Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. ágúst 1976 Eftir nokkrar vikur verður skorið úr um hvað gert verður við eitt af síðustu ósnertu útivistarsvæðum reykvíkinga FOSSVOGSDALUR Enn hafa fyrirhugaðar hraðbrautar- framkvœmdir ekki verið gefnar upp á bátinn þrátt fyrir sterka og óbilandi andstöðu þorra almennings Fossvogsdalur. Hver skyldu nú verða örlög þessa úti vista rsvæðis höfuðborgarbúa? Hann á þessa stundina allt sitt undir könnun nokkurra fræðinga sem rannsaka á tæknilegan hátt tilvistar- réttindi hans og raunar öllu fremur nauðsyn þess að leggja hið friðsæla líf dals- ins í rúst. Trúlega hefur enginn gleymt öllu því fjaðrafoki sem umræður um hraðbrautarlagningu eftir dalnum komu af stað. Hæst reis andstaðan fyrir u.þ.b. tveimur árum en þá var málið „sett i nefnd" og hefur farið hljótt síðan. Langt er þó frá því að það hafi gleymst f kerfinu á einn eða annan hátt. Unnið er af kappi undir yfirborð- inu að margs konar rann- sóknum að aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins og þá ekki síst að athugunum á nauðsyn Fossvogsbraut- arinnar, sem borgaryfir- völd hafa verið svo spennt fyrir að byggja. En greinilega hefur þorra al- mennings gengið erfiðlega að réttlæta þessar framkvæmdir fyrir sjálfum sér. Stofnuð voru á Það eru ekki eingöngu skjólbelti Skógræktarstöðvarinnar sem verða að vlkja fyrir hraðbrautinni. Vist er að a.m.k. þessir gróðurreitir verða fjarlægðir og fátt bendir raunar til annars en að stöðin I heild sinni verði að vikja. t baksýn sjást miðbæjarframkvæmdir Kópavogsbæjar og glæsileg götumannvirkin. Stöðugt færir steypan sig upp á skaftið. sinum tima samtök sem beittu sér fyrjr blaðaútgáfu og fleiri að- gerðum til stuðnings náttúru- verndarsjónarmiðum. Ekki sist voru auðvitað ibúar i dalnum mótfallnir vegalagningunni og fengu þeir i lið með sér ómældan fjölda stuðningsmanna. Með sameiginlegu átaki tókst að bægja ákvarðanatöku frá um stundarsakir en málið sefur ekki og þvi er það tekið upp hér að nýju á siðum Þjóðviljans. Fram kemur annars staðar i opnunni að siðustu handtökin við athugun á aðalskipulagi verða unnin i haust. Þá mun m.a. liggja fyrir uppkveðinn dómur sérfræö- inga um hvað gera skuli til að leysa umferðarvandamál höfuð- borgarbúa og margir óttast að einmitt Fossvogsbrautin verði þar nefnd sem allra besta lausn- in. Aðrir benda á, að hún hafi aö veruiegu leyti misst upphaflegt markmið sitt. Staðreyndin er nefnilega sú að þegar fyrst komu fram hugmyndir um Fossvogs- braut var gamli miðbærinn i fullu gildi og ætið rætt um nauðsyn þess að beina þangað allri um- ferð. Fossvogsbr. er fyrst inni á skipulagi árið 1965 og leysir þá einmitt umferðarvandamál breiðhyltinga þannig, að þeir geta ekiö á blússhraöa beinustu leið..niöur i gamla miðbæinn. En hann er ekki lengur eins mikilvægur og fyrr. Þess vegna veröa þær raddir háværari sem segja Fossvogsbrautina úrelt þing og að það sé a.m.k. helber ó- þarfi að leggja hana i gegnum alla Oskjuhliðina niöur i gamla miðbæinn. öskjuhliðin er lika nokkuö sem vert er að hyggja vel að. Þar hefur okkur til þessa tekist að varðveita ósnert land sem liggur alla leið niður í fjöru. Hraðbraut þari gegn myndi þannig skipta svæðinu I tvennt og óhjákvæmi- lega gjöreyðileggja þá sérstöku náttúrufegurð sem þarna er að finna. Það er