Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.08.1976, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. ágúst 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 17500 STOLNAR FJAÐRIR Eins er sú rós, sem stjórnar- blööin reyna gjarnan að tylla i hnappagöt á igangsklæðum „vinstri” stjórnar Geirs Hall- grimssonar og það er, að henni hafi tekist að afstýra atvinnu- leysi. Er helst á þeim að skilja að það sé alveg einstakt afrek og margt megi nú fyrirgefa fyrst svo lukkulega hafi til tek- ist. Vist er það satt og rétt að litt hefur atvinnuleysis gætt að und- anförnu. Viðast hvar út um land hefur atvinna verið næg, lengst af aö undanförnu. En hverjum skyldi það nú vera að þakka? Viða út um land byggist af- koma fólks i sjávarplássum að langmestu leyti á sjávarafla. Annarsstaðar að verulegu leyti. Á „viöreisnarárunum” gætti verulegs atvinnuleysis. Atti það sér ekki einasta stað hjá verka- fólki heldur og hjá iönaöar- mönnum, sem margir brugðu á þaö ráð, að flýja land, i leit aö þeim afkomumöguleikum, sem ekki fundust hér heima. Verka- fólkið átti ekki eins auðveldlega heimangengt þótt að syrfi. Meginorsök atvinnuleysis hjá verkafólki var sú, að fiskiskipa- stóll landsmanna var látinn grotna niður. Skipin gengu úr sér, önnur voru ekki fengin i þeirra stað. Það var fyrst meö Fiskiskip tilkomu vinstri stjórnarinnar 1971 að um skipti i þessum efn- um. A þremur árum var skipa- stóllinn algjörlega endurnýjað- ur og það svo ört, að ýmsum þykir nú nóg um, vilja segja, að hægar hefði átt að fara i sakirn- ar. Slikt er auðvelt að segja, ekki sist eftirá, en hverjir áttu aö verða útundan? Hver hefði viljað taka að sér að ákveöa það? Miklu af þessum skipum var dreift viðsvegar um landið. Þau hafa valdið þar algjörri byltingu i atvinnulifinu. Þar sem áöur rikti volæði og vantrú á framtið- ina og fólki fækkaði ár frá ári, er nú yfirdrifin atvinna. Fiski- skipastóllinn hefur orðið grund- völlur aukinna umsvifa á öðrum sviðum atvinnustarfseminnar. Þorp og kaupstaðir þenjast út svo að viða er nú húsnæöisskort- urinn helsta vandamálið. Fólkið flytur ekki burtu. Það hefur á ný öðlast trú á afkomumöguleika á heimaslóöum. Enginn hyggur á nýjar „Amerikuferðir” viö- reisnaráranna. Þarna er að finna helstu ástæðuna fyrir þvi, að litt hefur gætt hér atvinnuleysis aö und- anförnu. Þegar stjórnarliðið er að þakka sér það gæti það alveg eins talið sólskinið á Norð-aust- urlandi til afreka sinna. — mhg Algjör umskipti Flateyri. Misjafnar horfur kartöfluuppskeru — Það er ekki alltof gott útlit- ið með kartöfluuppskeruna hér i haust, sagði Friðrik Magnússon i Miðkoti i Þykkvabæ, er blaðið leitaöi fregna hjá honum um uppskeruhorfur á kartöflum þar i sveitinni i haust. Það byrjaði nú með þvi, að I þurrkunum og stormunum i júni i vor fauk i stórum stil ofan af útsæðinu I sandgörðunum svo að það lá viöa bert eftir. Af þeim sökum eru stór flæmi af sand- görðunum steindauð og eins og eyðimörk yfir að lita. Er þurrkunum svo loks linnti tóku við látlausar rigningar, sem siðan hafa staðið úrtaka- laust að kalla. Eru kartöflu- ræktarmenn hér almennt mjög uggandi um sinn hag af þessum sökum. Þótt einhverjir vildu fara að byrja kartöfluupptöku þá er tómt mál um það að tala þvi ófært er með öllu meö vélar um garðlöndin. Þær fara bara á bólakaf og komast hvorki aftur né fram. Er ekki annað sjáan- legt en að uppskeru hljóti að seinka mjög en hún hefst hér venjulega upp úr mánaðamót- unum ágúst-september, i öllum . venjulegu árferði. Við munum þvl varla hafa neinar kartöflur til þess að selja á sumarmark- aði að þessu sinni. Hér er útlitiö með kartöflu- sprettu gott að þvi er virðist, sagði Jónas Björnsson i Meðal- heimi á Svalbarðsströnd. Ef eitthvað má að veðrinu finna fyrir hönd kartaflanna þá hefur það verið helst til þurrt i sumar en hér hafa þurrkar og sólfar veriö með fádæmum mik- ið. Er raunar vist, að þurrkarnir hafa háð sprettu i sumum kartöflugörðum. Menn eru byrjaðir að taka upp svona rétt til bragðbætis og heimanota en lftið er um sölu á kartöflum ennþá. Litur upp- skeran vel út miðað við þennan tima. Menn byrja