Þjóðviljinn - 02.10.1976, Síða 3

Þjóðviljinn - 02.10.1976, Síða 3
Laugardagur 2. október 1976 ÞJÓÐVIUINN — SIÐA 3 Þetta bandarlska starfsfólk vinnur I birgðageymslum hersins, en þar vinna hátt I þrjú hundruð fsiend- ingar auk bandarlsku starfsmannanna, sem eru rúmlega eitt hundrað og fimmtlu talsins. i fyrradag buðu forráðamenn bandarlska hersetuliðsins blaða- mönnum að lita á herstöðina, taka myndir eins og hvern mann lysti og spyrja alira þeirra spurn- inga sem hugsanlega væri hægt að láta sér detta I hug. Ákveðið var að þekkjast þetta boð I þeim tilgangi að ná myndum af öllu þvi sem fyrir augu bæri og var Ijósmyndari sendur á vett- vang. Er þó skemmst frá þvf að segja að fátt og raunar ekkert verulega markvert var látiðbera fyriraugu blaðamannanna og hið eina sem bitastætt var hafði verið falið á bak við svört pappaspjöld þar sem það var að sögn blaða- fulltrúanna „algjört hernaðar- leydarmál”. Ekki var þó gott að hylja heilu flugvélarnar með pappaspjöldum og þegar um svo stórgerð leyndarmál var að ræða voru myndatökur einfaldlega bannað- ar. Þannig voru blaðamenn teymdir á milli þriggja eða fjögurra staða á mettima, allt fal- ið sem áhugavert var og síðan boðið til veislu á eftir, þar sem hægtvaraðræða við æðstu menn. Við spurningum um t.d. kjarn- orkuvopn, neðansjávardufl o.fl. þ.h. fengust engin svör og var viðkvæðið ávallt hið sama: „Ég er bara hermaður og má ekki svara svona spurningum nema með leyfi æðri manna. Þú verður að snúa þér til sendiráðsins eða annarra slikra aðila”. Hálf var hún þvi snubbótt þessi heimsókn og að mati Þjv. er ekki ástæða tU að tiunda þær tækninýj- ungar sem voru á borð bornar fyrir blaðamenn i þessari ferð, sem fyrst og fremst var hugsuð til þess að auka kynni blaðamanna og yfirmanna hersins. SSP Biskup dæmdur í tíu ára fangelsi UMTALI, Hódesiu, 1/10 (Reuter) — Kaþólski biskupinn af Umtali I Ródesiu, Donald Lamont, var I dag dæmdur i tiu ára fangelsi fyrir að láta undir höfuð leggjast að skýra frá ferðum skæruliða. Lamont biskup, sem er 65 ára að aldri, viðurkenndi það sem hann var ákærður fyrir og sagðist einnig hafa hvatt aðra til að gera það sama. Hann lét ekki i ljós neinar tilfinningar þegar dómur- inn var lesinn upp og sagðist myndu áfrýja honum, Var hann ekki settur i varðhald. Þetta mál hlaust af þvi að svartir skæruliðar heimsóttu trú- boðsstöð I grennd við landamæri Hœttir boxi fyrir Allah ISTANBUL 1/10 (Reuter) — Múhameð Ali, heims- meistari i þungavigt, til- kynnti i Istanbul i dag, að hann myndi nú hætta allri þátttöku i hnefaleikaiþrótt- inni og verj£t öllum starfs- kröftum sinum i þágu Múhameðstrúar. Heimsmeistarinn gaf þessa yfirlýsingu á blaða- mannafundi, sem hann hélt eftir hinn umdeilda sigur sinn yfir Ken Norton i New York á þriðjudaginn. í gærkvöldi sagði Ali fréttamönnum i London að hann ætlaði a.m.k. að keppa einu sinni enn, gegn George Foreman áður en hann drægi sig í hlé. Nú sagðist hann hins vegar ætla að draga sig alveg i hlé vegna trúar- bragða sinna. Mósambik og báðu um aö fá fæði og annan útbúnað til aðstoðar i baráttunni við hvitu minnihluta- stjórnina. Viðurkenndi Lamont biskup að honum hefði verið kunnugt um þessar heimsóknir og hefði hann