Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Handavinna viö bilamálun Hannes Aðaibjörnsson aö störfum Jóhann Pálsson Á vinnustað: MOLBUA- HÁTTUR? Eftir viðtal það við Halldór Hafsteinsson, bilamálara, sem birt er hér á siðunni, og lestur greinar RögnvaldarS. Gislasonar um eituráhrif frá lökkum og málningu, fóru blaðamaður og ljósmyndari á tvo vinnustaði i Reykjavik, þar sem bilar eru búnir undir sprautun og siðan málaðir. Fyrst lá leið okkar inn i Súða- vog, þar sem er að finna verk- stæði Árna Gislasonar, og sann- færðumst við fljótt um, að aðbún- aður þeirra, sem þessi verk vinna, er langan veg frá þvi að geta talist vel viðunandi. Sárindi í nef og augu Verkstæði þetta er tviskipt, þannig að veggur skilur aö þann vinnustað, þar sem sprautunin fer fram og þann sem undirbún- . ingsvinna er unnin. Þrátt fyrir þetta urðum við þjóðviljamenn, sem ekki höfum vanist slfku andrúmslofti, þegar varir við mikil óþægindi i nefi og i augum. Var þetta vegna þess, að loftræst- ing var siður en svo fullkomin, og loft þvi mjög mettaö hvorttveggja ryki og uppleystum málningar- efnum. t viðræðum við þá, sem þarna unnu, kom fram að þeir töldu að- stöðu á þessum stað slæma, en hún væri viðast á slikum verk- stæðum. En þeir töluðu um á- , standiö eins og þaö væri, þvi allt stæði þetta til bóta vegna þess að verið er að byggja nýtt hús undir starfsemina. Helstu ástæðuna til þess, að loft var svo mettað eiturefnum töldu þeir vera þá, auk þess að loftræst- ing væri ekki nógu góð, að á verk- stæðinu væri enginn þurrkklefi, eða bakaraofn eins og fag- mennirnir munu nefna fyrirbær- ið, en nýsprautaðir bilar þyrftu þess i stað að standa á opnu vinnusvæðinu i sólarhring meðan lakkið á þeim væri að þorna. t þurrkklefa tekur það lakkið ekki nema 10-20 minútur að þorna. Betra og best A verkstæði inni i Skeifunni en það heitir Bilasprautun hf., var andrúmsloftið allt annað, og ekki hægt að kenna neinna á- hrifa á skynfæri svo óvanra lakk- umgangenda sem blaðamanna. Þar er loftræstikerfi ágætt og auk þess er þar sérlegur klefi, sem nýsprautaðir bilar eru þurrkaðir i með loftblæstri á stuttum tima. Ekki vildu menn guma af þessari aðstöðu, sem þó virtist i alla staði hin ágætasta, en bentu hins vegar á fyrirtækið Bilamál- un við Skeljabrekku i Kópavogi, sem sérstakan fyrirmyndar- vinnustað fyrir bilamálara. Molbúaháttur Hannes Aöalbjörnsson hefur unnið við bilamálum i tæp 30 ár. Sagði hann að til þess að hann komst i húsnæði það, sem Bila- sprautun er i Skeifunni, vildi hann ekki segja að hann hafi haft vinnuaðstöðu, heldur hefði verið um að ræða molbúahátt, sem alla tið hefði viðgengist i þessum efn- um herlendis. 7 miljón króna leiktæki Hannes sagði að til þessa hefði verið haldið að hægt væri að mála bila án þess að aðstaða væri nokkur, tæki til þess i lágmarki og efninærþvihvertsem er. Full- yrti hann að ekki væri hægt að skila bil sæmilega unnum núorðið nema að aðstæður allar væru mjög góðar, og miklum mun betri en almennt gerist og gengur hér- lendis. Þessu til sönnunar sýndi Hann- es okkur sjö miljón króna Benz, sem þurfti réttingar við og eftir er að sprauta. Þetta er glænýr for- stjórabill, R-1740, sem aldrei hef- ur komist i bilskúr forstjórans, þvi i fyrstu ferðinni, hvaðan lagt var upp frá umboðinu, lenti hann i árekstri og stórskemmdist, eins og sjá má á mynd hér á siðunni. Þvi hvers virði er skjöldóttur sjö miljón króna bill i augum svo vel- stöndugs forstjóra? Laun herra og þjóns Það fer ekki hjá þvi, að þótt þaö sé kannski ekki i beinu samhengi við það sem hér er fjallaö um, að maður leiði hugann að þvi hversu gifurlegt launamisrétti viðgengst i þessu þjóðfélagi, þegar manni verður litið á slikan bil sem ofan- greindan og þá einnig á laun þeirra sem hann gera samboð- inn slikum mikilmennum: Ann- ars vegar sjö miljón króna leik- tæki, sjö miljónir sem gefa um eina og hálfa miljón krónur I árs- vexti, og hins vegar 17.746 króna vikukaupi útlærðs bilamálara sein tekur laun eftir hæsta taxta, sem á ári gefa 922.792 krónur I aðra hönd! — úþ Blástursþurrkari fyrir nýsprautaöa bfla. Sjö miljón króna leiktæki forstjórans EITUREFNI 1 siðasta hefti timaritsins Málms, málgagns málm- og skipasmiða, er aö finna grein eftir Rögnvald S. Gislason, efna- verkfræöing, sem ber yfirskrift- ina: — Ahrif upplausnarefna i lökkum og öðrum málningarefn- um á mannslikamann. — Grein þessa byggði höfundur á niðurstööum rannsókna á þessum atriðum, en sú rannsókn fór fram i Sviþjóð. Eftir inngangskafla, og upplýsingaþátt um samsetningu lakka og annarra málningarefna, segir Rögnvaldur um niðurstööur rannsóknar þeirrar, sem áður er minnst á, hér er þó einungis birt- ur forgangur að sundurliöuðum niðurstöðum: „Eitt hið fyrsta, sem vart verður við, þegar tiltekin lifræn upplausnarefni hafa komist inn i likamann, eru einskonar ölvunar- áhrif, eins og fyrr getur. En við nánari athugun hefur ljóst orðið, að um önnur og meiri áhrif getur verið að ræða, sem eru ýmist af andlegum (psýkólógiskum) eöa beint likamlegum (fýsiskum) toga spunninn. Aö þvi er virðist hafa upplausnarefnin, sem könn- unin náði til, áhrif á allt mið- taugakerfið (heila og mænu). Andleg afleiðing þessa lýsir sér einkum i lengri viðbragðstima, minnkaðri hæfni til þess að læra hlutina og skilja þá fljótt og vel, ásamt erfiðleikum við aö fram- kvæma nákvæmar hreyfingar. Sem dæmi um bein likamleg á- hrif, sem rannsóknin leiddi i ljós, eru varanlegar skemmdir á lifur, sem ekki einungis geta orðið af völdum upplausnarefnanna sjálfra, heldur einnig efna, sem myndast við niðurbrot þeirra við efnaskipti i liffærunum (meta- bolism). Þá er álitið, að upp- lausnarefnin geti valdið varan- legum taugaskemmdum, og vis- indamenn telja, aö tiltekið upp- Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.