hér ekki al- mennt á kartöfluupptöku að neinu ráöi fyrr en upp úr næstu mánaöamótum. Ekki held ég að kartöflufram- leiðslan hc* . neitt að dragast saman þegar á heildina er litiö þvi þótt sumir hafi minnkað við sig og aðrir kannski alveg hætt ræktun nema þá til heimilisnota þá hafa aðrir færst I aukana. Jóhann Jónsson, forstjóri Grænmetisverslunarinnar kvaö mjög góðar uppskeruhorfur á Fimm ibúðarhús eru hér i byggingu. Stendur sveitarfélag- iö fyrir byggingu á fjórum þeirra, samkvæmt lögum um byggingu leiguíbúða. Þess er vænst, að húsin komist undir þak I haust svo hægt verði að vinrta við innréttingu þeirra i vetur. Hugmyndin var einnig, að sveitarfélagið byggði fjög- urra ibúöa raðhús en er til kom barst einungis umsókn um eina ibúöina, svo frá þessum bygg- ingaáformum var fallið I bili. Þó sér þess nú merki að fólki fari hér fjölgandi, gagnstætt þvi, sem áður var. Skattskrárnar, sem að undan- förnu hafa verið að koma út vlðsvegar um land þykja yfir- leitt forvitnileg plögg, enda birta þær mönnum furðulega hluti og sennilega i meira mæli en nokkru sinniáður. Hér er það hinsvegar svo, að annar af for- stjórum frystihússins er hæsti gjaldandinn. Það má gjarnan geta þess, að mörgum virðast vinnubrögð skattstofunnar á Isafirði i meira lagi undarleg. Framteljendur hér á Vestfjöröum, sem unnið hafa að viðgerðum og lagfær- ingum á húsum sinum, eins og alltaf verður að gera meira og minna, hafa fengið fyrirspurnir frá skattstjóra um hvernig þessu viðhaldi sé varið og það eins þótt skattframtölum hafi fylgt skýringar á þvl, eins og lög mæla fyrir um. Slikt er að engu haftogsiöan eru þessir kostnað- arliöir lækkaðir að þvi er virðist af algjöru handahófi og una menn þessum vinnubrögðum miöur vel, sem von er til. — mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason á kartöflum hér á borgarlandinu og I nágrenni þess, að þvi er hann vissi best. Nýjar kartöflur væru þó litiö komnar hér á markað en Grænmetisverslunin hefði, enn sem komið væri, nóg af erlendum kartöflum til þess að fullnægja eftirspurninni, enda minnkaði hún strax þegar borgarbúar færu að taka upp úr görðum sinum. Kvaöst Jóhann búast við að þær birgðir entust þar til innlenda framleiðslan tæki við, en raunar hefði verið við þvi búist þegar pöntun á erlendum kartöflum var seinast gerð, að islenskar kartöflur kæmu fyrr á markaö i haust en útlit væri fyrir nú. Það er að sjálfsögðu mjög misjafnt frá ári til árs hvað við þurfum að.flytja mikið inn af kartöflum, sagði Jóhann. A sið- asta ári var það óvenju mikið og á þessu stigi verður engu spáð um næsta ár i þessum efnum. Þaö leiðir haustið I ljós. —mhg . Það má með fullum sannind- um segja, að með komu skut- togarans Gyllis, sem við feng- um hingaö undir marslokin i vetur, hafi oröið hér algjör um- skipti I atvinnulifinu, sagði Guö- varður Kjartansson á Flateyri viö blaðið á miðvikudaginn var. Togarinn hefur aflað m jög vel og atvinna, af þeim ástæðum ekki hvað sist, verið góð. Fram- an af sumrinu var reitingsafli á handfærabátana en siðan um miðjan júli og allan ágústmánuð hefur gæftaleysi mjög háð róðr- um þeirra. Hin þráláta suðvest- anátt, sem valdið hefur gæfta- leysinu, hefur einnig reynst bændum þung I skauti. Hér hef ur vikum saman verið algjör þurrkleysa og hefur þvi hey- skapurinnhjá mörgum bændum reynst mjög torsóttur og er út- litið I þeim efnum viða slæmt. Opinberar framkvæmdir hér eru með minna móti i ár. Þó er unnið að þvi að fullgera hafnar- garðinn með þvi að steypa á hann þekju. Af gatnagerðarframkvæmd- um er það að segja, að verið er að steypa götu hér framan við frystihúsið og einnig er að þvi unnið að leggja gangstéttir þar og viöar i þorpinu. Mikil vinna hefur verið i það lögð að fegra og snyrta þorpiö, og er þaö lofs- vert verk. Er ekki ofmælt aö það hafi nú tekið algjörri útlits- breytingu. Þettaenn.a. fólgið i gatnagerðarframkvæmdum, lagningu og lagfæringu á gang- stéttum og svo uppgræðslu. Er undravert hversu þessum um- bótum hefur þokað áfram ekki meiri fjármunum en þó hefur veriö til þeirra varið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.