sagt nunnum i trú- boðsstöðinni að láta ekkert uppi um þær. Lamont biskup er fæddur á tr- landi, en hann hefur dvalist i Ródesiu i þrjátiu ár. Hann er yfir- lýstur andstæðingur kynþátta- stefnu hvitu minnihlutastjórnar- Tel aviv 1 /10 (Reuter) — Israelskur herréttur, sem sat I dag fyrir luktum dyrum, úrskurð- aði að Israelskur herforingi hefði gert sig sekan um manndráp á vesturbakka Jórdan I mars, að sögn talsmanna hersins. Var hann ákærður fyrir að hafa valdið dauða arabisks kommúnista, sem herinn hafði tekið fastan. Dómur verður kveðinn upp i næstu viku. Talsmenn hersins i Nablus vildu ekki gefa upp nafn herfor ingjans. Sögðu þeir að herréttur- inn hefði kveðið upp þann úrskurð að hann væri sekur um dauða innar, og sagði hann réttinum að kristin trú hans og hlýðni við stjórnina I þessum efnum gæti ekki farið saman. Strax og dómurinn yfir biskupnum fréttist, mótmælti páfastóll honum harðlega. Sagði blaðafulltrúi páfastóls að dómur- inn bryti i bága við meginreglur réttlætis og mannúðar. Málgagn Vatikansins L’Osservatore romano, lauk miklu lofsorði á Lamont biskup. Ahmed Dib Dahlul, yfirmanns deildar kommúnistaflokksins i þorpinu Salfit á vesturbakka Jórdan, meðan óeirðir araba á þessum slóðum stóðu yfir i mars i vor. Dahlul var einn af sjö arabiskum föngum, sem var ver- iðað flytja frá heimaþorpi sinu til yrirheyrslu i nærliggjandi her- búðum. A leiðinni var hann látinn sæta barsmið og dó hann siðar af völdum meiðslanna. Aður en réttarhöldin fóru fram sögðu talsmenn hersins i Tel Aviv að rannsókn hefði leitt i Ijós að 'i'ramhald a bls. 14. Þess sjást nú mörg merki aö svertingjar I Ródesiu — eða Zimbabwe eins og þeir kalla landiö —• eru að búa sig undir að fá stjórn landsins f sinar hendur, og vilja þeir standa sem best að vigi þegar til þess kem- ur. F imdinn sekur um manndráp Vií wcj'Ý ' Erlendar fréttir í stuttu máli Misheppnað bankarán BRUSSEL 1/10 (Reuter) — Fimm vopnuðum mönnum tókst að komast undan lög- reglunni með þvi að skýla sér á bak við tvo gisla eftir misheppnað bankarán i Brussel. Einn náðist þó skömmu siöar. Ræningjarnir gengu inn i aðalsetur „Lloyda Bank Europe” skömmu eftir kl. átta i morgun að staöartima og neyddu þá starfsmenn bank- ans, sem voru mættir til vinnu, að leggjast á gólfið. Slðan heimtuðu þeir lykilinn að peningageymslu bankans og börðu gjaldkerann i höfuðið meö byssuskepti, þegar hann sagðist ekki hafa lykilinn undir höndum. En einn af starfsmönnum bankans, sem var aö koma til vinnu sinnar, sá hvaö um var að vera og gaf hættumerki. Lögreglan fom þegar á vett- vang, en ræningjarnir tóku tvo gisla og komust fjórir þeirra upp i bifreið, sem beið eftir þeim, en sá fimmti flúði upp á þakiðá listasafni borgarinnar, sem þar var i grenndinni. Lög- reglan umkringdi bygginguna þegar i stað, en þegar hún komst upp á þakið var fugl- inrtfloginn. Hinir fjórir slepptu gislunum og yfirgáfu bifreið sina skömmu stðar og komust þrir undan, en sá fjórði var siðan handtekinn i útjaðri borgarinnar skammt frá hraðbrautinni til Parisar. Harðnandi átök i Ródesiu SALISBURY 1/10 (Reuter) — Talsmenn Ródesiuhers skýrðu frá þvi I dag aö herinn hefði fellt 28 skæruliða I bardaga, sem virðist hafa orðiö I