Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. ágúst 1976 ÞJ6ÐVILJINN — SÍÐA 11 QLÆNÝJAR ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FRÁ BIKARKEPPNI KSÍ í GÆRKVÖLDI Árni skoraði sigurmarkið undir lokin og akurnesingar sigruðu FH með þremur mörkum gegn tveim Akurnesingar voru alian tímann betri aðilinn í leiknum gegn FH sem fór fram í undanúrslitum bik- arkeppninnar í gærkvöldi. Þeir sigruöu meö aðeins eins marks mun og skoraði Árni Stefánsson sigur- markið undir lok leiksins. Þar með hefur IA tryggt sér rétt til að leika úrslita- leik bikarkeppninnar gegn Val/ Breiðablik, en sá leik- ur fer að öllum líkindum fram nk. þriðjudagskvöld. Leikurinn i Kaplakrika var á köflum hinn fjörugasti, einkum þó er á leiö. Staöan i leikhléi var 1:0 eftir mark Teits Þórðarsonar skömmu fyrir hlé. Arni Stefáns- son skaut föstu skoti a& marki, ómar varði en missti boltann til Teits sem skoraði auðveldlega 1:0. í slðari hálfleik kom svo markaflóðið. Teitur gaf á 3. mln. meö nettri kollspyrnu til Péturs Péturssonar, langbesta manns vallarins, og hann skoraði auðveldlega af stuttu færi. FH minnkaði svo muninn á 12. min. Eftir skyndisókn upp völlinn var tekin aukaspyrna, akurnes- ingar sváfu I vörninni og Gunnar Bjarnason skallaði i markið 2:1. Afram var barist og á 36. min jafnaði FH. Helgi Ragnarsson skoraði með hælnum.... og aftur fyrir sig i þokkabót. Hann fékk sendingu inn i markteiginn frá Leifi Helgasyni og i netið fór bolt- inn eftir nokkurn klaufaskap hjá Herði markverði. En FH-ingar fögnuðu ekki lengi. Aðeins minútu siðar eða niu minútum fyrir leikslok, skoruðu akurnesingar sigurmark sitt. Guðjón Þórðarson sendi háan bolta fyrir markið og þar var Arni Stefánsson til staðar og skoraði með laglegum skallabolta. FH-ingar sóttu án árangurs undir lokin með Gunnar Arin- bjarnarson sem besta mann en ó- sígurinn varð ekki umflúinn. Hjá akurnesingum var Pétur eins og Teitur Þórðarson skorar fyrsta mark leiksins tA-FH I gærkvóldi. ómar kemur er búinn að missa bolt- ann frá sér, Teitur gaf sér góðan tima og skora&i af stuttu færi. Mynd: —gsp áður segir mjög góður en fleiri ógnuðu og þá einkum Arni Stefánsson með stórhættulegum skotum sinum. Hann átti ma. i fyrri hálfleik hörkuskot I þverslá beint úr aukaspyrnu fyrir utan vitateig og fleira mætti tina til. Þess má að lokum geta að landsliðskempan fyrrverandi úr Fram, Helgi Númason, kom inn á i þessum leik og lék a& þessu sinni i FH-peysunni. Sannarlega gam- an að sjá Helga með að nýju en hann hefur átt viö þrálát meiðsli að striða allt frá þvi hann var á hátindi ferils sins sem knatt- spyrnumaður. Dómari var Gu&mundur Har- aldsson og dæmdi af stakri prý&i að vanda. —gsp Verðlaunin sem keppt verður um hjá Golfklúbbi Ness eru tékkneskur krystall — metinn á tugi þúsunda. Kylfingarnir berjast um góð verðlaun Um helgina verða haldin tvö sterk golfmót og veröur þvl nóg að gera hjá okkar bestu kylfing- um. A sunnudaginn fer fram helj- armikið mót á Nesvellinum. Þar verður keppt um glæsileg verð- laun frá fyrirtækinu „Glass Export" sem er tékkneskt aO ætt og uppruna... og gefur I verðlaun að sjálfsögðu tékkneskan krystal. Til keppninnar hefur verið boð- ið fimm bestu kylfingunum frá stærstu golfklúbbum landsins, en auk þess mun einn besti kylfingur Luxemborgar, Alec Graas taka þatt I keppninni. Má þvi búast við að þarna ver&i á milli 25-30 góðir kylfingar. Leiknar verða 36 holur án for- gjafar og hefst keppnin kl. 10.00 f.h. og