Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. ágúst 1976 AF KVIÐRISTU í leiðara Tímans s.l. miðvikudag mundar stílvopn sitt af mikilli fimi einn af pennafær- ari mönnum landsins, Jón Helgason ritstjóri. Undir yfirskriftinni „Afhjúpun undirheim- anna" fjallar hann á skeleggan hátt um ástandið í misferlismálum landsmanna og er lýsing hans á ástandinu ófögur eins og vænta má, en leiðarinn hefst á orðunum: „Við verð- um að horfast í augu við það að þjóðf élag okk- ar er sjúkt", Síðan er f jallað í leiðaranum um meinin hvert fyrir sig og þær aðgerðir, sem orðið gætu til þess að græða þjóðarmeinið. Leiðarahöf. kemst raunar að þeirri niður- stöðu, að rannsókn á því misferli, sem á sér stað í landi voru sé líklegt til úrbóta, en leiðar- inn endar á þessari hugvekju: „Það er mikið í húf i fyrir sjálfa þjóðarsálina, að þessar rann- sóknir beri árangur og, svo að dvalið sé enn við ávísanasvikamálið, þá er litið vonaraug- um til hins nýja umboðsdómara, að hann af- hjúpi þá, sem að því standa, fyrir allra augum rannsaki það til hlítar og kanni það til dýpstu róta. Samviska þjóðarinnar er í hættu, ef ekki verður gerð sú kviðrista (leturb.mín) á byrj- andi undirheimalífi, sem varla verður komist hjá að álykta að skotið haf i rótum í myrkrun- um". Svo mörg voru þau orðin. Þær rannsóknir, sem ritstjórinn á við hér eru rannsóknir þýskra sérfræðinga, sem hingað hafa verið kvaddir til að rannsaka hina f jölþættu glæpa- starfsemi, sem hér virðist blómstra um þess- ar mundir. Ég hygg að það sé mjög fátítt og heyri raun- ar til undartekninga að erlendir sérfræðingar séu hingað kvaddir til að aðstoða hina hæf u ís- lensku rannsóknarlögreglu við að komast til botns í vandasömum málum. Mig rekur raun- ar aðeins minni til að það haf i verið gert einu sinni áður, en það var hér á árunum, þegar brotist hafði verið inn í Kaupfélagið í litlu sjávarþorpi, farið í peningaskápinn og um- talsverðum fjármunum stolið. Málið var svo flókið að fenginn var breskur leynilögreglu- maður til að rannsaka það eftir margra vikna árangurslausa rannsókn þeirra íslensku. Það fyrsta sem hinn enski sérfræðingur kom auga á var sú staðreynd, að ekki hafði verið fræðilegur möguleiki á því að logsjóða skap- hurðina af peningaskápnum nema að skápur- inn væri opinn og kom það í Ijós þegar skáp- hurðin f annst í höf ninni nokkrum dögum síðar að þannig hafði afrekið raunar verið unnið. Lausn gátunnar virtist liggja Ijós fyrir, hinn enski sérfræðingur sá ekki ástæðu til að staldra hér lengur við, en málið var látið niður falla. I þessu sambandi dettur mér í hug dæmisag- an af líkinu, sem fannst í Krísuvík. Þegar blaðamaður innti rétta aðila eftir þvf með hverjum hætti líkið hefði geispað fyrrverandi golu, svaraði sá sem fyrir svörum varð: „Það var skotgat í hnakkanum, miklir marblettir á hálsinum, hnífur stóð á kafi uppað hjöltum í bakinu á hinum látna, en við krunfingu kom í Ijós að í innihaldi magans var mikið magn af blásýru. Af þessum staðreyndum höfum við reynt aðdraga einhverjar ályktanir, þó að enn séekki hægt að fullyrða neitt um það hvernig dauða hins látna haf i borið að höndum. Þó er því ekki að neita að blásýruinnihald magans styður