grennd við landamæri Ródesiu og Mósambik. Þessi orrusta sýn- ir að þrátt fyrir áætlanir um að koma á meirihlutastjórn svertingja i Ródesiu á friösamlegan hátt heldur skæruhernaðurinn stöðugt áfram. Þessi tala fallinna er hin hæsta sem birt hefur verið eftir einn einstakan bardaga I Ródesiu, og gæti það bent til þess að nú fari átökin harðn- andi. I Botswana, sem er eitt af nágrannarikjum Ródeslu, komu andstæðir leiðtogar þjóðernissinna saman til fund- ar til að reyna að skapa ein- ingu meðal þjóðernissinna áður en ráðstefnan, sem bret- ar hafa kallað saman til að ræða um myndun bráða- birgðastjórnar i Ródesiu, getur hafist. Leiðtogarnir tveir, Joshua Nkoko og Abel Muzorewa biskup, ræddust ekki við nema i hálfa klukku- stund, en þeir lýstu þvi báðir yfir að þeir myndu halda viðræðunum áfram i Aalis- bury innan skamms. Hingað til hefur sundrung þjóöernis- sinna i Ródesiu gert þeim örðugt fyrir. Bæði bardaginn við landamæri Mósambik og fundurinn i Botswana bendir til þess að afstaða þjóðernis- sinna sé að harðna og þeir séu að búa svo i haginn að staða þeirra verði sem sterkust, þegar bráðabirgðastjórn verður mynduð. Likfundur við Grenoble GRENOBLE 1/10 (Reuter) — Frönsk lögregla fann I dag I grennd við Grenoble lik ungs manns og ungrar konu, sem rænt var i júni. Mun hún hafa fundið likin eftir nafnlausri til- vlsun. Þegar þessu fólki, Christian Leroy 25. ára og Murielle Ferrari 21 árs, var rænt i júni, tilkynntu ræningjarnir eða ræninginn að „hópur 666 úr rauðu herdeildinni”” stæðu á bak við ránið og jafnframt var sett fram krafa um 350 miljóna franka lausnargjald. Þetta háa lausnargjald gerði lögregluna þó mjög tor- tryggna og héldu ýmsir að þetta kynni að vera einhver brella. I júli var svo konu einni, Olgu Moissenko, rænt og tilkynntu ræningjarnir að þeir væru félagar i þessum sama hóp og kröfðust 750 þúsund franka i lausnargjald. Eftir likfundinn i dag hefur lög- reglan miklar áhyggjur af lifi Olgu Moissenko. Talið er lik- legast að þessi mannsrán sé verk geðveiks manns. Vill heirnta aftur greiðsl- una til leigumorðingjans SAN BERNARDINO, Kaliforniu, 1/10 (Reuter) — Læknir nokkur, sem hefur veriö dæmdur fyrir að leigja sér morðingja til að drepa konuna sina, krefst nú réttar- úrskurðar til að fá aftur 1000 dollara, sem hann borgaði „morðingjanum” I fyrirfram- greiðslu. Dr John Wener, sem er 37 ára gamall og sérfræðingur i röntgenlækningum, var fund- inn sekur um þaö 31. ágúst að hafa farið fram á það viö leynilögreglumann einn að hann myrti konuna hans og léti morðið lita út eins og slys. Aldrei varð neitt af morðinu og var Werner dæmdur i 2000 dollara sekt og þúsund dollara fyrirframgreiðslan var gerð upptæk sem sönnunargagn i málinu. En nú hefur dr. Werner höfðað mál gegn yfirvöldum i San Bernardino og heimtar hann að fá þúsund dollarana aftur á þeim forsendum að lögum samkvæmt beri að skila eigandanum aftur öllum sönnunargögnum um leið og málinu er lokið. Werner fékk mildan dóm, þviað þeim hjónabandserjum, sem hann átti i um það leyti, sem hann gerði morðáætlun- ina var lokið þegar hann kom fyrir rétt, og var hann þá orð- inn fullsáttur við konu sina aftur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.