mun standa fram eftir degi. A Akranesi fer fram á laugar- dag svokölluð Aðmirálskeppni, en þangað senda a.m.k. fimm klúbb- ar átta manna sveitir i stiga- keppni. Keppnin hefst kl. 11.30. Með Hinrik í farar- broddi eru Blikum nær allar leiðir færar Hann bregst aldrei i tækifærunum og færði Breiðabliki enn einu sinni sigur Hinrik Þórhallsson færði Breiðabliki enn einu sinni sigur er hann skora&i tvivegis gegn KR á Laugardalsvelli I gærkvöldi. Liö- in leiddu þar saman hesta sina I annaö sinn I 8-liða úrslitunum, én siöast varð jafntefli 1-1 eftir framlengdan leik og dæmalausa óheppni KR-inga. Þeir áttu hins vegar engan möguleika að þessu sinni og uröu að þola 3-1 tap eftir að staðan I leikhléi var 1-0 fyrir Brei&ablik. Blikar sóttu undan vindi fyrir lilé og áttu mun meira I leiknum. Boltinn gekk manna á milli I á- gætu samspili og einmitt þannig kom fyrsta mark þeirra. Það var um miðjan hálfleikinn a& Blikar leku saman upp völlinn. Boltinn gekk frá manni til manns uns Gunnlaugur Helgason sendi til Glsla Sigur&ssonar sem skor- aði með þrumuskoti frá vitateig. Gullfallega að þessu marki staðiö og litlu munaöi að Breiðablik bætti öðru við skömmu seinna. Ólafur Friðriksson komst þá einn inn fyrir i dauðafæri en skaut hörkuskoti beint I fang Magnúsar markmanns. Hann hélt þó ekki boltanum, ólafur fékk annað tækifæri, a& þessu sinni me& mannlaust markiö rétt til hliöar við sig en skot hans fór i stöng og útaf. 1 si&ari hálfleik sneru KR-ingar dæminu algjörlega við. Þeir sóttu undan sivaxandi vindinum af miklu kappi, börðust af eldmóöi og voru greinilega staðráðnir i að jafna metin. Inn á milli ruku Brei&abliksmenn þó upp, sóttu að marki KR og þeim gekk betur að skapa sér tækifæri. Eftir u.þ.b. lOminútna leik juku þeir siðan forystu sina. Vignir Baldursson sendi einn af sinum skemmtilegu snúningsboltum til Hinriks Þórhallssonar sem var I þröngu færi úti i hægra vitateigs- horni en skoraði af öryggi með föstu skoti við jörðu I markhornið fjær. A 18. minútu jók hann forskotið I 3-0. Aftur fékk hann boltann I hægra vitateigshornið, að þessu sinni frá Gisla Sigurðssyni og með tvo KR-inga á bakjnu tókst honum aö skora aftur á nákvæm- lega sama hátt..... dúndurskot með jöröu I markhorniö fjær. Sannarlega mikið öryggi yfir þessum dreng þegar hann kemst i skotfæri og hefur hann skorað fimm mörk fyrir lið sitt I siðustu tveimur leik)um.... og úr fimm tækifærum. Engu eytt til spillis. Úrslit leiksins voru ráðin en þó börðust KR-ingar áfram og sóttu nú án afláts. Þeir skoruðu siðan A 25. min. 3-1 með hörkuskot frá Sigurði Indriðasyni sem stefndi beintá markvörðinn, Olaf Hakon- arson. Hann kraup hinn rólegasti niður og beið með faðminn út- breiddan eftir boltanum sem var þo ekkert á leiöinni þangað heldur smeygði sér i gegnum klof mark- mannsins og drattáöist þaðan inn fyrir marklinuna. Fleiri mörk lágu eftir þetta I loftinu. KR-ingar mögnuöust um allan helming, hvert tækifærið rak annað en I netift vildi boltinn ekki oftar og smám saman tókst Breiöabliki að jafna leikinn. Oft skall þó hurð nærri hælum hjá þeim, t.d. tvisvar eftir góð lang- skot Halldórs Björnssonar og fleiri skot frá t.d. Johanni Torfa- syni og Hauki Ottesen. En sigur Breiðabliks var sann- gjarn. Þeir sýna mikinn styrk- leika um þessar mundir og vist er að róöurinn hjá nýbökuðum ts- landsmeisturum Vals verður erfiður er liöin leiða saman hesta sina I undanúrslitunum. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.