Þjóðviljinn - 02.10.1976, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. október 1976
SKAMMTUR
Ég held ég hafi sjö sinnum verið rekinn úr
Menntaskólanum á Akureyri, áður en ég
endanlega sagði skilið við þá stof nun og hélt af
landi burt til æðra náms.
Og hvað hafði ég unnið til saka? Jú einfald-
lega það að þverbrjóta flestar reglur skólans
og haga mér í hvívetna öðruvísi en yfirboðar-
arnir ætluðust til af nemendum. Þó að ég haf i
veriðöðrum iðnari viðað brjóta reglur þessar-
ar virðulegu menntastofnunar, þá minnist ég
þess að ein var sú regla, sem ég aldrei braut
og hét því að á lífsleiðinni skyldi ég aldrei láta
slíkt henda mig, hvaða f rei stingar sem yrðu á
vegi mínum. Þetta paragraff úr lögum
Menntaskólans á Akureyri hékk innr*ammað á
göngunum og hljóðaði svo: ,,Spýtið ekki
tóbakslegi á gólfin, notið hrákadallana".
Ég get ekki að því gert að mér hefur hvað
eftir annaðdottið þessi klásúla i hug að undan-
förnu, við lestur dagblaðanna.
Mér finnst stundum eins og blöðin séu ein-
hverjir alsherjar hrákadallar fyrir menn, sem
þurfa að koma samþjöppuðum óþverra frá
sér, en almenningur, sem ekki kemst að þess-
um þarfaílátum fyrir troðningi sannleikselsk-
andi skrif og skro-manna verður að láta sér
linda að spýta óþverranum um allar jarðir, á
gólfin og veggina og þá helst á þá staði sem
ber fyrir augu sem flestra.
Þeir sem afturámóti komast að „spýtu-
bökkunum" hafa að því er virðist áður, lengi
tuggið rjólið í góðum félagsskap og jafnvel
látið töluna ganga hver útúr öðrum áður en
hún svo endanlega kemst í sjálfan hfákadall-
inn — eitthvert dagblaðanna —. Síðan er inni-
hald hrákadallanna haft til sýnis fyrir al-
menning, sem lærir þessa gömlu þjóðlegu list
— sem sumir héldu að væri að deyja út á
Islandi — listina að spýta óþverra eftir
kúnstarinnar reglum af mikilhæf ustu tóbaks-
mönnum samtíðarinnar.
Þessa dæmisögu geta þeir tekið til sín sem
eiga, en sjálfur ber ég þá von í brjósti að
framangreind tóbaksnotkun fari ekki að
verða eitt af þjóðareinkennum íslendinga.
Annars gegnir það furðu hve mikils barna-
skapar hefur gætt í skrifum dagblaðanna að
undanförnu, þegar verið er að f jalla um það
hvernig ýmsir f ramámenn í þjóðf élaginu hafa
dregið fram lífið, eða það sem kallað er
„komið ár sinni fyrir borð".
Hvers vegna halda menn eiginlega að verið
sé að vafstra í stjórnmálum. Er til sá maður
sem lætur sér detta í hug að það sé einhver
dans á rósum að vera bendlaður við stjórnmál.
Nei það er víst öðru nær. Að sjálfsögðu eru
stjórnmálamenn mannlegir menn og verða að
draga f ram líf ið eins og aðrir menn. Og þó það
geti verið arðbærara að vera pólitíkus en
prjónakona, er þvf ekki að neita að hið fyrr-
nefnda er mun erilsamara það er að segja ef
ekki er vélprjónað.
Hvílíka smán þurfa stjórnmálamenn eða
bara þeir sem við stjórnmál eru bendlaðir ekki
einatt að þola.
Lætur nokkur sér detta í hug að það sé sárs-
aukalaust að þurfa að láta það í veðri vaka að
maður sé alþýðuf lokksmaður til þess eins að
losna við að daga uppi sem varaskólastjóri í
Breiðholtinu. Eða er það ekki hámark niður-
lægingarinnar fyrir ærukæran þéttbýling að
þurfa að þykjast vera framsóknarmaður til
að fá að vera varaskólastjóri í Breiðholtinu.
Og hugsið ykkur hvað margir hafa orðið að
lúta svo lágt að segjast vera sjálfstæðismenn
til þess eins að komast í K.R. eða K.F.U.M.
Sjálfur hefði ég aldrei klofið það að kaupa
eitt dýrasta og fínasta hús borgarinnar í
besta og viðurkenndasta hverfinu, hefði ég
ekki gengið á mála hjá Alþýðubandalaginu og
gerst skeleggur málsvari hinnar kúguðu ör-
eigastéttar í landinu.