nefnilega ekki Foss- vogsdalurinn einn sem þarfnast verndar almennings heldur er lika verið að ráðskast með öskju- hlföina á freklegan hátt. Ot af fyrir sig má segja að Fossvogsdalurinn sé óbyggilegur. Hús i honum eru byggð á stöplum vegna þess hve djúpt þarf að grafa niður á fast og steypan sem kynni að fara i grunninn undir hvert hús myndi e.t.v. nægja i alla veggi heils fjölbýlishúss. Mörgum einbýlishúsaeigandan- um i Fossvogi reyndist þó ofviða að kaupa steypuna i stöplana eina og á sinum tima töldu lóðareig- endur I Fossvogi sig hafa verið illilega svikna. Manni þykir skjóta nokkuö skökku við þegar siðan á að fara að moka upp margra metra þykku lagi af frjósömustu gróður- mold sem hægt er að fá hérlendis og fylla síðan jafnhátt upp með rauðamöl og grjóti. Moldin er siðan flutt eitthvað upp i bæ og notuð þar til að útbúa almenn- ingsgarða og útivistarsvæði. Eða þá er henni fleygt. Eða sett i hauga og notuð seinna. En lifriki i dalnum er raskað. A ferð okkar Einars ljósmyndara þarna um i gær var unnið af kappi i Skógræktarstöðinni, unnið af enn meira kappi við heyskap á býlum sem enn hefur ekki verið útrýmt og allt það lif er þarna fer fram er skemmtilega mikill útúrdúr frá öllum þeim hraða og hávaða sem glymur uppi i hæðun- Þannig teygir byggðin úr Kópavogi og Reykjavik sig niður i dalinn.... og á milli á siðan að skella griðar- mikilli hraðbraut með umferð þúsunda bila daglega. Margur einbýlishúsaeigandinn sem byggði húsin sem hér sjást varð að grafa allt að 10-15 metra djúpan grunn áður en komist var niður úr gróðurmold- innisem idalnum liggur. Húsasmiðir segja jafnmikla steypu hafa farið i grunnana eins og i sjálft húsið og kom það illilega við pyngju húsbyggjenda. Svo mikill var ákafi borgaryfirvalda að eyðileggja dalinn 'að nánast óbyggilegum lóðum var úthlutað fyrir litið fé til byggingaframkvæmda. Þessi mynd er tekin -frá Reykjavik. Kópavogsmegin sést i hluta Snælandshverfis og einnig má sjá stórfelldar byggingar- framkvæmdir á starfsvelli barnanna. Á milli steyptu húsanna eru aðeins 180 metrar. Þar á hraðbrautin að koma. Hrikaleg staðreynd og ofboðsleg eyðilegging. um beggja vegna dalsins. Enda er það svo aö ibúarnir leita mikið niður i dalinn til þess að fá hvild frá dagsins önn og hversdags- leika. Margt gleður augað i óspilltu landslaginu, ekki sist á vorin. Byggðinni i kring hefur nefnilega ekki enn tekist að hrekja fuglana úr Meltungunni og þar verpa þeir hinir ánægðustu á hverju vori. Hreiður má finna undir annarri hverri þúfu og þótt umgengni höfuðborgarbúa sé misjafnlega nærfærnisleg hafa verðandi fuglaforeldrarnir enn ekki séð á- stæðu til þess að flýja manna- byggðina. I dalnum má ennþá finna litil folöld og kálfa á vorin og þótt lömbum fari fækkandi I Foss- vogsdal má finna þau að leik ef grannt er skoðað. Einmitt þess vegna hafa hugmyndir um skipu- lagningu útivistarsvæðis i daln- um ekki fengið neitt sérstakan hljómgrunn frekar en skipulagn- ing Fossvogsbrautar, þótt fyrri kosturinn sé svo sannarlega margfalt betri. Menn hallast að þvi að það sé a.m.k. nauðsynlegt að taka dalinn ekki allan inn i skipulag heldur ieyfa honum aö halda aö einhverju leyti þeim svip, sem hann hefur eignast i gegnum árin. En möguleikarnir á ráðstöfun dalsins eru miklir. Óðum styttist i endanlega ákvarðana- töku og