Þjóðviljinn - 01.09.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.09.1976, Blaðsíða 16
Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda Aöalfundur Stéttarsambands bænda var haldinn i Bifröst i Borgarfirði siðastliöinn sunnudag og mánudag og var hann settur af formanni Sambandsins, Gunnari Guðbjartssyni. Gunnar Guðbjartsson minntist i upphafi setningarræðu sinnar eins þeirra manna, er þátt áttu I stofnun Stéttarsambandsins, Erlends Magnússonar á Kálfa- tjörn, en hann lést á árinu. Fundarstjóri var kjörinn Jón Helgason i Seglbúðum og til vara Magnús Sigurðsson, Gilsbakka. Fundarritarar voru Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli og borsteinn Jóhannsson, Svinafelli. Rétt til setu á fundinum eiga 46 fulltrúar og voru þeir allir mætt- ir, auk margra gesta og álitlegs hóps eiginkvenna fulltrúanna. Gunnar Guðbjartsson flutti yf- irgripsmikla ræðu þar sem hann rakti afdrif þeirra mála sem slð- asti aðalfundur fól stjórninni að beita sér fyrir og þær horfur sem framundan væru I fslenskum landbúnaði og þau vandamál, sem nú brynnu heitast á bænda- stéttinni. Sæmundur Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands- ins, las og skýrði reikninga sam- bandsins og Bændahallarinnar og kom fram, að tekjuafgangur Sambandsins var 12 milj. kr. á árinu. Reksturshagnaður Bændahallarinnar nam 5,8 milj. i húsaleigu og 30,2 milj. frá Hótel Sögu. Arni Jónsson, erindreki Sam- bandsins, gerði grein fyrir þátt- töku þess i Bréfaskóla SIS, athug- un á tekjum bænda o.fl. Árni upp- lýsti, að bændur sem búskap stunda og hafa aðalframfæri sitt af landbúnáði væru 4219. 39 voru með búskap i kaupstöðum, 251 bóndi rak hrossa- svina-, hæsna- eöa garðyrkjubúskap. 482 ráku búskap sem aukavinnu og 216 elli- og örorkulifeyrisþegar ráku nokkurn búskap. Alls eru i landinu 5207 menn, sem geta kall- ast bændur. Formaður Búnaðarfélags Is- lands, Asgeir Bjarnason, og Hall- dór E. Sigurðsson, landbúnaðar- ráðherra, fluttu ávörp á fundin- um. Stjórnarkjör fór ekki fram á þessum fundi, þvi það er aðeins annað hvert ár. _mhg Skelfiskveiðar á Breiðafirði Standa þessa viku Sjómenn og útgerðarmenn skelfiskveiðibáta i Stykkishólmi ákváðu að hefja skelveiðar frá og með siðasta mánudegi i trausti þess, að 'lagfæring verði gerð á verðlagningu skelfisksins fyrir 2. september, en veröi það hins vegar ekki munu þeir hætta róðrum að nýju á morgun. Eins og fram hefur komið hér i blaöinu reru sjómenn á skelfisk- bátum ekki til veiða alla siðustu viku vegna þess að verð á skel- fiski var lækkað verulega að ákvörðun verðlagsráðs frá 21. ágúst siðast liðnum. Var verð hvers kilós lækkað úr 35 krónum i 26 krónur. Samkvæmt bréfi, sem Einar Karlsson, form. verkalýösfélags- ins i Stykkishólmi undirritar fyrir hönd sjómanna, telja sjómenn verðlagsákvörðun þessa byggða á mjög hæpnum upplýsingum um horfur á erlendum mörkuðum. 1 bréfinu segir einnig að odda- maður Við verðlagsákvörðun hafi upplýst, að honum hafi við verð- Framhald á bls. 14. öldungadeild Hamrahliðarskóla var sett i gær kl. 17,30 I hátlðasal skólans. Nemendur f öldungadeild I ár eru um 600 talsins og hefur þörfin á sllkri deild nú verið rækilega sönnuð. Þessa mynd tók -eik I gær við setningarathöfnina. Þaö var Guömundur Arnlaugsson rektor sem setti skólann. Menntaskólinn við Hamrahlið veröur hins vegar settur I dag kl. 9. A myndinni sést óttar Hauksson (annar t.h.) og fleiri popparar pæla f mixernum sem Tony Cook mun nota við „hljóöblöndun á staönum” I Laugardalshöllinni f kvöld. Mögnuðustu hljómleikar allra tima hérlendis: Þrumugott samstarf hjá hljómsveitunum sem fram koma á rokk og ról hátiðinni í Laugardalshöllinni í kvöld Klukkan 20.37 i kvöld hef jastd Laugardalshöllinni i Reykjavik einhverjir mögnuðustu rokk- hljómleikar, sem hér munu hafa verið haldnir, fyrr og siðar. Fram koma fimm helstú rokk- hljómsveitir landsins, Paradis, Cabaret, Fresh, Celcius og Eik, sem allar munu flytja frum- samiö efni. Margt af þvi sem þarna verður fram borið hefur aldrei heyrst áður opinberlega og geta unnendur rokk og ról tónlistar þvi hlakkað tij að heyra það. Pétur Kristjánsson for- söngvari Paradisar tjáði frétta- manni blaðsins i Laugardalshöll i gær, að hljómleikar þessir væru áreiðanlega