Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 28. ágúst 1976 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3 Bert Lindström, bankastjóri Norræna fjárfestingar- bankans „Stjórn norræna fjárfesting- arbankans á enn eftir aðkomast að samkomulagi um útlána- stefnu, vexti og afborgunarskil- mála og annað af þvf tagi, áður en hægt verður að hefja útlána- starfsemi. Ekkierað efa að um- sókn Járnbiendifélagsins og Elkem um lán fellur undir starfssvið bankans. Það er þó alveg I höndum stjórnarinnar hvort lánsumsóknin hlýtur af- greiðslu á næsta fundi hennar i september, eöa hvort hún biður októberfundar eða dregst enn lengur.” Þetta sagði Bert Lindström, bankastjóri Norræna fjárfest- ingarbankans i Helsinki, á fundi með blaöamönnum i gær. Hann er hér á landi til þess að kynna sér fcl. efnahagslif, og hefur m.a. heimsótt iðnfyrirtæki á Akureyri, skoðað Kröflu og rætt við samninganefndir Elkem og Járnblendifélagsins. Á banka- stjóranum var að heyra að grundvöllur værivarla enn fyrir þvi að veita lán til íslands. Til þess væri enn of mikið starf ó- unnið. Þegar hafa Norræna fjárfest- ingarbankanum borist lánsum- Útlánastefnan ómótuð og lán til Islands getur dregist Bert Lindström ásamt stjórnarmönnum i Norræna fjárfestingar- bankanum, Þórhalli Ásgeirssyni, ráöuneytisstjóra, og Jóni Sigurðs- syni, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, á fundi með blaöamönnum i gær. Viðstaddur var einnig Björn Bjarnason, skrifstofustjóri forsætis- ráðuneytisins. sóknir frá 5-6 aðilum og koma fjögur Noröurlandanna þar við sögu. Sérstaklega mun hafa verið sótt um lán I sambandi viö orkuframkvæmdir, enda er það eittafaðalmarkmiðum bankans að stuðla að lausn orkuvanda- mála á Norðurlöndum. Bankinn ræður yfir talsvert miklu fjár- magni miöaö við hliðstæða fjár- festingarbanka annarsstaðar. A siðari árum hafa slflcir svæða- og þróunarbankar gegnt æ stærra hlutverki. Vonast er til að starfsemi bankans geti stuðl- að að þvi að norræn fyrirtæki hefji meiri samvinnu sin i milli, og geri það að verkum að nor- ræn samvinna á efnahagssviö- inu verði meira en orðin tóm. Bert Lindström kvað liklegt að stefna bankans yrði i megin- dráttum sniðin eftir fordæmi annarra svipaðra banka, svo sem Alþjóðabankans, Evrópska fjárfestingarbankans, Þróunar- banka Afriku og samsvarandi banka Asiulanda og fl. sl. bönk- um. Meginregla þeirra er að lána ekki meira en 45-50 af stofnkostnaði. Norræni fjárfest- ingarbankinn myndi þess utan leita öruggra trygginga fyrir lánum sinum og ætla fyrirtækj- unum sjálfum að leggja til megnið af áhættufénu og við- skiptabönkunum að sjá um rekstrarfé. Og bankinn myndi eingöngu veita lán til langs tflna og til verkefna, sem væru stór i sniöum. Lindström sagði að mikill á- hugi væri á þessum nýja banka, bæði á Norðurlöndum og utan þeirra ekki siður, þvi aö bank- inn myndi að sjálfsögðu leita lána á alþjóölegum peninga- markaði til þess að endurlána á Norðurlöndum. Nú færu þenslu- timar i hönd og erfitt væri að fá fé lánað til fjárfestinga. Þess- vegna litu margir vonaraugum til nýja bankans. Hann myndi lána út frá rekstrarhagfræði- legu gróðasjónarmiði, en þó meötilliti til samfélagsþarfa og útlánastefnu stjórnvalda i hverju einstöku Norðurland- anna. Ekki er ætlunin ab starfs- mannahald við Norræna fjár- festingarbankann verði mikið. Þrir starfsmenn hafa veriö ráðnir til bankans og verið er aö ganga frá ráðningu nokkurra ritara. 