem staðið hafa i mánuð, tókaðlinnai dag, eftir að vatnsborðið fór að lækka i Indus-fljóti. Samkvæmt opin- berum heimildum hafa 250 menn látið lifið i flóðunum, en óstaðfestar fréttir herma að tala látinna sé hærri eða um Eyvind Johnson, einn af þekktustu rithöfundum Svi- þjóðar og Nóbelsverðlauna- ur sagði að þrettán menn hefðu beðið bana i skriðuföll- um, og einn lét lifið, þegar timburkofinn, sem hann bjó i, hrundi. Af hinum særðu voru 27 mjög iila farnir. Björgunar- sveitir urðu að grafa niður i möl og lausan jarðveg til að leita að fólki sem grafist hafði i skriður. Flestir þeir sem fór- ust voru á stórum búgarði, sem skriða fór yfir, þ.á.m. tvö ung börn. yggisráðstafanir hafi verið gerðar i borginni um um- hverfis hana. Lögreglumenn sem Suður- Afrikustjórn hefur sent til Namibiu eru einkum hræddir vegna þess aö spurst hefur til stórra hópa af velvopnuðum skæruliðum, sem nýlega eru komnir inn fyrir landamærin frá Angóla. Er talið að þeir kunni að halda upp á afmælið á eftirminnilegan hátt. 350. Flestir þeir sem fórust i flóðunum voru frá Punj- ab-héraði. Rikisstjórn Paki- stans hefur giskað á að um fimm miljónir manna hafi orðið að yfirgefa heimili sin vegna flóðanna, og fjórði hlut- inn af baðmullaruppskerunni i ár hefur eyðilagst. hafi, lést i nótt. Hann var 76 ára gamall. Súlú-menn halda áfram Tiu ára afmœli SWAPO Flóðum slotar í Pakistan Eyvind Johnson látinn Vinnsla hafin á ný á Reyk- hólum Sú vinnudeiia, sem nýlega kom upp hjá Þörungavinnsl- unni á Reykhólum vegna vangoldinna vinnulauna hefur nú verið leyst, a.m.k. um sinn. 1 morgun átti vinnsla að hefjast á nýjan leik, eftir tveggja daga verkfall. Kaup fyrir tvær fyrstu vikurnar I ágúst hefur nú verið greitt, en kaup hefur yfirleitt verið borgað út á hálfsmánaðar fresti hjá verksmiðjunni. Rekstur verksmiðjunnar hefur gengið erfiðlega i sumar, og horfur á, að fram- leiðslan verði aðeins fjórð- ungur þess, sem mögulegt hafði verið talið, að þvi er haft er eftir formanni verk- smiðjustjórnar. Skortur á heitu vatni hefur m.a. háð starfseminni, en einnig erfið veöurskilyrði við hráefnisöflun. Minni sements- sala 1 ár en fyrr Sala á sekkjuöu sementi frá Seinentsverksmiðju rikisins er 5% minni i ár en i fyrra og saia á lausu sementi til steypustöðva i Reykjavik og nágrenni hefur minnkað um tæp 10% frá sama tiina I fyrra. Um mörg undanfarin ár hefur sala á sementi fyrstu 7 mánuði ársins verið mjög svipuð og sala 5 siðustu mán. ársins, en til júli- loka frá ársbyrjun i ár seldi Sementsverksmiðja rik. 71.219 tonn af sementi, en salan i fyrra var 80.499 tonn. 1 frétt frá Sementsverksmiöjunni segir að af þessu megi ráða að heildarsala ársins gæti orðið 142 þúsund tonn eða talsvert minni en i fyrra. en þá seldast 159 þúsund tonn. Þetta gefur þó ekki alveg rétta mynd, þvi i ár hefur ekki verið selt sement til Sigölduvirkjunar og Hafnargerðar i Þorlákshöfn i sama mæli og i fyrra, en þegar það er dregið frá kemur i ljós aö sementssala á almennum markaði hefur dregist saman um 7%. ráa Þing nor- rænna vatnafræð- inga hér Þing norrænna vatnafræðinga verður haldið á Hótel Loftleiðum dagana 28. ágúst til 2. september n.k. Þátttakendur verða rúmlega 170 þar af 130 erlendir. Með er- lendu þátttakendunum kemur um 40 manna skyldulið. A þinginu verða lagðar fram 54 ritgerðir ( þar af 9 islenskar) Frá hverju Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.