Semsagt, góðir hálsar, pólitík er áreiðan-
lega eitthvert mesta skítverk sem um getur,
þótt hún geti, ef menn kunna til verka, gefið
eitthvað soldið í aðra hönd.
Hvað sagði raunar ekki bankastjórinn forð-
um:
Ef þig vantar vixilblað
i víxlastokkinn
Rambaðu bara á réttan stað
í rétta flokkinn.
Flosi.
AFSPÝTUBAKKA
Sigfús Daðason:
Bréf til Þjóðviljans
Dagblööin flest i Reykjavik
hafa á undanförnum mánuöum
(eða kannski árum) verið aö
breytast i nokkurskonar reikni-
stofur. Þarsitja blaöamennirnir
dögum saman og leggja saman
og draga frá. Með þvi aö þeir
viröast stundum ekki hafa lært
öllu meira i reikningi en sam-
lagningu og frádrátt, fá þeir
reyndar oft einkennilegar út-
komur úr dæmum sinum. Þetta
er nú vist ekki alveg rétt: þeir
hafa lika lært prósentureikning
(eins og alþingismenn);
prósentan er þeirra ær og kýr,
prósentan er þeirra rökfræði.
Það er lika á allra vitoröi aö
með prósentureikningi má
sanna hvað sem er.
Þessi reiknistofuiönaöur er
búinn að gera blööin nærri óles-
andi, og er þá hér um bil sama
hvaö er veriö aö reikna. En auð-
vitaö snýst reikningurinn aöal-
lega um peninga, stundum þó
um flatarmál eða rúmmál húsa.
Upp á siðkastið er orðið mjög
algengt aö reikna út banka, tap
þeirra, eða gróða, bankalán,
hlutfalliö milli lána til A og til
B: þetta er eins og peningaget-
raunir, blööin hljóta ab telja aö
þjóöin sé ofurseld spilafikn og
peningagetraunum. Hver veit?
Hér bætir auövitaö ekki úr skák
aö bankarnir, sem hafa á sinum
snærum raunverulegar reikni-
stofur, ausa afuröum þeirra i
blööin (til aö sanna framleiðslu-
getuna) og blööin gleypa þetta
allt eins og heitar lummur. Þaö
er eins og ekkert annaö sé aö
gerast á landinu. Þaö væri þá
helst „poppið”, sem er reyndar
lika oröiö verkefni reikni-
stofunnar.
Ofan á allt saman ætla blööin
aö telja oss lesendum sinum trú
um að þau séu þarna aö leggja
af staö i krossferö til aö endur-
siðvæöa þjóöina og stofnanir
hennar. Sérstaklega hefur þessa
orðið vart isambandi viö nýlega
atburði i bankakerfinu. Telja
blaðamenn það mikil firn aö
bankastjórar úthluti ekki ráð-
stöfunarfé bankanna á lýð-
ræðislegan hátt, heldur séu þeir
si og æ aö mismuna mönnum og
misbeita valdi sinu.
Nú er þess aö gæta að bankar
eru einmitt til þess settir aö
midjeita valdi. Ef þaö væri ekki
hlutverk þeirra mættialveg eins
leggja þá niöur undireins. Aö
minnsta kosti þyrfti þá ekki
neina bankastjóra. En meö þvi
aö bankar eru dæmdir til þessa
hlutskiptis, er aö sönnu þeim
mun brýnna aö þeir hafi
nákvæmar „leikreglur” til aö
fara eftir og fylgi þeim ná
kvæmlega; en þaö má ekki
ætlast til of mikils af þeim þegar
leikreglurnar eru svo mjög á
reiki sem i voru þjóöfélagi.
Ekkert hafa blööin rætt likindi
þess aö nýlegar „happenings” i
bankamálum kunni aöallega aö
vera merki um harkaleg átök
um vald innan bankakerfisins.
Á þessa hliö málsins hefur Þjóð-
viljinn t.d. ekki minnst einu oröi
svo ég muni, og væri þaö þó
pólitiskt verkefni.
Mér hefur virst aö Þjóðviljinn
hafi til skamms tima verið mun
hæglátari i siövæöingar- og
reiknistofu-iðju en ýms önnur
blöö, ef frá er talið árvisst óráö
sem gripur blaöiö heljartökum
um þaö leyti sem skattaskráin
er birt.