það hlýtur að vera skylda almennings að standa vörð um þá friðsæld sem þarna má finna. Ekki er vafi á að umferðarvanda- mál má leysa með mörgum öðrum hætti en að niöast enn einu sinni á óspilltu landi og sam- kvæmt fyrri reynslu er ljóst að einhuga samstaða fólksins getur komið i veg fyrir hvers konar eyðileggingu. —gsp. „Ýtarleg könnun á nauðsyn hrað- brautarinnar verður lögð fram í haust Reykjavíkurborg setti Fossvogsbrautina í fyrsta sinn inn á skipulag árið 1965. I samtali við borgar- verkfræðing, Þórð Þ. Þor- bjarnarson, kom fram að um þessar mundir er enn unnið að rannsókn á nauð- syn brautarinnar. — Kópa- vogur á hlutdeild að þess- ari athugun, sagði Þórður. — Hún er liður f marg- þættri rannsókn sem fer fram vegna aðalskipulags- ins, sem ráðgert er að hafa tilbúið eftir nokkrar vikur. Við vinnum að ýmiss konar rannsóknum á umferðinni. T.d. er athugað hvers eðiis umferðin er, t.d. hvort ekið sé frá vinnustað til heimilis, frá heimili til vinnustað- ar, frá vinnustað til annars vinnu- staðar o.s.frv. Þórður vildi ekkert segja um hvort hann teldi hraðbrautina illa nauðsyn eða hvort hægt væri að leysa vandann með öðru móti. — Það er einmitt tilgangur þessarar víötæku rannsóknar að leysa úr slikum spurningum og ekki er um annaö að ræða en að biða og sjá. Borgarverkfræðingur upplýsti að þar sem styst væri á milli ibúð- arhúsa i Kópavogi og Reykjavik væri biliö um 180 metrar. Nefndi hann sem dæmi að Miklabrautin með öllum sfnum graseyjum og gangstigum væri um 100 metrar á breidd og sagði hann þvi tiltölu- lega auðvelt að koma Fossvogs- brautinni fyrir eftir bæjarmörk- unum. — En hvað um Skógræktarstöð Reykjavikur? — Hún mun að minu áliti halda sinu að langmestu leyti. Að visu verður að fjarlægja skjólbelti neðst i dalnum en ekki er um að ræða að það þurfi að klipa á nokk- urn hátt af t.d. gróðurreitum eða öðru þess háttar. Ekki munu allir vera sammála borgarverkfræðingi i þessu efni. Segja margir að sérstök „slaufa” sem gera þarf á mótum hugsan- légrar Fossvogsbrautar og Kringlumýrarbrautar muni óhjá- kvæmilega taka mikið rúm og þá um leið enn stærri hluia af þvi landsvæði sem skógræktarmenn hafa haft til afnota. En greinilegt er þó að i sam- komulaginu sem gert var á milli Kópavogskaupstaöar og Reykja- vikur er ekki gert ráð fyrir öðru en að unnt verði að halda stórum hluta svæðisins frá steypufram- kvæmdunum. 5. grein samkomu- lagsins, sem undirritað var að hausti 1973 hljóðar t.d. á þessa leið: „Akvörðun um breytingu á mörkum kaupstaðanna i Foss- vogsdal verði skotið á frest um 2 ár. Aðilar eru sammála um að nota þennan frest til eftirfarandi: a) Endurskoðunar á umferðar- kerfi höfuðborgarsvæðisins og þá sérstaklega til athugunar á nauð- syn Fossvogsbrautar. Að þeim þætti endurskoðunar skulu báðir aðilar standa. b) Með hvaða hætti megi gera Fossvogsbraut, ef nauðsynleg reynist, þannig úr garði, að hún valdi sem minnstri röskun á um- hverfi Fossvogsdals. c) Athuganir á samtengingu úti- vistarsvæða kaupstaðanna i daln- um, þar með tengingu skógrækt- arstöðvar Skógræktarfélags Borgarverk- frœðingur vill ekki tjá sig á nokkurn hátt um vœntanlegar niðurstöður Reykjavikur viö fyrirhugað úti- vistarsvæði Kópavogskaupstaðar i landi Lundar.” —gsp Föstudagur 27. