Þjóðviljinn - 21.12.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1976, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Þriðjudagur 21. desember 1976.—41. árg. —287. tbl. Viðrœöum í Briissel lauk í gœr Gundelach STJÓRMN SKOÐAR NÚ TTLBOÐ EBE • Gundelach telur pólitískt ástand á Islandi tefja samningal Viðræðum íslenskra em- bættismanna við fulltrúa Efnahagsbandalagsins um fiskveiðimál lauk að sinni í Brussel í gær, Niðurstaða viðræðnanna var sú að Efnahagsbandalagið lagði fram drög að ramma- samningi til 10 ára um fiskvernd, eins og það er kallað, og jafnframt lagði Efnahagsbandalagið fram tilboð varðandi hugsanlegt bráðabirgðasamkomulag um gagnkvæmar fiskveiði- heimildir. Samkvæmt fréttum Reuters- fréttastofunnar tilkynnti Finn Olav Gundelach, aðalsamninga- maður Efnahagsbandalagsins á fréttamannafundi i Brússel i gær, að eftir fyrsta janúar yrði is- lendingum bannað að veiða innan nýrrar 200 milna efnahagslög- sögu EBE, þar til samkomulag hefði tekist. Þá er i Reutersfréttum haft eftir Gundelach, að ekki hafi slitnað upp úr viðræðunum, og þeim yrði haldið áfram eftir ára- mót, varla þó fyrr en Alþingi kæmi saman á ný i janúar. Þá viðhafði Gundelach sterk orð um það á fréttamanna- fundinum að islehdingár ýrðú áð skoða málið i ljósi heildarsam- skifta sinna við riki Efnahags- bandalagsins, en er fréttamenn spurðu hann, hvort i þessu fælust hótanir, neitaði hann þvi. Samkvæmt Reutersfréttum hafa embættismenn Efnahags- bandalagsins hins vegar skýrt þessi ummæli Gundelach á þann veg, að hann hafi með þeim skir- skotað til möguleika Efnahags- bandalagsins á að beita ísland efnahagslegum þvingunum. Samkvæmt fréttaskeytum hefur Gundelach einnig skýrt frá þvi á fréttamannafundinum i gær, að islenskir samningamenn virðist nú greinilega hata skipt um skoðun frá fyrri viðræðum og muni það byggjast á pólitiska ástandinu heima fyrir!! Kristján Pétursson deildarstjóri: Háttsettir mennvið fleiri en einn banka tengjast fjársvikum Guðbjarts Pálssonar „Sakadómur Reykjavikur hef- ur gefið yfirlýsingar um að ekki sé ástæða til þess að halda Guð- bjarti Pálssyni i gæsluvarðhaldi, að engir þjóðkunnir menn séu viðriðnir fjársvikamálið, og að alis ekki verði leitað til okkar Hauks Guðmundssonar varðandi þetta mál. Ég tel að áður en Saka- dómur eða einstakir starfsmenn hans geti gefið yfirlýsingar af þessu tagi beri honum eða þeim að kynna sér þá forrannsókn sem við höfum gert. Það er heldur ekki stætt á slikum fullyrðingum fyrr en viðskiptareikningar tuga manna við ýmsa banka, og inn- byrðis samskipti þessara aðila, hafa verið rannsökuð tii hlitar.” A þessa leið fórust Kristjáni Péturssyni, deildarstjóra, orð, þegar Þjóðviljinn bar undir hann ummæli Erlu Jónsdóttur, fulltrúa hjá sakadómi Rvíkur. „Mitt mat er það að Sakadómur geti tæpast gert sér grein fyrir málinu á grundvelli þeirra gagna sem hann hefur undir höndum nú. Hefði ég verið i sporum fulltrúans sem nú hefur fengið málið f hend- ur hefði það verið mitt fyrsta verk aö kalla til min þá menn sem unnið hefðu að forkönnun málsins og kynna mér frá hvaða sjónar- hóli þeir hefðu athugað málið og fá uppgefnar niðurstöður athug- ana þeirra. I stað þess er allri að- stoð frá okkar hálfu afneitað.” Þessu næst var Kristján að þvi spurður hvort hann stæði við þau ummæli sin að háttsettir em- bættismenn væru við þetta mál riðnir? „Ég tel það ekkert vafamál að ef litið er á bankaviðskipti tiltek- inna manna i sambandi við þetta mál komi i ljós að háttsettir em- bættismenn — ekki bara við einn banka — heldur fleiri, séu meira eða minna við málið riðnir. Það er mitt mat að ætla megi að hér sé um umfangsmeira fjársvikamál að ræða en áður hefur komið fram. Þetta peningaflóð er ekki framkvæmanlegt nema með að- stoð bankanna og það sem kanna þarf er hvernig menn komast yfir slikt fjármagn og ráðstafa þvi.” Þá var Kristján spurður um þann kvitt að stjórnmálamenn kynnu að eiga hlut að máli. Magn iís Kjartansson við fjárlagaumrœðu i gœr: Landið verði allt eitt rafveitusvœði SjA 16. SÍÐU Kratar felldir i gær var