eindregið þá skoðun okkar, að hér haf i verið um sjálfsmorð að ræða." Ég veit ekki hvers vegna mér datt þessi dæmisaga í hug, en satt best að segja dettur manni svo margt skrítið í hug á þessari skegg- öld og skálmöld í hinu „sjúka þjóðfélagi", sem Jón Helgason ritstjóri lýsir í leiðaranum góða. En þegar hann talar um að kviðrista sé það eina, sem skuli til varnar verða, þá dettur mér í hug, að nýlega var frá því sagt í fréttum að læknar á Akureyri hefðu sannprófað það að grenna mætti fólk eftir vild með þvf að skera það upp og stytta í því garnirnar. Og í beinu framhaldi af því hefur það svona flökrað að mér, hvort ekki væri kominn tími til að gera slíka kviðristu á sumum af nánustu aðstand- endum Tímans, sem ef til vill eru f full mikl- um holdum, og rekja úr þeim garnirnar. Er hún raunar ekki frábær, vísan, sem nýi rannsóknardómarinn orti, um leið og hann tók sér sæti: Löngum sleppa undan oss árans prakkararnir Nú vendum við okkar kvæði í kross, komum að rekja garnir. Flosi. Nú standa yfir af fullum krafti æfingar á nýju leikriti eftir Svövu Jakobsdóttur hjá Leikfé- lagi Reykjavikur. Nefnist það Húsráðandinn og gerist í samtímanum. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir. Svava sagði i viðtali við Þjóð- viljann að hún hefði reynt að stela sér smátima sl. tvö ár til að semja þetta verk en meðan þingtiminn stæði hefði verið úti- lokað að sinna þvi. Það væri helst á sumrin og um jól sem næði gæfist. Hún sagði að i þessu nýja verki væru teknar fyrir ýmsar hræringar i þjóðfé- lagi okkar á siðustu árum. Þetta væri fantasia um konu sem byggi með manni i húsi nokkru og siðan tækju undarlegir at- burðir að gerast. Fimm hlutverk eru i Húsráð- andanum, ein kona og 4 karl- menn. Sumum þætti það etv. ekki alveg nógu jafnréttislegt en útilokað væri að lýsa veruleika karlmannaþjóöféiagsins með öðru en karlmönnum. Æfingar hófust i vor en þá var verkið aðeins lesið saman. t haust var svo tekið til við æf- ingar af fullum krafti og stefnt er á frumsýningu i lok október. Gunnar Reynir Sveinsson, tón- skáld, er nú þessa dagana að semja tónlist við leikritið. Svava sagðist hafa flygst með öllum æfingum og vera afskap- lega ánægð með að sjá persón- urnar klæðast holdi i meðförum leikara Leikfélags Reykjavikur. Áður hefði hún starfað með Leikfélaginu Grimu en þá var unnið á kvöldin og nóttinni og leikararnir lögðu þá vinnu á sig ofan á aðra vinnu. Þetta væru þvi eiginlega ný reynsla að vinna svona i dagsljósi. Að visu hefði hún áður tekið þátt i að koma einþáttung á svið i Þjóð- leikhúskjallaranum en hann hefði verið stuttur. Leikarar i Húsráðandanum eru Guðrún Asmundsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Steindór Hjörleifsson, Sigurður Karlsson og Harald G. Haraldsson. Leik- mynd gerir Steinþór Sigurðs- son. Höfundur tónlistar er Gunnar Reynir Sveinsson. —GFr. NYTT LEIKRIT EFTIR SVÖVU JAKOBSDOTTUR Leikarar, leikstjóri og höfundur á einni af fyrstu æfingunum á „Húsráðandanum” i Iönó. Standandi frá v. Steindór Hjörleifsson, Svava Jakobsdóttir, Sigurður Karlsson. Sitjandi frá v. Harald J. Haralds, Guðrún Ásmundsdóttir og Briet Héðinsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.