1 september verða aug- lýstar þrjár stöður: útlána- stjóra, sérfræðings á alþjóöleg- um peningamarkaði, og efna- hagsráðunautar. Leitast verður við að ráða hæfustu menn i þessar stöður, en þó verður reynt að gæta þess að Norður- löndin ölleigi fulltrúa i starfsliði bankans. Fyrsta árið verður það ekki fleira en 12-14. 011 viða- meiri sérfr æðingsstörf og tæknileg vinna, sem bankinn þarf á að halda, verða keypt frá stofnunum sem fyrir eru á Norðurlöndum. —ekh. Norrœni fjárfestingarbankinn Hugmyndir um norrænan fjárfestingarbanka hafa lengi verið til umræðu á Norðurlönd- um. Orkukreppan kom loks skriði á máliö og þörfin á sam- eiginleguátakiá sviði orkumála geröi þaö að verkum, að for- sætisráðherrar Norðurlanda á- kváðu á fundi i Oslo i janúar 1975 aö hraða stofnun bankans. Málið fékk svo óvenju greiða meöferð i Norðurlandaráði og ráðherranefnd þess og 20. mai i ár setti ráðherranefnd Noröur- landaráðs bankanum lög, og tóku þau gildi 1. júni. Hann tók formlega til starfa 1. þessa mánaðar og er aðsetur hans i Helsinki. Bankastjóri er Sviinn Bert Lindström, en helstu keppinautar hans um embættið, Hermod Skánland, frá Noregs Banka, og Lars Blinkenberg, skrifstofustjóri frá Danmörku, eru formaður og varaformaður stjórnarinnar. í stjórn bankans eru einn fulltrúi frá hverju landi ásamt tveimur varafulltrúum og skipa rikisstjórnir þá. Full- trúar Islands eru Þórhallur As- geirsson, ráðuneytisstjóri, Tómas Árnason, Fram- kvæmdastofnun, Jón Sigurðs- son, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar og Guömundur Magnússon, prófessor. Bankastjórinn, Bert Lind- ström hefur að undanförnu ver- ið aðstoðarforstjóri Þróunar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, var áður bankastjóri i Göte- borgsbanken, og þar áöur for- stjóri stórfyrirtækja i Svíþjóð, svo sem Grángesbergsbolaget og Dagens Nyheter-Expressen. Þegar hefur bankinn fengið fyrstu innborgun stofnfjárins, en það er um 8 miljarðar fcl. króna,eða jafngildi þess í yfir- dráttareiningum hjá Álþjóða gjaldeyrissjóðnum. Heildar- fjármagn bankans á aö verða um 90 miljarðar isl. króna. Þá hefur hann heimild til þess aö lána og setja tryggingar fyrir 2 1/2 sinnum hærri upphæð. Einn fjóröa hluta þessarar upphæöar fær bankinn til umráða á næstu fjórum árum og er hlutur Svia 45%, dana 22%, norömanna og finna 16% og íslendinga 1%. Bankinn lánar eingöngu fé til verkefna innan Norðurlanda og þar sem amk. tvö lönd koma viö sögu. —ekh. Frá Samtökum gegn lokun mjólkurbúða: Lögin og forstjórinn Vegna ummæla forráðamanna Mjólkursamsölunnar á blaöa- mannafundi þann 25. ág. s.l., vilja samtökin gegn lokun mjólkur- búða taka fram eftirfarandi: 1 25. gr. hinna nýju laga frá Al- þingi segir: „Heildsöluaðila (samsölu- eða mjólkurbúi) er heimilt að selja mjólk og mjólkurvörur á hinu skráða smá- söluverði til aöila sem ekki reka smásöluverslun”. Þetta ákvæði laganna sýnir svart á hvltu að Samsölunni er heimilt að reka smásöluverslun. Skilið listunum fyrir mán- aðarmót! Samtökin gegn lokun mjólkurbúða biðja alla þá sem tekið hafa undirskrifta- lista til söfnunar að skila þeim á skrifstofu ASB, Kirkjutorgi 4 (Kirkjuhvoli) fyrir næstkomandi þriðju- dagskvöld. Skrifstofan er op- in daglega kl. 16-21, einnig um helgina. Siminn er 1-86- 10. Ekki þýðir þvi lengur fyrir for- ráðamenn hennar að firra sig allri ábyrgð og viðhafa ummæli, i likingu við það sem Stefán Björnsson forstjóri Mjólkursam- sölunnar sagði á fyrrnefndum blaðamannafundi: Hann sagðist vilja „leiðrétta þann misskilning að hér væri um aö ræöa mál Mjólkursamsölunnar og þvi dygði litið að ráðast gegn forráöamönn- um hennar