kosninga og af- greiðsludagur á Alþingi. Það bar helst til tiðinda I banka- ráðskosningum að kratar voru felldir úr þeim öllum. Ráðherrar greiddu engin at- kvæði. A þingsiðu blaðsins i dag, siðu sex, er greint nánar frá þingmálum. „Ég held mig við orðalagið — háttsettir embættismenn — og tel mig vita nægilegt til þess að standa við það”. Viðbrögð dómskerfisins hafa óneitanlega verið þau að tor- tryggja vinnuaðferðir og málatil- búnað Kristjáns og Hauks Guð- mundssonar, rannsóknarlög- reglumanns. Blaðið innti Kristján eftir þvi hvernig honum félli sú gagnrýni. „Við bjuggumst við þessu. Hér er um uppgjör að ræða við það fjármálamisferli sem viðgengist hefur á tslandi án aðgerða. Það sem fyrir okkur vakir er að sýna og sanna almenningi hvað að baki býr og koma lögum yfir fjársvik- ara. Við treystum fyrst og fremst á almenningsálitið i þessum efn- um og við munum að sjálfsögðu halda áfram að taka við upp- lýsingum um þessi mál frá fólki og koma þeim á framfæri við yfirvöld eins og hverjum borgara ber skylda til.” __ekh. Skjölin benda ekki til aðildar þjóðkunnra manna Erla Jónsdóttirj fulltrúi Sakadóms: Eins og fram hefur komiö í fréttum ógilti meirihiuti Hæstaréttar gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir Guðbjarti Pálssyni vegna ýmissa formgalla á ákæruatriðum. Einn dómaranna skilaði sérat- kvæði og taldi sakargiftir það alvarlegar, og um leið hættu á að sakborningur- inn spillti fyrir rannsókn málsins, ef hann gengi laus, að staðfesta bæri úr- skurðinn. Það mun vera næsta einstætt að Hæstiréttur ómerki gæsluvarð- haldsúrskurð. Þrátt fyrir afstööu Hæstaréttar hefði Sakadómur Reykjavikur, sem rikissaksókn- ari hefur falið mál Guðbjarts, getað fellt nýjan gæsluvarðhalds- úrskurð, formlega réttan, ef ástæða heföi verið talin til þess vegna rannsóknarinnar. Þetta var ekki gert og þvi spurði Þjóö- viljinn Erlu Jónsdóttur, fulltrúa hjá Sakadómi, hverju það sætti. ,,í fyrsta lagi höfum við undir höndum öll skjöl og gögn sem fundust við húsleit hjá Guöbjarti. t öðru lagi hefur rannsóknarlög- reglan i Reykjavik tekið um- fangsmiklar skýrslur varðandi kæru fanga á Litla Hrauni á hendur Guðbjarti. Þessi rann- sókn hófst i nóvember. 1 þriðja lagi er það ekki venjan þegar um fjársvikamál er aö ræða að menn séu hafðir í gæsluvarðhaldi, meðan á rannsókn þeirra stendur, sérstaklega ekki, þegar öll gögn liggja fyrir. Það er þvi ekkert sem bendir til þess að gæsluvarðhald væri sérstaklega til hagsbóta fyrir rannsóknina. Þjv. — Nú hefur þvi verið haldið fram að háttsettir em- bættismenn væru tengdir þessu máli. Hefur skjalakönnun leitt eitthvað það i ljós, sem rennir stoðum undir þá fullyrðingu? — Gögn hafa að visu aðeins veriðkönnuð lauslega. I ljós hefur þó komið að mikill meirihluti skjala sem fundust i fórum Guð- bjarts eru frá árunum 1958 til 1965. Jafnframt get ég fullyrt að ekkert bendir til þess i þessum gögnum að þjóðkunnir menn séu viðriðnir málið, og tel ég mig þó ekki bera minna skynbragð á það en Pétur og Páll hvaða menn ber að telja til þessa hóps. Hafi hins- vegar Kristján Pétursson og Haukur Guðmundsson einhver þau gögn undir höndum, sem benda til hins gagnstæða, halda þeir þeim eftir fyrir sig. Þjv. — Verða þeir ekki kallaðir til vitnis i málinu? E.J. —Jú,að sjálfsögðu verður ekki hjá þvi komist eins og mál standa. Og ég býst við að það verði gert hið fyrsta. Þjv. — Hvernig verður rann- sókn málsins hagað? E.J.— Ég geri ráð fyrir að hún verði mjög timafrek eins og gjarnan er þegar fjársvikamál eru annarsvegar. —ekh. Ómerking Hœstaréttar á gœsluvarðhalds■ úrskurðinum SJÁ SÍÐU 8 HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Aðalskiladagar í dag og næstu daga. Opið til klukkan 22 á eftirtöldum stöðum: Gömlu afgreiðslu Þjóðviljans, Skóla- vörðustig 19, sími 17500. Skrifstofu Alþýðubandalagsins Grettisgötu 3, sími 28655. Afgreiðslu Þjóðviljans Síðumúla 6, sími 81333. Hjá umboðsmönnum Þjóðviljans um land allt. Sjá bls. 13 í blaðinu Dregið á Þorláks- messu 5 dagar eftir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.