Þjóðviljinn - 03.09.1976, Side 4

Þjóðviljinn - 03.09.1976, Side 4
4 SIÐA —ÞJ<M)VILJINN Föstudagur 3. september 1976 ÞJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSiALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eibur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. Á TYEGGJA ÁRA AFMÆLI Þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn höfðu verið saman i rikisstjórn i fáeina mánuði birti Morgun- blaðið forustugrein þar sem meðal annars gaf að lita þennan texta: „Forustumenn Framsóknarflokksins eiga hól skilið fyrir það að þora að horfast i augu við veruleikann, þótt seint væri að visu. En ljóst er þá lika að það er ekki á- greiningur milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um efnahagsmála- stefnu, þvert á móti er báðum flokkunum ljóst að stefna sú sem áður var fylgt er ó- hafandi og þess vegna hafa þeir staðið saman að þvi sem órofa heild að gera þær úrbætur sem nauðsynlegar eru. Sú von stjórnarandstæðinga að geta komið fleyg milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins af þessu tilefni er barnaleg. Flokkanir eru sammála en ekki ósam- mála...” (Leiðari Morgunblaðsins 3.11. 1974, leturbreytingar hér). Siðan þessi leiðari Morgunblaðsins var skrifaður eru senn liðin tvö ár og allan þann tima hafa verið endurtekin sams- konar ástarstef milli stjórnarflokkanna I málgögnum þeirra. Hámarkið var leiðari Þórarins Þórarinssonar á sl. vetri þar sem hann lýsti þvi yfir að stjórnarflokk- arnir myndu starfa saman út kjörtimabil- ið — hvað sem á gengi, hvað sem liði stefnu og störfum samstarfsflokksins. En hvaða stefna er það i efnahagsmál- um sem Sjálfstæðisflokkurinn taldi „óhaf- andi”? Það var einkum stefna vinstri stjórnarinnar i kjaramálum. Til upprifj- unar um hana er þessi staðreynd: í ársbyrjun 1971 var timakaup hafnar- verkamanna i Reykjavik 96,04 kr. í desember 1973 var sama kaup orðið 183,62 og hafði þvi hækkað um 91%. 1 ársbyrjun 1971 var mánaðarkaup barnakennara 27.367 kr., en i árslok 1973 52.414 og hafði þvi hækkað um 91%. Á sama tlmabili hafði verðlagsvisitala „aðeins” hækkað um 46,7%. Þannig batnaði kaupmáttur allra al- mennra launa á valdaárum vinstristjórn- arinnar — fólkið fékk að njóta afraksturs- ins af striti sinu i auknum mæli. Það var þessi stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn taldi „óhafandi”. „Nauðsynlegar úrbætur” að mati stjórnarflokkanna voru hins vegar þær að skerða kaupmátt launa og til viðbótar við erlenda verðbólgu magnaði stjórnin verð- bólguna sjálf með efnahagsaðgerðum af ýmsu tagi sem höfðu i för með sér verð- bólguaukningu. Þessar staðreyndir um hinar „nauðsynlegu úrbætur” koma fram hér á eftir: 1. mars 1974 var kaup i hafnarvinnu á timann kr. 229,64, en er nú 382,02 kr. á tim- ann. Kaup verkamannsins hafði á þessum tima hækkað um 81%. Kaup barnakennar- ans var 62.284 kr. á mánuði i mars 1974 en er 92.788. Hækkun launanna er þvi 49%. Á sama tima hefur verðlag hins vegar hækkað úr 242 stigum i 605 stig eða um full 150%. í einföldum tölum litur dæmið þannig út: Kauphækkun undir vinstristjórn 91%. Verðlagshækkun i vinstristjórn 46.7%. Kauphækkun i hægristjórn 49-81%. Verðhækkun undir hægristjórn 150%. Þessar tölur sýna betur en allt annað „árangurinn” af efnahagsstefnu núver- andi rikisstjórnar á tveggja ára tímabili. Það er þessi „árangur” sem' ihaldsblöðin keppast nú við að lofsyngja i leiðurum, greinum og viðtölum við ráðamenn. Þetta er „jafnvægið”, „endurbæturnar” — að skera niður kaup fólksins, en afhenda for- stjórunum aukinn skattfrjálsan gróða. Og efnahagssérfræðingar rikisstjórnarinnar hafa lýst þvi yfir að kaupið haldi áfram að lækka um amk. 3% á þessu ári þrátt fyrir nær 20% bata i útflutningsverðlagi. Þessi lifskjaraskerðing er sú staðreynd sem fólkið i landinu man best eftir á tveggja ára afmæli rikisstjórnarinnar. —s. Eirlkur Tómasson „Reykjavik 2. sept. 1976 Einar Karl Haraldsson, fréttastjóri Þjóöviljans. 