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 „Það verður engin hrað- braut lögð um dalinn án samþykkis Kópavogs” segir Jón Guðlaugur Magnússon bœjarritari og telur alla bœjarstjórnarmenn ennþá andvíga hvers konar röskun á Fossvogsdalnum Á sínum tima þegar umræður um Fossvogsdal- inn og væntanlegar fram- kvæmdir risu sem hæst kom fram mikil andstæða af hálfu kópavogsbúa. Gefin voru úi blöð sem lýstu vanþóknun sinni á bollaleggingum um steypuvinnu i dalnum og í bæjarstjórn Kópavogs reyndist algjör samstaða um andstöðu við fram- kvæmdirnar. I gær hafði Þjv. samband við Jón Guðlaug Magnússon bæjarritara og spurðu hvort málinu hefði eitt- hvað verið hreyft nýlega. — Nei, það hefur ekkert verið tekið upp innan bæjarstjórnar- innar. Um hitt þykist ég þó fuil- viss aðafstaða einstakiinganna i bæjarstjórn hefur ekkert breyst og það er áreiðanlega einiægur vilji allra hér að með einhverjum ráðum takist að koma I veg fyrir þessa brautarlagningu eftir Foss- vogsdal. Að sögn Jóns Guðlaugs var gert samkomuiag milli Reykjavikur og Kópavogs þann 9. október 1973. Fjallaöi það um breytingu á mörkum kaupstaðanna i Foss- vogsdal o.fl. Ekki náðist þá sam- komulag um hvernig ráðstafa skyldi sjálfum dalnum. 1 samkomulaginu segir að fresta skuli ákvörðun á mörkum kaup- staðanna i dalnum. Fresturinn skuli notast til sameiginlegrar athugunr á umferöakerfi höfuð- borgarsvæðisins og þá sérstak- lega athugunar á'nauðsyn Foss- vogsbrautar. í samkomulaginu segir ennfremur að leiði athugunin i ljós nauðsyn þess að leggja braut- ina skuli suðurbrún hennar gilda sem bæjarmörk. Kópavogskaup- stað er gert að láta af hendi land það er hann á i Fossvogsdal kvaðalaust og án endurgjalds en um Meltungu skal þó sá háttur hafður á að hvor aöili um sig greiði landog mannvirki sem inn- an marka háns lenda. Siðan segir: Nú ris ágreiningur um fram- kvæmd á samningi þessum, og skal hann þá lagöur fyrir gerðar- dóm, skipaðan einum fulltrúa frá hvorum aðila. Ef þeir veröa sammaála, gildir niðurstaöa þeirra, en að öðrum Jón Guðlaugur Magnússon bæjarritari. kosti skal dómkvaddur oddamað- ur af Hæstarétti og ræður þá meiri hluti. úrskurði gerðadóms veröur ekki áfrýjað. — Er liklegt Jón að til þess komi að kalla verði til dóm- kvaddan oddamann? — Ja...ég sé ekki fram á annað en að Kópavogsbær muni áfram lýsa yfireindreginni andstöðu sinni við framkvæmdirnar og fari svo aö Reykjavikurborg sæki þetta mál stift er varla um aðra lausn að ræða. Afstaða okkar hefur til þessa verið skýr og ein- dregin og þótt nýlega hafi ekkert verið rætt um þetta á fundi hef ég ekki orðið var við neinar breyt- ingar á hugarfari einstakra bæjarstjórnarmanna. — Þið hafið byggt ansi mikið niður i dalinn með tilkomu Snælandshverfis. Er engu að siður gert ráð fyrir hugsanlegri hraðbraut? — Já, það hefur ekki verið byggt neðar en um 80-90 metra frá kaupstaðamörkunum og þau hús koma ekki i veg fyrir að unnt verði að leggja hraðbrautina. Annars er fyrirhugað að taka fljótlega til við bvggingafram- kvæmdir i Astuninu, sem er næsta hverfi fyri innan Snælandið. Þar verður lika byggt niður eftir i dalinn. Við byggjum þó ekki eins nálægt mörkunum og Reykja- vikurborg hefur gert en þvi er ekki að neita að nú þegar hefur verið þrengt verulega að þvi svæöi sem fyrir örfáum árum var með öllu ósnert. —gsp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.