I mótmælum gegn breytingunum. Um það hefðu veriö sett lög frá Alþingi, að Mjólkursamsalan annaðist aðeins heildsölu á mjólk frá og með 1. febrúar 1977 og hún væri aðeins að hlýða lögunum.” Samtökin álita að lögin ein- ungis afnemi það einkaleyfi sem Samsalan áöur hafði, en hún geti rekið allar búðir sinar áfram, sé viljinn fyrir hendi. Búðir Sam- sölunnar hafa verið reknar með gróða, þrátt fyrir að flestar stærri búðir aörar hafi um langan tima verslað með m jólkurv. og er þvi óverjandi fyrir Samsöluna að leggja niður 60 vinnustaði 167 kvenna.auk um 60sumarstúlkna, á timum vaxandi atvinnuleysis. Stefán viðurkennir að kaupmenn hafi ekki séð sér fært að kaupa allar búöirnar og að ráða allar stúlkurnar i vinnu en hann segir: „Kaupmenn hafa sett á fót vinnu- miðlun fyrir mjólkurbúðar- stúlkurnar...” Er starfsstúlkur úr mjólkurbúðunum könnuðu tilvist umtalaðrar atvinnumiðlunar hjá Kaupmannasamtökunum varð ljóst að engri sérstakri atvinnu- miðlun hafði verið komið upp. Þar hafa hins vegar alltaf legiö frammi eyðublöð sem atvinnu- leysingjar hafa átt kost á aö skrifa sig á og kaupmenn i leit aö starfsfólki stundum notfært sér. Enn fremur viöurkenndi skrif- stofa kaupmannasamtakanna að ekki væri útlit fyrir að þeir gætu veittnemafáum þessarra kvenna vinnu. Yfir helmingur kvennanna 167 er yfir fimmtugt og eru margar þeirra komnar á hæstu laun vegna starfsaldurs. Hljóta allir aðsjá hve vonlaus barátta þeirra verður á vinnumarkaðnum, tapi þær þeirri vinnu sem þær nú hafa. Starfshópurinn álítur trygga vinnu frumréttindi mannsins. Samtökin vilja mótmæla þeim ummælum Agústs á Brúna- stöðum, varðandi yfirvofandi at- vinnuleysi afgreiðslustúlknanna, að „annað eins gróskuþjóðfélag og okkar gæti eflaust leyst þann vanda.” Vegna ummæla Stefáns um aö ^hann dragi þann lærdóm af her- *ferðþeirri er neytendurhafi hafið gegn lokun mjólkurbúðanna, að „neytendur treysti ekki smá- kaupmönnum til dreifingar mjólkui” vilja samtökin taka fram að smákaupmenn sem kannað hafa kostnaðinn við að Framhald á bls. 14. Yfirlýsing frá U ndirskrif tasöf nun ekki í andstöðu við félagið Stjórn A.S.B. vill af gefnu til- efni leiðrétta þann misskilning sem vart hefur orðið, að undir- skriftasöfnun sú, sem nú stendur yfir, sé hafin eða framkvæmd i andstöðu við A.S.B. eða stjórn þess. Visast i þessu tilefni til ályktana A.S.B. I málinu þegar það lá fyrir Alþingi, og þeirrar staðreyndar að stjórn félagsins, hefur léð undirskriftastöfnuninni húsnæði sitt. Stjórn félagsins telur að þátt- taka félagskvenna og neytenda i undirskriftasöfnuninni sanni mikla óánægju með alla fyrri meðferð þessa máls, og löggjöf- ina sem samþykkt var á siöasta þingi. Stjórnin hefur einnig þungar áhyggjur af atvinnumissi, að minnsta kosti verulegs hluta af- greiðslustúlknanna. Stjórnin telur aö i framhatói undangenginnar baráttu félags- ins og stuðnings neytenda, sé nú timabært að stjórn A.S.B. taki nú að nýju upp viðræður við Mjólk- ursamsöluna, Kaupmannasam- tökin og fulltrúa Rikisstjórnar- >nnar um þessi vandamál, sem hin nýja skipan mjólkursamsöl- unnar skapar. Þá sérstakl. um nauðsynlegar ráðstafanir sem gera þarf til þess að tryggja framtiðarvinnu afgreiöslustúlkn- anna, og neytendum eigi lakari þjónustu, en skipulag mjólkur- sölumálanna veitir. í þvi sambandi telur stjórn A.S.B. óraunhæft, að afgreiðslu- stúlkur hafni viöunandi atvinnu- tilboöum, sem þær hafa fengiö eöa kunna aö fá, i sambandi viö lögfestar breytingar i mjóikur- sölumálum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.