Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.08.1976, Blaðsíða 16
DJÖÐVIUINN Föstudagur 27. ágúst 1976 Róðra- stöðvun áfram í Stykkis- hólmi Eins og greint var frá I Þjóö- viljanum I gær hafa sjómenn I Stykkishólmi neitað að halda á- fram hörpudisksveiðum, þar sem verð á hörpudiski upp úr bát var nýlega lækkað verulega. Stykkishólmur er eini staðurinn á landinu, þar sem veruleg skel- fiskútgerð hefur verið stunduö i sumar og hörpudiskurinn vélunn- inn i landi. Viö hringdum i gærkvöld i Ein- ar Karlsson, formann verkalýðs- félagsins i Stykkishólmi, og spuröum hann hvort nokkuð nýtt væri að frétta af deilunni. Einar sagði það ekki vera, allt sæti fast, og róðrar lægju niðri. Einar Karlsson sagði að skel- fiskútgerðin væri mjög veigamik- ill þáttur i atvinnulifi Stykkis- hólms, þar sem um 50 menn hafa verið á þeim 8 bátum, sem veið- arnar hafa stundað i sumar, og um 100 manns vinna við skelina i landi. Skelfiskveiðarnar hófust i byrj- un júni I sumarog hafa haldið uppi góðri og stööugri atvinnu, þar til deilan hófst. Loðnuveiðarnar Engin loðnuveiði var I gær vegng brælu. 1 fyrradag var mjög góð vciði og komu mörg skip til hafnar með fullfcrmi. Á Siglufirði er nú eins sólar- hrings löndunarbið. Hús geðdeildarinnar viö Egilsgötu. (Mynd —eik—) Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri um geðdeild Landspítalans: Fyrsta sjúkradeildin í gagnið 1978-79 Aðaláhersla lögð á að fullgera göngudeildir Vegna viðtals við Jónas Haralz formann „yfirstjórnar mannvirkjagerðar á Land- spitalalóð” um geödeildar- byggingu Landspitalans —‘sem birtist i Þjóðviljanum i gær, sneru blaðið sér til Páls Sig- urðssonar ráðuneytisst jóra heilbrigðisráðuneytisins. Páll á sætii'fyristjórninni og var fyrst spurður að þvi, hvort nokkrar ákveðnar dagsetningar væru fyrirhendi um upphaf starfsemi deilda rhússins. — Við höfum gert áætlun, svaraði Páll, — en hún er úr sér gengin vegna tafa sem orðið hafa á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir að fyrsti parturinn af þessari byggingu gæti komist I gagnið i árslok 1977 eöa árs- byrjun ’78. — Hve stór hluti yrði það? — Það yrði fyrsta göngu- deildin sem kæmi i þeim áfanga, en siöan kæmi ákveðinn hluti af húsinu ár hvert, smám saman. — En er nokkurt gagn af göngudeild ef engin eru sjúkra- rúmin? — Já, já, hún kemur að fullu gagni þótt engir sjúklingar séu i húsinu. Göngudeild Klepps- spitala er til dæmis allt of litil og sama er að segja um göngu- deildina á Flókadeild. Nýja göngudeildin myndi bæta mikiö fyrir báöa þessa aðila. — En hvenær kæmi fyrsta sjúkradeildin i gagnið? — Við gerum ráð fyrir að fyrsta sjúkradeildin komi til nota um áramótin 1978-79. Það eru 15sjúkrarúm. Ein eins og ég sagði áðan er lögð mest áhersla á að koma göngudeildum i gagnið, og reyndar lika kennsluhúsnæði o.