1 þættinum „Klippt og skorið” I dag er þvi slegiö upp sem stórfrétt, aö ég undir- ritaöur sem er fulltrúi i dóms- málaráöuneyt- inu, hafi veriö kjörinn ritari Sambands ungra fram- sóknarmanna. Þetta er nokkuö lágt lagst. Til þessa hefur starfsmönnum stjórnarráösins leyfst aö taka þátt I störfum stjórnmála- flokka, þó meö þvi skilyröi aö slik pólitisk afskipti bitni ekki á embættisstörfum þeirra. í dag er þaö alls ekki fátitt, aö stjórnarráösstarfsmenn taki virkan þátt I pólitik. Þannig er skrifstofustjóri viöskiptaráöu- rieytisins borgarfulltrúi Alþýöu- flokksins, deildarstjóri I fjár- málaráöuneytinu formaöur BSRB, og þannig mætti lengi telja. — Meira aö segja er mér ekki grunlaust um aö einhverir full- trúa I sjávarútvegs- eöa land- búnaöarráöuneytum gegni eöa hafi gegnt trúnaöarstörfum fyrir Alþýöubandalagiö. Þaö tlökast lika, aö dómarar gefi sig aö stjórnmálum. Tveir af sýslumönnum landsins eru jafnframt varaþingmenn Sjálf- stæöisflokksins, héraösdómari á Akureyri er bæjarfulltrúi Al- þýöuflokksins og sakadómari i Reykjavik hefur setiö á haf- réttarráöstefnu Sameinuöu þjóöanna sem fulltrúi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þetta eru aöeins fá dæmi af fjöl- mörgum, en hér skal látiö staðar numiö. Ég get tekiö undir þá skoöun, aö dómurum og jafnvel öörum embættismönnum veröi bannaö aö taka þátt I stjórnmálastörf- um. En meöan þaö hefur ekki verið gert, finnst mér, aö ég hafi sama rétt til þess og aðrir em-. bættismenn i dómskerfinu aö gefa mig aö pólitik. Fréttastjóri Þjóöviljans og aörir geta fengiö allar þær upplýsingar um störf min I ráöuneytinu sem þeir óska, og skulu á grundvelli þeirra vega þaö og meta, hvort póli- tiskra sjónarmiöa hafi gætt I þeim. Meö fyrirfram þökk fyrir birt- inguna I „Klippt og skoriö” Eirlkur Tómasson” Skýrari mörk Þaö skal viöurkennt aö engin sérstök ástæöa er til þess aö taka Eirik Tómasson út úr sem dæmi um nokkuö almennan „praksis” i þjóöfélaginu. En eins og hann bendir á sjálfur eru dómarar og sýslumenn sumir atkvæöamiklir I flokkspólitik- inni. Augljóst er aö eins og nú er háttaö umræöum um spillingu I skjóli flokksvalda er óeðlilegt aö dómarar séu opinberlega máls- varar stjórnmálaflokka, hvaö þá heldur eftirlitsmenn þeirra. Þá er spurningin um aöra ráöuneytisstarfsmenn. Megin- reglan ætti þar aö vera aö fast- ráönir embættismenn ættu ekki að gegna trúnaöarstööum I stjórnmálaflokkum. Hinsvegar er þaö oft á tiöum eölilegt aö ráðherrar vilji hafa sér viö hliö sérstaka pólitiska trúnaöar- menn, eirikum þegar stjórnar- skipti veröa eftir langvarandi stjórnartimabil sömu flokka, sem sett hafa mark á embættis- mannaliöiö meö ráöningum og öörum áhrifum. Þessir „aö- stoðarmenn” eöa „sérfræöing- ar”, eöa hvaö sem þeir væru nefndir, ættu ekki aö vera fast- ráönir embættismenn, heldur standa og falla meö ráöherrum sinum og flokkum. Meöal annars vegna fámennis er þaö háttur okkar islendinga aö sullast á öllum sviöum, og mörkin milli framkvæmda- valds, dómsvalds og löggjafar- valds er óviöa eins óskýr og fljótandi eins og hér á landi. Þau mörk mættu aö ósekju vera skýrari. Heimsmetið Haukur Helgason kemst aö þeirri niöurstööu i leiöara Dag- blaösins I gær, aö islendingar eigi heimsmet I skattsvikum. Þetta er athyglisverö staö- hæfing. Sérstaklega ef hún er rétt. Viö getum væntanlega oröiö sammála um þaö aö I Noregi er betra lag á flestum hlutum en hér, ekki siöur i skattamálum heldur en annarri opinberri stjórnsýslu. Samt sem áöur komst norska endurskoö- endasambandiö aö þeirri niöur- stööu fyrir tveimur til þremur árum aö lækka mætti skatta á almenningi I landinu um 25 af hundraöi ef takast mætti aö uppræta skattsvik meö öllu. Meö öörum oröum ef hægt væri aö komast fyrir bókhaldshag- ræöingu fyrirtækja á tekjum og tapi, ná inn öllum söluskatti og eölilegum skattgreiöslum af at- vinnurekendum og öörum há- tekjumönnum mætti lækka álagninguna um fjóröung. Þegar mál standa svona hjá norömönnum, gætu glöggir menn sjálfsagt reíknaö þaö út að hægt væri aö lækka almenna skatta hér um 50% ef skattsvik yröu upprætt. Þaö er þvi til nokkurs aö vinna á þessu sviöi, bæöi fyrir riki og almenning. Ekki einn á báti Þættinum hefur borist eftir- farandi bréf vegna skrifa I gær: Ólík almanök Blaðið Dagur á Akureyri vek- ur athygli á vandamáli þvi sem almanaksnotkun forstjóra skapar venjulegum borgurum: „Mjög er kvartaö yfir þvi, hve erfiölega gengur á sumrin aö ná tali af forstjórum fyrirtækja, bankastj. og alþingismönnum. Og þaö gengur illa aö ná saman fundum meö þessum mönnum, jafnvel þótt mikiö liggi viö. Margir þessara manna nota annað almanak á sumrin en all- ur almenningur og þaö eru lax- veiöileyfin, sem þeir kaupa á vetrum og láta sitja fyrir öllu ööru aö nota á laxveiöitlman- um.” —ekh.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.