En timi hæglætisins er liöinn
og greinilegt er aö nú vill Þjóð-
viljinn ekki láta sitt eftir liggja.
t Þjóöviljanum i dag eru til
dæmis geröar tvær meiriháttar
atrennur sem vert er aö staldra
við. I fyrsta lagi krefst blaðið
þess af miklum móði aö Halldór
E. Sigurðsson ráöherra segi af
sér vegna þess aö hann keypti
hús af Alfélaginu (meö góöum
kjörum?). Já, þaö eru vandræöi
meö húsakaup og bilakaup ráö-
herra.satt er þaö. Ef allt væri
meö felldu, mundu ráöherrar
aldreiláta gera sér greiba, allra
sist mundu þeir láta auömenn
gera sér greiöa. En ég veit ekki
til aö stjómmálaflokkar, eöa
jafnvel almenningur, á þessu
landi hafi ætiast til þess aö ráö-
herrar sýndu svo öfgafullan
grandvarleik; ég tel meira að
segja óvist að ráðherrar Al-
þýðubandalagsins á árunum
1971-1974 hafi farið á flot meö
þvilikar siögæöiskröfur.
Sú sögusögn hefur veriö á
gangi milii manna, aö ráöherra
einn, i stjóm sem hefur nú að
vonum fengið miöur góö eftir-
mæli i Þjóöviljanum, — þegar
hann kom heim til sin aö kvöldi
fyrsta ráöherradags, sins, hafi
rekist á isskáp geysimikinn
ásamt nafnspjaldi, á stigapall-
inum fyrir framan dyr sinar.
Þetta var á isskápaleysis-árun-
um, þaö er svo langt siöan. Til
þessarar sögu er ennþá vitnað
sem fádæma, vegna þess aö
ráöherrann tók það til bragös,
sem sist var búist viö: hann
mismunaöi ekki isskápsbákninu
innum dyrnar hjá sér, heldur
pantaði flutningabil og burðar-
menn og sendi eiganda nafn-
spjaldsins skápinn til baka.
Svona eiga sýslumenn að vera.
En góðu Þjóöviljamenn! Þaö
eru mörg ár siöan þau kaup
voru gerö sem Þjóöviljinn vill
nú láta Halldór E. Sigurðsson
gjalda fyrir meö ráöherrastöðu
sinni. Þaö eru rétt um þrjú ár
siðan. Halldór var þá meira aö
segja ráöherra i annarri stjórn
en nú situr. Hvernig stóö á þvi
aö Þjóöviljinn hóf ekki sókn á
hendur Halldóri þá, þegar rétt-
ur timi heföi veriö til þess? Mér
þætti mjög vænt um aö fá svar
viö þeirri spurningu.
I ööru lagi stingur Þjóöviljinn
upp á þvi i dag (sennilega
orðinn strax leiður á samlagn-
ingu og frádrætti), aö blaða-
menn komi sér upp tölvukerfi,
að þvl er helst má skilja til þess
aö geta haft alveg nákvæmt
eftirlit meö fjármálalegu hátt-
emi sérhvers mannsbarns á
landinu. Ég minnist þess nú aö
það er ekki langt siöan aö Þjóð-
viljinn (góöu heilli) stóö i tölu-
vert haröri rimmu til aö vara
viö þeirri fskyggilegu hættu sem
notkun tölvukerfa hefur i för
meö sér, þvi valdi sem hægt er
aö ná yfir heilli þjóö meö þessu
tvieggjaöa tækniundri. Ég spyr
þvi^ hvar em prinsip Þjóövilj-
ans?
Ég veit ekki hvort Þjóöviljinn
hefur aöeins falliö i þá freistni
aö „gelta meö hinum hundun-
um”. Hann er nú farinn aö sýna
þess nokkur merki að hann sé að
hallast aö glistrúpsku lýö-
skrumi. Þegar vissum punkti er
náö á þeirri braut, er pólitikin
vön aö taka beina stefnu á svo-
kallað „moral order”-stjórnar-
far. Gleggsta dæmiö hér nær-
lendis um þvilikt stjórnarfar er
Pétain-stjórnin i Frakklandi
1940-1944. Gætum aö þessu.
Reykjavik 29. september 1976
Vinsamlegast
Sigfús Daöason
Kvennadeild Slysavarnafélags íslands í Reykjavík
HLUTAVELTA ÁRSINS
verður í Iðnaðarmannahúsinu að Hallveigarstíg 1 á morgun,
sunnudaginn 3. október kl. 2 e.h.
Fjöldi góðra muna — Ekkert happdrætti — Engin núll.
Reykvíkingar
Styrkið slysavarna-
og björgunarstarf
SVFÍ
Stjórnin