þ.h. —hm Haustsýning FIM opnuð á morgun Haustsýning Félags islenskra myndlistarmanna verður opnuð að Kjarvalsstöðum á morgun, kl. 15. Að þessu sinni sýna 48 lista- menn tæplega 150 myndir og eru þær gerðar af margvislegum efnivið: skúlptúr, myndvefnaður, glermyndir, keramik, oliu- og akrilmálverk, vatnslitamyndir, pastel-, kritarmyndir.teikningar, graffkverk og verk gerð með blandaöri tækni ýmiss konar. Þrettárf listamannanna eru utan félagsins, og sýna sjö þeirra nú i fyrsta skipti á Haustsýningu. Sú merka nýbreytni veröur tekin upp nú, að efnt veröur til hljómleikahalds og kvikmynda- sýninga meðan á sýningunni stendur. Það er söngflokkurinn Hljómeyki sem flytur verk eftir islensk og erlend tónskáld, fyrst við opnun sýningarinnar og siðan tvisvar meðan á henni stendur. Kvikmyndir • verða sýndar um nokkra heimsþekkta erlenda listamenn nokkur kvöld, og má bar nefna nöfn á borð við Victor Vasarely, Pablo Picasso, Georges Braques, Francis Bacon, Andy Warhol og fleiri. Hljóm- leikar og kvikmyndasýningar verður auglýst i fjölmiðlum þegar' að þeim dregur. Vegna Kjarvalsstaðadeilunnar svonefndu var Haustsýning FIM haldin i Norræna húsinu á sl. ári, en er nú komin til Kjarvalsstaða aftur, og lýstu forráðamenn félagsins yfir ánægju sinni með „heimkomuna” á fundi með fréttamönnum i gær. Bæði væri húspláss meira til sýninga að Kjarvalsstöðum og eins teldu myndlistarmenn sig hafa átt nokurn þátt i byggingu þessa húss, enda hqfði'stundarviðskiln- aður engan veginn verið sárs- aukalaus. Sýningin verður opin til 12. september kl. 16 til 22, nema laugardaga og sunnudaga, en þá er hún opin kl. 14-22. Lokað verður á mánudögum. —hm Sýningarnefnd FtM, að undanskildum formanni félagsins, Leifi Breiðfjörö, sem var fjarverandi. Talið frá vinstri (standandi): Sigurður örlygsson, Þorbjörg Höskuldsdóttir, Hjörleifur Signrðsson, Margrét Jóelsdóttir, Sigriðj Björnsdótir. Sitjandi frá vinstri: Asgeröur Búadóttir, Hafsteinn Hallmundsson, Ragnheiður Jónsdóttir og Björg Þorsteinsdóttir. (Mynd: —eik—) Öryggisráðstöfun vegna gasmyndunarinnar: á nýjum slóðum Borað Viö Kröflu er nú verið að undirbúa risaborinn Dofra undir borun um 300 metra vestur af holu 4., uppi á hæðinni fyrirofan stöðvarhúsið/ en ekki á hinu upphaf lega borsvæði niðri i dalnum. Þetta er gert af öryggisástæðum, vegna þess hve óvíst er um árangurinn af borun- unum niöri í dalnum og gasmy ndunar innar i holunum þar. Isleifur Jónsson, forstöðu- maður Jarðborunardeildar Orkustofn., sagði i gær að enn væri allt i óvissu um árangur borananna við Kröflu. „Elds- umbrotin eru i gangi á Kröflu- svæðinu, þótt ekki sé um yfir- borðselda að ræða. Þeim er alls ekki lokið og það mallar allt undir niðri. Það var mjög mikið gas i borholunum, þegar hraun- kvikan kom inn á svæðið i vctui ,, c-ii uu ntiui pu minnkað. Við vitum ekkert hvort það kemur aftur, eða hvenær, og hvort það heldur áfram að minnka. Það er svo mjög teygjanlegt hvorthægt er að segja að borholurnar séu ónothæfar vegna gass. Jafnvel þó gasmyndun sé i þeim, verður hægt að notast viö gufuna. Hins- vegar er ljóst að aðstæðurnar breytast við inntakið i túrbin- urnar og nauðsynlegt verður aö draga meira út og hreinsa gufuna, þannig að afköstin verða minni.” 1 samtalinu við tsleif kom einnig fram að ætlunin er að bora fimm holur til viðbótar fram aö jólum og verður þá búið að bora 11 holur i allt. Hann tók fram að enn væri of snemmt að dæma nokkra holu úr leik. Það gæti farið svo að holurnar f jórar i dalnum skiluðu 300 tonnum á klukkutima, en það er nægileg gufa til þess að knýja fyrri túrbinuna i stöðvarhúsinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.