Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. ágúst 1976 k Si'öan i desember s.l. , er smá- gos varö viö Leirhnjúk hefir oft- sinnis veriö gefiö i skyn, aö búast megi viö aö aftur gjósi á svipuö- um slóöum. Ef svo yröi þá gæti Kröfluvirkjun, og e.t.v. einnig þéttbýlið viö Reykjahliö og Kisil- iöjan veriö i yfirvofandi hættu. Hér veröur reynt aö kryfja til mergjar þá þekkingu, sem fyrir liggur og nýta má til aö áætla gos- hættu viö Kröflu (eöa annars staðar þar nálægt.) Jarðskjálftar: Eldgosum fylgja jafnan jarö- skjálftarogoft verður þeirravart áöur en gos hefjast. A Kröflu- svæðinu er nú fylgst mjög náiö með jaröskjálftum og eru stööugt i gangi þrir jaröskjálftamælar á svæöinu. Jarðskjálftar hafa veriö tiöir á svæöinu siöan snemma á árinu 1975, en um þverbak keyröi eftir gosiö 20. desember 1975 og allt fram i miöjan febrúar 1976. Svo virðist sem mjög tiöir jarð- skjálftar hafi hafist um 2 klst fyr- ir gosið 20. desember, en enginn fylgdist þá meö mælunum. Jarö- skjálftar munu hafa fundist á Reykjahliðarsvæöinu upi 20 min- útum fyrir gosiö. Þessar upp- lýsingar geta benttil þess,aö með Hér er afstööumynd af gosinu I Leirhnjúk og mannvirkjunum i Kröflu I vetur. Jaröfræöingar gera ráö fyrir aö likur séu á aö gos geti komiö upp skammt noröur af stöövarhúsinu, en Leirhnjúkur er norövestur af þvi. FJÓRIR JflRÐFRÆÐINGAR SKILfl SKÝRSLU UM ÁSTAND KRÖFLUSVÆÐISINS 0G HÆTTU Á ELDGOSI stöðugri vakt viö jaröskjálfta- mælana megi segja fyrir meö hálfrar til tveggja klst fyrirvara ef gos er aö hefjast. Alitamál er hvort nýta megi jaröskjálftamæi- ingarnar til aö segja fyrir um goshættu vikum eöa mánuöum fyrir hugsanlegt gos. Sem fyrr segir dró mjög úr skjálftavirkni I febrúar 1976 og náði hún lágmarki siöari hluta marsmánaðar eöa i april, en þá mældust aö meöaltali um 15 jarö- skjálftar á dag I Reynihliö. Siöan i april hefir skjálftavirkni aukist, fyrsthægfara, en siöar meö meiri hraöa. Meðalfjöldi jaröskjálfta sem mældust á dag I Reynihlið var um 20 i mai, tæplega 30 i júni og um 40 i júlf. Enn fleiri mældust fyrri hluta ágústmánaöar. Þessa fjölgun jaröskjálfta má túlka sem merki um aukna goshættu, en ekki liggja fyrir neinar upplýs- ingar sem nota megi til aö dæma um, hve mikil goshætttan er, né hvenær helst megi búast viö aö eldgos brjótist upp á yfirborð jaröar. Þó er e.t.v. hægt aö gera einhverjar ágiskanir þar aö lút- andi. Svo virðist sem fjöldi jarö- skjálfta umfram 10 á dag hafi um þaö bil tvöfaldast á mánuöi hverj- um siðan I aprfl. Ef svo heldur áfram, veröa jaröskjálftar orðnir mjög tiöir um næstu áramót, eöa nokkrir tugir mælanlegra jarö- skjálfta á hverri klukkustund, en slÉkt er eölilegt aö túlka sem yfir- vofandi hættuástand. Þótt vafasamt sé að jarð- skjálftamælingar veröi notaðar til aö áætla goshættu dögum eöa vikum fyrir gos, þá er hægt að nota þær til aö áætla hvar mest hætta sé á gosi. Nú I sumar hafa langflestir jaröskjálftar á Mý- vatnssvæðinu veriö innan hrings meö miöju við Leirhnjúk og 4 km geisla, en auk þess hafa nokkrir jarðskjálftar átt upptök á linu, sem liggur um þaö bil frá Leir- hnjúki aö Bjarnarflagi. Flestir stærstu jaröskjálftarnir hafa átt upptök innan eins km fjarlægöar frá