best skipu- lögöu hljómleikarnir sem hér hefðu verið haldnir og þakkaði það sérstaklega þvi, að hljóm- sveitir þær sem fram koma, hefðu látið samstarfiö sitja i fyrirrúmi fyrir samkeppnis- andanum, sem alþekktur er I þessari grein. Að sögn Óttars Felix Hauks- sonar, sem fyrir hljómleikunum stendur, hefur forsala aðgöngu- miða gengið vel,og vænta menn húsfyllis i höllinni i kvöld. Sjón- varpiðmun mæta á staðinn með upptökutæki, en meiningin er að nota þann efnivið, sem þarna gefst.til þáttagerðar seinna. — ráa Jón Kr. Olsen form. Vélstjórafél. Suðurnesja: Nú er formanni LÍtJ hláturí huga! MOÐVIUINN Miövikudagur 1. september 1976 Bygging geðdeildar: Fá 48 milj. í stað 70-80 Hin nýja geðdeildarbygging Landspitalans hefur nú um nokk- urra mánaöa skeið staðið án þess að framkvæmdum við hana hafi verið haldið áfram. Undanfarna daga hefur Þjóðviljinn átt tal við nokkra menn um þessi mál og hafa þeir yfirleitt veriö á einu máli um aö nauðsyn væri á að þessari byggingu verði hraðað eins og kostur er. Hins vegar virðist það vera stefna stjórn- valda að skammta fé svo naumt í þessa byggingu að hún geri ekki svo mikið sem að halda i horfinu hvað rúmaþörf snertir þegar hún verður loks tilbúin. Þetta kom meðal annars fram i viðtölum við þá Tómas Helgason yfirlækni á Kleppi og Ólaf Jensson lækni, en þeir hafa báðir unniö að fram- kvæmd þessa máls i „yfirstjórn framkvæmda á Landspitalalóö”. Yfirstjórn þessi geröi tillögu um það til fjárveitingavaldsins i ár, að látnar yrðu 70-80 miljónir i þessa byggingu, svo hægt yröi aö ljúka þeim áfanga sem i vinnslu var. Þeirri beiöni var hafnað, en yfirstjórninni þess i stað bent á að reyna að afla fjár til geödeildar- byggingarinnar frá öðrum fyrir- huguðum byggingum á Land- spitalalóð sem ef til vill yrði ekki Framhald á bls. 14. Yarnarmála- deild á að vita betur — Það er helst varnarmála- deild, sem eitthvaö veit um þetta, sagði ráöuneytisstjórinn I utan- rikisráðuneytinu, Henrik Sv. Björnsson, ,er Þjóðviljinn spurði hann I gær um ætlunarverk hingaðkoininna tæknifróðra her- manna, sém samkvæmt eigin sögn vinna við kapallagnir I námunda við Rockeville og Staf- nes, en búa á Hótel Garöi. Ráðuneytisstjórinn sagði aö þaö væri hlutverk varnarmála** deildar aö fylgjast með hingaö- komu hermanna, og visaöi hann fyrirspurnum varðandi hérvist fyrrgreindra amerikana þangað. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá I gær vissi varnarmáladeild hvorki eitt né neitt um þaö til hvers kanar þessir væri hingað komnir, né heldur að þeir væru komnir hingað! Það virðist þvi gjörsamlega vera á valdi Pentagon að ákveða hversu margir hermenn hingað eru sendir og þá einnig til hvers þeir koma hingað. Vegna viðtals, sem Mbl. átti við Kristján Ragnarsson form. LIU og Jón Sigurðsson, form. Sjó- mannasambands Islands, hefur Jón Kr. Ólsen, formaður Vél- stjórafél. Suðurnesja, beðið Þjóð- viljann fyrir eftirfarandi. „Undir fyrirsögninni „Sjó- mannasamningarnir felldir i annað sinn — Litill hluti sjó- manna greiddi atkvæði,” birti Morgunblaðiö viðtal við Kristján Ragnarsson formann LIU og Jón Sigurðsson formann Sjómanna- sambands íslands 31. þ.m. 1 viö- talinu segir Kr. „og er napurt aö manni skuli vera hlátur I huga” og ennfremur „ástæðan er sú, að maður hefur ekki verið þátttak- andi i öðrum eins skripaleik” og á þar við að honum hafi veriö skemmt við úrslit þessi. Ég vil i fyrsta lagi gera þá at- hugasemd við þetta viðtal við Kr. að það voru 274 sem skiluðu at- kvæðaseðlum i þessari atkvæða- greiðslu en ekki 262, sem er að visu ekki mikil þátttaka ef tekið er tillit til félagsmannatölu innan þeirra félaga, sem þarna áttu hlut að máli. Ég kannast við að hafa áður heyrt talað um lélega þátt- töku sjómanna i atkvæöagreiðslu um kjarasamninga, en hefur Kr. og aörir sem slikt hafa haft á orði, tekið meö i dæmiö að sjómenn hafa algera sérstöðu um að sækja fundi i stéttarfélagi sinu sem þá og i atkvæðagreiöslu? Bátar allt i kringum landið eru oftast ekki mannaðir nema að litlum hluta heimamönnum, hinir eru viðs- vegar að af landinu og hafa ekki atkvæðisrétt i viðkomandi ver- stöðvum og þvi hafa þeir ekki möguleika á að greiða atkvæöi, sem þeir annars gerðu. Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.