Viti. Nær allir jaröskjálftar á Kröflusvæöinu hafa átt upptök á minna en 4 km dýpi, en upptök sumra skjálfta á llnunni frá Leir- hnjúk aö Bjarnarflagi hafa veriö nokkru dýpri, allt niöur undir 10 Fjórir jarðfræðingar, Guðmundur E. Sigvalda- son, Eysteinn Tryggvason, Karl Grönvold og Páll Einarsson hafa sent frá sér skýrslu um ástandið á Kröflusvæðinu og hættuna á gosi á þessum slóðum. Niðurstöður þeirra eru á þann veg að sterkar likur séu á þvi að gos verði innan skamms á gossprungu frá Leirhnjúk að Bjarnarflagi eða i botni Hlíðar- dals, rétt norðan við stöðvarhús Kröfluvirkjunar. km dýpi. Þessi dreifing jarö- skjálftaupptaka afmarkar tvö svæöi þar sem goshætta virðist mest. Annast vegar næsta ná- grenni Vitis, þar sem stærstu skjálftarnir eiga upptök, og hins vegar Iinu frá Leirhnjúk að Bjarnarflagi, þar sem dýpstu jaröskjálftarnir veröa. Þessi lina fylgir gossprungu Mývatnselda frá fyrri hluta átjándu aldar. Athuganir á jarðskjálftabylgj- A kortinu má meðal annars greina Kröflusvæöiö og stefnu gossprungunnar milli Leirhnjúks og Bjarnar- flags. Ef gos kæmi upp I þeirri sprungu væri Kisiliöjan og byggðin við Mývatn i mestri hættu. Linan frá Leirhnjúk er gossprungan krossinn, hugsanlegt gossvæði við Kröflu og hringurinn stöðvarhúsiö. Hlut- föll i kortinu eru 1:100.000. um geta sýnt, hvort bylgjan hefir borist gegnum vökva. Bylgjur frá jaröskjálftum austan Leirhnjúks og noröan stöövarhúss Kröflu- virkjunar sýna merki um að þær hafi borist gegnum vökva á leiö til Reynihliöar. Þessar upplýsingar gefa til kynna, að bráöin hraun- kvika sé undir svæöi sem tak- markast aö vestan af noröur-suð- ur linu um Leirhnjúk, en aö sunn- an af austur-vestur linu um stöövarhús Kröfluvirkjunar. Dýpi á þessa hraunkviku er vart yfir 4 km, annars mundu bylgjur frá mjög grunnum skjálftum ekki berast gegnum kvikuna. Hæðarmælingar og hallamæiingar: Hæð fastamerkja i hornum stöövarhúss Kröfluvirkjunar hef- ir veriö mæld nokkrum sinnum bæði fyrir og eftir gosið i desem- ber s.l. Fyrsta mæling eftir gosiö var gerö 18. jan. 1976 og kom þá i ljós, aö norðurendi hússins hafði sigiö um næstum 5 cm miöað viö suöurendann siöan i október 1975. Siöan seig noröurendinn enn allt fram i miöjan febrúar og haföi þá sigið 5,2 cm miöaö viö suöurend- ann. Mælingar fyrst i mars sýndu, aö þessi þróun haföi snúist viö. Siöan hefir noröurendi húss- ins risið jafnt og þétt um rúmlega 4 mm á mánuöi, eöa samtals um 2,4 cm siöan snemma I mars, en siöasta mæling var framkvæmd 11. ágúst 1976. Mælingar þessar sýna, aö meö sama rishraða mun húsiöhafa rétt sig við til fulls um miðjan febrúar 1977. Hæðarmælingar frá Mývatni til Kröflusvæöisins hafa verið fram- kvæmdar nokkrum sinnum siöan I mars 1976, en þá kom I Ijós, aö viö stöðvarhús Kröfluvirkjunar hafði land sigið um rúma 2 metra miðaö viö Reykjahlið. Siöan hefir land risiö við Kröflu og I byrjun ágúst 1976 var risiö oröiö 1 meter siöan i mars. Rishraöinn hefir verið mjög jafn, en siöasta mæling gaf til kynna minnkun rishraöans um 5 tU 10%. Þessi minnkun rishraö- ans er svo litil, aö hæpiö er aö um raunverulega breytingu sé aö ræöa. Ef rishraöinn veröur jafn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.